Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ eee L.I.B. - Topp5.is eee S.K. - Dv 2 fyrir 1 fyrir viðskiptavini Gullvild Glitnis Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Date Movie kl. 6, 8 og 10 B.i. 14 ára Tristan & Isolde kl. 5.45 og 10 B.i. 14 ára Big Momma´s House 2 kl. 8 Date Movie kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 14 ára Date Movie í Lúxus kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 14 ára The Producers kl. 8 og 10.45 Big Momma´s House 2 kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15 Yours Mine and Ours kl. 4 og 6 Pink Panther kl. 3.45, 5.50 og 10.10 eee S.V. Mbl. Kvikmyndir.com eeee VIV - Topp5.is N ý t t í b í ó Frá öllum handrits- höFundum „scary movie“ 2 af 6 Frá Grínsnillingnum Mel Brooks!! Þér mun standa aF hlátri! um ástina, rómantíkina og annan eins viðbjóð! eee Dóri DNA ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 18.apríl fer nýr íslenskur þátt-ur í loftið á sjónvarpsstöð- inni Sirkus, en þátturinn hefur hlotið nafnið Tívolí. Umsjónar- menn þáttarins eru þeir Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, Ágúst Bent, Lúðvík Páll Lúðvíksson og Þorsteinn Lár Ragnarsson, betur þekktur sem Megalár. Að sögn Dóra og Bents fara upptökur á þættinum fram í myndveri sem heitir Tívolíið, og þaðan er nafnið komið. „Svo erum við líka með lag sem fer í spilun á sama tíma og þátturinn fer í loftið, það heitir líka „Tívolí“. Þar erum við svolítið að líkja Reykjavík- urborg við Tívolí,“ segir Dóri. Þeir félagar segja nýja þáttinn ætlaðan ungu fólki á aldrinum 12 ára til fimmtugs. „Ef ég ætti að líkja þessum þætti við eitthvað myndi ég líkja honum við þáttinn Tool Time sem Tim Allen var með í þættinum Home Improvement. Þetta er svona fræðsluþáttur með miklu gamanívafi,“ segir Dóri. „Fyrir utan að við erum ekki með nein verkfæri,“ bætir Bent við. Hverfið mitt og Flexbabar Þátturinn skiptist í nokkra liði sem þeir félagar deila með sér. Fyrst ber að nefna Hverfið mitt sem er í umsjón Dóra DNA. „Þá fer ég með einhvern ein- stakling í hverfið sem hann ólst upp í. Ég er ekkert að fá hann til þess að sýna mér hvernig hverfið liggur, heldur er ég meira að biðja hann að sýna mér hverfið sitt, þar sem hann ólst upp, þar sem hann varð fyrst fullur og þar sem hann kyssti fyrst stelpu,“ segir Dóri, en fyrsti gesturinn verður Sóley Kristjánsdóttir plötusnúður, sem ólst upp í Vesturbænum. Bent mun kenna áhorfendum að verja sig í dagskrárlið sem heitir Einum kennt með Ágústi Bent. „Ég fer í bardagalistarmenninguna og skoða hana. Ég mun sýna áhorfendum sjálfsvörn á þeim stöðum þar sem þeir gætu þurft að beita sjálfsvörn. Það er auðvitað ekkert ráðist á mann í karatesal en það er hins vegar möguleiki í leigubílaröðinni eða inni á Hverfisbarnum og þess vegna sýni ég sjálfsvörnina þar,“ segir Bent. Loks ber að nefna dag- skrárliðinn Flexbabar. „Þar fer Megalár að skoða einhverjar svona græjur, þetta er gaurahornið. Hann fer og flýgur í flugvél og kík- ir á bíla og eitthvað fleira í þeim dúr,“ segir Bent. Hnakkar eins og geirfuglar Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að hinir svoköll- uðu hnakkar hafa tröllriðið sjón- varpsstöðinni Sirkus að undan- förnu með þáttum á borð við Kallana, Partý 101 og Sirkus RVK. Aðspurðir segjast þeir félagar ætla að