Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 35 Í NÆSTUM því sextíu ár hafa Bandaríkjamenn, Íslend- ingar og bandamenn okkar í NATO unnið að því að sigrast á sameiginlegri ógn. Í gegnum tíðina hefur hernaðar- uppbygging okkar og utanríkisstefna þróast til að mæta þessari ógn, og nú lifum við í sam- félagi Atlantshafs- þjóða við meira frelsi en nokkru sinni fyrr. Yfirlýs- ingin frá því fyrr í þessum mánuði, um að Bandaríkin ætli að hætta því verklagi að hafa varanlegan her- afla á Íslandi, breytir ekki þess- ari samvinnu og sameiginlega markmiði. Saman styðja ríki okkar málstað frelsis og vinna saman að því að verja það. Við samræmum öryggisstefnu okkar hjá NATO, við stöndum saman í Afganistan og við viðhöldum tvíhliða varn- arsambandi okkar til að ná áfram sameiginlegu markmiði okkar: Að tryggja varnir og ör- yggi Íslands og Bandaríkjanna. Þegar Bush forseti ákvað að binda enda á varanlega stað- setningu bandarísks herafla á Íslandi gerði hann það að vel at- huguðu máli og í ljósi tveggja mikilvægra hernaðarlegra stað- reynda: Í fyrsta lagi standa Ís- lendingar og Bandaríkjamenn ekki lengur andspænis trúlegri hefðbundinni hernaðarógn á Ís- landi eða á svæðinu þar í kring. Kalda stríðinu er sannarlega lokið. Bandaríkjamenn og Ís- lendingar geta verið stoltir af þessari staðreynd þar sem hún endurspeglar árangurinn af tví- hliða samvinnu okkar og banda- manna okkar í NATO, auk út- breiðslu frelsis í Evrópu. Hitt umhugsunarefnið, sem er afar þýðingarmikið og aðkallandi, er að við lifum í heimi með nýjum ógnum, þar á meðal hryðju- verkum og útbreiðslu gereyð- ingarvopna. Við megum ekki sofna á verðinum, en til að við- halda öryggi okkar getum við ekki lengur eingöngu treyst á þær staðbundnu varnir sem vernduðu okkur gegn ógnum síðustu aldar. Það er skiljanlegt að Íslend- ingar spyrji spurninga og hafi áhyggjur af öryggi sínu þegar varanlegur bandarískur herafli er ekki lengur á landinu. Við Bandaríkjamenn munum halda áfram að uppfylla þær skyldur okkar, samkvæmt varnarsamn- ingnum frá 1951, að verja Ís- land. Það munum við gera með færanlegum, hraðvirkum og nú- tímalegum hersveitum sem staðsettar verða í Bandaríkj- unum og annars staðar. Geta Bandaríkjamanna til að verja Ísland gegn hernaðarlegri ógn verður áfram fyrir hendi og skuldbinding okkar stendur. Bandaríkjamenn eru reiðu- búnir að vinna með ríkisstjórn Íslands við að fjalla um þessar spurningar og áhyggjuefni um leið og við ræðum það í smáat- riðum hvernig Bandaríkjamenn eru tilbúnir að verja Ísland í samræmi við varnarsamning- inn, sem og að athuga nýjar leiðir fyrir þjóðirnar tvær til að takast á við öryggisógnir nú- tímans. Í þessum tilgangi mun hópur bandarískra sérfræðinga frá utanríkis- og varn- armálaráðuneytinu eiga fund með starfsbræðrum sínum í Reykjavík hinn 31. mars til að ræða varnir Íslands og til að kanna leiðir til að auka og styrkja öryggissamband okkar í víðari skilningi, á tvíhliða hátt og á vettvangi Atlantshafs- bandalagsins. Við hlökkum til að leggja fram skoðanir okkar og heyra milliliða- laust umleitanir og tillögur Íslend- inga. Flutningur bandarísks herafla frá Íslandi er hluti af stærri um- skiptum banda- ríska hersins um allan heim. Banda- ríkin hafa kallað rúmlega hálfa milljón hermanna frá Evrópu og Asíu síðan 1991, en það endurspeglar já- kvæðar breytingar á öryggisumhverfi heimsins