Morgunblaðið - 31.03.2006, Side 57

Morgunblaðið - 31.03.2006, Side 57
arnir, hverjir voru það? Veitingar, búð. Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni Íslands er boðið upp á fjölbreytta fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru ný- stárlegar og vandaðar sýningar auk safn- búðar og kaffihúss. Hlutverk safnsins er að auka og miðla þekkingu á menningararfi Íslendinga frá landnámi til nútíma. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Skemmtanir Cafe Catalina | Hörður G. Ólafsson spilar og syngur. Classic Rock | Idol sýnt á stórum skjám á Classic Rock. Klúbburinn við Gullinbrú | Trúbadorarnir Halli og Kalli skemmta 31. mars. Klúbburinn við Gullinbrú | Hljómsveitin Smack leikur í Klúbbnum laugardags- kvöldið 1. apríl. Kringlukráin | Logar frá Vestmannaeyjum verða með dansleik 31. mars og 1. apríl. Lundinn | Hljómsveitin Góðir landsmenn spila föstudagskvöld. Vélsmiðjan Akureyri | Rokksveit Rúnars Júlíussonar leikur fyrir dansi um helgina föstud. og laugard., húsið opnað kl. 22, frítt inn til miðnættis. Uppákomur Kringlan | Íslandsmót iðnnema 2006 fer fram í Kringlunni í dag. Nemar í hinum ýmsu iðngreinum leiða þar saman rör- tangir sínar, hamra, logsuðutæki, múr- skeiðar og önnur tól, og berjast til sigurs. Ljóst er að þetta verður hörkuspennandi keppni og hin besta skemmtan fyrir gesti og gangandi. Mannfagnaður Vinstri græn Akureyri | Kosningamiðstöð Vinstri grænna á Akureyri verður form- lega opnuð 1. apríl kl. 16–18, í Hafnarstræti 98 við Göngugötuna í Miðbænum. Efsta fólk á listanum Baldvin, Kristín, Dýrleif, Jón, Baldvin Esra og Lilja taka á móti gestum með tei, kaffi og meðlæti. Stein- grímur J. Sigfússon flytur ávarp. Alþjóðahúsið | Opið hús/Culture Club er á föstud. kl. 20 á 3.hæð. Þar hittist alls kon- ar fólk, innflytjendur og innfæddir, til spjalla óformlega. Allir velkomnir. Uppl: Christien 898-7878, Carsten 845-3139. Fyrirlestrar og fundir Árnagarður | Þóra Björg Sigurðardóttir og Arnþrúður Ingólfsdóttir halda fyrirlestur, í Árnagarði, st. 201, kl. 12.15. Umfjöllunar- efni: „Af hverju eru allir frægustu heim- spekingarnir karlmenn?“ er algeng spurn- ing nemenda í heimspekinámi. Svörum er því miður oftast ábótavant. Nánari uppl. www.hug.hi.is/page/heim_dagskra. Grand hótel Reykjavík | Geðlæknafélag Íslands og Félag sérfræðinga í klínískri sál- fræði halda fræðslufund með prófessor Bryan Lask um átraskanir. Bryan Lask er prófessor í barna- og unglingageðlækn- ingum, St. George’s Hospital Medical School, Univ. of London. Fundurinn fer fram 1. apríl kl. 10.30–12.30 og er opinn öllu fagfólki og áhugamönnum um efnið. Grand hótel Reykjavík | Hvernig axlar fyr- irtæki samfélagslega ábyrgð og hagnast í leiðinni? Námsstefna á Grand hótel, 5. apríl kl. 9–13, ætluð stjórnendum og öðrum sem sinna markaðs- og kynningarmálum. Ímark-félagar fá 15% afslátt. Skráning og frekari upplýsingar á www.kom.is. Háskóli Íslands | Íslensk-japanska félagið gengst fyrir málþingi um japanskar bók- menntir í Háskóla Íslands, 1. apríl kl. 14–17. Aðalfyrirlesari verður Alan Cummings, lektor við Lundúnaháskóla. Aðrir fyrirles- arar verða Óskar Árni Óskarsson, Úlfhildur Dagsdóttir, Ásta Gunnlaugsdóttir og Ólaf- ur Sólimann. Allir velkomnir. Listasafn Íslands | Rakel Pétursdóttir, safnafræðingur á Listasafni Íslands, mun skoða afmarkaða þætti sýninganna og fjalla um nokkur málverk Gunnlaugs Blön- dal og Snorra Arinbjarnar út frá einstökum lærimeisturum og stefnum í myndlist þeirra tíma. Kl. 12.10–12.40. