Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 51 SÉRA Jón Steingrímsson eld- klerkur var glöggur athugandi og hleypidómalaus raunsæismaður að mati Sigurðar Steinþórssonar jarðfræðings sem er einn fyrirles- ara á málþingi um sr. Jón og Skaftáreldana sem haldið verður í Öskju við Sturlugötu á sunnudag- inn kl. 13–17. Að málþinginu standa Kirkjubæjarstofa, Guð- fræðistofnun, Jarðvísindastofnun og Sagnfræðistofnun Háskóla Ís- lands ásamt Vísindafélagi Íslend- inga. Aðrir fyrirlesarar eru Einar Sigurbjörnsson, prófessor í guð- fræði, Þorvaldur Þórðarson, vís- indamaður hjá Öskju, Guðmundur Hálfdánarson og Sveinbjörn Rafnsson, prófessorar í sagnfræði, og Örn Bjarnason sem fjallar um sr. Jón í tengslum við líkn og lækningar. Að sögn Steinþórs bera lýsingar sr. Jóns í hinu fræga Eldriti hans vott um að hann hafi verið laus við allar grillur sem fræðimenn þess tíma gerðu sér um eldgos. „Af lýs- ingum hans má dæma að gos- sprungurnar hafi opnast fyrst vestast, síðan til austurs og endað loks í Grímsvatnagosi 1784,“ segir Steinþór. „Síðan lýsir hann hraunrennsl- inu, t.d. hvernig hraunið fer undir jarðveg og eldra hraun áður en það kemur aftur upp annars- staðar. Hann lýsir jafnframt þykknun hraunbráðar og í seinni tíð hefur það verið talið einkenn- andi fyrir hraun af þessari gerð. Lýsingar hans á hraunrennslinu frá degi til dags eru svo nákvæm- ar að unnt er að kortleggja það.“ Sýn sr. Jóns á eldgosið telur Steinþór mjög merkilega því að hann leit á hamfarirnar sem alger- lega náttúrulegt fyrirbæri, en þó undir stjórn almættisins. „Hann gerði líka mjög merkilega athugun sem fólst í því að gera tilraun á því hvort hraunið gæti brætt upp gamalt berg enda óttuðust menn möguleikann á því. Hann komst að því að svo var ekki og notaði nið- urstöðurnar til að hughreysta sóknarbörnin.“ Steinþór segir ennfremur að sr. Jón hafi ekki litið svo á að hin fræga Eldmessa hans hafi stöðvað hraunrennslið, heldur hafi klerkur talið Guð hafa verið þar að verki. „Hann talar um það að Guð hafi sent „eldstraff“ yfir V-Skaftafells- sýslu vegna synda mannanna og þeir fyrstu sem hröktust reyndar í burtu voru tveir karlmenn sem greinilega voru hommar og höfðu komið sér fyrir í Geirlandsseli uppi á heiði,“ segir Steinþór. Um þetta segir í Eldritinu að guð hafi best vitað tilgang mann- anna og drifið „þessa samlags- bræður með þessum loga þaðan í burtu, fyrst allra úr þessu plássi.“ Málþing um séra Jón Steingrímsson og Skaftárelda Var glöggur og hleypi- dómalaus raunsæismaður Ferðamenn í Eldhrauni sem rann í Skaftáreldum á dögum séra Jóns. ÖRLYGUR Hálfdánarson bóka- útgefandi var heiðraður á aðal- fundi Ferðafélags Íslands 23. mars sl. Honum var afhent Pálsv- arðan en varðan er viðurkenning sem veitt er til minningar um Pál Jónsson bókavörð. Páll var af- burða ljósmyndari, einkum hvað varðaði myndefni í náttúru og landslagi Íslands. Hann var rit- stjóri árbókar FÍ um árabil og lagði félaginu til fjölda ljósmynda sem skreyttu árbækurnar. Örlygur hefur um 45 ára skeið verið mikilvirkur bókaútgefandi þar sem hvað mest áhersla hefur verið lögð á sögu og sérkenni landsins, leiðsögubækur, bækur um íslenska þjóðhætti, orðabæk- ur og alfræðiorðabækur. Í þess- um bókum dró hann fram og not- aði slík kynstur af ljósmyndum, málverkum og teikningum að skiptir tugum þúsunda. Á þessu sviði nægir að nefna bækurnar Landið þitt – Ísland, Ferðabók Eggerts og Bjarna, Íslandsbækur Stanleys, Gaimards, Daniels Bruuns og Collingwoods og nú síðast í árslok 2003 kom út hið mikla þriggja binda verk á sviði þjóðfræða, Úr torfbæjum inn í tækniöld. Örlygur hefur alla tíð tekið virkan þátt í gerð bóka sinna, ákveðið þeim form og útlit og val- ið myndefni. Hann hefur alla tíð safnað myndum og telja mynda- söfn hans um 30 þúsund myndir. Þar á meðal eru allar myndir Páls heitins Jónssonar, um 10 þúsund eintök, sem