Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 27 DAGLEGT LÍF Í MARS EKKI aðeins þeir sem eru við- kvæmir eða vinna með fólki verða fyrir því að kulna í starfi eða brenna út. Kulnun í starfi er ekki sjúkdómur heldur afleiðing af slæmu vinnuumhverfi, að því er ný dönsk rannsókn leiðir í ljós. Í Politiken er greint frá því að hið opinbera geti gefið starfsfólki vinnugleð- ina aftur og þannig takmarkað fjarvistir vegna veik- inda. Þetta kosti þó fé en sé þess virði þar sem dregið sé úr fjarvistum. Hjúkrunarfræðingar, fangaverð- ir og ljósmæður eru meðal þeirra starfsstétta sem oft kulna í starfi eða brenna út eins og það er kall- að á öðrum tungumálum. Ástæðan er ekki sú að þetta starfsfólk sé sérstaklega viðkvæmt eða að það vinni með fólki. Kulnun í starfi kemur fyrst og fremst fram í um- hverfi þar sem vinnuveitandinn leggur ekki áherslu á vellíðan starfsfólks eða möguleika þess á að þróast í starfi. Þetta er nið- urstaða rannsóknar sem 2.000 Danir tóku þátt í og greint er frá í Politiken. Starfssvið og ábyrgð óljós Rætt er við Marianne Borritz sem gerði doktorsrannsókn á kuln- un í starfi í Danmörku. Rannsókn hennar er talin leiða til meiri skilnings á fyrirbærinu sem er vel þekkt, m.a. á Norðurlöndunum. Hins vegar hefur sá skilningur oft verið lagður í það að þeir sem verði fyrir barðinu á því geti sjálf- um sér um kennt. Að sögn Borritz eru þrír þættir í vinnuumhverfinu sem geta leitt til kulnunar í starfi: Að starfsfólk hafi enga möguleika á að þróast í starfi, að starfssvið og ábyrgð séu óljós og að lokum að yfirmaður geri mótsagnarkenndar kröfur til starfsmanns. Auk þessa er erfitt fyrir starfsfólk ef það fær ekki við- eigandi upplýsingar um hvað er á döfinni á vinnustaðnum í nánustu framtíð. Kulnun í starfi er hins vegar ekki óbreytanlegt ástand. Ljósmæður eru t.d. undir miklu vinnuálagi, að því er rannsóknin leiðir í ljós. Þær starfa innan heil- brigðiskerfis þar sem er sífelldur sparnaður og ákvarðanir eru til- kynntar að ofan. Jafnvel væri hægt að létta álagið á þeim með því að hafa þær með í ráðum þeg- ar vinnufyrirkomulagið er skipu- lagt, eins og bent er á í Politiken. Betra vinnuumhverfi og meiri vinnugleði fæst með umræðum og greiningu en einnig auknu fjár- magni, að mati formanns ljós- mæðrafélags sem rætt er við. Borritz leggur áherslu á að allir hagnist á aukinni vinnugleði, bæði starfsmenn og atvinnurekendur, þar sem þá verði færri tilvik kuln- unar í starfi og minna um fjar- vistir frá vinnu. Morgunblaðið/Ómar Starfsfólk þarf að hafa möguleika á að þróast í starfi og það þarf að vita hvert starfssviðið er og hvaða ábyrgð það á að bera.  HEILSA Mikilvægt að koma í veg fyrir kulnun í starfi Það er erfitt fyrir starfsfólk ef það fær ekki viðeigandi upp- lýsingar um hvað er á döf- inni á vinnu- staðnum í nán- ustu framtíð steingerdur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.