Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 55 DAGBÓK Ídag standa Rannsóknarstofa í kvenna- ogkynjafræðum og jafnréttisnefnd Háskóla Ís-lands fyrir málþingi um kynbundið námsval.Málþingið er haldið í stofu N-132 í Öskju og mun standa frá kl. 13.30 til 16. „Kveikjan að málþinginu var erindi Gylfa Magn- ússonar, deildarforseta viðskipta- og hagfræði- deildar, en hann fjallaði í vetur um þá fjölgun kvenna sem er orðin áberandi í skólakerfinu, og sérstaklega í háskólum,“ segir dr. Guðbjörg Vil- hjálmsdóttir sem er meðal ræðumanna á mál- þinginu. Einnig flytja erindi Gylfi Magnússon sem fyrr var getið, Herdís Sveinsdóttir, dósent í hjúkr- unarfræði, Kristín Ástgeirsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum, og Kristín Tómasdóttir nemi. Málþingsstjóri er Sig- urður Brynjólfsson, prófessor við verkfræðideild. Erindi sitt kallar Guðbjörg: „Kynbundið náms- val: farvegir sem hægt er að breyta?“ „Það eru nokkurs konar farvegir í samfélaginu sem virðast verka eins og rásir fyrir drengi annars vegar og stúlkur hins vegar inn á mismunandi námsbrautir,“ segir Guðbjörg. „Það eru ýmsar or- sakir sem þarna eru að verki og má fyrstar nefna félagslegar orsakir. Í öðru lagi má athuga upp- byggingu skólakerfisins sjálfs, sem virðist beina nemendum mjög ákveðið í vissar áttir, og stundum jafnvel gengið svo langt að tala um tvö hliðstæð skólakerfi: annað fyrir drengi og hitt fyrir stúlkur. Einkunnir, og þá sérstaklega í stærðfræði, eru einnig áhrifsþáttur. Þá er, í fjórða lagi, hugarfarið, því ef strákar eru spurðir um virðingarröð starfa setja þeir t.d. starf grunnskólakennara mun neðar en stúlkurnar. Drengir hafa áhuga á launum og stöðu, en stúlkurnar vilja frekar njóta sín í starfi.“ Í erindinu rýnir Guðbjörg í þessa áhrifaþætti: „Það landslag sem við blasir er að karlar sækja á ákveðin svið, eins og vélar og tækni, og eru þar nær alráðir, á meðan konur eru ráðandi á umönn- unarsviði og í þjónustu. Það endurspeglast í fyr- irtækjum landsins að stjórnunarstöður eru yfirleitt skipaðar karlmönnum á meðan konurnar eru iðu- lega í aðstoðarhlutverki. Nú er stóra spurningin hvort við viljum breyta einhverju til batnaðar, hvað við gætum grætt á slíkum breytingum, og hvaða þætti ætti þá helst að hafa í huga,“ segir Guðbjörg. „Bæði jafnréttis- og mannauðssjónarmið kunna að liggja að baki inngripum, í þá veru að breyta hug- arfari fólks í þessum efnum, enda hljóta í hópi nem- enda að leynast „faldir fjársjóðir“, sem ættu best heima í starfsstétt sem uppbygging samfélags og skóla hefur beint þeim frá. Þannig hef ég í starfi mínu ósjaldan hitt nemendur sem segja má að séu í felum með einhverja hæfni eða áhuga á vissu sviði. Ég held það hljóti að vera best bæði fyrir hag ein- staklinganna og samfélagsins að slík hæfni fái að koma fram í dagsljósið.