Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 57
arnir, hverjir voru það? Veitingar, búð. Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni Íslands er boðið upp á fjölbreytta fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru ný- stárlegar og vandaðar sýningar auk safn- búðar og kaffihúss. Hlutverk safnsins er að auka og miðla þekkingu á menningararfi Íslendinga frá landnámi til nútíma. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Skemmtanir Cafe Catalina | Hörður G. Ólafsson spilar og syngur. Classic Rock | Idol sýnt á stórum skjám á Classic Rock. Klúbburinn við Gullinbrú | Trúbadorarnir Halli og Kalli skemmta 31. mars. Klúbburinn við Gullinbrú | Hljómsveitin Smack leikur í Klúbbnum laugardags- kvöldið 1. apríl. Kringlukráin | Logar frá Vestmannaeyjum verða með dansleik 31. mars og 1. apríl. Lundinn | Hljómsveitin Góðir landsmenn spila föstudagskvöld. Vélsmiðjan Akureyri | Rokksveit Rúnars Júlíussonar leikur fyrir dansi um helgina föstud. og laugard., húsið opnað kl. 22, frítt inn til miðnættis. Uppákomur Kringlan | Íslandsmót iðnnema 2006 fer fram í Kringlunni í dag. Nemar í hinum ýmsu iðngreinum leiða þar saman rör- tangir sínar, hamra, logsuðutæki, múr- skeiðar og önnur tól, og berjast til sigurs. Ljóst er að þetta verður hörkuspennandi keppni og hin besta skemmtan fyrir gesti og gangandi. Mannfagnaður Vinstri græn Akureyri | Kosningamiðstöð Vinstri grænna á Akureyri verður form- lega opnuð 1. apríl kl. 16–18, í Hafnarstræti 98 við Göngugötuna í Miðbænum. Efsta fólk á listanum Baldvin, Kristín, Dýrleif, Jón, Baldvin Esra og Lilja taka á móti gestum með tei, kaffi og meðlæti. Stein- grímur J. Sigfússon flytur ávarp. Alþjóðahúsið | Opið hús/Culture Club er á föstud. kl. 20 á 3.hæð. Þar hittist alls kon- ar fólk, innflytjendur og innfæddir, til spjalla óformlega. Allir velkomnir. Uppl: Christien 898-7878, Carsten 845-3139. Fyrirlestrar og fundir Árnagarður | Þóra Björg Sigurðardóttir og Arnþrúður Ingólfsdóttir halda fyrirlestur, í Árnagarði, st. 201, kl. 12.15. Umfjöllunar- efni: „Af hverju eru allir frægustu heim- spekingarnir karlmenn?“ er algeng spurn- ing nemenda í heimspekinámi. Svörum er því miður oftast ábótavant. Nánari uppl. www.hug.hi.is/page/heim_dagskra. Grand hótel Reykjavík | Geðlæknafélag Íslands og Félag sérfræðinga í klínískri sál- fræði halda fræðslufund með prófessor Bryan Lask um átraskanir. Bryan Lask er prófessor í barna- og unglingageðlækn- ingum, St. George’s Hospital Medical School, Univ. of London. Fundurinn fer fram 1. apríl kl. 10.30–12.30 og er opinn öllu fagfólki og áhugamönnum um efnið. Grand hótel Reykjavík | Hvernig axlar fyr- irtæki samfélagslega ábyrgð og hagnast í leiðinni? Námsstefna á Grand hótel, 5. apríl kl. 9–13, ætluð stjórnendum og öðrum sem sinna markaðs- og kynningarmálum. Ímark-félagar fá 15% afslátt. Skráning og frekari upplýsingar á www.kom.is. Háskóli Íslands | Íslensk-japanska félagið gengst fyrir málþingi um japanskar bók- menntir í Háskóla Íslands, 1. apríl kl. 14–17. Aðalfyrirlesari verður Alan Cummings, lektor við Lundúnaháskóla. Aðrir fyrirles- arar verða Óskar Árni Óskarsson, Úlfhildur Dagsdóttir, Ásta Gunnlaugsdóttir og Ólaf- ur Sólimann. Allir velkomnir. Listasafn Íslands | Rakel Pétursdóttir, safnafræðingur á Listasafni Íslands, mun skoða afmarkaða þætti sýninganna og fjalla um nokkur málverk Gunnlaugs Blön- dal og Snorra Arinbjarnar út frá einstökum lærimeisturum og stefnum í myndlist þeirra tíma. Kl. 12.10–12.40. