Morgunblaðið - 31.03.2006, Page 25

Morgunblaðið - 31.03.2006, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 25 MINNSTAÐUR Húsavík | Leikfélag Húsavíkur frumsýnir á morgun, laugardag, farsann Tveir tvöfaldir í Samkomu- húsinu á Húsavík. Tveir tvöfaldir eru eftir Ray Cooney og sá Árni Ib- sen um íslenska þýðingu verksins. Tveir tvöfaldir segir frá stjórn- málamanni nokkrum og aðstoðar- manni hans. Þeir skrá sig inn á hót- el þar sem stjórnmálamaðurinn hyggst eiga huggulega nótt með við- haldi sínu, en þegar eiginkona hans mætir einnig á svæðið lendir það á aðstoðarmanninum að bjarga mál- unum. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem verk þetta er sett á svið af áhugaleikfélagi hér á landi, en það var sett upp í Þjóðleikhúsinu 1998 og naut talsverðra vinsælda. Að sögn Guðrúnar Kristínar Jóhanns- dóttur, formanns leikfélagsins, var nokkuð langt um liðið frá því LH setti upp farsa og fannst mörgum aldeilis tími til kominn. Leikstjórn á Tveimur tvöföldum er í höndum Maríu Sigurðardóttur sem hefur leikstýrt í þrígang áður hjá LH, verkunum Ofurefli, Gauks- hreiðrinu og Tobacco Road. Með að- alhlutverk fara þau Þorkell Björns- son, Hjálmar Bogi Hafliðason og Guðný Þorgeirsdóttir en alls eru persónur í verkinu tíu talsins. Morgunblaðið/Hafþór Frumsýning á Tveimur tvöföldum Skagaströnd | Harpa Birgisdóttir úr Húnavallaskóla sigraði í fram- sagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi sem fór nýlega fram á Skagaströnd. Tólf kepp- endur lásu upp, þrír frá hverjum skóla sýslanna. Framsagnarkeppnin í Húna- vatnssýslum er með örlítið öðru sniði en annars staðar. Hinn lands- þekkti Grímur Gíslason á Blönduósi er verndari keppninnar. Fyrir nokkrum árum gaf hann fagurlega útskorinn farandskjöld sem keppt er um. Grímur sat að þessu sinni í dómnefnd, ásamt þeim Baldri Sig- urðssyni og Baldri Hafstað frá Kennaraháskólanum og Magnúsi B. Jónssyni sveitarstjóra á Skaga- strönd. Hver keppandi las upp einn sögu- kafla og síðan tvö ljóð. Að sögn dómnefndarmanna var keppnin af- ar jöfn og voru allir keppendur sjálfum sér og sínum skóla til prýði. Þó fór svo að lokum að Harpa Birg- isdóttir þótti lesa best. Sigurdís Sandra Tryggvadóttir, Húnavalla- skóla, varð í öðru sæti og Albert Jó- hannsson frá grunnskóla Húna- þings vestra í því þriðja. Að keppninni lokinni ávarpaði Grímur Gíslason keppendur og gesti og afhenti skólastjóra Húna- vallaskóla skjöldinn góða til varð- veislu næsta ár. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Upplesarar Sigurvegarar ásamt verndara, f.v. Grímur Gíslason, Albert Jó- hannsson, Harpa Birgisdóttir og Sigurdís Sandra Tryggvadóttir. Keppt um farandskjöld Gríms Gíslasonar LANDIÐ 1. Apríl „... og vaknaði svo í morgun alveg hress.Var að tryggja mér miða á U2 í sumar. ÓMÆGOD!!! Það verður svo mikil snilld. Pabbi kemur líka, en það verður bara SAMT GEEEGT!“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.