hann arfleiddi Örlyg að. Ferðafélag Íslands telur að Örlygur sé frumkvöðull í útgáfu fróðleiks um land, náttúru, sögu og ferðaslóðir og jafnframt að varðveita og birta Íslendingum ómetanlegan menningararf. Morgunblaðið/Ómar Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands, afhendir Örlygi Pálsvörðuna í viðurkenningarskyni fyrir útgáfustörf hans. Örlygur Hálfdánar- son fékk Pálsvörðuna HIN árlega vorhátíð KFUM og KFUK verður haldin með pomp og prakt á morgun, 1. apríl, í höfuð- stöðvum KFUM og KFUK að Holta- vegi 28, kl. 12.00–16.00. Hátíðin er fyrir alla fjölskylduna og með henni hefst formleg skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK sum- arið 2006. Jónsi í svörtum fötum, Lalli töfra- maður og ríflega 300 þátttakendur úr starfi KFUM og KFUK munu koma fram á vorhátíðinni. Vinsælustu dvalarflokkarnir fyll- ast venjulega á fyrsta klukkutíman- um Í fyrra dvöldust 2.473 börn í sum- arbúðum KFUM og KFUK. Það var tæplega 30% aukning frá árinu áður. Búist er við enn fleiri börnum í ár og stefnt er að meti í sumarbúðaskrán- ingu. Í boði eru 50 dvalarflokkar í fimm ólíkum sumarbúðum, tveir sér- stakir feðgaflokkar og tvær sérstak- ar mæðgnahelgar. Í sumarbúðunum dvelja börn og unglingar á aldrinum 6-17 ára í ald- ursskiptum hópum. Flestir dvalar- flokkarnir eru í viku en fyrir yngstu aldurshópana hefur nú verið tekin upp sú nýbreytni að bjóða fjögurra daga flokka. Metþátttaka hjá KFUM og K MÁLÞING um náttúrufræði- menntun verður haldið í dag, föstudag, og á morgun, laugardag- inn 1. apríl, í húsakynnum Kenn- araháskóla Íslands. Þingið er helg- að minningu Ólafs Guðmundssonar náttúrufræðikennara og er meg- intilgangur þess að efla náttúru- fræðikennslu í skólum. Málþingið hefst kl. 13 í dag og lýkur með pallborðsumræðum og veitingum síðdegis á laugardag. Málþingið er samstarfsverkefni eftirtalinna aðila: Félags raun- greinakennara, Félags náttúru- fræðikennara á grunnskólastigi, Kennaraháskóla Íslands, Rann- sóknarhóps um náttúrufræði- menntun við KHÍ, Háskóla Íslands og Samtaka líffræðikennara. Málþing um nátt- úrufræðimenntun FORNBÓKABÚÐIN Bókin á Klapparstíg opnar í dag, föstudag, bókamarkað í markaðshúsi á Hverf- isgötu 34 í Reykjavík, þar sem áður var innrömmunarverkstæðið Rammalistinn. Þar verða næstu vik- ur og mánuði seldar tugþúsundir ís- lenzkra og erlendra bóka á verði frá 100–300 kr. stykkið. Þar verður boðið upp á þúsundir íslenzkra ævisagna og líka ævisögur erlendra frægðarmanna á íslenzku, mikinn fjölda fræðirita í íslenzkri og erlendri sögu, norrænum fræðum, trúmálrit, spíritisma og guðspeki og heimspeki, íslenzka héraðasögu, þjóðlegan fróðleik og þjóðsögur, ís- lenzk ljóð og skáldverk eftir yngri og eldri höfundana, þýddar skáldsögur eftir heimsþekkta höfunda og fjölda afþreyingarbókmennta á ástar- og spennubókasviðinu, einnig mörg þúsund erlendar bækur í öllum efn- isflokkum, auk vasabrotsbóka fyrir lestrarhestana. Markaðurinn hefst kl. 13 og verð- ur opinn daglega á virkum dögum kl. 13–18. Einnig á laugardögum. Bókin opnar markaðshús ÍSLANDSMÓT grunnskólasveita í skák 2006 fer fram dagana 1. og 2. apríl, í húsnæði Taflfélags Reykja- víkur, Faxafeni 12, Reykjavík, og hefst kl. 13, báða dagana. Tefldar verða níu umferðir og umhugsunar- tími er 20 mínútur á skák fyrir hvern keppanda. Keppt er í fjögurra manna sveitum (auk varamanna). Sigurvegari í þessari keppni mun öðlast rétt til að tefla í Norðurlanda- móti grunnskólasveita, sem haldið verður á Íslandi í haust. Nánari upp- lýsingar eru veittar á skrifstofu Skáksambands Íslands alla virka daga kl. 10–13 í síma 568 9141. Skráning fer fram í sama síma og í tölvupósti: siks@simnet.is. Íslandsmót grunn- skólasveita í skák ÍSLANDSMÓT kaffibarþjóna verð- ur haldið í 7. sinn á sýningunni Matur 2006 í Fífunni um helgina. Undanúrslit verða í dag, föstudag og á morgun, laugardag