Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðmundurMarinó Ás- grímsson fæddist á Akureyri 11. sept- ember 1907. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi að morgni 26. mars síðastliðins. For- eldrar hans voru Ásgrímur Péturs- son yfirfiskmats- maður á Akureyri, f. 16.2. 1868, d. 22.12. 1930, og Guðrún Jónsdóttir, f. 24.12. 1863, d. 8.8. 1953. Systk- ini Guðmundar voru Pétur Haf- steinn verslunarmaður, f. 27.6. 1890, d. 19.12. 1950, Lúðvík Hjálmar vélstjóri, f. 29.1. 1893, d. 20.6. 1970, og Jakob, f. 16.12. 1900, d. ungur. Samfeðra systkin Guðmundar eru Hekla, f. 25. 3. 1919, d. 4.9. 2004, Hilmir, f. 12.7. 1920, Hugi, f. 25.12. 1922, d. 27.1. 1997, Harpa, f. 21.6. 1925, Hervör, f. 29.6. 1929, d. 29.10. 1971, og Helena Ása María, f. 17.8. 1931. Guðmundur kvæntist 14. febr- úar 1942 Emilíu Benediktu Guðmundur Marinó, dætur hans Marín Ósk og Júlía Heiður. b) Andri, sambýliskona Eygló Lár- usdóttir og c) Emil. 4) Guðrún Björg hjúkrunarfræðingur, f. 11.6. 1956, gift Gísla Sváfnissyni, f. 21.12. 1952, börn þeirra eru Sváfnir og Emilía Benedikta. Guðmundur ólst upp á Akur- eyri. Á unglingsárum stofnaði hann ásamt félögum sínum Íþróttafélagið Þór á Akureyri. Ungur fór hann til sjós og flutti í framhaldi af því suður til Reykjavíkur. Eftir margvísleg störf hóf hann vinnu í verslun J. Þorlákssonar og Norðmann í Bankastræti 11. Hann starfaði þar í 50 ár, lengst af sem versl- unarstjóri. Síðan vann hann hjá Helga syni sínum í Húsgagnaval í nokkur ár. Aukabúgrein hjá hon- um lengi vel var viðgerð á tenn- is- og badmintonspöðum. Hann var alla tíð liðtækur í fé- lagsstarfi. Meðan á uppbyggingu Bústaðahverfisins stóð var hann í stjórn Hverfissamtaka. Hann var í Kiwanisklúbbnum Heklu og bridsklúbbnum Krummum. Eftir að þau Emilía Benedikta fluttu í Seljahlíð var hann allt fram í andlátið í forsvari fyrir öflugu félagslífi. Guðmundur verður jarðsung- inn frá Kirkju Óháða safnaðarins í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Helgadóttur, f. 19.11. 1917. Foreldr- ar hennar voru Helgi Ólafsson smið- ur, f. 27.5. 1888, d. 2.11. 1934, og Guð- laug Björg Guð- mundsdóttir, f. 21.7. 1888, d. 18.9. 1959. Börn Guðmundar og Emilíu eru: 1) Helgi bólstrari, f. 17.4. 1942, kvæntur Anný Helgadóttur, f. 17.9. 1945. Synir þeirra eru a) Ingimundur, kvæntur Elínu Karítas Bjarna- dóttur, dætur þeirra Birta, Þór- unn Anný og Karen Lena og b) Þröstur, sambýliskona Lára Birna Þorsteinsdóttur, dóttir þeirra Fanney. 2) Örn viðskipta- og kerfisfræðingur, f. 11.5. 1947, kvæntur Esther Sigurðardóttur, f. 25.12. 1948. Börn þeirra eru a) Arnar, kvæntur Svövu Þuríði Árnadóttur, börn þeirra Dagmar Rós, Esther Rós, Sylvía Rós og Arnar Smári, og b) Helena. 3) Ásgrímur jarðfræðingur, f. 11.3. 1951, kvæntur Svövu Jakobsdótt- ur, f. 9.11. 1949. Synir þeirra a) Ó þau sumarkvöld – sælueyjar á vötnum minninganna; logn sem í himneskum görðum hlátrar og frjálsleg köll. Rauðberjarunnar í blóma. Reynitré sunnan við gömul hús. (Hannes Pétursson.) Elsku pabbi og afi. Í hugum okkar er enginn eins elskulegur, virðulegur og indæll og þú. Þú varst sannur höfðingi og mikill mannvinur. Allt sem þú komst nálægt blómstraði líkt og garðurinn þinn í Hólmgarði. Í garð- inum okkar heima vex eitt reynivið- artré sem þú komst til leiðar að yrði gróðursett á frjósömum stað fyrir átta árum og við nefndum strax eft- ir þér. Líkt og tréð nú stóðst þú ætíð við hlið okkar og varst í dag- legu sambandi. Við vorum svo lán- söm öll þessi ár að geta glaðst og fagnað saman. Þó þú sért nú horf- inn á braut verður þú ætíð á meðal okkar. Við verðum um þrjátíu manns sem stöndum þétt saman og styðjum við mömmu og ömmu. Þeg- ar við komum saman og minnumst þín munu rifjast upp ótal gleði- stundir sem verða til þess að við áttum okkur enn betur á því hversu mikið við eigum öll þér að þakka fyrir framgöngu þína á langri og gæfuríkri ævi. Utan þessa dags bak við árin og fjallvegina streyma fram lindir mínar. Ef ég legg