Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ GunnhildurGunnarsdóttir
fæddist á Sunnu-
hvoli á Höfn í
Hornafirði 19. nóv-
ember 1943. Hún
lést miðvikudaginn
22. mars síðastliðinn
eftir stutta en harða
sjúkdómslegu. For-
eldrar hennar voru
Gunnar Snjólfsson
bókari með meiru, f.
í Þórisdal í Lóni
2.11. 1899, d. 30.8.
1983; og Jónína Ást-
ríður Jónsdóttir, f. í Suðurhúsum í
Borgarhöfn í Suðursveit 28.8.
1912, d. 29.10. 2001. Systkini
Gunnhildar eru: Bertha Ingi-
björg, f. 9.9. 1934, maki Karl Sig-
urðsson; Ásta Bryndís, f. 23.11.
1935, maki Helgi M. Símonarson;
Svava Guðrún, f. 13.11. 1936,
maki Einar Baldvin
Ragnarsson, látinn;
Gísli Örn, f. 26.5.
1940, sambýliskona
Halldóra Stefáns-
dóttir; Bragi, f. 8.3.
1942, fórst í sjóslysi
15.9. 1961; Stein-
laug tvíburasystir
Gunnhildar, f. 19.11.
1943, maki Kristján
E. Ragnarsson; Jón
Gunnar, f. 11.6.
1948, maki Tomcs-
ányi Zsuzsanna;
Drengur, f. 20.12.
1951, d. 20.12. 1951; og hálfbróðir
Ólafur Gunnarsson, f. 30.8. 1917,
d. 25.12. 1988, makar Else Sim-
onsen; Minni Kalsæg Gunnarsson
og Judith F. Gunnarsson.
Útför Gunnhildar verður gerð
frá Hafnarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku systir.
Illilega brá mér í brún er þú
komst sem endranær að taka á móti
okkur Sússu við heimkomuna um
áramótin síðustu, er ég sá hve mjög
þú hafðir látið á sjá frá því í vor er
við kvöddumst á Keflavíkurflug-
vellinum. Ég hafði haft óljósan
grun um að ekki væri allt með
felldu í heilsufari þínu, en átti þó
ekki von á að fá upp kveðinn þann
dóm er skömmu síðar var kunn-
gerður okkur eftir rannsóknir á
þér. Það gekk að sjálfsögðu erfið-
lega að fá þig til að leita læknis
enda hefurðu gegnum tíðina látið
aðra ganga fyrir en sjálfa þig.
Við ólumst upp á Sunnuhvoli
(Hafnarbraut 18) á Höfn í stórum
og glaðværum systkinahópi. Í þann
tíð voru flest heimili á Höfn með
búskap nokkurn svo sem ær og kýr
til framfærslu fjölskyldunni og
tóku öll börnin einhvern þátt í land-
búnaðarstörfunum sem þessu
fylgdu. Það var rekstur kúnna í
haga, heyannir á sumrin, kartöflu-
ræktin og þar fram eftir götunum.
Eitt af fyrstu bernskubrekum
þínum var að dröslast með mig litla
bróður, sem sennilega hefur verið
ein helsta leikbrúðan þín á þeim
tíma, út í hænsnakofa heimilisins
meðan hænur voru við lýði og hafð-
ir þú mikið yndi af að stríða mér á
ýmsan máta alla tíð síðan. Skóla-
gangan var barna- og unglingaskóli
á Höfn en síðan tóku við ýmis störf.
Meðal þeirra fyrstu voru póstút-
burður, því póstafgreiðsla var á
æskuheimilinu allt til 1971 og við
börnin tókum þátt í þeim störfum
foreldra okkar eftir bestu getu
hvert af öðru. En síðar er þú hafðir
aldur til var byrjað á brauðstritinu
því alltaf vildirðu vera sjálfri þér
nóg um veraldlega hluti í lífinu,
þótt ekki værirðu kröfuhörð á nú-
tíma mælikvarða. Þið tvíburasyst-
urnar voruð samhentar á yngri ár-
um; voruð ráðskonur eða
hjálparhellur í sveit, þú á Kolmúla
við Fáskrúðsfjörð og Stella hinu-
megin fjarðar, dembduð ykkur í
síldarsöltun á Seyðisfirði og víðar;
unnuð við framreiðslustörf á Hótel
Hvamminum hér á Höfn, svo fátt
eitt sé nefnt.
