Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 47
vísum sem var mjög gaman að hlusta á hana fara með, það var sama hvern- ig vísur það voru hún kunni þær. Ég og Ásta vinkona mín lærðum eitt sinn vísu sem var ekki fyrir alla en við gát- um ekki beðið með að segja ömmu hana þar sem við vorum vissar um að þessi vísa mundi hneyksla hana. En amma hlustaði bara á okkur með bros á vör og spurði svo þegar vísan var búin: „jæja, eruð þið búnar?“ við kinkuðum kolli og hún svaraði okkur með vísu sem var enn verri og við göptum bara á hana og hún hló. Elsku amma, ég á eftir að sakna þín mikið en ég veit að þér líður betur núna og afi hefur tekið vel á móti henni Fjólu sinni. Ég mun alltaf sjá þig fyrir mér brosandi sitjandi í horn- inu við eldhúsborðið í sveitinni tak- andi á móti mér með bros á vör og faðmlagi. Ég vil kveðja þig með þessu ljóði Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Bless elsku amma og takk fyrir allt Þín Fjóla Sigrún. Gott er að hafa létta lund leika sér og hlæja. Þessar ljóðlínur eiga vel við þegar þín er minnst, elsku Fjóla. Mér er þakklæti í hug að hafa verið þér sam- ferða svo langan dag. Minningarnar eru margar og góðar. Það var fyrir miðja síðustu öld, ekkert rafmagn, engin þægindi. Kýrnar handmjólkað- ar og ekkert sem okkur finnst sjálf- sagt í dag. Staðið á engjum alla daga um sláttinn. Samt var nú gaman að lifa. Maður var ungur og trúði á lífið. Margt var sér til gamans gert, sem geyma ljúfar minningar. Ég var svo heppin að vera samtíða heilsteyptum og skemmtilegum konum, sem voru fúsar að bæta stund við önn dagsins. Til dæmis þegar við heimsóttum hver aðra, konurnar í Langholtshverfinu og á Selsbæjunum. Þá mættum við hjá einni í hádegismat, svo í kaffi hjá annarri, þá í kvöldmat hjá þeirri þriðju og síðast í kvöldkaffi. Þetta gerðum við einu sinni á ári, á útmán- uðum um nokkurra ára bil. Við þrömmuðum yfir mýrina en líklega hefur bíll verið kominn til sögunnar seinni árin. Börnin sofnuð og kýrnar mjólkaðar þegar heim var komið. Frábær endurnýjun og gleði. Svo má nefna saumaklúbbinn okkar. Líklega sá fyrsti hér í sveit, sem hefur lifað í 60 ár. Við hittumst hálfsmánaðarlega. Vildum við vera menningarlegar og sú okkar er hélt klúbbinn átti að lesa eða á annan hátt koma með efni til uppbyggingar sálartetrinu. Vart er hægt að hugsa sér sam- heldnari frændgarð en fjölskylduna hennar Fjólu. Reyndar voru fjöl- skyldurnar tvær frá Syðra-Seli. Þar eru Fjóla og Böðvar og Ása og Gest- ur, sem bjuggu þar saman meðan börnin voru að alast upp. Fyrstu árin á sama heimilinu, síðar í sama tví- býlishúsi. Aldrei hefi ég séð hvorir voru frændur og hvorir foreldrar. Alltaf ein fjölskylda. Frá fyrstur tíð var ofinn þar hinn gullni vefur, sem ekki sést. En gjörla finnst ef út af ber. Á síðustu misserum hefur Fjóla notið mikillar elsku og umvafin kærleika. Hafa þær Margrét og Agnes sýnt frá- bæra umhyggju og notið virðingu allra. Ég kveð með þakklæti allt þetta góða fólk og bið því Guðs blessunar lífs og liðnu. Katrín Jónsdóttir. Vorið 1945 flutti