Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ágústa ÞyríAndersen fædd- ist í Vestmannaeyj- um 20. ágúst 1941. Hún lést á líknar- deild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Kópavogi 16. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Willum Jörgen And- ersen útgerðarmað- ur frá Sólbakka í Vestmannaeyjum, f. 30. sept. 1910, d. 17. júlí 1988, og Guðrún Ágústa Ágústsdóttir (Lóa), f. 2. nóv. 1909, d. 23. okt. 1996. Systk- ini Ágústu Þyrí eru Guðrún And- ersen, f. 22. ágúst 1933, Jóhanna Andersen, f. 9. febr. 1938, Willum Pétur Andersen, f. 29. des. 1944, og Halla Júlía Andersen, f. 1. apríl 1953. Ágústa Þyrí giftist 29. sept. 1961 Þór Guðmundssyni, f. 16. jan. 1940. Börn þeirra eru: 1) Will- um Þór Þórsson, f. 17. mars 1963, maki Ása Brynjólfsdóttir, f. 2. okt. 1967. Börn þeirra eru Willum Þór, f. 23. okt. 1998, Brynjólfur Darri, f. 12. ágúst 2000, og Þyrí Ljós- björg, f. 17. júlí 2003. 2) Örn Þórs- son, f. 18. okt. 1975, maki Regína Björk Jónsdóttir, f. 13. des. 1979. Sonur þeirra er Ísar Logi, f. 23. okt. 2003. Fyrir á Örn soninn Daníel Helga, f. 15. nóv. 1996. 3) Valur Þórs- son, f. 18. okt. 1975, maki Helga Margrét Vigfúsdóttir, f. 2. apríl 1982. Synir Vals eru Ernir Þór, f. 20. sept. 1998, og Viktor Orri, f. 30. maí 2002. Ágústa Þyrí stundaði íþróttir af kappi á yngri árum og lék m.a. hand- bolta með Þór í Vestmannaeyjum. Hún lauk prófi frá Húsmæðra- skólanum á Laugarvatni og var mikil hannyrðakona. Hún var virkur þátttakandi í ýmsum fé- lagsstörfum s.s. kvenfélaginu Heimaey, kvennakórnum Seljun- um og var einn af stofnmeðlimum kvennakórs Kópavogs. Ágústa Þyrí vann ýmis störf m.a. á sím- stöðinni í Vestmannaeyjum, for- stöðukona hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík og sl. 20 ár starfaði hún hjá landbúnaðarráðuneytinu. Ágústa Þyrí og Þór voru lengst af búsett í Kópavogi og áttu heimili í Fjallalind 66 í Kópavogi. Útför Ágústu Þyrí verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku besta mamma. Móðurást þín var sterk og við söknum þín meira en orð fá lýst. Þú varst einfaldlega mest, best, fallegust og engum öðrum lík. Þú varst upphafið og miðpunkturinn í öllu okkar lífi. Það var ekkert sem þú gast ekki gert eða veitt okkur. Þú varst úrræðagóð og leystir alla hluti. Eldmóður þinn var okkur hvatning í einu og öllu, íþróttum, leik og starfi. Þú saumaðir á okkur, klipptir okkur, passaðir börnin okkar, vaktir með okkur og yfir. Þú kvartaðir aldrei, sama hvað bjátaði á. Umhyggja þín fyrir öðrum var alltaf í fyrirrúmi. Kátína og gleði skein frá þér og þú áttir auðvelt með að hrífa fólk með í söng og leik. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur kláraðir þú með stæl og aldrei mátti neitt bíða, það þurfti helst að gerast í gær. Jafn mikinn drifkraft er erfitt að finna. Ekki nóg með að þú hugsaðir vel um okkur heldur alla í kringum þig. Ófá voru skiptin, sem þú gladdir alla með elda- mennsku eða bakstri og passaðir allt- af upp á það að allir fengju nóg og enginn yrði útundan. Hannyrðir og saumaskapur léku í höndum þínum og það lýsir þér vel þegar þú undir það síðasta útbjóst snið úr ruslpósti sem lá á borði í sólstofunni og galdr- aðir fram heilu dúkkudressin handa litlu nöfnunni þinni. Þú varst alltaf duglegust við að drífa mannskapinn saman hvort sem það var hefðbundið sunnudagskaffi í Fjallalindinni, pip- arkökubaksturinn, skatan, sumarbú- staðarferð, jólaball eða fótboltaleikur. Veröldin verður ekki söm án þín en minningin um þig er falleg og hana munum við varðveita. Við heitum því að hafa í heiðri gildin þín sem eru okkur og fjölskyldum okkar svo dýr- mæt. Þínir synir, Willum Þór, Örn og Valur. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Elsku Þyri, hjartans þakkir fyrir samfylgdina á liðnum árum. Við vott- um fjölskyldu þinni og ættingjum okkar dýpstu samúð. Guð styrki ykk- ur öll á þessari erfiðu stundu. Minn- ing þín lifir í hjörtum okkar björt og hlý. Hvíl í friði Drottinn blessi þig. Sigríður (Sissa) og tengdapabbi. Elsku Þyrí mín, kærar þakkir fyrir allt. Gleðina og jákvæðnina sem ein- kenndu þig svo mikið. Umhyggjuna fyrir þínum. Alla þína aðstoð og stuðning í leik og starfi. Ómetanlega sunnudaga í Fjallalindinni, þar sem við sátum, öll fjölskyldan yfir nýlöguðu kaffi og heimabökuðu brauði hjá þér og Þór og spjölluðum saman fram eftir degi eða lékum fótbolta í fallega garðinum ykkar. Börnin elskuðu þessar stundir og munu þau seint gleyma því þegar amma skutlaði sér til og frá í markinu af mikilli snilld. Það var mikið hlegið. Þetta voru stundir sem maður hlakk- aði til alla vikuna. Kærar þakkir fyrir alla fótbolta- leikina sem við fórum saman á, jóla- böllin og piparkökubaksturinn. Þú varst alltaf miðpunkturinn, lýst- ir upp hvar sem þú komst, barnaaf- mælin verða ekki söm án þín þar sem þú stjórnaðir afmælissöngnum af miklum krafti og settir allt í gang. Þú ferð allt of fljótt, en ég geymi góða minningu um æðrulausa og fal- lega konu. Þín tengdadóttir, Ása. Hún Ágústa Þyrí Andersen er far- in frá okkur, sem sagt dáin og það litla systir okkar og ekki var hún lengi að kveðja þennan heim frekar en ann- að sem hún tók að sér hérna megin í lífinu. Hún sem sagt ruslaði því af á tveim vikum eða svo. Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar þú fæddist Þyrí mín þann 20. ágúst 1941 og eftir fyrstu nóttina þegar Jóna ljósa kom til ykkar mömmu og sagði við hana mömmu að vinkona hennar hefði eignast son um morguninn. Þá greip ég andann á lofti og sagði við mömmu að strákurinn hefði bara verið ofaná í töskunni hjá henni ljósu og þessu trúði ég þá. Mér finnst nú hann Guð ekki alveg sanngjarn þegar hann tekur þig til sín en við erum tvær eldri en þú og eigum enga menn. En Guð hefur ætl- að þér æðra hlutverk og því trúi ég sko allavega. Ég bið Guð að vernda þig Þyrí mín og hann Þór manninn þinn og dreng- ina ykkar og fjölskyldur þeirra. Það þarf ekki að skýra allt út fyrir systrum. Þeim duga dável hálfkveðnar vísur. (Pamela Dugdale). Guðrún Andersen. Systir mín var orkuver, orkuver sem ég hélt að ætti eftir að miðla orku í mörg ár enn. Hún var svo virk í líf- inu að mér er það næstum óvinnandi vegur að skilja að hún sé dáin. Hún var nefnilega einhvern veginn meira lifandi en flestir sem ég þekki. Lund- in hennar var svo létt að ekki var ann- að hægt en að vera glaður nálægt henni. Hún geislaði af framkvæmda- gleði og smitaði stöðugt orku til þeirra sem hún umgekkst. Hún hvíldi sig nefnilega með því að gera eitt- hvað! Afköstin hennar voru ótrúleg á öllum sviðum. Hún var stórhuga, stórtæk og dreif í hlutunum af krafti og kláraði öll verkefni. Hún eignaðist reyndar bara eitt barn í fyrstu fæð- ingu, hann Willum Þór, en næst fæddust tvíburar, Örn og Valur. Móðir okkar var 44 ára þegar ég fæddist og var Þyrí þá 12 ára. Hún keypti barnavagninn og annað sem þurfti fyrir ungann, seldi síðan