“ Menntun | Málþing jafnréttisnefndar HÍ og RIKK um námsval kynjanna Kynbundið námsval  Guðbjörg Vilhjálms- dóttir fæddist í Hafn- arfirði 1956. Hún lauk stúdentsprófi frá MT 1976, BA-prófi frá HÍ 1982 og embættisprófi í náms- og starfs- ráðgjöf frá Lyon- háskóla 1985. Árið 1987 lauk Guðbjörg meistaraprófi við Sor- bonne og doktorsprófi við Háskólann í Hertsfordshire 2004. Guð- björg starfaði sem námsráðgjafi við KHÍ 1987–1991 en hefur síðan verið kennari við fé- lagsvísindadeild HÍ. Guðbjörg er gift Torfa H. Tulinius prófessor og eiga þau tvö börn. Er ekki einhver brotalöm í þessu? ÉG var að horfa á Kastljós 24. mars sl. og þar á meðal var viðtal við Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra. Hún talaði um fjárveitingu upp á 10 milljarða við byggingu hátækni- sjúkrahúss og um bætta þjónustu við aldraða. Vonandi stendur hún við orð sín. Við erum orðin langþreytt á að hlusta á sömu tugguna ár eftir ár eða áratugi. Svo á að veita fjárveit- ingu til búsetu öryrkja en hvenær og hverjir á biðlistunum komast að? Ég held að það sé löngu kominn tími á þetta svo öryrkjar geti fengið að vera með í samfélaginu. Og hvað með fordóma? Það er al- veg furðulegt hvað þeir virðast vera lengi við lýði þó að skrif og viðtöl í fjölmiðlum hafi aukist til muna. Það er eins og fólk vilji hafa sem flesta öryrkja inni á stofnunum. Hvað með sjúklinga á geðdeildum sem leggjast inn aftur og aftur, alltaf sömu sjúk- lingarnir? Er ekki einhver brotalöm í þessu? Er ekki hægt að finna önnur úr- ræði eins og meiri þjónustu inn á heimilin? Reyndar eru byrjuð stuðn- ingsteymi í Reykjavík en hvað með hin bæjarfélögin? Geta þau ekki líka tekið við sér í þessum málum? Hugsið ykkur einstaklinga sem hafa þurft að vera lokaðir inni á Kleppsspítala í áratugi, sem mér finnst mannréttindabrot. En nú hef- ur það gerst að margir þeirra eru komnir í sambýli og gengur alveg ljómandi vel. Er ekki löngu kominn tími til að líta til hagsmuna þessa fólks? Vonandi verður eitthvað af þessu að veruleika. Öryrki. iPod nano týndist AUGLÝST er eftir iPod nano sem glataðist í Vesturbæ Reykjavíkur að morgni föstudagsins 24. mars. Finn- andi vinsamlegast hafi samband í síma 699 3398. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. d3 Bc5 5. 0–0 Rd4 6. Rxd4 Bxd4 7. c3 Bb6 8. Be3 0–0 9. Bxb6 axb6 10. f4 De7 11. d4 exf4 12. e5 Rd5 13. Df3 c6 14. Bd3 d6 15. He1 Dh4 16. Rd2 Bg4 17. Df1 dxe5 18. Hxe5 Hfe8 19. Hxe8+ Hxe8 20. Be4 Be6 21. Rf3 Dh6 22. Df2 Re3 23. Bd3 Bd5 24. h3 Staðan kom upp á opna alþjóðlega Reykjavíkurmótinu sem lauk fyrir skömmu í skákmiðstöðinni í Faxafeni 12. Sigurvegari mótsins, armenski stórmeistarinn Gabriel Sargissjan (2.603), hafði svart gegn portúgalska alþjóðlega meistaranum Sergio Rocha (2.405). 24. … Rxg2! 25. Kxg2 svartur hefði einnig staðið til vinnings eftir 25. Dxg2 He3 26. Be2 De6! 27. Bd1 He1+ 28. Kh2 Bxf3 29. Dxf3 De3. 25. … Bxf3+ 26. Kh2 hvítur hefði einnig stað- ið höllum fæti eftir 26. Dxf3 He3. 26. … He3 27. He1 De6 28. Dh4 Hxe1 og hvítur gafst upp þar sem hann nær ekki að þráskáka eftir 29. Bxh7+ Kf8 30. Dd8+ De8 31. Dd6+ He7. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Íslandsmótið. Norður ♠G105 ♥ÁK103 ♦K7 ♣K843 Suður ♠ÁKD ♥D76 ♦ÁD1065 ♣Á10 Hvernig er best að spila sjö grönd með spaða út? Spilið er frá undankeppni Íslands- mótsins, 7. umferð, og langflest NS- pörin létu sér nægja að spila hálf- slemmu. En alslemman er ekki galin, einkum vegna tígultíunnar, sem eykur verulega líkurnar á að liturinn renni. Tæknilega rétta íferðin í lit af þess- um toga er að taka þrjá efstu, sem skil- ar fimm slögum í 52% tilfella. En auð- vitað liggur ekkert á og sjálfsagt að spila hálitunum fyrst. Þau pör sem sögðu sjö grönd höfðu heppnina með sér, því þetta var legan: Norður ♠G105 ♥ÁK103 ♦K7 ♣K843 Vestur Austur ♠976432 ♠8 ♥985 ♥G42 ♦94 ♦G852 ♣G7 ♣D9652 Suður ♠ÁKD ♥D76 ♦ÁD1065 ♣Á10 Vissulega á austur gosann fjórða í tígli, en hann þarf að valda laufið líka og ræður ekki við þrýstinginn þegar sagnhafi tekur síðasta hálitaslaginn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is DAGANA 4.–6. apríl leiðir Gunnar Eyjólfsson leikari í þriðja sinn kyrrðardaga í Skálholti þar sem byggt er á æfingum og hug- myndafræði Qi Gong til þess að öðl- ast innri sátt og kyrrð hugans. Kyrrðardagarnir hefjast síðla morguns á þriðjudegi en lýkur um hádegisbil á fimmtudegi. Þessir kyrrðardagar fylgja í megindráttum formi hinna venju- bundnu kyrrðardaga um hvíld, helgihald og þögn en í stað íhug- unar tengir Gunnar líkamlegar æf- ingar, sér í lagi æfingar tengdar öndun, við kynningu á hugmynda- fræði Qi Gong sem hann hefur iðk- að og kennt um áratugaskeið. Þessir kyrrðardagar njóta mik- illa vinsælda og eru aðeins örfá pláss laus til ráðstöfunar og er það vegna forfalla. Skrifstofa Skálholtsskóla veitir allar nánari upplýsingar og annast skráningu í síma 486 8870, netfang rektor@skalholt.is. Morgunblaðið/Jim Smart Qi Gong-dagar með Gunnari Eyjólfssyni AÐALFUNDUR GEÐHJÁLPAR Aðalfundur Geðhjálpar árið 2006 verður haldinn á Túngötu 7, Reykjavík, laugardaginn 1. apríl nk. og hefst kl. 13:30 DAGSKRÁ: · Aðalfundarstörf í samræmi við 5. gr. laga Geðhjálpar. · Kjör þriggja stjórnarmanna af 7 fer fram til tveggja ára í stað þeirra er ljúka stjórnunarstörfum á árinu. Jafnframt fer fram kjör skoðunarmanna ársreikninga til eins árs. Þeir félagar sem enn eiga ógreidd félagsgjöld eru hvattir til að greiða þau fyrir fundinn. Ef greiðsluseðlar eru glataðir, skal bent á að inna má greiðslu af hendi í næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi inn á reikning Geðhjálpar nr. 135-26-11801, kt. 531180-0469. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Geðhjálpar, Túngötu 7, 101 Reykjavík, í síma 570 1700. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta. Virðingarfyllst, stjórn Geðhjálpar. Orlando Vacation Homes USA Thank you to everyone who visited us at the Hótel Loftleiðir. We enjoyed meeting all of you and look forward to seeing you soon in sunny Florida! www.livinfl.com Leiklistarnámskeið í Iðnó Skemmtilegt, lærdómsríkt og ódýrt skyndinámskeið, hefst nk. mánu- dagskvöld þar sem nemendur fá tilsögn í leikspuna, persónusköpun, raddbeitingu, framsögn, tjáningu og hreyfingum á leiksviði. Einnig getur komið til greina að hæfileikafólki verði gefinn kostur á að koma fram í sýningum Light Nights í sumar. Nánari uppl. og bókun í síma 551 9181. Ferðaleikhúsið, Kristín G. Magnús. Fréttir í tölvupósti 40 ÁRA afmæli. Í dag, 31. mars, erfertug Ólöf Snorradóttir, Brekkustíg 14, Reykjavík. Hún er með opið hús á Hallveigarstíg 1 milli kl. 16 og 20. Árnaðheilla dagbók@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.