ég og fjölskylda mín að Efra-Seli. Þá bjuggu á Syðra- Seli Fjóla og Böðvar, Gestur og Ásta. Nú eru þau öll fallin frá og Fjóla sú síðasta. Það skapaðist fljótt mikil vin- átta og samvinna milli bæjanna og hélst svo alla tíð. Ég man t.d. þegar var verið að ná heyi undan rigningu, ef þau á Syðra-Seli voru á undan með sinn flekk þá komu þau öll yfir til okk- ar, en þá þurfti að raka með hrífum og sæta með handkvíslum. Engin véla- öld gengin í garð, bara til ein hest- arakstrarvél. Allir voru boðnir og búnir að hjálpa ef þurfti að fara að heiman eða veikindi steðjuðu að. Hvort sem það voru gegningar, mjalt- ir eða eitthvað annað. Mjólkin var alltaf flutt sameiginlega á mjólkurbíl- inn á hestvagni, hálftímaferð. Fjóla var ein af þessum dugnaðarforkum, hún var fljót að vinna og sívinnandi, bæði úti og inni. Oft voru tíu, tólf manns hjá henni í heimili. Fyrir utan hennar eigin börn voru oft nokkur börn í sveit hjá henni á sumrin. Þó hún ynni mikið úti, þá var alltaf til nóg af nýbökuðu brauði og kökum, enda var hún mjög gestris- in og mikið um gesti, sérstaklega á sumrin. Alltaf var Fjóla hress og kát, þó mikið væri að gera. Við krakkarnir lékum okkar mikið saman og stund- um kom fullorðna fólkið út að leika með okkur eftir mjaltir á kvöldin. Þá voru mjaltir ekki búnar fyrr en níu. Safnast var saman á flötinni milli bæj- anna og var kýlubolti einna vinsæl- astur. Þá voru ekki fjölmiðlarnir að trufla fólk. Útvörp voru á bæjunum. Vindmyllur hlóðu á rafgeyma þegar var vindur, en svo kláraðist fljótt af þeim ef það var logn og þá heyrðist ekki í útvörpunum. Ekki var neinn sími á bæjunum til að hafa áhyggjur af. Fjóla vann mikið við sauðburðinn að hjálpa kindum sem gekk illa að bera. Hún hafði smáar hendur og var mjög lagin við að laga til lömbin ef eitthvað bar skakkt að. Þó Fjóla væri heilsulítil síðustu árin þá bar hún sig alltaf vel og var alltaf hress þegar maður hitti hana. Fjóla, ég vil þakka þér, þú hafðir miklu að anna. Fátt er betra í heimi hér en að hafa góða granna. Ég sendi aðstandendum samúðar- kveðjur og þakka Fjólu fyrir sam- fylgdina þau sextíu ár sem við vorum nágrannar. Helgi E. Daníelsson. Elskuleg vinkona og nágranni, Fjóla á Syðra-Seli er látin, níutíu og tveggja ára. Minningar streyma fram í hugann. Fjóla var einstök kona, hafði létta lund og dálítill æringi, lað- aði að sér menn og málleysingja, allt- af tilbúin að aðstoða og hjálpa. Eitt atvik af mörgum sem sýndi vináttu og hjartahlýju hennar þegar hún sinnti litlu fimm ára nágranna- barni sem lá stórslasað og beið eftir að vera flutt á spítala er móðir þess tók sig til fyrir suðurferðina með sjúkrabílnum. Hlý höndin strauk burtu tár og falleg hughreystandi orð sem aldrei gleymast, svo litla tvíbura- systirin sem stóð hjá og grét fékk hlýjan faðm að hvíla í, var svo boðin í kvöldmat, dýrindis plokkfisk og til- heyrandi. Foreldrar mínir, Ásta og Daníel, fluttu að Efra-Seli vorið 1945, en þá höfðu bræðurnir Gestur og Böðvar búið á Syðra-Seli í nokkur ár ásamt konum sínum, Ástu og Fjólu. Mynd- aðist