snúa þessari þróun við. „Já, sko hnakkavæðingin er svo- lítið eins og diskótímabilið. Það er að segja það skildi ekkert eftir sig, það þótti töff að vera bara heimsk- ur og ljóshærður og dansa og svona. Í samanburðinum erum við eins og pönkið sem tekur við,“ seg- ir Dóri, en þeir félagar eru á því að hnakkavæðingin sé liðin tíð. „Já, en ég meina við getum ekki stöðv- að þetta fólk í því að vera með bloggsíður,“ segir Bent. „En hnakkarnir sjá bara svolítið um sig sjálfir eins og geirfuglarnir, þeir voru líka of heimskir til að lifa af,“ segir Dóri. „Ég held að þetta fólk sem komst að í einhverja skamma stund með tilkomu bloggsins sé að átta sig á því að sum- um er ætlað að vera bara áhorfendur, hlustendur og lesendur. Þeim er ekki ætlað að sýna, flytja og skrifa,“ bætir Bent við. Þrátt fyrir þetta er þeim félögum ekkert illa við menn á borð við Gillzenegger. „Mér finnst Gillzenegger reyndar vera einn fyndnasti maður í heimi. Hann brýtur öll viðmið, elur á röngu og er samt stoltur af því. Það er mjög fyndið að fylgjast með því,“ segir Dóri. „En þetta er samt svolítið honum að kenna vegna þess að hann lét fólk halda að hinn almenni hnakki væri frekar snið- ugur náungi, en hann er bara eini gaurinn sem er eitthvað sniðugur,“ bætir Bent við. „Gillzenegger er undantekningin sem sannaði regl- una í þessum heimi hnakkanna,“ skýtur Dóri inn í. „Hann hefur bara lent í einhverjum slæmum fé- lagsskap því það er mjög furðulegt að hann sé svona mikill hnakki. Hann ætti að vera í einhverju allt öðru. Hann er alltof sniðugur til þess að vera þessi svokallaði hnakki,“ segir Bent. Þeir félagar segjast þó ætla að gera betur en hnakkarnir á Sirkus. „Í okkar þætti verður mjög vandað efni, ólíkt því sem var í til dæmis Partý 101 og Splash,“ segja þeir félagar að lokum. Sjónvarp | Sjónvarpsþátturinn Tívolí hefur göngu sína á Sirkus Hnakkar eru í útrýmingarhættu Morgunblaðið/Eyþór Lúlli, Megalár, Dóri DNA og Bent: „Í okkar þætti verður mjög vandað efni, ólíkt því sem var í til dæmis Partý 101 og Splash.“ Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Hnakkarnir sjá bara svolítið um sig sjálfir eins og geir- fuglarnir, þeir voru líka of heimskir til að lifa af. ÁHEYRNARPRUFUR fyrir nýja íslenska kvikmynd fara fram í leikjaversluninni Nexus nú á sunnudag- inn. Ast- rópía nefnist kvikmynd- in en hún er, að sögn Júl- íusar Kemp framleið- anda, æv- intýragrín- mynd sem segir frá ungri stúlku sem neyðist til að pluma sig í ver- öldinni einsömul eftir að kærasta hennar er stungið í fangelsi. Hún fær vinnu í leikjabúð þar sem und- arlegir hlutir byrja að gerast. Leikstjóri myndarinnar er Gunnar B. Guðmundsson en hann hefur áður getið sér gott orð fyrir aug- lýsingar og stuttmyndir. Handrits- höfundar eru Ottó Geir Borg og Ævar Grímsson. Leikarar jafnt sem áhugafólk frá 17 ára aldri og uppúr, er hvatt til að mæta í áheyrnarprufur sem standa yfir frá 10 til 17 í Nexus, Hverfisgötu 103. Leitað er að fólki í aðalhlutverk sem og minni hlut- verk en um 30 textahlutverk eru í boði. Tökur fara fram í júlí og standa þær yfir í sex vikur. Reikn- að er með að kostnaður við mynd- ina verði á annað hundrað millj- ónir. Kvikmyndir | Áheyrnarprufur fyrir nýja íslenska kvikmynd Aðal- og aukahlut- verk í boði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.