Á sjöunda áratugnum giftist þú
Magnúsi Sveinssyni en upp úr sam-
búð ykkar slitnaði nokkrum árum
síðar. Á árunum frá því rétt um
1970 starfaðir þú og bjóst í Reykja-
vík. Þá bjuggum við nokkurn tíma
saman á Bergstaðastræti 20, sem
meðal nokkurra tíðra og góðra
gesta frá Hornafirði gekk undir
nafninu „hornfirska sendiráðið“.
Þar litu reglulega inn hornfirski
„páfinn“; Halldór heitinn frændi
okkar Kárason; Palli heitinn frá
Setbergi og margir aðrir valin-
kunnir sjómenn og aðrir að austan
og var oft glatt á hjalla í þeim heim-
sóknum. Enn fremur er rétt að
minnast á kæran vin þinn, Hlöðver
Björn Jónsson, sem var fastur
heimilisvinur á þessum tíma og upp
frá því, en þið voruð á svipuðum
aldri er þið kvödduð þennan heim.
Það má kannski spauga með það
og halda fram að grunnur hafi verið
lagður að því þá að núna eru tveir
tvíburasystursynir þínir starfandi í
utanríkisþjónustu Íslands – í New
York og Brussel þessa stundina.
Á Bergstaðastrætinu áttum við
oft góðar stundir með sambýlisfólk-
inu í húsinu, þeim Jóni frá Pálm-
holti og hans fjölskyldu og fleirum,
svo og Ninnu samstarfskonu þinni
en vinskapur ykkar og hennar fjöl-
skyldu hélst alla tíð síðan og sýndu
þau Ninna það vel í veikindum þín-
um.
Um tíma þar á eftir bjóstu hér
eystra á gamla óðali „Meysanna“ á
gamla Móhól á Höfn um tíma með
Ómari Guðjónssyni og frá um 1982 í
um áratug með Hilmari K. Arin-
bjarnarsyni, en þið keyptuð saman
húseignina á Hafnarbraut 20 sem
varð svo heimili þitt uns yfir lauk.
Síðustu árin starfaðir þú við fisk-
vinnslu hjá Skinney-Þinganesi hf.
Sem sannur „Snjólfur“ hafðir þú
mikið gaman af allri spilamennsku
og tókst lengi þátt í starfi Bridge-
félags Hornafjarðar. Þú varst og
mikill lestrarhestur, last einkum
þjóðlegan fróðleik af ýmsu tagi svo
og ættfræði. Naust Rásar 1 og sótt-
ir ýmsan fróðleik og skemmtan til
gömlu gufunnar og fylgdist vel með
þjóðmálum yfirleitt. Þér varð því
miður ekki barna auðið og mig
grunar að það hafi lagst frekar
þungt á þig, en til að bæta upp þann
missi styrktirðu í fjölda ára SOS-
barnaþorpin svonefndu, og áttir
þinn „fósturson“ í gegnum þá starf-
semi.
Að upplagi varstu frekar létt í
skapinu, en hafðir mjög ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefnum
sem þú lést skýrt og greinilega í
ljós. Og sjálfsmeðaumkun þoldir þú
illa, segja má að mottó þitt hafði
verið á þá lund að „guðirnir hjálpa
þeim er hjálpa sér sjálfir“. Er aldur
færðist yfir móður okkur kom það
einna helst í þinn hlut að annast
hana, sérlega eftir að mamma okk-
ar missti sjónina. Þú eldaðir, þvoðir
og útréttaðir og annaðist hin hefð-
bundnu heimilisstörf fyrir hana hin
síðustu ár, nema það er heimilis-
hjálp hins opinbera kom svo að. Að
sjálfsögðu var ekki til að tala um
laun fyrir allt það umstang.
Eftir á að hyggja, þótt aldrei
heyrðist þú kvarta, finnst mér að
þú hafir verið farin að kenna miklu
meiri lasleika en nokkurn grunaði
löngu áður en tókst að koma þér
undir læknishendur, framkoma þín
síðasta árið eða svo var á allt annan
veg en verið hafði, en samt var
harkan það mikil að þú stritaðir við
heimilishald og annað allt til þess
að þú fórst til rannsóknar fyrir um
átta vikum og greindist þá með
ólæknandi krabbamein, sem að
sögn fróðra hafði sennilegast verið
að búa um sig jafnvel árum saman.
Og aldrei heyrðist þú kvarta undir
það síðasta heldur stóðst þig eins
og hetja í þinni síðustu baráttu.