aftur augun ef ég hlusta, ef ég bíð heyri ég þær koma eftir leyningunum grænu langt innan úr tímanum hingað, hingað úr fjarska. Þær hljóma við eyru mér þær renna gegnum lófa mína ef ég legg aftur augun. (Hannes Pétursson.) Elsku pabbi og afi, megir þú hvíla í friði. Guðrún Björg, Gísli, Sváfnir og Emilía. Kæri tengdapabbi, ég kveð þig með söknuði. Þú varst ljúfmenni fram í fing- urgóma. Eins og allir sem þekktu þig vissu, hafðir þú yndi af öllu sem viðkom garðrækt. Finnst mér því við hæfi að kveðja þig með þessum ljóðlínum Jónasar Hallgrímssonar. Sem þá á vori sunna hlý sólgeislum lauka nærir og fífilkolli innan í óvöknuð blöðin hrærir, svo vermir fögur minning manns margt eitt smáblóm um sveitir lands, frjóvgar og blessun færir. Hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Esther. Ég minnist þess þegar ég var lítil þá bað ég föður minn oft um að heimsækja afa og ömmu í Hólm- garð. Ég og pabbi reyndum að hjálpa afa í garðinum við garðslátt, reyta arfa og gróðursetja stjúpur og flauelsblóm. Oft hugsa ég um þess- ar æskustundir þegar ég er að vinna í garðinum heima. Alltaf vorum við barnabörnin vel- komin til afa og ömmu, maður gat alltaf grætt eitthvert góðgæti hjá þeim, hvort sem það var suðusúkku- laði, súkkulaðikúlur eða vöfflur. Stundum verður mér hugsað til þeirra stunda þegar ég og afi geng- um niður í Grímsbæ til að kaupa eitt og annað fyrir heimilið. Ef ég var heppin þá keypti afi ís handa mér í sjoppunni, þá var ég afskap- lega glöð í bragði og hlakkaði mikið til að koma aftur í heimsókn til þeirra. Það kom fyrir að mamma og pabbi skelltu sér til útlanda og fékk ég ekki alltaf að fara með þeim en það er bara eins og gengur og ger- ist. Það voru miklar sárabætur að fá að gista hjá ömmu og afa í gamla sófanum í stofunni. Ef ég var svolít- ið hrædd í myrkrinu þá skreið ég uppí til ömmu sem hlýjaði mér á fótunum og heyrði svæfandi hrot- urnar í afa. Jafnvel eftir að þau fluttu upp í Brekkusel til Bjargar frænku minnar var ég ekki minna velkomin hvort sem það var niðri í kjallaranum hjá afa og ömmu eða hjá Björgu og Gísla. Það fara alltaf hlýjar tilfinningar um hjarta mitt þegar mér verður hugsað um góðu og hláturmildu stundirnar með fjöl- skyldunni. Ekki var það leiðinlegra að hafa Emmu og Sváfni, börnin hennar Bjargar á efri hæðinni, þá gat ég alltaf reitt mig á félagsskap þeirra. Einnig var mjög ljúft að hlusta á gufuna með afa og ömmu í stofunni og láta hugann reika eða læra á skrifborðinu hans afa míns. Jafnvel þegar ég varð eldri og heimsótti þau upp í Seljahlíð þá var alltaf þessi æskutilfinning og gamla ör- yggið úr Hólmgarðinum sem fylgdi mér hvenær og hvert sem ég heim- sótti þau. Þegar mér leið ekki vel þá vissi ég að þar fengi ég stuðning og hlýju. Mig langar til að þakka fyrir hlýju og væntumþykju sem ég hef alltaf notið frá afa og ömmu. Ég hef verið mjög heppin stúlka að vera ættleidd inn í fjölskyldu þar sem öllum þykir vænt um mig. Öll mín GUÐMUNDUR MAR- INÓ ÁSGRÍMSSON ✝ Garðar Pálma-son fæddist á Sauðárkróki 28. október 1946. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu 22. mars síð- astliðinn. Hann var sonur hjónanna Þorgerðar Jóhönnu Jónsdóttur, f. 7.6. 1924, d. 7.2. 2003 og Pálma Ólafsson- ar, f. 24.3. 1918, d. 23.8. 1982. Þau skildu. Garðar flutti í Efstaland í Öxnadal með móður sinni þegar hann var á þriðja ári og ólst þar upp hjá henni og seinni manni hennar, Gesti Sæmundssyni, f. 30.12. 1903, d. 25.2. 2004. Alsystkini var ættleidd, aðra dóttur átti hann sem lést á fyrsta ári. Sonur Garðars og Jónu Áka- dóttur er Áki Heiðar, f. 3.3. 1967. Börn hans eru Unnar Ingi, f. 25.5. 1985, Íris Björk, f. 29.3. 1987, Stefán Þór, f. 22.2. 1988, Hafsteinn Freyr, f. 16.11. 1994, og Halla Rut, f. 23.10. 