strax góð vinátta á milli þeirra sem aldrei bar skugga á. Börnin öll voru sem stór systkinahópur og sam- gangur mikill og hjálpsemin. Nú er Ásta ein eftir af gamla fólk- inu, hún er á dvalarheimilinu Blesa- stöðum 95 ára. Alveg fram á síðasta dag fylgdust þær Fjóla og Ásta með hvor annarri, þó þær hittust ekki mik- ið síðasta árið sökum veikinda. Fjóla stjórnaði stóru heimili, hörkudugleg til allra verka jafn úti sem inni, við mjaltir, heyskap, sauð- burð og sinna börnum, kaupafólki og sumarkrökkum, en þau voru ófá sem dvöldu á Seli sumar eftir sumar. Gestagangur var mikill, veisluborðin og gestrisnin í fyrirrúmi, alltaf pláss fyrir alla. Fjóla og Böðvar sýndu bú- peningnum mikla natni og allt unnið í góðri samvinnu við Gest og Ástu. Fjóla var ein af stofnendum kven- félags Hrunamannahrepps, starfaði þar af dugnaði og atorku og síðan gerð að heiðursfélaga. Fjóla var ákveðin, sagði sína meiningu um- búðalaust, lét engan yfir sig vaða. Oft var fjör á Syðra-Seli er Siggi tengdasonur hennar þandi nikkuna, þá var sungið og jafnvel stigið dans- spor. Réttardagarnir voru hátíð, þá komu kaupakrakkarnir, nágrannar og fleiri gestir og svo allt heimilisfólk- ið og húsið troðfylltist. Súpan í stórum potti , heimsins bestu flatkök- ur, kaffi og annar mjöður og allt rann þetta ljúflega niður og svo sungið og hlegið og hent fram vísu því Fjóla kunni óteljandi vísur og kvæði sem hún fór með á góðum stundum. Þegar hún lá sárlasin á sjúkrahúsi og mátt- urinn þverrandi kom oft vísa og glettnisglampi var í augum. Þegar yngra fólkið tók við búskap á Selsbæjunum hélst sama vináttan og samgangur og eldra fólkið bjó áfram í sínum húsum, fylgdist með og studdi sitt fólk. Þeir sem fluttu burt voru alltaf í sambandi. Vináttan og tryggð- in alltaf sú sama, spurt frétta af ná- grannafjölskyldunni, gefnar gjafir við ýmis tækifæri, veisluboð, hlýjar kveðjur og styrkur í veikindum. Allir sem kynntust Fjólu og hennar fjöl- skyldu vissu að þar var gott að koma, glaðværð og gestrisni í fyrirrúmi. Þegar nú við kveðjum Fjólu á Syðra-Seli erum við fjölskyldan á Efra-Seli full þakklætis fyrir órofa vináttu og samveru sem aldrei bar skugga á. Ásta þakkar sérstaklega samfylgdina í sextíu og eitt ár. Börn- um Fjólu og fjölskyldum þeirra vott- um við innilega samúð. Ó, hve sárt ég sakna þín sómakonan elskulega, minning þín er skærast skín skarta mun í sálu mín orðstír þinn er aldrei dvín eyðir burtu sorg og trega. Ó, hve sárt ég sakna þín sómakonan elskulega. Aldrei gleymir tryggð né trú traust þú reyndist hverju sinni með kærleik þínum bættir bú bezt þér virtist aðferð sú. Lýðir, sem þig lifa nú lofa munu öll þín kynni. Aldrei gleymdir tryggð né trú traust þú reyndist hverju sinni. (Höf. ókunnur.) Jóhanna S. Daníelsdóttir (Hanna Sigga). Oft verður mér hugsað til kvenna fyrri tíma, ekki síst til sveita, sem voru húsmæður kringum miðja síð- ustu öld og þar áður. Ég átti því láni að fagna að kynnast nokkrum. Ég hef ætíð litið upp til þeirra. Þar á meðal var Fjóla Elíasdóttir, húsfreyja að Syðra-Seli