Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 22
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson SNJÓ hefur kyngt niður á Akureyri síðustu daga og færð því orðin leið- inleg víða um bæinn. Unnið hefur verið að snjómokstri af fullum krafti síðustu daga, þannig að háir ruðningar eru á góðri leið með að hverfa af götum bæjarins. Ljóst er þó að mikið á enn eftir að moka, fjöldi tækja er á ferðinni þessa snjó- þungu daga með tilheyrandi kostn- aði fyrir bæjarsjóð, hann hleypur á milljónum. Snjómokstur af fullum krafti Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Ferðavertíð færist nær Aðalsteinn Jónsson í Klausturseli kynnir ferða- langa fyrir dýrgrip í garði sínum. Egilsstaðir | „Markaðsstofan er að vinna inn á við um þessar mundir og við leggjum áherslu á að byggja ferðaþjónustuna á Austurlandi upp sem eina heild til að stuðla að vexti og viðgangi atvinnugreinarinnar,“ segir Skúli Björn Gunnarsson, for- maður Markaðsstofu Austurlands, sem hélt nýlega aðalfund sinn. Þar var unnið með stefnumótun ferðaþjónustunn- ar á svæðinu, meðal annars í af- þreyingu, veið- um, gönguleiðum, útivist, þjónustu og fræðslumál- um. „Margt er óunnið í þessum efnum og mörg ónýtt tækifæri“ segir Skúli. „Þetta á t.d. við um veiðar, þar sem við eigum miklu meiri tækifæri en margir aðrir landshlutar, bara vegna þess hversu stutt á veg við erum komin og getum þ.a.l. ráðið aðeins meiru um hvernig þeir hlutir þróast í ljósi reynslu annarra. Gönguleiðir hafa á hinn bóginn verið í gríðarlegri uppbyggingu hjá ferðafélögum, ein- staklingum og áhugahópum um ára- bil.“ Skúli Björn segir síðasta ár hafa verið tíma endurskipulagningar hjá Markaðsstofunni. „Sveitarfélögin komu af endurnýjuðu afli inn í nýja samninga við okkur og hækkuðu framlög sín um helming. Það þýðir ósköp einfaldlega að slagkrafturinn hjá Markaðsstofunni hefur aukist.“ Hann segir að á árinu verði leitast við að ná ferðaþjónustuaðilum á Austurlandi til aukins samstarfs. Um Vatnajökulsþjóðgarð, risavax- ið verkefni sem tengist ferðaþjón- ustu mikið og er í örri framvindu segir Skúli Björn að ferðaþjónustan þurfi að sýna frumkvæði og koma með hugmyndir inn í það verkefni, taka þátt af krafti í mótun og skipu- lagningu sem komi til með að verða á næstu árum, ef svo fari fram sem horfi. Austfirsk ferðaþjónusta sækir í sig veðrið Tækifærin hvarvetna Skúli Björn Gunnarsson 22 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AUSTURLAND Fuglabækur | Fuglaathug- unarstöð Suðausturlands á Hornafirði barst nýverið góð gjöf á árs afmæli stöðvarinnar. Voru það allar bækur og rit varðandi fuglafræði úr bóka- safni Sverris Schevings Thor- steinssonar jarðfræðings. Eru þar margir heldur fágætir gripir og stöðinni fengur að hinni góðu gjöf. bil hafa staðið í framlínu ferðaþjón- ustunnar og með ósérhlífni og elju- semi unnið að vexti og framgangi atvinnugreinarinnar. Kletturinn er að þessu sinni Sveinn Sigurbjarn- arson, sem hefur um áratuga skeið verið í ferðaþjónustu og rekur Tanna Travel á Eskifirði. Sveinn hefur oft rutt brautir, bæði í eig- inlegri og óeiginlegri merkingu, sýnt málefnum ferðaþjónustunnar óþrjótandi áhuga og lagt þeim drjúgt lið um árabil. Egilsstaðir | Frumkvöðlaverðlaun Markaðsstofu Austurlands voru veitt í sjötta sinn fyrir skemmstu. Að þessu sinni hlaut þau Vil- hjálmur Vernharðsson fyrir hönd fyrirtækisins Fjalladýrðar í Möðru- dal, en það var stofnað árið 2001 og stendur á enn eldri merg. Segir í umsögn stjórnar Mark- aðsstofunnar að þeir sem að Fjalla- dýrð standa hafi sýnt ótrúlegt áræði og takmarkalausa bjartsýni með því að ráðast í uppbyggingu á ferðaþjónustu þar sem hringveg- urinn var að hverfa úr hlaðinu um leið og menn reyndu að byggja til að hýsa ferðamenn. Frumkvöðlar kunni að skapa sér sérstöðu og möguleika þar sem sumir aðrir sjái aðeins blindgötur. Þannig sé því farið með Fjalladýrð, sem staðsett sé á hæsta byggða bóli landsins, í Möðrudal. Á síðustu árum hefur Vernharður reist hús í gamla burst- abæjarstílnum, bæði til að hýsa ferðamenn og þjónusta þá með verslun og veitingum. Búið er að koma upp góðu tjaldstæði í háfjalla- vininni og þjónusta er fjölbreytt. Kletturinn í ferðaþjónustunni Markaðsstofan veitti nú í annað sinn viðurkenninguna Klettinn, sem fellur þeim í skaut sem um ára- Framverðir í ferðamálum Frumkvöðull í Möðrudal Vilhjálm- ur Vernharðsson tók við viðukenn- ingunni f.h. Fjalladýrðar. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Kletturinn Sveinn Sigurbjarnarson hefur verið atkvæðamikill í aust- firskri ferðaþjónustu. AKUREYRI Rocco í stað Oddvitans | Nýir eigendur hafa tekið við rekstri skemmtistaðarins Oddvitans við Strandgötu á Akureyri. Hann heitir nú Rocco og þar verður heilmikil opnunarhátíð annað kvöld, laugar- dagskvöldið 1. apríl frá kl. 23. Hljómsveitin Stefnumót leikur þar fyrir dansi ásamt André Bach- mann, Huldu Gests, Davíð Smára og Þorvaldi Halldórssyni. VG opnar miðstöð | Kosninga- miðstöð vinstri grænna á Akureyri verður formlega opnuð á morgun, laugardaginn 1. apríl, klukkan 16, í Hafnarstræti 98, í göngugötunni. Hlynur Hallsson, myndlistarmaður og varaþingmaður, hefur verið ráð- inn kosningastjóri VG á Akureyri. Stutt ávörp flytja Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, Þuríður Backman og Bjarkey Gunnars- dóttir þingmenn, Baldvin H. Sig- urðsson, efsti maður á lista VG, og Kristín Sigfúsdóttir sem skipar annað sæti á listanum. Auk þess verður flutt lifandi tónlist, upp- lestur og leiklist og gestir geta notið myndlistarsýningar Guð- mundar Ármann. Íslandsmyndir | Þorvaldur Þor- steinsson opnar sýningu á Café Kar- ólínu á morgun, laugardag kl. 16. Hún ber yfirskriftina Íslandsmyndir og stendur til 5. maí næstkomandi. Um er að ræða ljósmyndaröð þar sem birt er sýnishorn af því Íslandi sem heiminum stendur til boða utan hefðbundinnar markaðssetningar og landkynningar, Íslandi eins og það birtist þeim milljónum manna sem daglega heimsækja uppboðsvefinn eBay.com og stækkaði Þorvaldur valdar myndir úr því fjölskrúðuga safni. Blásarar | Blásarasveitamót verður haldið í Brekkuskóla um helgina og hefst það á morgun, laugardag, með setningu kl. 10. Þátt taka börn og ungmenni í blás- arasveitum á Norðurlandi. Þeir munu æfa saman og leggja svo í smá ferðalag um bæinn eftir há- degi og spila fyrir fólk. Efnt verður til tónleika á sunnu- dag kl. 12. Tjaldur tók niðri | Línubáturinn Tjaldur SH tók snemma í gærmorg- un niðri við austanverðan Eyjafjörð, á móts við bæinn Sólberg í Sval- barðsstrandarhreppi. Báturinn var að koma inn til löndunar á Akureyri er atvikið átti sér stað. Hafnsögubát- ur var kallaður út frá Akureyri og aðstoðaði hann við að ná bátnum aft- ur á flot og var þeim aðgerðum lokið laust upp úr kl. 6 í gærmorgun. Sigldi Tjaldur þá fyrir eigin vélarafli að bryggju. Botn skipsins var skoð- aður eftir atvikið og gáð að skemmd- um en þær eru taldar minniháttar, ef einhverjar eru, segir í tilkynningu frá lögreglu. Mótmæla með tónleikum | Tón- leikar verða haldnir í Ketilhúsinu á laugardag kl. 21 til að mótmæla stór- iðjuframkvæmdum á Norðurlandi. Fram kom hljómsveitirnar Helgi og hljóðfæraleikararnir, Borko, Reykjavík!, Þórir og Mr. Silla. Ung vinstri græn á Akureyri skipuleggja tónleikana. REKSTUR Prentstofunnar Stell á Akureyri hefur verið sameinaður Ásprenti Stíl og er hugað að frekari sókn á prentmarkaði hér á landi í kjölfar sameiningar. Hallur Jónas Stefánsson stofnaði Prentstofuna Stell árið 1989 og mun hún innan tíð- ar flytja í stærra húsnæði í verslun- armiðstöðinni Kaupangi. Stell hefur sérhæft sig í stafrænni prentun og verður á næstunni ráðist í kaup á búnaði til að auka þjónustu fyrirtæk- isins á því sviði. Hallur verður hlut- hafi í Ásprenti Stíl og mun gegna starfi framleiðslustjóra stafrænna prentlausna. Starfsfólk hjá Stell mun áfram starfa hjá sameinuðu fyr- irtæki. Með þessum kaupum styrkir Ásprent Stíll samkeppnisstöðu sína gagnvart stærstu prentsmiðjunum á höfuðborgarsvæðinu enn frekar. Stell sameinast Ásprenti Stíl             Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Sími 462 3505. Opið virka daga 10-18, laugardaga kl. 10-16. Mikið úrval Jakkar, bolir, pils. SAMKVÆMISFATNAÐUR PÓSTSENDUM www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Fyrir vöðva og liðamót GLUCOSAMINE -HCI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.