Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 25 MINNSTAÐUR Húsavík | Leikfélag Húsavíkur frumsýnir á morgun, laugardag, farsann Tveir tvöfaldir í Samkomu- húsinu á Húsavík. Tveir tvöfaldir eru eftir Ray Cooney og sá Árni Ib- sen um íslenska þýðingu verksins. Tveir tvöfaldir segir frá stjórn- málamanni nokkrum og aðstoðar- manni hans. Þeir skrá sig inn á hót- el þar sem stjórnmálamaðurinn hyggst eiga huggulega nótt með við- haldi sínu, en þegar eiginkona hans mætir einnig á svæðið lendir það á aðstoðarmanninum að bjarga mál- unum. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem verk þetta er sett á svið af áhugaleikfélagi hér á landi, en það var sett upp í Þjóðleikhúsinu 1998 og naut talsverðra vinsælda. Að sögn Guðrúnar Kristínar Jóhanns- dóttur, formanns leikfélagsins, var nokkuð langt um liðið frá því LH setti upp farsa og fannst mörgum aldeilis tími til kominn. Leikstjórn á Tveimur tvöföldum er í höndum Maríu Sigurðardóttur sem hefur leikstýrt í þrígang áður hjá LH, verkunum Ofurefli, Gauks- hreiðrinu og Tobacco Road. Með að- alhlutverk fara þau Þorkell Björns- son, Hjálmar Bogi Hafliðason og Guðný Þorgeirsdóttir en alls eru persónur í verkinu tíu talsins. Morgunblaðið/Hafþór Frumsýning á Tveimur tvöföldum Skagaströnd | Harpa Birgisdóttir úr Húnavallaskóla sigraði í fram- sagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi sem fór nýlega fram á Skagaströnd. Tólf kepp- endur lásu upp, þrír frá hverjum skóla sýslanna. Framsagnarkeppnin í Húna- vatnssýslum er með örlítið öðru sniði en annars staðar. Hinn lands- þekkti Grímur Gíslason á Blönduósi er verndari keppninnar. Fyrir nokkrum árum gaf hann fagurlega útskorinn farandskjöld sem keppt er um. Grímur sat að þessu sinni í dómnefnd, ásamt þeim Baldri Sig- urðssyni og Baldri Hafstað frá Kennaraháskólanum og Magnúsi B. Jónssyni sveitarstjóra á Skaga- strönd. Hver keppandi las upp einn sögu- kafla og síðan tvö ljóð. Að sögn dómnefndarmanna var keppnin af- ar jöfn og voru allir keppendur sjálfum sér og sínum skóla til prýði. Þó fór svo að lokum að Harpa Birg- isdóttir þótti lesa best. Sigurdís Sandra Tryggvadóttir, Húnavalla- skóla, varð í öðru sæti og Albert Jó- hannsson frá grunnskóla Húna- þings vestra í því þriðja. Að keppninni lokinni ávarpaði Grímur Gíslason keppendur og gesti og afhenti skólastjóra Húna- vallaskóla skjöldinn góða til varð- veislu næsta ár. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Upplesarar Sigurvegarar ásamt verndara, f.v. Grímur Gíslason, Albert Jó- hannsson, Harpa Birgisdóttir og Sigurdís Sandra Tryggvadóttir. Keppt um farandskjöld Gríms Gíslasonar LANDIÐ 1. Apríl „... og vaknaði svo í morgun alveg hress.Var að tryggja mér miða á U2 í sumar. ÓMÆGOD!!! Það verður svo mikil snilld. Pabbi kemur líka, en það verður bara SAMT GEEEGT!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.