Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigrún Lilja Ei-ríksdóttir fædd- ist í Sandgerði 28. desember 1927. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 24. mars síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Svein- björg Ormsdóttir, f. 23. okt. 1889, d. 3. júní 1990, og Eirík- ur Jónsson, f. 31. jan. 1884, d. 22. ágúst 1940. Systkini Sigrúnar Lilju eru; Vilborg, f. 23. des. 1912, d. 28. maí 2003; Sóley, f. 10. júní 1914, d. 26. jan. 1915; Jónína Sóley, f. 9. júlí 1915, d. 12. maí 1920; Júlíus, f. 1. júlí 1916, d. 16. okt. 2003; Fjóla, f. 3. júní 1919; Jón f. 28. feb. 1921, d. 22. mars 1988; Sveinbjörn, f. 25. ágúst 1923; Eiríkur, f. 8. nóv. 1925; Sigurður, f. 8. sept. 1929; Hildur, f. 25. jan. 1932, og Reynir, f. 13. jan. 1935. Eiginmaður Sigrúnar Lilju er Andreas Christian Færseth, f. á Siglufirði 27. apríl 1926. Foreldr- ar hans voru Ágústa Pálína Sæby og Einar Andreas Færseth. Sig- rún og Andreas eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Óli Jóhann, f. 30. apríl 1961, maki Jó- hanna M. Karlsdótt- ir. Börn þeirra eru: Andreas Kristján, sambýliskona Stella Ingólfsdóttir, hún á dóttur fyrir, Anítu Ösp, Almar Elí, Ari Freyr og Elín Sara. 2) Jónína Guðrún, f. 6. maí 1962, gift Jó- hannesi Helga Ein- arssyni. Börn þeirra eru; Sigrún Lilja, Angela Rós og Vikt- oría Ösp. Fyrir átti Jóhannes soninn Einar Má. 3) Björg Linda, f. 26. mars 1966, gift Einari S. Sveinssyni. Börn þeirra eru: Sveinn Valtýr, Andrea Dögg og Ísabella Sóley. Sigrún ólst upp í Sandgerði en fluttist síðar til Keflavíkur. Þar vann hún við ýmiss konar störf, sem vinnukona, við fiskvinnslu og síðan hjá Efnalaug Suðurnesja. Í Keflavík kynntist hún manni sín- um og þegar þau eignuðust fyrsta barnið hætti hún að vinna úti og helgaði sig fjölskyldunni og heim- ilinu. Útför Sigrúnar Lilju verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku mamma, nú er komið að kveðjustund. Við vissum að það væri ekki langt eftir en kallið kom allt of fljótt. Þú varst búin að vera ótrúlega dugleg. Síðustu ár hafa ekki verið þér auðveld vegna þess sjúkdóms sem þú gekkst með en ekki kvartaðir þú. Talaðir frekar um roluskap og leti og hélst áfram í þeirri meðferð sem hjálpaði þér að lifa með þessum sjúkdómi. Ekki varstu að hafa áhyggjurnar af þér núna síðustu vikurnar heldur pabba og hans baráttu. Talaðir um hve duglegur hann væri og að við ættum að hugsa vel um hann. Þannig varstu, elsku mamma, alltaf að hafa áhyggjur af öðrum, gleymdir oft sjálfri þér. Þau voru ófá skiptin sem ég hringdi í þig til að fá ráðleggingar og skipti það ekki máli þótt þú værir vakin upp um miðja nótt þegar hringt var yfir hafið. Þú gafst alltaf góð ráð á þinn rólyndishátt. Þú varst mikið fyrir fjölskylduna þína og alltaf var opið hús hjá ykkur pabba. Barnabörnin fengu ósjaldan að gista eða vera hjá ömmu og afa þegar á þurfti að halda. Munaði þig ekki um að fljúga yfir hafið til að hjálpa til á heimili okkar og sjá um barnabörnin. Eftir að við fluttum aftur til Íslands hafa börnin mín fengið að kynnast þér betur og veit ég að þau munu búa að því alla ævi. Ég veit að það hjálpaði þér mikið að heyra í börnunum fyrir utan her- bergið þitt þegar þú varst orðin veik. Það mátti aldrei loka dyrun- um. Elsku mamma, ég mun sakna þín. Það vantar mikið þegar þú ert ekki til staðar, en ég veit að þér líður betur þar sem þú ert núna. Bið góð- an guð að styrkja pabba í sorg sinni. Guð geymi þig. Þín dóttir Björg. Þegar ég var lítil var ég með ex- em og óstjórnlegan kláða. Eina nóttina þegar kláðinn var sem verst- ur sagðir þú mér að kreppa hnefana og vera sterk, því það mátti alls ekki klóra sér. Þessi ljóslifandi minning af mér um fjögurra ára gamalli hnátu sem lá á milli