Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 20
Djúpivogur | Vorið er á næsta leiti og ís og snjór að hopa. Snjóalög og ísar taka á sig kynjamyndir í örum veðrabrigðum daganna. Hér má t.d. sjá ísúlf einn beygja sig yfir börnin sín sem hægt og bítandi eru að stikna undan sólbráðinni. Má segja að þetta sé sjálfsprottið og átakamikið listaverk síbreytilegrar náttúru. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Ísúlfur birtist í sólbráð       Krýsuvík | Töluvert mold- og sandfok var á helstu uppblásturssvæðum sunnanlands í rokinu í fyrra- dag. Þannig fauk mikið úr leirunum við Lambhaga- tjörn sem er norðan Kleifarvatns, eins og sést á myndinni. Tjörnin þornaði upp þegar vatnsyfirborð Kleifarvatns lækkaði í jarðskjálftunum um árið og þótt aftur sé farið að seytla inn í tjörnina standa eft- ir miklar leirur sem rjúka upp þegar hvessir. Starfsmenn Landgræðslu ríkisins höfðu upplýs- ingar um töluverðan uppblástur á helstu landeyð- ingarsvæðum Suðurlands í fyrradag. Garðar Þor- finnsson segir að þar hafi verið um að ræða bæði moldrok og sandrok. Hann segir að strókar hafi virst koma frá Bláfelli, einnig hafi verið uppblástur á ofanverðum Rangárvöllum. Þá taldi hann líklegt að uppblástur hafi verið við Hagavatn þótt það hafi ekki verið staðfest. Ástæða mold- og sandroksins er sú að landið er snjólaust og gróðurlítil svæði eru því óvarin fyrir uppblæstri í hvassviðri. Ljósmynd/ÓSÁ Moldrok á uppblásturssvæðum Landgræðsla Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Heilsubót hættir | Bæjaryfirvöld á Fljóts- dalshéraði hafa ákveðið að kaupa upp öll tæki Heilsubótar, fyrirtækis í einkaeigu sem rekið hefur líkamsræktarstöð fyrir almenn- ing í Íþróttamiðstöð Egilsstaða síðustu árin. Heilsubót mun hætta starfsemi og hafa eig- endur sagt upp samningum við sveitarfélag- ið. Ætla bæjaryfirvöld í kjölfarið að bjóða út rekstur á aðstöðu Heilsubótar, sem og lyft- ingasalarins Héraðsþreks sem er nýleg við- bót við Íþróttamiðstöðina. Veita á 2 milljónir króna í að kaupa upp tæki Heilsubótar og til að endurnýja búnað í Héraðsþreki. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Basar á Ási | Basar verður haldinn í fönd- urhúsinu á Dvalarheimilinu Ási að Frum- skógum 6b í Hveragerði, sunnudaginn 2. apríl kl. 13 – 18. Einnig verður kaffi og vöfflur selt á staðnum. Sláturhús | Norðlenska hefur tekið sauð- fjársláturhúsið í Búðardal á leigu til langs tíma, en fyrir rekur fyrirtækið stórgripa- sláturhús á Akureyri og Höfn í Hornafirði og sauðfjársláturhús á Húsavík og Höfn. Síðstliðið haust var um 16 þúsund dilkum slátrað í Búðardal, en Norðlenska stefnir að því að auka það magn verulega í samvinnu við heimamenn. Kristinn Krist-mundsson sendirlimru í tilefni af vísnahorninu í Minni stund undanfarna tvo daga, þar sem gamal- kunnur kveðskapur varð yrkisefni að nýju: Ætli margir muni við það una – sem mig var reyndar löngu farið að gruna – að skáldin sitji við þann voðalega sið að limruvæða léttu ferskeytluna? Ófaglært starfsfólk á nokkrum hjúkrunar- og dvalarheimilum fór í setuverkfall í fyrradag. Leifur Eiríksson á Hrafn- istu segir að mikill titr- ingur og óvissa hafi ríkt hjá karlmönnunum þar, en það séu mest konur sem annist þá: Allt mun hérna undir lagt, aukist launaspenna. Athugið, hvað eg hef sagt: „Ekkert líf án kvenna.