Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF                !  "# #   ' #   ( =   (# 8  =8 ;  6.& &) :;"&&<- - ;              !" #$%  &'   &"    %  #%  () %" %  ( "%   '%* #% + %*  ,  ,  &  %  -./01 &21#%  3   = &*:&&    %   & .0 + %*   4 %*  4. 02%   5 %*   672  89& % 8. :;"" %". 0  0 %  < %%   0 %  >*  &.?. & * =;220   -1>" -0%*    31  5?=@ -A0   0 0   /  /       / /      / / / /  ; %" 1 ;  0 0 / / / / / / / / / /  / / / /  / / / / /  / / / / / B /CD B CD B / CD B /CD B / CD B / CD / / B /CD / B / CD B /CD B /CD B /CD B /CD B CD / / B CD / / B /CD / / / / B /CD 4 * 0   *" % : #0 A  *" E ( -       /      /       / /     / / / /                                           < 0   A )$   :4 F "%  &2 *  0     /   /  / /    / / / /  ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kaup- hallar Íslands lækkaði um 1,6% í gær og er nú 5.891 stig. Viðskipti með hlutabréf námu samtals 14,1 milljarði króna. Mest viðskipti voru með bréf viðskiptabankanna, með bréf Glitnis fyrir 4,2 milljarða, Lands- bankans 3,4 milljarða og KB banka 2,3 milljarða. Gengi bréfa þeirra allra lækkaði, mest bréf Landsbankans um 3,5%, sem var mesta lækkun gærdagsins. Mest hækkun varð hins vegar á bréfum Hampiðjunnar, 1,2%. Úrvalsvísitalan lækkar um 1,6% ● GENGI krónunnar styrktist í gær um 0,5%. Gengisvísitalan var 119,7 stig í upphafi dags en endaði í 119,1 stigum, sem þýðir styrkingu krónunnar. Vísitalan sveiflaðist nokkuð til í gær og fór niður í 117,5 stig. Gengi dollars var við lokun við- skipta í gær 70,55 krónur og gengi evru 85,5 krónur. Krónan styrkist um 0,5% ● BAUGUR Group hefur aukið hlut sinn í Dagsbrún, móðurfélagi 365 prentmiðla og 365 ljósvakamiðla. Baugur hefur keypt nærri 230 millj- ónir hluta eða um 4,56% af heildar- hlutafé félagsins, og á nú tæplega 1,74 milljarða af hlutafé Dagsbrúnar eða 34,55%. Baugur er langstærsti hluthafinn í Dagsbrún. Baugur eykur hlut sinn í Dagsbrún BAUGUR GROUP hyggst bjóða í dönsku snyrtivöruverslunarkeðjuna Matas og mun leggja fram tilboð í keðjuna í síðasta lagi í dag. Annar áhugasamur kaupandi, væntanlega nor- rænn fjárfestingasjóður, hefur þegar lagt fram kauptilboð í Matas að því er fram kemur í frétt Børsen en blaðið telur líklegt að þar sé á ferð- inni Altor Equity Investor í Svíþjóð sem hefur sýnt áhuga á að hasla sér völl í smásöluverslun í Danmörku. Altor á m.a. verslunarkeðjuna Byggmax en stjórnendur hennar undirbúa að opna Byggmax-verslanir í Danmörku. Skarphéðinn Berg Steinarsson, yfirmaður norrænna fjárfestinga Baugs, staðfestir áhuga Baugs á Matas og að félagið hafi fylgst með Matas um hríð. Hann segir að Baugur hyggist kynna hluthöfum Matas-keðjunnar þær hug- myndir sem félagið hafi. „Við teljum að þær séu áhugaverðar fyrir þennan hóp.“ Ætla má að kaupverð fyrir allar Matas-versl- anirnar geti hlaupið á nokkrum tugum millj- arða íslenskra króna en Matas-keðjan veltir um 30 milljörðum íslenskra króna á ári. Matas- verslanirnar eru 291 talsins í eigu 180 hluthafa sem jafnframt því að eiga verslanirnar eiga heildsöluna Matas A/S og munu hluthafarnir koma saman á sunnudaginn til að ræða hvort taka eigi upp viðræður við hugsanlega kaup- endur. Skylda að kanna hug eigendanna Stjórnarformaður Matas, Lars Frederiksen, vildi í samtali við Børsen ekki tjá sig um kaup- tilboðið sem þegar hefur borist en segir það hafa verið af þeirri stærðargráðu að stjórnin hafi talið það skyldu sína að fá úr því skorið hvort