Sússa kom af fjöllum er ég tilkynnti
henni úrskurð lækna um þig, fannst
henni þú hafa verið mun hressari
eftir því sem á leið dvöl hennar hér
snemma árs. Ég tjáði Sússu að þú
GUNNHILDUR
GUNNARSDÓTTIR
✝ Kristján G. Þor-valdz fæddist
20. febrúar 1954.
Hann lést á LSH á
Hringbraut 23.
mars síðastliðinn
eftir stutt veikindi.
Foreldrar hans voru
Guðrún Alda Krist-
jánsdóttir, f. 18.5.
1932, d. 29.6. 1980,
og Jóhann Gíslason,
f. 15.3. 1928, d. 22.6.
2004. Systkini Krist-
jáns eru Jóhann,
Sigríður og Þuríður
Jóhannsbörn.
Kristján kvæntist 19.9. 1977
Guðlaugu R. Skúladóttur, f. 27.5.
1956. Synir þeirra eru: 1) Skúli K.
Þorvaldz kennari, f. 21.10. 1976.
Kona hans er Ingibjörg Sif
Antonsdóttir sálfræðinemi, f.
5.11. 1975. Sonur þeirra er Atli
Hrafn Skúlason, f. 17.9. 2003. 2)
Ólafur Steinar
Kristjánsson leikari,
f. 12.5. 1980, unn-
usta Sarah Anne
Shavel leikkona, f.
6.3. 1984.
Kristján starfaði
sem endurskoðandi,
bæði sjálfstætt og
hjá hinum ýmsu fyr-
irtækjum. Knatt-
spyrna spilaði stór-
an þátt í lífi
Kristjáns, bæði í leik
og starfi. Mörg fé-
lög nutu krafta
hans, s.s. Valur Reykjavík,
Breiðablik, Þróttur Reykjavík,
Fylkir, Víkingur Ólafsvík, Huginn
Seyðisfirði, Stjarnan Garðabæ og
nú síðast Knattspyrnufélag
Reykjavíkur.
Útför Kristjáns verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
Jæja pabbi minn, þá er sultuskeið-
in komin í skúffuna og eru ekki mikl-
ar líkur á því að við þurfum að nota
hana mikið meir. Þú skilur nú heldur
betur eftir stórt skarð hérna á heim-
ilinu og það verður aldrei fyllt að
fullu. Takk fyrir allar minningarnar,
allar ráðleggingarnar, þagnirnar og
hlátrasköllin. Þú heldur áfram að
skjóta á fólk þar sem þú ert núna, og
ég og Skúli sjáum til þess að fólk fái
að finna fyrir húmornum hérna meg-
in. Við pössum upp á mömmu og ég
skal meira að segja sjá til þess að hún
fái að mæla einhvern öðru hverju. Ef
þú þarft að spjalla eða fá þér whiskey
með vatni og klaka, þá bara kíkirðu.
Ég opna alltaf dyrnar korteri eftir að
ég sofna.
Þinn
Ólafur Steinar.
Þegar við kveðjum Kristján minn-
ist ég þess þegar ég var kynnt fyrir
honum fyrir rúmum 5 árum eða
stuttu eftir að ég kynntist syni hans.
Frá fyrsta degi var mér tekið með
opnum örmum af Kristjáni og Gullu
en þau hafa alltaf haft tíma til að setj-
ast niður og spjalla um það sem
manni liggur á hjarta hverju sinni.
Gulla er mjög opin og á auðvelt með
að tala um hlutina en Kristján virtist
við fyrstu sýn vera maður sem ekki
sagði mikið og leyfði konu sinni að
hafa orðið fyrir þeim báðum. Sú sýn
hefði ekki geta verið rangari því inn á
milli komu eitraðar og oft bráðfyndn-
ar athugasemdir og hann lá alls ekki
á skoðunum sínum.
Helsti kostur Kristjáns var um-
hyggja hans fyrir börnum og þann
kost var auðvelt að koma auga á.
Þegar börn komu í heimsókn þá
eyddi hann alltaf miklum tíma í að
spjalla við þau og kom fram við þau af
mun meiri virðingu en flestir full-
orðnir. Umhyggja hans fyrir börnum
kom kannski best fram í fótboltanum
en hann hafði unun af að þjálfa og
leiðbeina. Hann talaði jafnframt aldr-
ei illa um erfið börn heldur reyndi að
komast að því hvað væri að og hvern-
ig hægt væri að láta þeim líða betur.