vagn- inn og keypti kerru þegar tími var kominn á það og tók fullan þátt í upp- eldinu. Hún var mér ómetanleg í upp- vextinum, ráðagóð, hvetjandi og hjálpsöm. Hún útvegaði okkur Bald- vini íbúð þegar við fórum að búa, reddaði okkur öllu barnadótinu þegar Erla fæddist, fann mér vinnu þegar kom að því og passaði barnið á meðan við unnum. Hún og Þór voru hrein- lega með okkur í fanginu á meðan við vorum í námi. Þyrí var einstaklega trygg og ræktarsöm. Það vita allir sem nutu vináttu hennar. Hún átti mjög auðvelt með að laða að sér og umgangast fólk. Hún hafði einstakt lag á að setja aðra en sjálfa sig í fyrsta sæti. Alltaf að út- búa eitthvað handa öðrum eða redda einhverju fyrir aðra. Þyrí greindist með krabbamein í byrjun febrúar og tók „dómnum“ af æðruleysi. Umkringd ást og um- hyggju Þórs, strákanna, tengdadætr- anna og barnabarnanna sjö undirbjó hún brottför sína. Þegar kom að kveðjustund beið hún eftir okkur úr Eyjum þannig að við náðum að kveðja hana. Hún var alltaf að hugsa um aðra. Elsku systir mín lifði með reisn og dó með reisn. Ég bið góðan guð að vera með Þór, Willum Þór, Erni, Val, Ásu, Regínu, Helgu og litlu ljósunum þeirra sjö. Halla Júlía Andersen. „Ef þetta er búið Níels minn þá er mér bara ekki ætlaður lengri tími og þá er að taka því.“ Þannig kvaddi Ágústa mig, mín góða vinkona, síðasta vinnudaginn sinn í landbúnaðarráðuneytinu. Og þannig fór það; henni var ekki ætl- aður lengri tími hér í heimi en sann- arlega trúi ég því að við Ágústu hafi tekið aðrir Guðs vegir að ganga eftir. Vináttu er erfitt að útskýra; ein- hvers konar blanda af trúnaði, skiln- ingi og gagnkvæmri virðingu þeirra sem hlut eiga að máli. Ég veit aðeins það eitt að við fráfall Ágústu upplifði ég missi mikils vinar. Hún hóf störf í landbúnaðarráðuneytinu í ársbyrjun 1986 og ég haustið 1987. Frá þeim tíma höfum við mætt á vinnustaðnum með öllum þeim skyldum, amstri, sorg og gleði sem hverjum slíkum stað fylgir. Aldrei féll skuggi á okkar vináttu; kæmi það fyrir að ógætilega væri talað eða fram gengið voru þær misfellur jafnaðar hið snarasta með brosi eða kossi á kinn. Við vorum nefnilega á margan hátt lík í skapi; sögðum frekar já en nei ef til okkar var leitað, stundum fljóthuga og vild- um ljúka verki strax; félagslynd og líf í kring um okkur. Kölluðumst á yfir þvera ganga ef því var að skipta. Ef- laust finnst einhverjum svoleiðis manngerðir þreytandi, – og þó; – alla vega þeir um það. Okkur Ágústu fannst gott að vera svona og skildum því hvort annað afskaplega vel. Ágústa var feikna dugleg og af- greiðslu ráðuneytisins, ásamt öðrum verkum er að henni sneru, sinnti hún af stakri prýði. Mörg eru erindin og misjafnt er fólkið sem leitar til ráðu- neyta og ekki er sama hvernig brugð- ist er við. Þar reynir oft á þá sem í af- greiðslu standa. „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.“ Ég veit að þungur hugur margra snerist til betri vegar við það eitt að heyra Ágústu bjóða góðan daginn. Bros hennar og eðlisgleði barst með orðunum hennar til viðmælanda. Hún þekkti þá líka marga; vissi hvernig hún átti að tala við hann, vissi erindi hans og vissi einnig við hvern hann ætti helst að tala. Aldrei vísaði hún manni frá, hversu undarlegt sem erindið var, og fyrir kom að hún gaf inn til mín og sagði: „Níels minn, það er maður í símanum sem þarf bara að tala við einhvern. Viltu ekki aðeins heyra í honum.