Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞEGAR Hotel Nacional de Cuba í Havana var reist árið 1930 af bandarísku mafíunni í tíð Batista stóð hin káta og spillta spilavíta- menning í miklum blóma á Kúbu. Og enn í dag svífur saknaðarfullt andrúm þessarar vafasömu menn- ingararfleifðar yfir vötnum í landi sósíalismans. Önnur arfleifð í þjóðfélagi hinnar 47 ára gömlu byltingar Fidels Castros er auðvitað framleiðsla hinna frægu Kúbuvindla sem er þekktasta vörumerkið að romminu Havana Club slepptu. Það felst í því viss kaldhæðni örlaganna að sósíal- isminn framleiði með stolti eitt helzta drottnunartákn kapítalism- ans: Hinn digra Cohiba-vindil sem Winston Churchill gerði heimsfrægan. Ríkmannlegur glæsi- arkitektúr einkennir hverja einustu húsa- röð Havanaborgar. Þetta umhverfi hæfði auðugustu broddborgurum og nýlenduherrum Kar- íbahafsins á sinni tíð. En nú kallast súlum skreyttar en sót- svartar og flagnaðar glamúrvillur á við gauðskítuga hunds- rakka götunnar. Þeir emja af hungri á sætfýlulyktandi strætum Havana og gætu verið ný táknmynd kúb- önsku þjóðarinnar. Því Kúba er land þversagna og andstæðna. En líka mikillar ástar og mikillar gleði, dans og tónlistar. Það er raunar svo mikil ást í þessu landi að það þarf að selja eitthvað af henni til að koma henni út. En það sem blasir skýrast við vegfarendum er samt ekki ofgnótt tónlistar, salsa, romms eða vindla, heldur lögreglan, sem er alls staðar. Ríki hinna hugrökku og frjálsu í norðri hefur verið þekkt fyrir sterka nærveru laganna varða í borgum og bæjum. En þótt kapítal- isminn þurfi margs að gæta þarf sósíalisminn að gæta alls. Þar lýtur allt stjórn ríkisins, ríkið á allt, má allt og er allsstaðar í formi þéttrið- ins nets lögreglu sem sér (næstum) allt og heyrir (næstum) allt. Net lögreglu á Kúbu er svo þétt að í borgum og bæjum landsins er það aldrei svo að einn lögreglumaður sjái ekki annan. Og auk hennar er sagt að áttundi hver íbúi sé njósnari sem njósnar um nágranna, fjöl- skyldu, vini, félaga. Alls staðar eru hendur og augu Castros. Che Guevara vildi þurrka út metorðagirnd- ina úr mannlífinu og kenna glaða nægjusemi. Og Castro lét það eftir honum. Afraksturinn eft- ir tæpa hálfa öld er fólk sem kann afskaplega vel þá list að vera til og fell- ur sjaldan í þá gryfju okkar Vesturlandabúa að flækja tilveruna um of. En löngunin til að finna hæfileikum sínum viðnám er manneskjunni í blóð borin – löngun til að taka nýtt skref í nýja átt og stefna lengra og hærra – eða til baka. Hana er hægt að bæla í hálfa öld en eðli mannsins verður ekki breytt með handafli. Og þegar kreppir að og fólk á ekki fyrir mat og Castro skaffar engar aukatekjur breytist allt hagkerfið í moldvörpu og fer neðanjarðar. Þess vegna eru þrjú hagkerfi á Kúbu. Convertible Pesos komu í stað dollara og eru fyrir flokkselítuna og ferðamenn sem fá þessa Matadorpeninga strax í upphafi leiks á flugvellinum við komuna til paradísar Castros. Í moldvörpuhagkerfinu selja menn hvað sem er fyrir þá. En fólkið fær launin sín greidd í Kúbupesóum. Jafngildi á bilinu 6 til 20 Conver- tible Pesos á mánuði (500–1.600 krónur). Þess vegna eru útlending- arnir kóngar í hinu sósíalíska