sem og traustan og snögg- an viðbragðsmátt. Sumir hafa verið fluttir til herstöðva við Miðjarðarhafið, í Mið-Aust- urlöndum eða ann- ars staðar í sam- ræmi við ríkjandi þarfir. Aðrir hafa verið sendir til herstöðva í Bandaríkjunum þaðan sem hægt er að senda þá fljótt eftir þörfum, jafnvel þótt tugum annarra herstöðva í Bandaríkj- unum hafi verið lokað í hagræð- ingarskyni. Þessar breytingar hafa falið í sér að Bandaríkja- menn hafa komið sér upp fleiri flugvélum, skipum og tækjum til að gera þeim kleift að flytja meiri herafla fljótar en nokkru sinni fyrr. Í öllu þessu ferli hef- ur leiðarljós okkar verið eitt og hið sama: Að viðhalda bestu að- stöðu til að verja bandamenn okkar, vini okkar og okkur sjálf. Það er nauðsynlegt að ríki okkar beggja, ásamt banda- mönnum okkar og vinum í NATO, taki föstum tökum þær ógnir sem steðja að okkur á 21. öldinni. Þessar nýju hættur eru ekki einungis hernaðarlegs eðl- is og krefjast nýrra örygg- isráðstafana: Öryggis við hafnir og gámaflutninga, traustrar landamæravörslu, samvinnu á sviði löggæslu og á öðrum svið- um þar sem við vinnum nú þeg- ar saman á uppbyggjandi hátt. Við getum kannað enn fleiri leiðir til að bæta tilraunir okkar til að takast á við allar þær ógn- ir sem að okkur steðja. Íslend- ingar hafa þegar sýnt þann ásetning sinn að taka að sér mikilvæg hlutverk við hinar nýju öryggisaðstæður. Íslend- ingar hafa unnið með fjöl- þjóðahernum í Kosovo, Írak og Afganistan að því að tryggja og styrkja nýja lýðræðisþróun. Bandaríkjamenn kunna að meta þetta framlag alveg eins og við vitum að vinir okkar á Ís- landi meta framlag okkar. Samband Íslendinga og Bandaríkjamanna er víðara og fjölbreytilegra en nokkru sinni fyrr. Ár eftir ár verðum við nánari og tengdari á sviði fjár- festinga, viðskipta, vísinda- rannsókna, menningartengsla og ferðamennsku. Grundvöllur þessa víðtæka samstarfs og vin- áttu er sameiginleg trú okkar á frelsi og lýðræði. Við verðum að halda áfram að vinna að því að bæta getu okkar til að vernda og verja lönd okkar beggja eins og við höfum gert í meira en hálfa öld. Við Bandaríkjamenn metum sannarlega mikils bandalag og vináttu Íslendinga og leitumst við að halda áfram að styrkja tengsl okkar. Öflugra samstarf á 21. öldinni Eftir Nicholas Burns Nicholas Burns ’Við Bandaríkja-menn munum halda áfram að uppfylla þær skyldur okkar, samkvæmt varn- arsamningnum frá 1951, að verja Ísland. ‘ Höfundur er aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna. slök peningastefna við ríkjandi skil- yrði myndi að lokum leiða til harka- legri aðlögunar en strangt aðhald nú. Sagði Davíð að á sama tíma og nýjar upplýsingar sýndu að ofþensla í þjóðarbúskapnum síðastliðin tvö ár hefði verið meiri en áður var talið hefðu vaxandi verðbólguvæntingar dregið broddinn úr aðhaldi peninga- stefnunnar. Í því ljósi væri óhjá- kvæmilegt að taka stærra skref að þessu sinni en ella. Hve mörg skref yrði nauðsynlegt að taka til viðbótar myndi ráðast af framvindu efna- hagsmála og áhrifum stýrivaxta- hækkunarinnar nú, bæði á gengi krónunnar og verðtryggða og óverð- tryggða vexti. Brýnt að stuðla að betra jafnvægi Þá sagði Davíð að eitt af því sem stuðlaði að hraðri miðlun stýrivaxta- hækkunar að þessu sinni væri að vextir færu nú hækkandi víða um lönd og aðgangur fjármálastofnana að erlendu lánsfé væri ekki jafn- greiður og áður. Á meðal þess sem