“ Ágústa var félagslynd, ósérhlífin og tilbúin til að brjóta upp hversdags- leikann með skemmtilegum uppá- tækjum og hún var sú sem vildi að öll- um liði vel á vinnustaðnum. Slík manneskja er hverjum vinnustað nauðsynleg og meira virði en margur kann að ætla. Á fyrstu starfsárum okkar Ágústu uðru nokkrar breyting- ar á ráðuneytinu. Það var nýflutt úr fjölmenninu á Arnarhvoli að Rauðar- árstíg þaðan sem það flutti svo 1994 í núverandi húsnæði á Sölvhólsgötu. Á Rauðarárstíg mótuðust ýmsar venjur meðal starfsfólks. Þar sátum við sam- an í skemmtinefnd í mörg ár og henn- ar var m.a. að undirbúa hverskonar uppákomur og ferðalög starfsmanna. Mikil vinna var lögð í heimatilbúin skemmtiatriði, s.s. leiki, fjöldasöng og heilu revíurnar sem aldrei brugðust enda engin skemmtiatriði betri en þegar hver og einn er virkjaður til þátttöku. Þarna naut Ágústa sín; til í sprell og spaugsama hluti. Aldeilis naut hún sín þegar ráðuneytið fór í sumarferð, raunar tvær, til Vest- mannaeyja. Þar var hún á heimavelli, enda þaðan ættuð; undirbjó allar móttökur og uppákomur eins og þær bestar geta verið og endaði með því að bjóða öllum upp á heimabakkelsi á gróðurbletti í nýja hrauninu. Upp- skriftina fékk ég og heitir Ágústu- brauð í mínum bókum. Ósjaldan, snemma morguns yfir heitu brauði og nýlagaðri kæfu (sem annað hvort okkar lagði á borð með sér) gáfum við okkur tíma og spjöll- uðum um lífið og tilveruna, áhugamál og fjölskyldur okkar. Hún heklaði smekki handa mínu barnabarni og ég bjó til dúkkuvöggu handa hennar; – allt til gamans gert. Ágústa átti góða fjölskyldu sem hún var og mátti vera stolt af. Ágústa og Þór lifðu lífinu saman. Komu saman til vinnu, enda stutt á milli vinnustaða, gengu í hádeginu og syntu að vinnudegi loknum. Fyrir nokkrum árum fluttu þau í fallegt hús í Fjallalind í Kópavogi; garður heima- tilbúinn af smekkvísi og innandyra leynir sér ekki handbragð Ágústu. Fyrstu blóm í garð okkar hjóna komu frá Ágústu og Þór. Ótækt fannst Ágústu annað en ég smakkaði ekta lunda – eldaðan að hætti Eyjamanna og bauð okkur hjónum í heimsókn. Þá og síðar heima hjá okkur áttum við notalegar stundir sem koma til með að lifa í minning- unni. Þá var m.a. rætt um hvað tíminn liði hratt og hvað stutt væri í að Þór og Ágústa gætu farið að slaka á vinn- unnar vegna. Þá var Ágústa heldur betur stolt af sonum sínum og veit ég að þeir bræð- ur meta móður sína afskaplega mikils og mega gera það. Svo komu tengda- dæturnar og barnabörnin hvert af öðru og stolt var amman þegar hún sýndi okkur sífellt nýjar myndir af einu barninu enn til viðbótar. Mikið lifandis skelfing var hún góð amma, það fór ekki framhjá neinum. Allur hópurinn hennar mun eiga fallegar minningar um ömmu Þyri, eins og hún var kölluð annars staðar en í vinnunni. Elsku Þór og fjölskyldan öll. Við hjónin vottum ykkur alla samúð og biðjum Guð almáttugan að styrkja ykkur og styðja á þessum erfiðu tím- um. Ég kveð þig Ágústa mín með trega í hjarta en fangið sneisafullt af þökk- um fyrir einstaka vináttu og ánægju- legt samstarf alla tíð. Guð blessi þig. Níels Árni Lund. Nú ertu farin frá okkur elsku vin- kona og frænka, þú ert allt of fljótt frá okkur tekin en þín hefur eflaust verið vænst á þeim stað sem þú hefur horf- ið til. Við vitum að þar munt þú halda áfram að geisla eins og þú gerðir hjá okkur. Þú varst alltaf svo kát og hress og þér var margt til lista lagt hvort sem þú saumaðir, bakaðir, prjónaðir eða sinntir garðinum. Allt var svo fal- legt í