lista- verki. Tómatsósan í túristabúðum kostar vikulaun. Tíu litlir dósabjór- ar tveggja vikna laun. Klósettpappír vikulaun. Mánaðarlaunin tíu bjórar, tómatsósa og klósettpappír. Upp á íslenzka vísu væri það kannski hundrað þúsund fyrir tíu bjórdósir, tuttugu þúsund fyrir tómatsósu og þrjátíu þúsund fyrir klósettpappír. Bylting Fidels Castros og félaga fyllir 47 ár í ár og sjálfur verður gamli maðurinn áttræður í ágúst. Hvernig skyldi ástandið á Íslandi vera í dag ef Davíð Oddsson hefði verið einvaldur og við völd sam- fleytt í 47 ár í stað 13? Þeirri spurn- ingu skal ósvarað hér. En hitt er víst að á meðan gleðin er óðum að hverfa á Vesturlöndum lifir hún góðu lífi á Kúbu. Svo mikill auður af glaðværð er afrek í sjálfu sér. Í dag er kannski verst með vissa manngerð sem blómstrar í þessu umhverfi kúgunar. Sósíalisminn virðist smám saman verða að helvíti embættismannanna og uppljóstr- aranna. Þessarar „sínísku“ mann- gerðar sem elskar að kúga aðra og hlaða undir sjálfa sig og sogast í öll opinber kerfi og eyðileggur þau inn- an frá. Meira að segja í lýðræð- islöndum er þessi manngerð hættu- legri en spænska veikin. Eins og öll alsósíalísk lönd er Kúba því paradís kaldrifjaðra emb- ættismanna sem nærast á því að kúga fólkið sem byltingin átti að þjóna. Hæfileikalítil fangavarða- manngerð stal byltingunni og blómstrar í þeirri iðju að auðmýkja heilt píanó mannlegs fjölbreytileika, skapandi hæfileikafólk og gagnrýna hugsuði. Það er þetta sem er og verður sorglegasta niðurstaða sósí- alismans. Og enginn veit hvað gerist eftir daga Castros. Því þótt ástandið sé erfitt í dag gætu allar breytingar verið úr öskunni í eldinn fyrir stærstan hluta íbúanna. Kapítalism- inn er jú tvíeggjað sverð. Á meðan bíða ósýnilegar sálir þess á Hotel Nacional de Cuba að byltingin gef- ist loks upp og hjól rúllettunnar geti farið að snúast á ný. Ekki gráta fyrir mig, Fidel Castro Ragnar Halldórsson reifar sögu Kúbu í tíð Fidels Castros ’Það er þetta sem er ogverður sorglegasta nið- urstaða sósíalismans.‘ Ragnar Halldórsson Höfundur er kvikmyndagerð- armaður. ÞAÐ HEFUR verið átakanlegt að fylgjast með því í fjölmiðlum und- anfarna daga hvernig Jóhannes í Hagkaup kenndur við Bónus hefur vælt undan því að háttsemi hans og annarra forsvarsmanna Baugs eða Bónushringsins hafi verið til rann- sóknar hjá Rannsóknarlögreglu rík- isins og að þeir hafi verið sóttir til saka fyrir meint lög- brot. Jóhannes sakar yfirmenn rannsókn- arlögreglunnar um annarlegar hvatir og talar eins og verið sé að ásaka alla 2.500 starfsmenn Bónus- hringsins þó að ein- göngu sé verið að ákæra æðstu yfirmenn og endurskoðendur þessa stóra einka Sam- bands fyrir spillingu af ýmsum toga. Bónus- menn hafa sennilega eytt tugum milljóna króna í það að reyna að koma í veg fyrir að málið færi til efnismeðferðar fyrir dómi. Ég verð að segja að mér þykir það mjög grunsamlegt hvað Bónusmenn leggja mikla áherslu á að hindra það að dæmt verði um efni málsins. Þó að dómur falli er alls ekki víst að það takist að sanna sekt þeirra. Nýlegur dómur héraðsdóms er til vitnis um það. Eftir að hann féll sagði Jón Ásgeir sem nú er höf- uðpaur þeirra gulu Bónusmanna að hann hefði trú á