eigendur Matas séu tilbúnir að selja eða ekki. Børsen gerir því skóna að hugsanlegir kaup- endur að Matas-keðjunni muni hafa áhuga á að færa starfsemi hennar út fyrir dönsku landa- mærin og þá fyrst til hinna Norðurlandanna og síðan jafnvel á meginland Evrópu. Baugur býður í dönsku snyrtivörukeðjuna Matas Í keðjunni eru 291 verslun og hún veltir um 30 milljörðum á ári Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is TAP af rekstri Smáralindar ehf., sem á og rek- ur verslunarmiðstöðina Smáralind í Kópavogi, nam 101 milljón króna á árinu 2005. Árið áður var tap félagsins 43 milljónir. Fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam hagnaður fé- lagsins hins vegar 684 milljónum króna, sem er um 14% aukning frá fyrra ári. Heildartekjur Smáralindar námu 1.259 milljónum króna á árinu 2005. Þar af voru leigutekjur 985 milljónir, sem er 9% hækkun frá fyrra ári. Rekstrargjöld án afskrifta voru 575 milljónir, sem er um 29 milljóna króna hækkun frá fyrra ári. Afskriftir námu 366 milljónum. Fjármagns- liðir voru neikvæðir um 446 milljónir sam- anborið við 298 milljónir árið áður. Í tilkynn- ingu frá félaginu segir að breytingin á milli ára skýrist af sveiflum á gengi íslensku krón- unnar. Heildareignir Smáralindar í árslok 2005 námu 10,0 milljörðum króna. Gestir yfir 18 milljónir Í tilkynningunni segir að 18,5 milljónir gesta hafi komið í Smáralind frá því að verslunarmið- stöðin var opnuð fyrir rúmum fjórum árum. Þá segir að gestir í fyrra hafi verið um 4,4% fleiri en árið þar á undan. Áætlað er að afkoma af rekstri félagsins fyrir fjármagnsliði muni batna á þessu ári, m.a. vegna nýrra leigusamninga, hækkandi leigu- verðs og áhrifa aukinnar veltu á veltutengda leigusamninga. Tap af rekstri Smáralindar 101 milljón ● FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME) hefur veitt félaginu Arev hf. starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki. Frá þessu var greint í tilkynningu á heimasíðu FME í gær. Í tilkynningunni segir að Arev hafi heimild til þess að sinna móttöku og miðlun fyrirmæla frá við- skiptavinum um einn eða fleiri fjár- málagerning, í tengslum við eign- astýringu. Fyrirtækið hafi einnig heimild til að sinna eignastýringu, fjárfestingarráðgjöf varðandi einn eða fleiri fjármálagerning og fræðslu um og kynningu á verð- bréfaviðskiptum. Elín Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Arev, segir að félagið sé í eigu Jóns Scheving Thorsteins- sonar, fjárfestis í London, og Bret- ans Andrews Manders. „Okkar fyrsta verkefni er að stýra erlendum vogunarsjóði, en þá er hlutverk okk- ar að vera fjárfestingarráðgjafar eða taka fjárfestingarákavarðanir fyrir hönd sjóðsins,“ segir Elín. Hún segir að hugsanlega verði sjóðurinn sem fyrir er stækkaður eða öðrum sjóði bætt við. Félagið hafi einnig heimild til að vera með eignastýringu einstakra safna. Það verði þó væntanlega ekki í stórum stíl. „Vogunarsjóðir eru almennt fyrst og fremst ætlaðir fagfjárfestum,“ segir Elín. FME veitir Arev hf. starfsleyfi frekar, þ.e. ef reynsla Suður-Kóreu gefur ein- hverja vísbendingu um hvað koma skal.“ Skuldsettir fjármagnseigendur munu taka skellinn „Of skuldsettir fjármagnseigendur munu lík- lega fara verst út úr efnahagskreppunni ef af henni verður,“ skrifa dálkahöfundarnir. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hafi hækkað sexfalt frá árinu 2001, þrátt fyrir 15% lækkun frá því í febr- úar sl.. Þar fyrir utan hafi íslensk fyrirtæki geng- ið á lagið og nýtt sér mikið framboð af lánsfé til að gera strandhögg á erlendum mörkuðum. „Ef brotthvarf erlendra fjárfesta fer að valda fjár- magnsskorti hjá íslensku bönkunum, er líklegt að þeir neyðist til að selja þessar nýfengnu eignir.“ „Á þessu stigi er ólíklegt að vandræði Íslands muni valda erfiðleikum hjá öðrum löndum,“ er skrifað. Fjárfestar líti svo á að um staðbundna erfiðleika sé að ræða, sem ekki muni smita út frá sér. Það stafi af því að Ísland sé lítið land, þar sem þjóðarframleiðslan sé aðeins helmingur af þjóðarframleiðslu Albaníu. En að mati höfund- anna endurspegla vandræði Íslands algilda reglu: „Erlendir fjárfestar munu ekki viðhalda miklum viðskiptahalla til eilífðarnóns. Bandaríkin og aðrar skuldsettar þjóðir ættu að veita þessu athygli.“ „ÍSLAND gæti verið á barmi skuldakreppu,“ skrifa höfundar dálksins „Breaking views“ í The Wall Street Journal síðastliðinn miðvikudag. „Eftir fimm ára tímabil af óábyrgri skuldasöfnun – skuldir einkageirans jukust um heil 65% á ein- ungis einu ári – eru lánardrottnar þessa litla lands farnir að halda að sér höndum.“ Höfundar dálksins eru Camila Palladinu, Hugo Dixon, Edward Hadas og John Foley, en dálk- urinn er á forsíðu viðskiptakálfsins „Money & In- vesting“ og nýtur nokkurrar virðingar. Höfundarnir segja að þeir erlendu sjóðir, sem fjármagnað hafi íslensku bóluna, neiti nú að framlengja skuldabréf Íslendinga, þrátt fyrir 10,3% stýrivexti íslenska seðlabankans. Það kem- ur þeim hins vegar ekki á óvart að fjárfestar vilji nú frá hverfa: Skuldir íslenska þjóðarbúsins hafi tvöfaldast á tveimur árum og séu hærri en þre- föld verg þjóðarframleiðsla hagkerfisins. Við- skiptahallinn sé 10% af þjóðarframleiðslunni, en það sé helmingi meira en venjulega fái hagfræð- inga til að byrja að svitna yfir. „Á sama tíma á landið aðeins gjaldeyri til að greiða 15% af er- lendum skammtímaskuldum sínum.“ Að þessu leyti kemur Ísland illa út úr sam- anburði við Suður-Kóreu árið 1997, að mati höf- undanna. Kórea hafi átt gjaldeyri fyrir 40% af skammtímaskuldum sínum, sem þó hafi ekki dugað til að koma í veg fyrir að fjármálakreppa skylli á undir lok tíunda áratugarins. Krónan hafi nú veikst um 20%, samanborið við 40% fall kór- eska wonsins á sínum tíma. „Krónan gæti fallið „Ísland á barmi skuldakreppu?“ HAGNAÐUR Íslenskra aðal- verktaka (ÍAV) á árinu 2005 nam 729 milljónum króna. Árið áður var hagnaður félagsins 352 milljónir og því tvöfaldað- ist hann á milli ára. Rekstrartekjur samstæðu ÍAV námu 10,5 milljörðum króna á árinu 2005. Rekstrar- hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA) var 1.259 milljónir, samanborið við 817 milljónir árið 2004. Heildareignir ÍAV og dótt- urfélaga námu 8,7 milljörðum króna í árslok 2005 en voru 8,5 milljarðar árið áður. Heildar- skuldir samstæðunnar voru 5,8 milljarðar en 5,4 milljarðar ár- ið áður. Eigið fé var 2,9 millj- arðar á síðustu áramótum en 3,1 milljarður árið áður. Í tilkynningu frá ÍAV segir að vel hafi gengið að afla félag- inu nýrra verkefna á árinu 2005 auk þess sem áfram hafi verið haldið með verkefni frá fyrra ári. Talsverð aukning hafi orðið á íbúðabyggingum félags- ins auk þess sem félaginu hafi gengið vel að afla verka á til- boðsmarkaði. Hagnaður ÍAV tvö- faldast á milli ára 6 *G -H8    C C &:-= ! I   C C ? ? J,I   C C J,I ( % 6    C C 5?=I !K L%     C C
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.