Þessi umhyggja fyrir börnum kom
einnig berlega í ljós þegar við Skúli
eignuðumst Atla Hrafn fyrir tveimur
og hálfu ári síðan. Hann passaði að
láta aldrei of langt líða milli heim-
sókna og mætti oft uppúr þurru bara
til að heilsa upp á afastrákinn. Mér
hefur alltaf þótt mjög vænt um þess-
ar óvæntu heimsóknir afans en í dag
er ég sérstaklega þakklát fyrir tím-
ann sem hann var alltaf tilbúinn að
láta af hendi. Eftir að Kristján veikt-
ist fór hann að eyða enn meiri tíma
með afastráknum. Hann fór að sækja
hann fyrr á leikskólann, fara með
hann í bæinn, á kaffihús og í vest-
urbæinn þar sem hann þjálfaði síð-
ast. Nú er svo komið að drengurinn
þekkir öll helstu kaffihús bæjarins og
bendir manni hiklaust á þau ef maður
á leið framhjá. Einnig er hann orðinn
eldheitur KR-ingur, föður sínum til
mikillar skeflingar.
Um leið og ég kveð Kristján vil ég
þakka honum fyrir allt sem hann gaf
mér. Hans verður sárt saknað.
Ingibjörg.
23. mars í Róm. Við hjónin höfðum
verið í sjálfu Vatikansafninu í ein-
hverju mesta þrumuveðri sem við
höfum upplifað. Salir safnsins lýstust
af eldingum og þrumurnar hristu og
skóku húsið. Á eftir fylgdi hellidemba
og svo haglél í 16 stiga hita. Næsta
dag bárust okkur fréttir um að Krist-
ján Þorvaldz vinur okkar væri látinn.
Gulla og Sigga kynntust í Kenn-
araháskólanum og þegar við Stjáni
komum til sögunnar, þá var það sjálf-
gefið að við yrðum vinir.
Og það var unaðslegt að eyða tíma
með þeim hjónum. Alltaf geislaði af
þeim jákvætt viðmót og kátína. Ástin
sem milli þeirra lá var svo ríkuleg og
traust að þau deildu henni af gleði.
Eins og gerist í góðum sambönd-
um þá eignast fólk börn, kemur sér
upp húsnæði og öðru. Alltaf var þétt
á milli og ekki mátti halda upp á
nokkurn skapaðan hlut á okkar heim-
ili nema Gulla og Stjáni kæmu, annað
eða bæði.
Engu að síður færðist sambandið
upp á nýtt stig haustið 1987. Þá fagn-
aði Maggi 30 árum með því að farið
var út að borða, hann og Sigga og
Gulla og Stjáni. Heima hjá ömmu var
litla dóttir okkar, fárveik. Að lokinni
góðri veislu skutluðu Gulla og Stjáni
okkur heim og allir hlupu inn til að
gæta að dömunni. Sú litla, sem er
mannglögg kona, hallaði sér að Krist-
jáni og hvíslaði „afi“. Það varð ekki
aftur snúið. Hann hélt þessari nafn-
bót á lofti, Gulla fékk vitaskuld við-
urnefnið amma og þau rétt um þrí-
tugt með tvo litla drengi.
Svona var það alla tíð. Bæði heim-
ilin gengu í gegnum eitt og annað
eins og lífið færir okkur en alltaf var
stutt á milli og þéttur vinskapur.
Skarðið sem fráfall hans skilur eft-
ir er stórt. Okkur finnst eitthvað hafa
verið tekið frá okkur sem ekki fæst
bætt með neinum hætti. Afi Stjáni í
eldhúsinu með glettni og glósur, sem
aldrei særðu, með kaffibolla eða glas í
hönd. Afi að láta sig varða um það
hvað börnin væru að gera, hvernig
þeim liði. Afi að rökræða pólitík, fót-
bolta, Liverpool. Afi Stjáni að tala um
litla augasteininn afabarnið Atla
Hrafn. Afi Stjáni sem hluti af okkur
öllum.
Það er erfitt að horfa á eftir traust-
um vini og félaga. Það er sárt að
horfa á eftir ungum manni í blóma
lífsins. Og það bar brátt að. Kannski
var það það sem Stjáni vildi. Það var
um miðjan janúar sem upplýst var að
hann væri með krabbamein. Fréttin
var reiðarslag. Við vissum ekki hvort
það væri yfirstíganlegt eða ekki.
Þegar þau komu síðast til okkar var
þó létt yfir. Fréttin var að líkur væru
góðar. Slagurinn sem var framundan
var eins og krefjandi fótboltaleikur.
Átökin yrðu hörð en sigurlíkur góðar.
En svo fór sem fór.