ylli því að áhættuálag bankanna hefði hækkað á alþjóðamörkuðum að undanförnu væri vaxandi ójafnvægi í íslenskum þjóðarbúskap. „Viðkvæmni innlendra fjármála- stofnana fyrir ójafnvægi í íslenskum þjóðarbúskap virðist ofmetin af mörgum, vegna þess hve stór hluti starfsemi þeirra er erlendis. Vegna þessa ofmats kann lækkun áhættuá- lags á skuldabréf þeirra að verða torsóttari en ella ef ekki dregur úr ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. Það er því brýnt að stuðla að betra jafn- vægi sem fyrst, meðal annars með ströngu aðhaldi í peningamálum,“ sagði Davíð. er, eru horf- Davíð. „Nú gi krónunnar aðar en flest- hefur leitt til tingar hafa úr aðhalds- nnar. Óhjá- ningastefnan um þunga.“ nkinn myndi fnunnar uns að það væri na verðbólgu m að mark- aldssöm pen- iða til tíma- í þjóðarbú- nkinn að of stýrivexti um 0,75 prósentustig í gær orfur ðunandi ) Morgunblaðið/Eyþór Davíð Oddsson ldast há ins 2008. bólga en fu síð- er, en þá rði um pá grein- xta gja ára og gengisþróun, staðfestir grunn- spána og samkvæmt þeirri spá eru verðbólguhorfur jafnvel enn verri en í grunnspánni, þrátt fyrir hærri stýrivaxtaferil, en gengi krónunnar er lægra í þeirri spá. Í Peninga- málum segir að horfur séu á að Seðlabankinn þurfi að hækka vexti meira en áður hafi verið talið til þess að ná markmiði sínu. Hermun með nýju þjóðhagslíkani Seðlabankans bendi til þess að vextir gætu þurft að hækka í meira en 15% og haldast þar um töluverða hríð ef þokkalegar lík- ur eigi að vera á því að verðbólgu- markmiðinu verði náð á spátím- anum. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabankans, lagði á blaða- mannafundinum áherslu á að slíkt mat væri háð mikilli óvissu og spárn- ar gæfu aðeins ákveðnar vísbend- ingar sem bæri að taka með miklum fyrirvara. i en áður TRYGGINGARÁLAG á 5 ára skuldabréf- um íslensku viðskiptabankanna (CDS) hækkaði á eftirmarkaði í Evrópu í byrj- un gærdagsins eftir tilkynningu Seðla- banka Íslands um hækkun stýrivaxta. Er líða tók á daginn lækkaði álagið aftur og var í lok dags 0,57% fyrir skuldabréf Glitnis, 0,75% fyrir bréf Landsbankans og 0,80% fyrir bréf Kaupþings banka. Tryggingarálagið endurspeglar að öllu jöfnu vaxtaálagið á skuldabréfunum. Hækkun álagsins þýðir að virði skulda- bréfanna í huga þeirra sem kaupa og selja þau á eftirmarkaði minnkar, þar sem þeir meta það svo að því fylgi meiri áhætta að eiga skuldabréfin. Tryggingarálagið á skuldabréfum bankanna er ekki ósvipað því sem það var síðastliðinn þriðjudag, en þá lækkaði það í kjölfar tilkynningar matsfyrirtæk- isins Standard & Poor’s um lánshæfismat Glitnis. Tryggingarálag á eftirmarkaði breytist lítið VIÐSKIPTABANKARNIR tilkynntu í gær um hækkun vaxta á óverðtryggðum lánum og nýjum íbúðalánum í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Íslands um hækkun stýrivaxta. Vextir af óverð- tryggðum lánum bankanna hækka um 0,70-0,75 prósentustig og vextir af íbúðalánum hækka um 0,12-0,30 pró- sentustig. Vextir af óverðtryggðum lánum Glitn- is hækka um 0,70-0,75 prósentustig frá og með morgundeginum. Vextir af verð- tryggðum húsnæðislánum bankans hækka hins vegar um 0,12 prósentustig frá og með deginum í dag. Vextir af nýj- um íbúðalánum Glitnis hækka úr 4,48% í 4,60%, en þeir breytast ekki hjá þeim sem tekið hafa íbúðalán hjá bankanum til þessa. Það á reyndar við um þegar veitt íbúðalán allra