Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 33 UMRÆÐAN GUNNLAUGUR Sigurðsson, lekt- or, gerir í Morgunblaðinu 26. mars sl. athugasemdir við svargrein mína frá 16. mars við fyrstu grein hans frá 8. mars. Í at- hugasemdunum segir hann röksemdafærslu mína í greininni frá 16. mars ekki standast af fimm ástæðum: 1. Léttleiki álsins í farartækjum veldur meiri akstri þeirra sem er líklegur til að vega upp, og jafnvel vel það, minni eldsneytisnotkun á ekinn km. 2. Jafnvel þótt rök undirritaðs um elds- neytissparnað ökutækja vegna álnotkunar í þeim væru rétt væru þau ekki rök fyrir álbræðslu á Íslandi því að hið sama ætti við hvar sem álverið væri staðsett. 3. Aukin álfram- leiðsla veldur að öðru jöfnu verðlækkun á áli. Við það lækkar verð á bílum, járnbrautum og flugvélum sem aftur eykur notkun þeirra og þar með heildarlosun frá þeim. 4. Tilvist ódýrs áls hægir á þróun annarra léttefna sem væru skaðminni í framleiðslu en álið. 5. Ekki eru bein tengsl milli auk- innar framleiðslu áls á Íslandi og sam- dráttar í framleiðslu þess ann- arsstaðar. Lítum á fyrstu ástæðuna. Aukin ál- notkun í bílum er til komin að frum- kvæði bílaframleiðenda. Ekki vegna umhyggju þeirra fyrir að bílaeigendur geti ekið meira heldur undir þrýstingi frá yfirvöldum um að draga úr elds- neytisnotkun á ekinn km til að minnka mengun í borgum og að draga úr gróð- urhúsaáhrifum. Kröfur yfirvalda hafa farið síharðnandi. Í gangi eru þróun- arverkefni á vegum yfirvalda og bíla- framleiðenda í sameiningu sem miða að því að lækka eldsneytisnotkun bíla í 3 lítra á 100 km í nálægri framtíð. Við slíkar kringumstæður gerir hver bíla- framleiðandi sér ljóst að taki hann ekki þátt í viðleitninni til að mæta þessum kröfum verður hann úti í kuldanum og keppinaut- arnir sitja eftir með ávinninginn. Þetta er meginástæðan fyrir hraðvaxandi álnotkun í bílum. Samkvæmt kenningu Gunnlaugs er öll þessi viðleitni yfirvalda og bílaframleiðenda unnin fyrir gýg því að akst- urinn eykst bara svo að jafnvel er verr farið en heima setið. Trúir hann þessu virkilega sjálfur? Um ástæðu nr. tvö er það að segja að ég hef aldrei haldið því fram að rökin fyrir álframleiðslu með rafmagni úr end- urnýjanlegum orkulind- um ættu bara við um Ís- land, heldur hef ég bent á að þau ættu við um allan heim. Sé rafmagnið framleitt úr eldsneyti megnar minni losun far- artækja ekki að vega upp aukninguna frá raf- orkuvinnslunni. Um þriðju ástæðuna er það að segja að aukin álframleiðsla veldur þá og því aðeins verðlækkun á áli að um of- framboð sé að ræða, án samsvarandi aukningar í eftirspurn. Slíkt getur komið fyrir tímabundið en markaður- inn réttir sig fljótlega af aftur. Á sama hátt getur undirframboð valdið tíma- bundinni verðhækkun á áli. Slíkar skammtíma verðsveiflur verða á öllum vörumörkuðum en eru ekkert bundnar við ál sérstaklega. Um ástæðu fjögur er það að segja að ef góð vara er fyrir er vissulega erf- iðara fyrir nýja vöru að koma í stað hennar en ef hún er léleg. Ný efni þurfa að hafa alla kosti áls til notkunar í bílum, og helst fleiri, til að koma í stað þess. Meðal annars þann að fram- leiðsla þeirra sé a.m.k. eins umhverf- isvæn og álvinnsla með raforku úr endurnýjanlegum orkulindum eða kjarnorku. Við skulum sjá hvort slík efni koma fram og ná markaðsfestu. Um ástæðu fimm er það að segja að aukning á Íslandi þarf ekki að þýða samdrátt annars staðar. Aukning verður á álframleiðslu þegar horfur eru á stækkandi heimsmarkaði fyrir ál. Við þær aðstæður sem ríkt hafa síð- asta áratug eru yfirgnæfandi líkur á að verði aukningin ekki á Íslandi verði hún þar sem framleiða þarf raforkuna til hennar úr eldsneyti með 7,8 sinnum meiri losun gróðurhúsalofttegunda en á Íslandi. Vatnsorka í öðrum iðnríkjum er þegar nýtt að 60 til yfir 90% borið saman við 26% á Íslandi eftir Kára- hnjúkavirkjun og ríkulegan jarðhita að auki. Ástand er ótryggt í mörgum vatnsorkuríkum þróunarlöndum og lítt aðlaðandi til fjárfestingar, auk þess að stór hluti íbúanna hefur þar ekki að- gang að rafmagni til almennra nota frá rafveitum. Síðastliðin tíu ár hefur losun frá raf- orkuvinnslu til álframleiðslu í heim- inum vaxið á hverju ári um alla árlega losun Íslendinga, þar á meðal frá ál- verunum hér, 3,5 milljón tonn á ári. Ál- fyrirtæki láta sér í vaxandi mæli annt um ímynd sína