Það eru engin orð sem fá lýst þeim
söknuði og því tómi sem fyllir hjörtu
okkar í Lyngbergi. Það er engin leið
til að lýsa samúð okkar með vinum
okkar, Gullu, Skúla, Ingibjörgu og
Atla Hrafni, Óla og Söru. Kannski er
það best gert með því að minna þau á
það sem segir í einkennislagi enska
knattspyrnufélagsins Liverpool, sem
Stjáni hélt svo upp á. „You never
walk alone.“
Sigríður Ólöf og Magnús.
Afi Stjáni var einn af þeim sem
voru alltaf til staðar í lífi okkar frá
byrjun. Ekkert okkar man að
minnsta kosti eftir sér án þess að afi
Stjáni, amma Gulla og að sjálfsögðu
Skúli og Óli hafi verið vinir okkar.
Vináttan og hlýjan sem við ólumst
upp við varð meira að segja til þess að
Stjáni var kallaður afi Stjáni og Gulla
varð fyrir vikið amma Gulla. Utanað-
komandi fannst vafalaust erfitt að
ímynda sér hvort þau væru foreldrar
mömmu okkar eða pabba. Við fund-
um alltaf fyrir áhuga afa Stjána á því
sem við vorum að gera, þar sem hann
grennslaðist alltaf leynt og ljóst fyrir
um hvað væri að gerast í lífi okkar.
Það eru ekki margir fullorðnir sem
gefa sér tíma til að spjalla við börn
eða unglinga af fullri alvöru, en hann
virtist alltaf geta gefið okkur tíma,
jafnvel í húsi troðfullu af veislugest-
um. Við vitum að hann var frábær afi,
af eigin reynslu.
Söknuðurinn sem við finnum fyrir
er gríðarlegur, og við getum bara
rétt ímyndað okkur hversu þung-
bært þetta er fyrir ykkur elsku
amma Gulla, Skúli, Ingibjörg og Atli
Hrafn, Óli og Sarah.
Elsku afi Stjáni, við söknum þín
svo ótrúlega mikið og allar góðu
minningarnar munu veita okkur yl
um ókomna tíð. Við vitum að þú fylg-
ist ennþá með okkur.
Þín
Gunnlaugur, Ásta Sigrún
og Þorkell.
Kveðja frá
knattspyrnudeild KR
Það er með sorg í hjarta, þakklæti
og virðingu sem við KR-ingar kveðj-
um í dag einn af okkur. Kristján sem
átti áratugalangan farsælan þjálfara-
feril að baki hjá ýmsum félögum hóf
störf hjá knattspyrnudeild KR sl
haust. Hann hafði sjálfur æft sem
drengur með 5. flokki KR og hafði á
orði að nú væri hann kominn heim.
Kristján réðst ekki á garðinn þar sem
hann var lægstur því hann tók að sér
þjálfun bæði í 3. og 4. flokki karla og
var því sá þjálfari sem var með eina
mestu viðveruna hjá félaginu. Strák-
arnir okkar og félagið í heild urðu
honum ákaflega hjartfólgnir strax
frá byrjun og segja má að Kristján
hafi orðið svart/hvítur um leið og
hann gekk inn um dyrnar í fyrsta
sinn. Hann stóð nánast hvern einasta
dag vaktina úti á velli og verður okk-
ur öllum minnisstæður þaðan. Kapp-
klæddur í þykka úlpu, leppahúfa nið-
ur fyrir eyru, úfið hvítt skegg og
haukfrán augu sem fylgdust með
öllu. Föðurlegar leiðbeiningar,
kímnigáfan alltaf á sínum stað og
hvatning til allra að skila sínu. Krist-
ján vildi að strákarnir legðu sig alla
fram og uppgjöf og væl vildi hann
ekki heyra, en slíku svaraði hann til
sínum þekktu ummælum: Ekkert
kakó.
Skömmu eftir áramót lét Kristján
okkur vita að hann hefði greinst með
alvarlegan sjúkdóm en það myndi þó
ekki stoppa hann við þjálfun strák-
anna enda hélt hann ótrauður áfram.
Metnaður hans fyrir hönd strákanna
og félagsins skyldi vera í fyrirrúmi.
Öllum að óvörum reiddi síðan annar
sjúkdómur til höggs og á nokkrum
dögum var Kristján allur. Við slíku
verðum við orðlaus en strákarnir
hans Kristjáns sýndu honum þakk-
læti sitt og virðingu þannig að eftir
var tekið í kappleikjum sínum um síð-
ustu helgi. Störf Kristjáns hafa meitl-
KRISTJÁN G.
ÞORVALDZ