þar sem 23 kaffibarþjónar munu spreyta sig. 6 komast í úrslit sem verða haldin á sunnudag. Þar verður Íslandsmeist- ari kaffibarþjóna fundinn og mun hann keppa fyrir Íslands hönd á Heimsmeistaramóti kaffibarþjóna í Bern í Sviss 18. til 21. maí. Keppnin hefst kl. 13 í dag og á morgun laug- ardag. Úrslitin á sunnudag hefjast kl. 14. Íslandsmót kaffibarþjóna FÉLAG um átjándu aldar fræði heldur málþing í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu á 2. hæð, á morg- un, laugardaginn 1. apríl. Yfir- skrift málþingsins er: Íslensk raunvísindi á upplýsingaröld. Mál- þingið hefst kl. 13.30 og lýkur um kl. 16.30. Erindi halda: Einar H. Guð- mundsson, prófessor í stjarneðl- isfræði, Sigurður Steinþórsson, prófessor í jarðfræði, Kristín Bjarnadóttir, lektor í stærðfræði- menntun, og Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, kennari við Ed- inborgarháskóla. Fundarstjóri verður Ingi Sigurðsson, prófessor í sagnfræði. Raunvísindi á upplýsingaröld VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð opnar á morgun, laugar- daginn 1. apríl kl. 16, kosningamið- stöðvar vegna komandi sveitar- stjórnarkosninga á þremur stöðum: Akureyri – Hafnarstræti 98 Kópavogi – Hamraborg 1, 4. hæð Reykjavík – Suðurgötu 3 Boðið verður upp á veitingar, skemmtiatriði og rætt verður um baráttumál VG í komandi sveitar- stjórnarkosningum. VG opnar kosn- ingamiðstöðvar LISTI Framsóknarflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Ölf- usi var samþykktur með öllum atkvæðum á félagsfundi, 28. mars sl. Listann skipa: 1. Páll Stefánsson dýralæknir 2. Ásgeir Ingvi Jónsson fiskiðnaðarmaður 3. Henný Björg Hafsteinsdóttir verkstjóri 4. Jón Ingi Jónsson framleiðslustjóri 5. Valgerður Guðmundsdóttir skrifstofustjóri 6. Anna Björg Níelsdóttir skrifstofustjóri 7. Hákon Hjartarson framleiðslustjóri 8. Sigrún Huld Pálmarsdóttir 9. Oddfreyja H Oddfreysdóttir 10. Dagný Erlendsdóttir aðstoðarleikskólastjóri 11. Ólafur Hafsteinn Einarsson bóndi 12. Charlotte Clausen bóndi 13. Sigurður Garðarsson verksmiðjustjóri 14. Þorleifur Björgvinsson framkvæmdastjóri Listi Framsóknarflokksins í Ölfusi UM þessar mundir eru 75 ár frá því að fluglínutæki voru fyrst notuð til björgunar hér á landi. Fljótlega eft- ir stofnun Slysavarnafélags Íslands árið 1928 var hafist handa við stofnun slysavarnadeilda og björg- unarsveita víða um land og voru fluglínutækin fyrstu eiginlegu björgunartæki margra þeirra. Fluglínutæki er búnaður til bjargar mönnum úr strönduðum skipum og kom fyrst fram á sjónarsviðið í Bretlandi í kringum 1850 í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Aðfaranótt 24. mars 1931 strand- aði franski síðutogarinn Cap Fag- net á Hraunsfjörum austan Grinda- víkur. Um borð var 38 manna áhöfn. Slæmt veður var þegar tog- arinn strandaði og ljóst að ekki væri unnt að yfirgefa skipið á björgunarbátum togarans. Slysa- varnadeildin Þorbjörn í Grindavík, sem stofnuð hafði verið tæpum fimm mánuðum áður, brá skjótt við og tókst að bjarga allri áhöfn togar- ans með hinum nýja björgunarbún- aði. Björgunin markaði ákveðin tímamót og færði mönnum heim sannindi þess hversu öflug björg- unartæki fluglínutækin voru og flýtti mjög fyrir útbreiðslu þeirra. Alls eiga vel á þriðja þúsund ís- lenskir og erlendir sjómenn flug- línutækjunum og björgunarsveitum á Íslandi líf sitt að launa. Síðast voru fluglínutæki notuð við björgun þegar línuskipið Núpur BA strandaði við Patreksfjörð í nóvember 2001. Björgunarsveit- irnar Blakkur og Tálkni björguðu þá 14 manna áhöfn skipsins. Á síð- ustu árum hefur skipsströndum fækkað mikið, sem betur fer, og fluglínutækin því sjaldnar notuð við björgun. Þá hafa þyrlur og björg- unarskip komið oftar að björgun úr strönduðum skipum og bátum, enda öflug björgunartæki. 75 ár frá því flug- línutæki var notað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.