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Arki- tektastofan g2plus frá Vínarborg kynnir eigin verk, m.a. byggingar fyrir austurríska vínbændur. Fyrirlesturinn verður haldinn í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu kl. 19. Fyrirlesturinn er á vegum dagskrár- nefndar Arkitektafélags Íslands. Aðgangur er ókeypis. Norræna húsið | Kynntar verða rann- sóknir sem snúa að menntun innflytjenda og mati á menntun þeirra. T.d. rannsókn á stöðu nemenda af erlendum uppruna við KHÍ, reynslu og upplifun erlendra kennara í grunnskólum á Íslandi og hvernig er að fá nám sitt metið á Íslandi. Skráning: 570 4000, central@redcross.is. Fer fram kl. 8.30–12.15. Fréttir og tilkynningar Ferðaklúbbur eldri borgara | Færeyjaferð Ferðaklúbbs eldri borgara árið 2006 verð- ur dagana 30. maí til 9. júní. Skráning er hafin og lýkur 10. apríl. Uppl. í síma 892 3011. Tungumálamiðstöð HÍ | Háskóli Íslands heldur 12. maí nk. hin alþjóðlegu DELE- próf í spænsku. Innritun fer fram í Tungu- málamiðstöð HÍ sem staðsett er í kjallara Nýja-Garðs. Frestur til innritunar rennur út 7. apríl. Nánari upplýsingar um prófin og innritun: http://www.hi.is/page/dele Frístundir og námskeið Háskóli Íslands | Námskeið um geymslu og skráningu stafrænna mynda verður haldið 1. apríl kl. 10–16, í stofu 422 í Árna- garði, HÍ. Leiðbeinendur: Einar Erlendsson ljósmyndafræðingur og Margrét Gunn- arsdóttir bókasafns- og upplýsingafræð- ingur. Nánari upplýsingar: á www.mynda- skraning.net. Kvennakirkjan | Námskeið um lífsgleði og lausnir hefst þriðjudaginn 4. apríl kl. 20 og verður 4 þriðjudagskvöld. Námskeiðið verður á Laugavegi 59, 4. hæð, gengið inn frá Hverfisgötu. Námskeiðið byggist á bók- inni Gleði Guðs eftir séra Auði Eiri Vil- hjálmsdóttur sem er leiðbeinandi. Þátttak- endur mæti á staðinn en þurfa ekki að skrá sig. Orkuveita Reykjavíkur | Undur skynjunar- innar: Hvers vegna þekkja sumir hvorki foreldra sína í sjón né sjálfan sig í spegli? Á námskeiði sem fram fer 1. apríl, kl. 14–16, verður spurningum af þessu tagi svarað með skemmtilegum og spennandi sýni- dæmum fyrir alla fjölskylduna. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 57 DAGBÓK Kemst hvert sem er og ratar þangað líka Aukabúnaður á mynd: Sóllúga. Garmin GPS leiðsögutæki með íslensku vega- og hálendiskorti. Virkar um allan heim og spilar MP3. Andvirði 96.550,- Leiðsögutæki fylgir hverjum seldum Legacy TILBOÐ:STAÐALBÚNAÐUR: 2.0 LÍTRA - 165 HESTÖFL, SÍTENGT FJÓRHJÓLADRIF, 17” ÁLFELGUR, HRAÐASTILLIR, TÖLVUSTÝRÐ LOFTKÆLING, KASTARAR Í STUÐARA OG MARGT FLEIRA. Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Umboðmenn um land allt Akureyri 461-2960 Selfossi 482-3100 Njarðvík 421-8808 Höfn í Hornafirði 478-1990 Reyðarfirði 474-1453 Sjálfskiptur Sedan2.440.000,- Beinskiptur Sedan2.310.000,- Sjálfskiptur Wagon2.590.000,- Beinskiptur Wagon2.490.000,- Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bingó kl. 14, söngur við píanóið í kaffinu kl. 15. Hár- greiðslustofan og fótaaðgerðastofan eru opnar kl. 9–16 alla virka daga. Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–12. Smíði/útskurður kl. 9– 16.30. Barðstrendingafélagið og Borgfirð- ingafélagið | Félagsvist í Konnakoti, Hverfisgötu 105, 1. apríl kl. 14. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, fótaað- gerðir, frjálst að spila í sal. Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er öll- um opið. Handverksstofa Dalbrautar 21–27 opin frá kl. 8–16. Uppselt í menningarferðina í Skálholt. Uppl. á asdis.skuladottir@reykjavik.is og í síma 588 9533. Hvernig væri að líta inn, kíkja í blöðin og fá sér kaffisopa? Félag eldri borgara, Reykjavík | Fé- lagsvist kl. 20.30 í félagsheimilinu Gjábakka. Félag eldri borgara, Reykjavík | Fræðslufundur í Stangarhyl 4 í dag, föstudag kl. 15. Margrét Sverrisdóttir alþingismaður kemur á fundinn. Eldri borgarar fjölmennið. Næsta leiksýn- ing Snúðs og Snældu á Glæpum og góðverkum verður í Iðnó föstudaginn 7. apríl kl. 14. Miðasala í Iðnó í síma 562 9700 og við innganginn. Félag kennara á eftirlaunum | Af óviðráðanlegum ástæðum fellur fræðslu- og skemmtifundurinn niður 1. apríl. Félagsheimilið Gjábakki | Félagsvist verðu spiluð kl. 20.30 í félagsheim- ilinu Gjábakka. Félagsheimilið Gjábakki | Boccia kl. 9.30. Spænska, framhald kl. 10. Spænska, byrjendur kl. 11. Gler- og postulínsmálun kl. 13. Brids kl. 13.15. Félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Fé- lagsvist spiluð í Garðabergi kl. 13 á vegum FEBG og FAG. Bútasaumur kl. 13.30 í Kirkjuhvoli. Garðaberg er opið kl. 12.30–16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10.30 létt ganga um nágrennið. Frá hádegi er spilasalur opinn. Mánud. 3. apríl kl. 13 er kynning á heilsuvernd eldri borg- ara, þar verða m.a. Þórður G. Ólafs- son yfirlæknir á heilsugæslustöð Efra Breiðholts, Herdís Jónsd. hjúkrunarfr. og Guðrún K. Hafsteinsd. iðjuþjálfi. Umræður og fyrirspurnir. Furugerði 1, félagsstarf | Kl. 9 út- skurður og smíði, kl. 12 hádegismatur, kl. 14.15 verður Aðalheiður Þorsteins- dóttir við píanóið, kaffiveitingar að hætti hússins kl. 15. Allir velkomnir. Gjábakki, félagsstarf | Brids í Gjá- bakka kl. 13.15. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, handavinna, útskurður, baðþjónusta, fótaaðgerðir (annan hvern föstudag), hárgreiðsla. Kl. 11 spurt og spjallað. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 14.45 bókabíll. Kl. 15 kaffi. Kl. 14 bingó. Hvassaleiti 56-58 | Frjáls aðgangur að opinni vinnustofu kl. 9–12, postu- línsmálning. Böðun fyrir hádegi. Fóta- aðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega. Uppselt í menningarferð- ina í Skálholt. Munið páskabingóið 11. apríl. Byrjað að selja kl. 13. Glæsilegir vinningar. Allar upplýsingar í síma 568 3132 og á asdis.skuladott- ir@reykjavik.is. Norðurbrún 1 | Myndlist og smíði kl. 9, ganga kl. 10, hárgreiðslustofa opin kl. 9, sími 588 1288, og leikfimi kl. 14. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30 hann- yrðir. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13.30 sungið við flygilinn við undir- leik Sigurgeirs. Kl. 14.30–16 dansað við lagaval Sigvalda. Marengsterta í kaffitímanum. Allir eru velkomnir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja og leirmótun kl. 9, hárgreiðsla og fóta- aðgerðarstofa kl. 9, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, bingó kl. 13.30. Kirkjustarf Áskirkja | Safnaðarfélag Áspresta- kalls heldur sitt árlega páskaeggja- bingó í safnaðarheimili kirkjunnar 31. mars kl. 20. Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10–12. Kaffi og spjall. Grafarvogskirkja | Helgistundir alla virka daga föstunnar kl. 18–18.15. Les- ið úr Passíusálmunum. Í dag les Magnús Stefánsson alþingismaður. Hallgrímskirkja | Starf með öldr- uðum kl. 11–14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Laugarneskirkja | Frá föstudegi 31.3. kl. 20 til laugardags 1.4. kl. 16 komum við saman í Vatnaskógi og ræðum um hugsjón og starfshætti Laugarnes- kirkju. Frá laugardeginum kl. 16 og fram til sunnudags kl. 12 ætlum við svo að leika okkur saman, börn og fullorðnir. Uppl. á laugarneskirkja.is. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos „15:15“ röð Caputs hefur fært sig um set úr Borgarleikhúsinu í Norræna húsið. Engar skýringar hafa mér vit- andi komið á því í blöðum, og þætti mörgum tónlistarunnanda sjálfsagt forvitnilegt að vita nánar um ástæð- ur og tildrög. Enda hlýtur að vekja nokkra undrun þegar flaggskip ís- lenzkrar nútímatónlistar hverfur úr nánast kjörumhverfi í smærri sal er gefur mun takmarkaðri möguleika. Það er þroskamerki stækkandi menningarsamfélags þegar slíkt færist af munnmælastigi upp í tíma- bæra og vandaða prentumfjöllun, og verður þess vonandi ekki langt að bíða. Ekki minnti mig að hafa séð áð- ur flytjendur sunnudagsins innan vébanda 15:15 raðarinnar, a.m.k. ekki tvær einar saman. Þær Laufey Sigurðardóttir og Krystyna Cortes léku fyrst hina heillandi litlu Sónötu í D-dúr eftir Jean Marie Leclair (1697-1764) undir fjórþættu kirkju- sónötuformi í prýðisgóðu samvægi, sem entist raunar alla tónleikana þrátt fyrir alopinn flygil. Mjór en fínlegur fiðlutónn Laufeyjar féll bráðvel að tónmáli franska síðbar- okkmeistarans með fallega syngj- andi tvíhljómum í I. þætti og suð- rænum skellitrommublæ ofan á bordún í IV. Síðasta sköpunarskeið Maurice Ravels (d. 1937) er talsvert frá- brugðið léttu yfirbragði hinna fyrri, og Sónatan í G dúr býsna krefjandi í þokkabót. Það er því enginn hægð- arleikur að laða fram þann sjarma sem dylst undir oft hrjúfu yfirborði, enda vantaði talsvert upp á það í I. þætti. Það heyrir til undantekninga að „Blues“ (II) hljómi ýkja blúslegur í mínum eyrum, varla einu sinni í meðferð færustu snillinga, og var einnig svo hér. Aðeins skár tókst þó til í sísuðandi loka-Allegróinu. Enn betur gekk í „Langt handan tryggðablómanna og nóvemberþok- unnar“ (langur titill að litlu verki) eftir japanska módernistann Toru Takemitsu (1930-96) er var ágætlega flutt, þó að smíðin sjálf virtist kalla á transkennda mókhyggju sem nú mun í tízku þótt afar sjaldan höfði til undirritaðs. Hvað spilamennsku varðar stóð samt það verk, og þó sér- staklega Leclair, upp úr á þessum fremur fásóttu tónleikum, því loka- verkið, Stef og tilbrigði eftir franska framherjann Olivier Messiaen (1908- 92), sagði mér eiginlega ekki neitt. Frá barokki til framúrstefnu TÓNLIST Norræna húsið Verk eftir Leclair, Ravel, Takemitsu og Messiaen. Laufey Sigurðardóttir fiðla, Krystyna Cortes píanó. Sunnudaginn 26. marz kl. 15:15. Kammertónleikar Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.