dómskerfinu. Í fyrra sagðist hann hafa trú á héraðs- dómi en væri ekki viss um Hæsta- rétt. Hvað hefur breyst? Hefur gulu hendinni verið beitt? Fyrir þremur árum var upplýst að ákveðnir menn hefðu kannað hvort möguleiki væri á því að múta forsætisráðherra Ís- lands. Það á vonandi ekki við í þessu sambandi en ég hef meira en óljósan grun um að fleiri en fyrrverandi for- sætisráðherra hafi orðið fyrir svip- aðri reynslu. Sem borgari þessa lands hlýt ég að ætlast til þess að lögregla og aðr- ar eftirlitsstofnanir rannsaki það ef grunur vaknar um verulegt misferli þó að rannsóknin kosti mikla pen- inga og þótt í hlut eigi voldugustu fá- keppnifurstar landsins. Þeir Bónusfeðgar hafa sagt að enginn hluthafi í Baugi hefði kvartað yfir því að hafa verið hlunnfarinn. Þessi grein mín er viðbrögð við því. Ég átti 200.000 króna hlut í Baugi í nokkra mánuði á árunum 2002 til 2003. Verðmæti hlutarins var á þeim tíma nálægt 2 m.kr. Því miður var eignarhaldstíminn styttri en til stóð því að gróðapungarnir tóku fyrirtækið af hlutabréfamarkaði þegar fyrir lá að gengi bréfanna myndi hækka verulega á næstu mán- uðum og misserum. Það voru því þeir sjálf- ir sem græddu en ekki almennir hluthafar. Forsvarsmenn Baugs eru m.a. ákærðir fyrir að hafa látið færa einkaneyslu til gjalda hjá fyrirtækinu og að hafa fengið mörg hundruð milljónir króna að láni hjá því mánuðum og misserum saman til þess að geta m.a. keypt hlutabréf í Baugi á gjaf- verði. Ég geri þá kröfu til setts rík- issaksóknara að hann ákæri og áfrýi til æðsta dómstigs öllum þeim máls- liðum þar sem hann telur Bónus- menn seka. Ég var sannfærður um að ég væri að gera kaup lífs míns þegar ég keypti hlutinn í Baugi á þessu lága verði. Eftir að hafa kynnst verslun vissi ég ekki um neitt fyrirtæki í matvöruverslun á Íslandi þar sem meiri munur er á innkaupsverði og útsöluverði auk þess sem vel er haldið utan um starfsmannamál. Matvörukaupmenn fjárfesta heldur ekki fyrir milljarða innanlands og erlendis nema leggja vel á vöruna. Það er alkunna að auðhringurinn sem samanstendur m.a. af Aðföng- um, Hagkaupum, 10-11 og Bónus er með meira en 50% markaðshlutdeild í matvöru og hefur óspart beitt afli sínu við innkaup. Það er líklega minna þekkt, hvernig hann hagar sér gagnvart litlum fyrirtækjum sem reyna að bjóða gott verð. Þá er ég að tala um áhrif auðhringsins á heildsöluverð til litlu fyrirtækjanna og hvaða afslætti þau fá. Ýmsir hafa sagt mér frá reynslu sinni af því. Ég var sjálfur að basla í nokkur ár með bókabúð og reyndi að bjóða bæk- urnar á betra verði en keppinaut- arnir. Í verðkönnun í Morgun- blaðinu fáum vikum fyrir ein jólin var búðin mín með 14 titla af 50 á betra verði en Bónus. Þá kvartaði auðhringurinn við tvö af stærstu for- lögunum. Eftir það missti litla búðin mín jólaafsláttinn hjá öðru forlag- inu. Tilviljun? Gula höndin? Fyrir fáum árum stóð kaupmann- inum á horninu til boða að kaupa ákveðna tegund ársíðabundinnar matvöru með 5% afslætti. Stórmark- aður nokkur fékk sömu vöru með 30% afslætti. Hvað skyldi auðhring- urinn hafa fengið mikinn afslátt, kannski 40–50%? Léttur útreikn- ingur sýnir að hann gat selt sína vöru með nálægt 100% álagningu en samt verið með