ömmu og afa með kreppta hnefa að vera sterk mun aldrei hverfa úr minni mínu. Þessi styrkur kom frá þér, amma mín, og við hann mun ég alltaf búa. Þú hefur alltaf passað mig og hugsað um mig. Alltaf passaðirðu líka að ég fengi að borða þegar eng- inn var heima. Þó að ég væri orðin tvítug og hefði gaman af að elda, hringdir þú, amma, á hverjum degi til að passa að ég fengi hádegis- og kvöldmat. Minningarnar eru svo margar að aðeins lítið brotabrot kemst niður á blað. Þú átt svo mikið í mér. Þú ert einn af hornsteinunum sem mynd- uðu persónu mína og allt það góða í mér áttir þú þátt í að móta. Ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér og ég þakka Guði fyrir að hafa gefið mér þig. Alltaf passaðir þú að enginn talaði illa um neinn og þú hugsaðir alltaf um alla aðra á undan þér. Þú varst svo þrautseig og staðföst á þinn hlýja, góða og umhyggjusama hátt. Orð fá þér ekki lýst en þeir sem fengu þann heiður að kynnast þér vita hversu falleg manneskja þú varst. Hinn 24. mars 1985 var lítil hnáta skírð Sigrún Lilja. Amma, þú valdir fallegan og táknrænan dag til að kveðja. Ég á mjög erfitt með að hugsa mér lífið án þín en hönd þín og styrkur munu leiða mig um alla tíð. Þú lifir í mér. Ávallt þín Sigrún Lilja. Elsku amma. Ég hef þig að geyma, í hjarta mínu. Þér aldrei mun gleyma, úr lífi mínu. Er tárin enn streyma, niður vanga minn. Ég held áfram að dreyma, ég sjái þig á ný. Ég man alltaf eftir þeim ljúfu stundum sem ég átti með þér. Þeim stundum sem þú kenndir mér að prjóna og sauma, sem hefur komið sér að góðum notum, og reyndir við að kenna mér að hekla en því miður festist það aldrei í mér. Mér leið alltaf vel þegar ég sá þig. Alltaf þeg- ar ég kom í heimsókn varð ég glöð. Ef mér leið illa fannstu alltaf leið til að gera mig ánægða. Ég mun sakna þess að fá góð ráð frá þér þegar ég þarfnast þeirra. Ég mun sakna þess að þú segir: ,,Amma er nú bara að grínast,“ þegar þér fannst það við- eigandi eða bara til að botna setn- ingu. Ég vildi óska þess að ég hefði fengið fleiri stundir með þér en þakka svo innilega fyrir þær sem ég fékk. Ég veit ekki hvort ég hef sagt þér það en þú varst ein af tveim hetjunum mínum. Hin er afi. Þú gekkst í gegnum svo margt á þinni löngu og góðu lífsleið. Ég dáist að afrekum þínum, hef alltaf gert og mun alltaf gera. Þú munt ávallt lifa í hjarta mínu. Ég vil þakka þér fyrir að hafa verið þú og verið amma mín. Ég mun alltaf elska þig. Þín Angela Rós. Okkur systkinin langar með nokkrum orðum að minnast ömmu. Það eru margar góðar stundirnar sem við áttum saman í Fljótunum og einnig þegar þú komst til okkar til Bandaríkjanna þegar við bjugg- um þar. Mikið var alltaf gott að koma til ykkar afa, þið tókuð okkur alltaf opnum örmum. Elsku amma, við vitum að þú varst mikið veik en varst ekki að vorkenna sjálfri þér. Þú hafðir meiri áhyggjur af afa sem fór í stóra að- gerð rétt áður en þú fórst inn á sjúkrahús. Elsku amma, megi guð geyma þig og vernda minningu þína. Við sökn- um þín. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Sveinn Valtýr, Andrea Dögg og Ísabella Sóley. Til ömmu bestu. Mig langar ekki að þú deyir. Mig langar að þú lifir áfram. Ég á margar góðar minn- ingar, ég man þegar þú og afi voruð að passa mig og þegar þú varst að kenna mér að prjóna. Ég elska þig, amma. Andrea Dögg. Elsku Sigrún mín, með örfáum orðum langar mig að þakka þér fyr- ir allt sem þú varst mér. Ég vil byrja á að rifja upp þá stórkostlegu hluti sem þú gerðir fyrir mig og ég mun aldrei gleyma haustið 1980. Þá komstu heim til foreldra minna, þar sem við bjugg- um þá, dóttir mín og ég, hjá þeim. Kannski voruð þið mamma búnar að tala um þetta áður, en þú vissir hvað ég var vansæl með öll aukakílóin mín. Þú sagðir mér