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Arki- tektastofan g2plus frá Vínarborg kynnir eigin verk, m.a. byggingar fyrir austurríska vínbændur. Fyrirlesturinn verður haldinn í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu kl. 19. Fyrirlesturinn er á vegum dagskrár- nefndar Arkitektafélags Íslands. Aðgangur er ókeypis. Norræna húsið | Kynntar verða rann- sóknir sem snúa að menntun innflytjenda og mati á menntun þeirra. T.d. rannsókn á stöðu nemenda af erlendum uppruna við KHÍ, reynslu og upplifun erlendra kennara í grunnskólum á Íslandi og hvernig er að fá nám sitt metið á Íslandi. Skráning: 570 4000, central@redcross.is. Fer fram kl. 8.30–12.15. Fréttir og tilkynningar Ferðaklúbbur eldri borgara | Færeyjaferð Ferðaklúbbs eldri borgara árið 2006 verð- ur dagana 30. maí til 9. júní. Skráning er hafin og lýkur 10. apríl. Uppl. í síma 892 3011. Tungumálamiðstöð HÍ | Háskóli Íslands heldur 12. maí nk. hin alþjóðlegu DELE- próf í spænsku. Innritun fer fram í Tungu- málamiðstöð HÍ sem staðsett er í kjallara Nýja-Garðs. Frestur til innritunar rennur út 7. apríl. Nánari upplýsingar um prófin og innritun: http://www.hi.is/page/dele Frístundir og námskeið Háskóli Íslands | Námskeið um geymslu og skráningu stafrænna mynda verður haldið 1. apríl kl. 10–16, í stofu 422 í Árna- garði, HÍ. Leiðbeinendur: Einar Erlendsson ljósmyndafræðingur og Margrét Gunn- arsdóttir bókasafns- og upplýsingafræð- ingur. Nánari upplýsingar: á www.mynda- skraning.net. Kvennakirkjan | Námskeið um lífsgleði og lausnir hefst þriðjudaginn 4. apríl kl. 20 og verður 4 þriðjudagskvöld. Námskeiðið verður á Laugavegi 59, 4. hæð, gengið inn frá Hverfisgötu. Námskeiðið byggist á bók- inni Gleði Guðs eftir séra Auði Eiri Vil- hjálmsdóttur sem er leiðbeinandi. Þátttak- endur mæti á staðinn en þurfa ekki að skrá sig. Orkuveita Reykjavíkur | Undur skynjunar- innar: Hvers vegna þekkja sumir hvorki foreldra sína í sjón né sjálfan sig í spegli? Á námskeiði sem fram fer 1. apríl, kl. 14–16, verður spurningum af þessu tagi svarað með skemmtilegum og spennandi sýni- dæmum fyrir alla fjölskylduna. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 57 DAGBÓK Kemst hvert sem er og ratar þangað líka Aukabúnaður á mynd: Sóllúga. Garmin GPS leiðsögutæki með íslensku vega- og hálendiskorti. Virkar um allan heim og spilar MP3. Andvirði 96.550,- Leiðsögutæki fylgir hverjum seldum Legacy TILBOÐ:STAÐALBÚNAÐUR: 2.0 LÍTRA - 165 HESTÖFL, SÍTENGT FJÓRHJÓLADRIF, 17” ÁLFELGUR, HRAÐASTILLIR, TÖLVUSTÝRÐ LOFTKÆLING, KASTARAR Í STUÐARA OG MARGT FLEIRA. Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Umboðmenn um land allt Akureyri 461-2960 Selfossi 482-3100 Njarðvík 421-8808 Höfn í Hornafirði 478-1990 Reyðarfirði 474-1453 Sjálfskiptur Sedan2.440.000,- Beinskiptur Sedan2.310.000,- Sjálfskiptur Wagon2.590.000,- Beinskiptur Wagon2.490.000,- Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bingó kl. 14, söngur við píanóið í kaffinu kl. 15. Hár- greiðslustofan og fótaaðgerðastofan eru opnar kl. 9–16 alla virka daga. Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–12. Smíði/útskurður kl. 9– 16.30. Barðstrendingafélagið og Borgfirð- ingafélagið | Félagsvist í Konnakoti, Hverfisgötu 105, 1. apríl kl. 14. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, fótaað- gerðir, frjálst að spila í sal. Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er öll- um opið. Handverksstofa Dalbrautar 21–27 opin frá kl. 8–16. Uppselt í menningarferðina í Skálholt. Uppl. á asdis.skuladottir@reykjavik.is og í síma 588 9533. Hvernig væri að líta inn, kíkja í blöðin og fá sér kaffisopa? Félag eldri borgara, Reykjavík | Fé- lagsvist kl. 20.30 í félagsheimilinu Gjábakka. Félag eldri borgara, Reykjavík | Fræðslufundur í Stangarhyl 4 í dag, föstudag kl. 15. Margrét Sverrisdóttir alþingismaður kemur á fundinn. Eldri borgarar fjölmennið. Næsta leiksýn- ing Snúðs og Snældu á Glæpum og góðverkum verður í Iðnó föstudaginn 7. apríl kl. 14. Miðasala í Iðnó í síma 562 9700 og við innganginn. Félag kennara á eftirlaunum | Af óviðráðanlegum ástæðum fellur fræðslu- og skemmtifundurinn niður 1. apríl. Félagsheimilið Gjábakki | Félagsvist verðu spiluð kl. 20.30 í félagsheim- ilinu Gjábakka. Félagsheimilið Gjábakki | Boccia kl. 9.30. Spænska, framhald kl. 10. Spænska, byrjendur kl. 11. Gler- og postulínsmálun kl. 13. Brids kl. 13.15. Félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Fé- lagsvist spiluð í Garðabergi kl. 13 á vegum FEBG og FAG. Bútasaumur kl. 13.30 í Kirkjuhvoli. Garðaberg er opið kl. 12.30–16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10.30 létt ganga um nágrennið. Frá hádegi er spilasalur opinn. Mánud. 3. apríl kl. 13 er kynning á heilsuvernd eldri borg- ara, þar verða m.a. Þórður G. Ólafs- son yfirlæknir á heilsugæslustöð Efra Breiðholts, Herdís Jónsd. hjúkrunarfr. og Guðrún K. Hafsteinsd. iðjuþjálfi. Umræður og fyrirspurnir. Furugerði 1, félagsstarf | Kl. 9 út- skurður og smíði, kl. 12 hádegismatur, kl. 14.15 verður Aðalheiður Þorsteins- dóttir við píanóið, kaffiveitingar að hætti hússins kl. 15. Allir velkomnir. Gjábakki, félagsstarf | Brids í Gjá- bakka kl. 13.15. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, handavinna, útskurður, baðþjónusta, fótaaðgerðir (annan hvern föstudag), hárgreiðsla. Kl. 11 spurt og spjallað. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 14.45 bókabíll. Kl. 15 kaffi. Kl. 14 bingó. Hvassaleiti 56-58 | Frjáls aðgangur að opinni vinnustofu kl. 9–12, postu- línsmálning. Böðun fyrir hádegi. Fóta- aðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega. Uppselt í menningarferð- ina í Skálholt. Munið páskabingóið 11. apríl. Byrjað að selja kl. 13. Glæsilegir vinningar. Allar upplýsingar í síma 568 3132 og á asdis.skuladott- ir@reykjavik.is. Norðurbrún 1 | Myndlist og smíði kl. 9, ganga kl. 10, hárgreiðslustofa opin kl. 9, sími 588 1288, og leikfimi kl. 14. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30 hann- yrðir. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13.30 sungið við flygilinn við undir- leik Sigurgeirs. Kl. 14.30–16 dansað við lagaval Sigvalda. Marengsterta í kaffitímanum. Allir eru velkomnir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja og leirmótun kl. 9, hárgreiðsla og fóta- aðgerðarstofa kl. 9, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, bingó kl. 13.30. Kirkjustarf Áskirkja | Safnaðarfélag Áspresta- kalls heldur sitt árlega páskaeggja- bingó í safnaðarheimili kirkjunnar 31. mars kl. 20. Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10–12. Kaffi og spjall. Grafarvogskirkja | Helgistundir alla virka daga föstunnar kl. 18–18.15. Les- ið úr Passíusálmunum. Í dag les Magnús Stefánsson alþingismaður. Hallgrímskirkja | Starf með öldr- uðum kl. 11–14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Laugarneskirkja | Frá föstudegi 31.3. kl. 20 til laugardags 1.4. kl. 16 komum við saman í Vatnaskógi og ræðum um hugsjón og starfshætti Laugarnes- kirkju. Frá laugardeginum kl. 16 og fram til sunnudags kl. 12 ætlum við svo að leika okkur saman, börn og fullorðnir. Uppl. á laugarneskirkja.is. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos „15:15“ röð Caputs hefur fært sig um set úr Borgarleikhúsinu í Norræna húsið. Engar skýringar hafa mér vit- andi komið á því í blöðum, og þætti mörgum tónlistarunnanda sjálfsagt forvitnilegt að vita nánar um ástæð- ur og tildrög. Enda hlýtur að vekja nokkra undrun þegar flaggskip ís- lenzkrar nútímatónlistar hverfur úr nánast kjörumhverfi í smærri sal er gefur mun takmarkaðri möguleika. Það er þroskamerki stækkandi menningarsamfélags þegar slíkt færist af munnmælastigi upp í tíma- bæra og vandaða prentumfjöllun, og verður þess vonandi ekki langt að bíða. Ekki minnti mig að hafa séð áð- ur flytjendur sunnudagsins innan vébanda 15:15 raðarinnar, a.m.k. ekki tvær einar saman. Þær Laufey Sigurðardóttir og Krystyna Cortes léku fyrst hina heillandi litlu Sónötu í D-dúr eftir Jean Marie Leclair (1697-1764) undir fjórþættu kirkju- sónötuformi í prýðisgóðu samvægi, sem entist raunar alla tónleikana þrátt fyrir alopinn flygil. Mjór en fínlegur fiðlutónn Laufeyjar féll bráðvel að tónmáli franska síðbar- okkmeistarans með fallega syngj- andi tvíhljómum í I. þætti og suð- rænum skellitrommublæ ofan á bordún í IV. Síðasta sköpunarskeið Maurice Ravels (d. 1937) er talsvert frá- brugðið léttu yfirbragði hinna fyrri, og Sónatan í G dúr býsna krefjandi í þokkabót. Það er því enginn hægð- arleikur að laða fram þann sjarma sem dylst undir oft hrjúfu yfirborði, enda vantaði talsvert upp á það í I. þætti. Það heyrir til undantekninga að „Blues“ (II) hljómi ýkja blúslegur í mínum eyrum, varla einu sinni í meðferð færustu snillinga, og var einnig svo hér. Aðeins skár tókst þó til í sísuðandi loka-Allegróinu. Enn betur gekk í „Langt handan tryggðablómanna og nóvemberþok- unnar“ (langur titill að litlu verki) eftir japanska módernistann Toru Takemitsu (1930-96) er var ágætlega flutt, þó að smíðin sjálf virtist kalla á transkennda mókhyggju sem nú mun í tízku þótt afar sjaldan höfði til undirritaðs. Hvað spilamennsku varðar stóð samt það verk, og þó sér- staklega Leclair, upp úr á þessum fremur fásóttu tónleikum, því loka- verkið, Stef og tilbrigði eftir franska framherjann Olivier Messiaen (1908- 92), sagði mér eiginlega ekki neitt. Frá barokki til framúrstefnu TÓNLIST Norræna húsið Verk eftir Leclair, Ravel, Takemitsu og Messiaen. Laufey Sigurðardóttir fiðla, Krystyna Cortes píanó. Sunnudaginn 26. marz kl. 15:15. Kammertónleikar Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.