betra verð en smá- kaupmaðurinn sem lagði 30% á. Það er í mínum huga lítilmótlegt að státa af því að bjóða vörur á lágu verði í Bónus sem er bara einn angi auðhringsins en minnast aldrei á að þeir reka líka Hagkaup og 10-11 þar sem háa verðið er, sbr. margar verðkannanir, vitandi hvaða ofurafli er beitt gagnvart birgjum og keppi- nautum. Ég býst við því að margt fólk mundi hætta að versla við svona menn ef það vissi allan sannleikann um viðskiptahættina. Sennilega verður það seint sem hann kemur allur fram í dagsljósið. Margir þeirra sem hafa rætt við mig þora ekki að segja frá reynslu sinni op- inberlega. Svo lítur það ekki vel út fyrir menn sem eru í viðskiptum að væla undan því sem almenningur heldur að sé heiðarleg samkeppni. Gula höndin Guðjón Smári Agnarsson fjallar um Baug og viðskipti sín við fyrirtækið ’Ég býst við því aðmargt fólk mundi hætta að versla við svona menn ef það vissi allan sann- leikann um viðskipta- hættina.‘ Guðjón Smári Agnarsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Bílgreinasambandið Aðalfundur BGS verður haldinn á Hótel Loftleiðum laugardaginn 1. apríl nk. Kl. 09.00 Fundarsetning: Erna Gísladóttir formaður BGS Ávarp: Árni Mathiesen, fjármálaráðherra Kl. 09:30-10:00 Erindi: Þór Tómasson hjá Umhverfisstofnun „Minni mengun frá bensín og díselbílum, Euro IV, V, VI, VII“. Kl. 10:00-10:30 Aðalfundur. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kl. 10:30-10:45 Kaffihlé. Kl. 10:45-12:30 Sérgreinafundir: Verkstæðafundur 1. Staðlar BGS - viðurkennd verkstæði. a) Kynning og lýsing á stöðlum BGS og gæðakerfi. b) Staða verkstæða miðað við kröfur og staðla og gæðakerfis. Fulltrúar pilotverkstæða. 2. Staða og viðurkenning verkstæðis í ljósi Evrópureglna og krafna framleiðenda. 3. Þróun verkstæða, tækninýjungar og menntun bíliðnamanna. 4. Stefna menntamálayfirvalda í menntun bíliðnamanna - Staða BHS. Bílamálarar og bifreiðasmiðir 1. Cabas - Ný útgáfa - Helstu breytingar í einingum og plasti. 2. Helstu verkefni réttingar- og málningarnefndar. 3. Umfjöllun innan BGS um málefni verkstæða og tryggingafélaga. 4. Námskeið og fræðsla í réttingu og málningu. 5. Vottun BGS - Endurskoðun, eftirlit. - Kröfur framleiðenda. 6. Burðarvirkisnámskeið - Reglur - Mælingar - Tjónabílar. Bifreiðainnflytjendur 1. Varahlutaupplýsingar í Cabas - Uppsögn samnings við SÍT. 2. Bifreiðainnflutningur - Þróun - Horfur. 3. Áhrif aukinna krafna í umhverfismálum á bílgreinina. 4. Vörugjöld og gjöld á bílgreinina í heild - Stefna stjórnvalda. 5. Bíló - Endurbætur - Þróun - Raunverð. 6. Upplýsingar úr ökutækjaskrá - Vefþjónusta - bgs.is Smurstöðvar 1. Olíufélög - Breytingar í rekstrarumhverfi - Staða smurstöðva. 2. Staðlar BGS/Viðurkenning smurstöðva. 3. Upplýsingar um verkstæði/Smurstöðvar á bgs.is. 4. Menntun - Tækniupplýsingar - Kröfur. Varahlutasalar 1. Varahlutaupplýsingar í Cabas kerfinu - Uppsögn samnings við SÍT. 2. Varahlutapantanir - Fyrirkomulag - Upplýsingar - Þróun. 3. Vörugjöld á varahluti. 4. Menntun og upplýsingar fyrir þá sem starfa í varahlutum. Stjórn BGS. Erna Gísladóttir Árni Mathiesen, fjármálaráðherra Þór Tómasson Umhverfisstofnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.