að þú værir að fara á fund í klúbbi þar sem fólki væri hjálpað að grennast. Þú baðst mig að koma með þér en ég taldi að það þýddi ekki, ég væri búin að reyna allt. Þú gafst þig ekki, alltaf jafn ró- leg og þolinmóð, – því áttir þú ótak- markað af. Þú þurftir ekki sterk lýs- ingarorð því þolinmæði þín nægði og þú hættir ekki fyrr en ég sam- þykkti að koma með þér á þennan fund með því skilyrði þó að ég gæti alltaf hætt við ef ég vildi ekki fara þessa leið. En í þetta skipti hætti ég ekki við og það varð til þess að ég náði að komast í mína kjörþyngd á nokkr- um mánuðum. Mér fannst eftir það að ég gæti sigrað heiminn. Ég mun alltaf þakka þér það sem ég réðst í þá. Ég fann mig aldrei í Keflavík og ákvað fyrir bragðið að flytja til Reykjavíkur með dóttur mína. Ég seldi íbúð sem ég átti til að setja upp hársnyrtistofu til að geta skapað mér atvinnu. Og ennþá segi ég að þetta var engum að þakka nema þér og þinni þolinmæði. Lífið fór ekki alltaf um þig silki- hönskum. Fyrir mörgum árum hafð- ir þú fengið samskonar veiki og þú veiktist af núna og þurftir að gang- ast undir stóra aðgerð, en aldrei heyrði maður þig kvarta. Þið hjónin eignuðust yndisleg börn og síðan tengdabörn og barnabörn, sem þið svo sannarlega þökkuðuð fyrir með mikilli umhyggju við þau og þið vor- uð svo miklir vinir þeirra. En um svipað leyti og þú veikist aftur, Sig- rún mín, þá er Lalli þinn á sjúkra- húsi að gangast undir stóra aðgerð. En ef ég þekki ykkur rétt þá hafið þið tekið þessu af æðruleysi. Sigrún mín, ég gæti endalaust rifjað upp hvernig þú varst og sagt frá en nú ætla ég að þakka þér fyrir allar samverustundir okkar og bið algóðan Guð að styrkja þig og blessa, elsku Lalli minn, Jóna Björg og Óli, makar ykkar og börn. Ég veit að þú, Sigrún mín, ert nú komin í ljósið, laus við allar þjáningar. Megir þú hvíla í dýrðarfaðmi Drott- ins. Þín frænka Sveinbjörg. SIGRÚN LILJA EIRÍKSDÓTTIR ✝ GuðmundurKarl Guðmunds- son fæddist á Syðri- Hól í V-Eyjafjöllum, sonur Auðbjargar Guðmundsdóttur frá Syðri-Hól, f. 6. apríl 1928, d. 26. desember 1978, og Guðmundar Péturs- sonar frá Stóru- Hildisey, f. 16. ágúst 1915, d. 22. desember 1982. Al- bróðir Guðmundar Karls er Sigurjón, f. 19. maí 1955. Hans synir eru Gunnar Guðmundur, f. 1. maí 1989, og Alexander Rúnar, f. 23. desember 1994. Hálfbróðir Guð- mundar samfeðra er Pétur, f. 28. maí 1960. Guðmundur Karl ólst upp í Syðri-Hól hjá móður sinni og foreldrum hennar og systur. Hann flutti þaðan á sam- býlið Árvegi 8 á Sel- fossi 1993 og starf- aði á vinnustofunni á Gagnheiði á Sel- fossi. Í janúar síð- astliðnum flutti hann að Birkihólum 16 á Selfossi. Útför Guðmundar Karls verður gerð frá Ásólfsskálakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku bróðir. Í dag kveð ég þig í hinsta sinn með sorg og söknuð í hjarta mínu. Ég þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. (Tómas Guðm.) Guð geymi þig, Kalli minn. Þinn bróðir Sigurjón Björn Guðmundsson (Bjössi). Elsku Kalli. Það var erfitt að trúa því þegar við fengum fréttirnar um að þú værir farinn. Að við myndum aldr- ei sjá þig aftur. Það eru svo margar minningar sem rifjast upp síðan þú varst hjá okkur í Syðri-Hól að það gæti fyllt heila bók að skrifa það. Svo fluttir þú á Árveginn þar sem þú eign- aðist svo marga góða vini. Þar und- irðu þér vel, það sáum við alltaf þegar við komum í afmælisboð og jólaveisl- ur sem og í öðrum heimsóknum. Allt- af var samt gott að fá þig í heimsókn heim í sveitina. Þú varst óttalegur grallari og valt upp úr þér alls konar vitleysa sem fylgdi iðulega mikil hlát- urgusa eins og þér einum var lagið. Nöldrari mikill gastu líka verið en það var bara eitt af því sem einkenndi þig og við elskuðum og mun þessara sárt saknað. Þú