“ Af limruvæðingu pebl@mbl.is Vestfirðir | Framsæknir ferðaþjónustu- aðilar á Vestfjörðum hafa tekið þátt í verkefni Útflutningsráðs, Hagvöxtur á heimaslóð. Þeir lögðu meðal annars mikla vinnu í það að þróa hugmyndir með það að markmiði að nokkrir nýir vöruflokkar í afþreyingu á Vestfjörðum yrðu tilbúnir á markað fyrir sumarið 2007. Námskeiðinu var skipt upp í þrjá hluta, þar sem fjallað var um markaðs- fræði og markaðssetningu í ferðaþjón- ustu út frá fjölmörgum sjónarhornum. Fræðin voru kynnt með hagnýtum hætti svo þau nýtist fyrirtækjum og auki hag þeirra og svæðisins um leið. Fjölmörg fyrirtæki í hvers kyns ferðaþjónustu- rekstri víða af Vestfjörðum tóku þátt í námskeiðinu og báru saman bækur sínar um farsælt samstarf og samkeppni. Mik- ill hugur var í þátttakendum sem kom- ust að niðurstöðu um sérstök samvinnu- verkefni sem brýnt væri að vinna að, segir í fréttatilkynningu frá Útflutnings- ráði. Auk fjölmargra annarra samvinnu- verkefna var ákveðið að standa fyrir margskonar fræðslustarfsemi innan greinarinnar og vinna að því að Vestfirð- ir hefðu upp á fjölbreyttari afþreyingu að bjóða í nánustu framtíð. Á námskeiðinu kom fram krafa um það, að áfram yrði unnið að hugmyndum um þjóðgarðinn Látrabjarg-Rauðasand- ur og voru fulltrúar fyrirtækjanna sam- mála um að þjóðgarðurinn myndi styrkja ferðaþjónustu á Vestfjörðum og hafa jákvæð áhrif á vöxt ferðaþjónustu á Vestfjarðakjálkanum öllum. Þróa nýja af- þreyingar- möguleika fyrir ferðafólk Höfn | Búið er að opna og fara yfir til- boð í dýpkun innan hafnar í Hornafjarð- arhöfn. Þrír aðilar buðu í verkið. Lægstir voru Gáma- og tækjaleiga Austurlands, Reyðarfirði en þeir hafa verið að dýpka á grynningunum und- anfarið og nam boð þeirra 41.900.000 krónum. Hornfirsku fyrirtækin Vélsmiðjan Foss og Rósaberg buðu saman 68.860.000 kr. auk frávikstilboðs að upp- hæð 94.720.000 kr. Björgun í Reykjavík, sem einnig hefur verið við dælingar úr grynningum við Höfn bauð 72.165.000 kr. ásamt frávikstilboði að upphæð 58.065.000 kr. Þrír buðu í höfnina ♦♦♦ Fréttasíminn 904 1100 Fjöldi nafna| Sveitarfélag Garðars Svav- arssonar, Stóri-Raufarhafnarhreppur, Skjaldborg, Perlan, Orkan, Álvík, Ásbyrgi, Framtíðarbyggð, Garðarshólmi, Gósenland, Fagribær, Gljúfraþorp, -byggð, -sveit, -tunga og -þing eru á meðal tillagna sem bár- ust í samkeppni um nafn á sameinað sveitar- félag, sem til verður úr Húsavíkurbæ, Kelduneshreppi, Öxarfjarðarhreppi og Raufarhafnarhreppi. Alls bárust 124 tillögur að nafni, greinilegt að íbúar hafa tekið virkan þátt í samkeppn- inni. Margar tillögur byrja á Norðaustur, ýmist skrifað þannig eða Norð-Austur og aftan við hnýtt t.d. -byggð, -hérað, -Horn, -sveit, -tunga og -þing. Þá komu fram tillög- urnar Sveitarfélagið Vonin, Víðáttusveit og Tjörneshreppur hinn meiri. Nokkrar tillögur byrja á Þing- með endingunum -borg, -byggð, -bær, -ey og einnig voru svipaðar endingar settar aftan við Þingeyjar-. Verkefnastjórn fer nú yfir nöfnin og velur þau sem fara í áframhaldandi ferli, leitað verður umsagnar örnefnanefndar og skoð- anakönnun gerð meðal íbúa í sveitarstjórn- arkosningum í maí.    Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn Akureyri Blaðbera vantar í afleysingar  Upplýsingar í síma 461 1600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.