í Hruna- mannahreppi, sem gengin er á vit feðra sinna eftir langan og farsælan starfsdag. Ég hitti hana fyrst, þá komna á miðjan aldur. Þar fór glæsileg kona, hress í viðmóti, með festu í svip og mikla útgeislun. Og hvað það var in- dælt að kynnast henni. Fljótlega heyrði ég um dugnað hennar og hjálpsemi. Þegar maður kom að Syðra-Seli voru viðtökur slíkar að seint gleymist. Þá kveikti hún á kerti og lét hlý orð falla í manns garð. Svona var Fjóla. Störf kvenna í sveitum voru mikil, bæði úti og inni og ekki lét hún sitt eftir liggja í því, sem öðru. Mikið, ef ekki allt var saumað heima á börnin og allt nýtt vel. Það vekur furðu mína, hvað húsmæður komu miklu í verk, oft við frumstæðar aðstæður. Þá voru allar saumavélar handsnúnar. En þetta tókst allt saman. Og alltaf gat hún blómum á sig bætt. Hún tók börn í sumardvöl og fleira og fleira. Dugnaðurinn var slík- ur. Fjóla og Böðvar eignuðust 6 mann- vænleg börn og marga afkomendur. Ég held ég megi segja að börn þeirra hafi erft allt það besta frá foreldrum sínum, dugnað og glæsileik. Enda var hún stolt af þeim og ég er viss um að hún skilur sátt við sitt. Ég og fjölskylda mín sendum sam- úðarkveðjur til barna, barnabarna og annarra ættingja. Hvíl í friði, Fjóla mín. Guðríður. Ég bjóst ekki við því að geta nokk- urn tíma heillast af láglendinu á Suð- urlandi eftir að alast upp milli hárra fjalla. En hún hafði líka komið að norðan fyrir löngu, fundið sæluna og eignast börn og bú á Seli. Hún gleymdi aldrei heimahögunum við Eyjafjörð, fjöllunum og ættmennum sínum nyrðra sem hún var traust. Hennar framtíðarstaður varð ásinn þar sem þau Böðvar hreiðruðu um sig með fögru útsýni úr eldhúsgluggan- um langt í norður á jökla og tinda. Af þessu öllu heillaðist ég líka þegar ég kom þarna fyrst, láglendinu, fjöllun- um í fjarska en þó allra mest af kon- unni sjálfri, henni Fjólu á Seli. Heim- sóknirnar áttu eftir að verða margar en samt alltof fáar. Hún var glettin og spaugsöm og spræk, fróð, skemmti- leg og atorkusöm. Eldhúsborðið á Seli varð fyrir manni nafli alheimsins, gnægtaborð í mat og drykk en um- fram allt vettvangur skemmtilegra nærverustunda með Fjólu og fólkinu hennar. Þau Árni tengdafaðir minn voru systkini og mikil vinátta með fjölskyldunum. Fanney, tengdamóðir mín, og Fjóla mágkona hennar voru um margt líkar, báðar hlaðnar innri sem ytri gæðum og innilegar vinkon- ur. Það rofnaði strengur þegar Árni og Fanney fóru. Ýmislegt höfðu vinkon- urnar brallað saman og oft var hlegið dátt að „asnaskapnum“ í Herjólfi þegar þær fóru til Vestmannaeyja saman. Þær keyptu sér „asna“ á barnum í skipinu en gleymdu að borga og tóku ekki gleði sína á ný fyrr en eftir að greiðslu var komið til út- gerðarinnar! Nú er hún líka farin og ekki verður oftar skrifað um „asna- gang“ í gestabókina hennar Fjólu á Seli. Hennar verður sárt saknað af Hildi, mér, dætrunum og öllum sem þekktu þessa góðu konu. Jón Baldvin Halldórsson. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 47 MINNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.