komst alltaf reglu- lega heim að Efri-Hól og fórst þá í bíl- túr með Ingu og Óskari um allar jarð- ir að heimsækja ættingja og þó það hafi oft verið mikið nöldrað yfir þess- um þvælingi þá fannst þér það alltaf gaman þegar á staðina var komið. Núna ertu kominn á betri stað til ömmu Gunnu, Boggu mömmu þinnar og Guðmundar föður þíns og allra hinna. Þau munu hugsa vel um þig. Takk fyrir þann tíma sem við fengum að njóta með þér. Þín verður sárt saknað, elsku Kalli. Sigurbjörg, Jóna, Sigríður og Ágústa Katrín. Í dag kveðjum við með söknuði kæran vin okkar Guðmund Karl eða Kalla eins og hann var oftast kallað- ur. Ég veit ekki hvort þú hefur hugann við það fest, að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla sést: Ástúð í andartaki, auga sem glaðlega hlær, hlýja í handartaki, hjarta sem örar slær, allt sem þú hugsar í hljóði, heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði, Sakleysi, fergurð og yl. (Úlfur Ragnarsson.) Kalli var minnisstæður um margt, ljúfur, kátur og frábær félagi með húmorinn í lagi en gat þó blásið yfir hlutum sem ekki voru honum að skapi. Vildi hafa allt í röð og reglu enda mjög snyrtilegur. Það voru mik- il viðbrigði fyrir hann að flytjast úr kyrrðinni í sveitinni á sambýli þar sem fimm aðrir einstaklingar bjuggu. En Kalli var fljótur að aðlagast breyttum aðstæðum okkur til mikill- ar ánægju og undi hag sínum ávallt vel. Þar átti hann eftir að eignast mjög góða vini. Ánægjustundirnar voru margar og ekkert fannst honum skemmtilegra en þegar allir voru saman, þá var oft sungið, trallað, spilað á gítar og jafn- vel með smá rautt í glasi. Ekki spillti fyrir ef við fórum öll saman í sum- arbústað eða burstabæ eins og hann kallaði það. Í janúar sl. varð breyting á búsetu Kalla, þar sem hann flutti ásamt hin- um heimilismönnum í breytt búsetu- form, svokallaðar þjónustuíbúðir í Birkihólum 16 hér á Selfossi. Það var nú ekki alveg átakalaust fyrir Kalla því allar breytingar fóru illa í hann, en hann var búinn að fá góðan fyr- irvara til að aðlagast þessum breyt- ingum. Hann bjó í íbúð ásamt vin- konu sinni henni Möggu og var unun að sjá hve vel það gekk í alla staði. Magga var honum einstaklega góð og umhyggjusöm og voru þau alsæl með að fá að vera saman. Missirinn er því mikill fyrir Möggu. Mörg kvöld sat hann og skoðaði myndaalbúmin sín og þreyttist aldrei á því að segja okkur um hagi hvers og eins úr fjölskyldunni sinni sem var honum einstaklega góð og viljum við votta þeim okkar dýpstu samúð. Takk fyrir tímann sem við með þér áttum, tímann sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð eftir kveðjuna hér. Þinn orðstír mun lifa um ókomna daga. Indælar minningar hjarta okkar ber. (P. Ó. T.) Með þessum fáu orðum viljum við þakka gullmolanum okkar honum Kalla fyrir öll árin sem við fengum að eiga með honum. Megi minning hans vera ljós í lífi okkar. Heimilis- og starfsfólk Birkihólum 16-20, áður Árvegi 8, Selfossi: Haraldur, Margrét, Bald- vin, Kristín Þóra, Hrafn- hildur, Inga Dóra, Guð- rún, Ingveldur, Hafdís, Kristbjörg og Alma. Nú er hjartkær vinur minn, hann Kalli, fallinn frá langt fyrir aldur fram. Betri og sannari vin var vart hægt að hugsa sér. Gleði hans er ég og mín fjölskylda komum að heim- sækja hann eða tókum hann heim til okkar í sveitina yljaði manni um hjartaræturnar. Ég finn, hve sárt ég sakna, hve sorgin hjarta sker. Af sætum svefni að vakna, en sjá þig ekki hér, því svipur þinn á sveimi í svefni birtist mér. Í drauma dularheimi ég dvaldi í nótt hjá þér. (K. N.) Elsku Kalli minn, ég þakka þér all- ar góðu stundirnar, hvíldu í friði. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Efri-Hól. GUÐMUNDUR KARL GUÐMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.