bankanna. Landsbankinn hækkar óverðtryggða vexti til samræmis við breytingar Seðla- bankans á stýrivöxtum, eða um 0,75 prósentustig. Vextir af íbúðalánum bankans hækka hins vegar um 0,25 pró- sentustig og fara úr 4,45% í 4,70%. KB banki hækkar vexti óverð- tryggðra útlána um 0,75 prósentustig frá og með deginum í dag. Vextir af nýj- um íbúðalánum bankans hækka í dag um 0,30 prósentustig og fara úr 4,30% í 4,60%. Bankarnir hækka vexti kveðin tæður unar- tverki í efna- ýst af- au sitji s að ar ein- ir í ný- nar- við það ið.“ na- ein- æmdir l vatt til ær fn- ndir m.“ fsson „VIÐ brugðumst við hækkun Seðla- bankans á stýrivöxtum með því að hækka bæði óverðtryggða vexti eins og Seðlabankinn um 0,75% sem og með því að hækka íbúðalánavexti um 0,25%. Með þeirri breytingu erum við að taka undir það með Seðlabankanum að koma þurfi böndum á það efnahags- ástand sem nú ríkir og einkennist af þenslu,“ segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. „Hins vegar dugar ekki að aðeins Seðlabankinn og viðskiptabankarnir bregðist við. Það þurfa allir að keyra í takt, það þýðir þannig ekki að einn sé með fótinn á bremsunni á meðan ann- ar er með fótinn á bensíngjöfinni, því þá höktir vélin bara,“ segir Sigurjón og tekur fram að hann vilji þannig t.d. sjá ríkið koma mun markvissar að mál- um. „Við erum með ákveðinn velmegunarsjúkdóm í efnahagskerfinu okkar og það skiptir miklu máli að við náum öll að sýna fram á það að við séum að takast á við þetta og að taka réttar ákvarðanir og færa flugið á efnahagslíf- inu hægt og rólega til jarðar þannig að við náum mjúkri lendingu en ekki brotlendingu eins og sumir erlendir aðilar hafa verið að spá.“ Sigurjón bendir á að vegna þess hve efnahagskerfið hérlendis einkennist af verðtryggingu, föstum vöxtum og skuldum í erlendri mynt þá hafi vaxta- breytingar Seðlabankans ekki eins skýr áhrif á efnahagslífið og gangi og gerist erlendis. „Sökum þessa er þeim mun mikilvægara að allir gangi í takt, þ.e. Seðlabankinn, ríkissjóður, Íbúðalánasjóður, bankakerfið, verkalýðs- hreyfingin og atvinnurekendur. Hækkun stýrivaxta við núverandi aðstæður virkar því ekki nema með samhentu átaki,“ segir Sigurjón. „Seðlabankinn telur verðbólguhorfur dekkri en áður og er að auka sitt að- haldsstig,“ segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis. „Okkar viðbragð er að fylgja Seðlabankanum með því að hækka óverðtryggða vexti samsvar- andi, en við höfum jafnframt hækkað vexti á húsnæðislánum í 4,6% og vilj- um með því stuðla að því að tryggja áhrif aðhaldsaðgerðanna á verðtryggð vaxtakjör,“ segir hann. „Mér sýnist af yfirlýsingu Seðlabankastjóra í kjölfar vaxtaákvörðunarinnar að frekari aðhaldsaðgerða sé þörf og það hlýtur að koma fram í minnkandi einkaneyslu á komandi mánuðum, jafnframt því sem ætla má að fasteignaverð, sérstaklega á jaðarsvæðum, geti farið lækkandi frá því sem verið hefur,“ segir Bjarni. Hann segir ljóst að losa þurfi um ákveðinn verðbólguþrýsting. „Ég held að það þurfi að gerast á næstu mánuðum. Það er ljóst að Seðlabankinn boðar frekari aðhaldsaðgerðir. Þar sjá menn enn þessa miklu spennu í hagkerfinu sem í mínum huga getur einungis lagast með veikingu krónunnar og minnk- andi einkaneyslu sem skilar sér þá í minni viðskiptahalla fyrir þjóðarbúið.“ Bankarnir brugðust við Bjarni Ármannsson Sigurjón Þ. Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.