gagnvart gróð- urhúsavandanum, alvarlegasta um- hverfisvanda samtímans. Ekki er ólík- legt að það sjónarmið eigi einhvern þátt í vaxandi áhuga slíkra fyrirtækja á að reisa álver á Íslandi, sem hefur gott orð á sér fyrir hreina orku. Virkjanir vatnsorku og jarðhita geta vissulega haft áhrif á náttúruna sem eru neikvæð skoðað út af fyrir sig. En í grein minni „Athugasemd við síðustu grein Hjörleifs“ í Mbl. 8. mars sagði ég: „Menn verða að gera það heið- arlega upp við sig hvort vegur þyngra í þeirra huga að landsvæði fara hugs- anlega á kaf þar sem þúsundir manna búa á hverjum ferkílómetra og haf- straumar í Norður-Atlantshafi kunna að breytast með ófyrirséðum afleið- ingum fyrir búsetu á Íslandi, eða að Kringilsárrana sé haldið þurrum og lit- urinn á Lagarfljóti og Langasjó breyt- ist ekki, svo dæmi séu tekin“. Það þarf Gunnlaugur líka að gera. Gunnlaugi svarað aftur Jakob Björnsson fjallar um álframleiðslu og svarar grein Gunnlaugs Sigurðssonar ’Álfyrirtæki látasér í vaxandi mæli annt um ímynd sína gagn- vart gróðurhúsa- vandanum, al- varlegasta umhverfisvanda samtímans.‘ Jakob Björnsson Höfundur er fyrrverandi orkumálastjóri. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ Vest- urbæjar er ein af sex þjón- ustmiðstöðum sem opnaðar hafa ver- ið víðs vegar um borgina. Markmiðið með stofnun þjónustumiðstöðvanna er að færa þjónustuna nær íbúunum, gera hana aðgengilegri og efla samstarf ýmissa sérfræðingahópa sem vinna að málefnum fjölskyldna og ein- staklinga. Á þjónustu- miðstöðvunum er jafn- framt lögð áhersla á að styrkja hvers kyns hverfastarf í samvinnu við íbúa, félagasamtök og þá sem vilja láta til sín taka. Starfsmenn Þjón- ustumiðstöðvar Vest- urbæjar, Vesturgarðs, leggja áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu, heildstæða, aðgengilega og árang- ursríka. Viðskiptavinir þjónustumiðstöðv- arinnar eiga ávallt að mæta því við- móti að þjónustumiðstöðin sé til fyr- ir þá. Markvisst er stefnt að því í þjón- ustumiðstöðinni að íbúar hverfisins verði ekki aðeins óvirkir þiggjendur fyrirfram skipulagðrar þjónustu heldur virkir þáttakendur í mótun og stefnumörkun þjónustunnar. Með því er stuðlað að þróun heilbrigðara samfélags og aukinni velferð íbú- anna. Sífellt berast fregnir af félagslegri einangrun íbúa höfuðborgarsvæð- isins og slæmri stöðu öryrkja og eldri borgara. Gegn þessu vill Þjón- ustumiðstöð Vesturbæjar vinna með samvinnu íbúa í hverfinu. Þjónustumiðstöðin vill reyna að mæta þörfum viðskiptavinarins og hafa við hann samráð til að þekkja þessar þarfir sem best. Þetta næst eingöngu með virku samstarfi við íbúa hverfisins. Skoðanir og reynsla þeirra sem nota þjónustuna eru mik- ilvægar upplýsingar til að breyta og betrumbæta þjónustu og ná því markmiði að hún henti þörfum not- andans. Hvað vilja notendur sjálfir, hvaða þjónusta hentar og er sú þjónusta sem fyrir hendi sú þjónusta sem best mætir þörfum og væntingum notandans? Svörin við þessum spurningum fást ekki án samráðs við íbúana. Aldraðir eru t.d. ekki einsleitur hópur og mik- ilvægt er að horfa ekki á þá sem hóp sem hægt er að alhæfa um heldur verður að taka tillit til viðhorfa og væntinga þeirra sjálfra þegar þjónustan er skipulögð og byggð upp. Hafa verður margbreytileika notendanna í huga þeg- ar þjónustan er skipu- lögð og sníða hana að ólíkum þörfum þeirra. Með þetta í huga hef- ur Þjónustumiðstöð Vesturbæjar ákveðið að fá íbúa hverfisins til sam- starfs við að skoða og rýna í þjón- ustuna. Við viljum ná til þess hóps sem vill og þarf að nota þjónustuna og fá álit og gagnrýni frá núverandi notendum. Brýnt er að þeir sem skoðun hafa á þjónustunni láti í sér heyra, annað hvort með þátttöku í formlegum rýnihópum eða með því að hafa samband við starfsfólk Þjón- ustumiðstöðvarinnar. Við erum þeirrar skoðunar að aukin þátttaka og áhrif notenda á þjónustuna leiði til enn betri þjónustu og betri árang- urs. Betri og markvissari þjónusta hlýtur að vera sameiginlegt mark- mið okkar allra! Notendur láti í sér heyra – hver fyrir annan Kristín Friðriksdóttir segir frá átaki Þjónustu- miðstöðvar Vesturbæjar Kristín Friðriksdóttir ’Brýnt er aðþeir sem skoðun hafa á þjónust- unni láti í sér heyra …‘ Höfundur er félagsráðgjafi á Þjónustumiðstöð Vesturbæjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.