2002. Sam- býliskona Áka Heiðars er Stef- anía Fjóla Elísdóttir, börn henn- ar eru Heiðdís Lóa Ben og Svanur Áki Ben. Þau búa á Ak- ureyri. Garðar gekk í barnaskólann í sveitinni og var um tíma í Reyk- holti í Borgarfirði. Hann vann við sveitastörf, einnig hjá Möl og sandi á Akureyri, var á togurum hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og hjá Sjólastöðinni í Hafnar- firði. Á seinni árum hafði Garðar sitt eigið verkstæði og vann við viðgerðir á bílum og við parta- sölu. Útför Garðars verður gerð frá Höfðakapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Garðars eru Þórunn Jóhanna, maki Þor- valdur Heiðdal Jóns- son, og Jón Sigurð- ur Rósinberg, maki Magnea Guðrún Gunnarsdóttir. Sam- feðra eru þau Óli Bergvin Hreinn, maki Þóra Erlends- dóttir, Ólöf Helga, maki Theódór Hall- dórsson og Hólm- fríður Margrét, maki Páll Jóhannes- son. Sammæðra er Snjólaug Gestsdóttir, maki Guð- mundur Árnason. Stjúpsystkin eru Eyþór og Anna Lilja Gests- börn. Garðar var tvíkvæntur og skil- inn, hann eignaðist dóttur sem Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Ég ætla með nokkrum orðum að minnast bróður míns Garðars sem varð bráðkvaddur á heimili sínu. En hvar á að byrja og hvað á að segja? Það rennur svo margt um hugann núna síðustu daga, þetta kom svo snöggt, það eina sem maður veit um lífshlaup sitt og annarra, að eitt sinn skal hver maður deyja og ekki er spurt um aldur. Og hann með sinn sjúkdóm gat farið hvenær sem var. Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar hann fæddist, þótt það séu bara 3 ár á milli okkar, ég var nú ekki alveg sátt við að það væri annar bróðir, ég vildi fá systur. En þegar sá litli gat farið að líta almennilega upp tók ég hann alveg í sátt og hefur sá strengur aldrei slitnað. Ég minnist hans sem góðs manns sem ekkert mátti aumt sjá nema reyna að bæta úr því. Hann var sjálf- um sér verstur og gekk ekki alltaf beinu brautina en það kom margt til. Hann virkaði alltaf hress og var skrafhreyfinn en sagði ekki hug sinn allan. Barnatrúin fylgdi honum ávallt þótt hann slægi því ekki út. Fyrstu störf hans voru sveitastörf og síðan sjómennska, að vera sjó- maður á þessum tíma var annað en í dag hvað þá fyrir óharðnaðan ung- ling og hlýtur það að móta hvern mann. Ýmis önnur störf tók hann sér fyrir hendur, síðustu árin var hann við bílapartasölu. Ekki var hægt að gleyma elsku hans á hundum, það var ekkert of gott fyrir þá, og hann talaði við þá eins og menn, enda launuðu þeir honum gæðin. Ég minnist þess líka þegar hann var á sjónum þegar siglt var með aflann til annarra landa og allt sem hann kom með handa fjöl- skyldunni til að gleðja hana, ég held nú samt að hans gleði hafi verið mest. Ég og fjölskylda mín þökkum þér samleiðina, þó svo þú hafir verið í mörg undanfarin ár í öðrum lands- hluta. Ég veit að við vorum ekki allt- af sammála og deildum stundum, en þegar við heyrðumst eða hittumst næst var það allt gleymt, þannig var það bara. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Þórunn. Kæri bróðir og mágur. Sandkornin í tímaglasinu þínu eru búin svo allt of fljótt, þó fékkstu þessa framlengingu frá 1999. Garðar fór ungur til sjós og vann við fisk- vinnslu og akstur, en þegar hann var rúmlega þrítugur hóf hann rekstur GARÐAR PÁLMASON Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÓSKAR VIGFÚSSON, Álfaskeiði 3, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudag- inn 31. mars kl. 15.00. Nicolina Kjærbech Vigfússon, Valborg Kjærbech Óskarsdóttir, Óskar Ásbjörn Óskarsson, Hjördís Ólöf Jónsdóttir, Ómar Óskarsson, Erla María Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær bróðir okkar og frændi, BJARNI JÖRGENSSON, lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 29. mars. Jarðsett verður frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. apríl kl. 13:00. Guðmundur Jörgensson, Ingimar Jörgensson og frændfólk. Ástkær sonur minn, bróðir og mágur, HAUKUR ARNÓRSSON, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðviku- daginn 29. mars. Útför auglýst síðar. Arnór Benediktsson, Indriði Arnórsson, Birna Kristjánsdóttir, Þórhallur Arnórsson, Jóna Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.