kringum þig og það skein af öll- um verkum þínum. Það var auðvelt og þægilegt að kynnast þér þar sem þér varð ávallt svo vel til vina. Stundirnar sem við áttum saman eru ómetanlegar og við lifum áfram með þær í hjarta okkar. Þú fylltir heimili okkar með gleði og hlátrasköllum í heimsóknum ykkar hjóna til okkar og muna börnin svo greinilega eftir því að ekki fór á milli mála þegar þið hjónin voruð í heim- sókn. Það gustaði af gleði ykkar og ekki síst gleði þinni, elsku Þyrí. Það er ómetanlegt samband sem þú hafð- ir átt svo ríkulegan þátt í að rækta með okkur fjölskyldunni og þökkum við svo innilega fyrir það. Þú varst sannur Vestmannaeying- ur, ávallt kát og glöð og minnist Hekla þess ósjaldan þegar þú sprang- aðir svo listilega í klettunum í Eyjum. Elsku Þyrí, við kveðjum þig með söknuði en þú munt alltaf eiga þinn stað í okkar vináttuhjörtum. Elsku Þór, við vitum að þú ert ekki einungis að kveðja elskulega eigin- konu þína heldur einnig þinn besta vin, megi Guð veita þér styrk til þess að halda áfram að vera eins og þú hef- ur alltaf verið. Með virðingu og þökk vottum við þér og sonum þínum Villum, Val, Erni og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð við fráfall heiður- skonu. Megi Guð vera með ykkur. Ágúst og Hekla, Sigríður og Sigurður, Fanný María og Illugi, Þorkell og Ingunn. Komið er að kveðjustund við kæra vinkonu, og þökkuð yfir fjörutíu ára vinátta við hjónin Þór og Þyrí, vinátta sem aldrei féll skuggi á. Þær Ágústa mín og Þyrí voru vinkonur frá æsku- árunum í Vestmannaeyjum og héldu sínu góða sambandi alla tíð. Þyrí var einstaklega glaðvær og jákvæð kona, sem sá ævinlega það besta í fari náungans og var ötull málsvari þeirra sem minna máttu sín. Glaðværð hennar og dillandi hlátur var að hætti sannra Eyjamanna og á þeim nótum sem trúlega allir Eyjamenn hafa þurft til að yfirgnæfa drunur hafsins og þegar þær nöfnur hittust voru samræður og annað ekki á lágu nót- unum og alltaf glatt á hjalla. Þyrí var eðlislægt að vera ávallt reiðubúin að hjálpa eða aðstoða þar sem hjálpar var þörf, og sem dæmi minnist ég þess þegar yngri sonur okkar ætlaði að halda uppá átta ára afmæli sitt sem að venju var á aðfangadags- morgni og við foreldrarnir vildum flytja afmælið fram um einn eða tvo daga vegna vinnu okkar, en þá sagði drengurinn einfaldlega „getur Þyrí ekki séð um þetta“ sem og varð raun- in. Þyrí og Þór áttu mörg sameiginleg áhugamál og má þar nefna sund, gönguferðir, garðrækt og ekki síst áhuga á knattspyrnu, en elsti sonur þeirra Willum Þór er landsþekktur fyrir knattspyrnuferil sinn með KR, og síðar farsæls ferils sem einn af okkar bestu þjálfurum. Ef komið var við í Fjallalindinni að vori eða sumri til var næsta víst að þau hjónin væru að hyggja að garði sínum sem ávallt var í góðri umhirðu, og veitti þeim ómælda ánægju. Samskiptin við þau hjónin voru eins og samskipti voru fyrir tíma sjónvarps, hægt var að koma í heim- sókn án þess að vera formlega boðinn eða gera boð á undan sér, aðeins að hringja dyrabjöllunni, og strax í for- stofunni hófust skemmtileg tjáskipti með viðeigandi hlátrasköllum og lif- andi frásögnum um menn og málefni. Fyrir þetta vil ég þakka um leið og ég kveð kæra og trausta vinkonu og við Ágústa vottum þér, Þór minn, sonum ykkar og öðrum vandamönnum okk- ar innilegustu samúð. Anton Örn Kærnested. Í örfáum orðum viljum við minnast kærrar kórsystur. Þyrí var ein af stofnendum Kvennakórs Kópavogs. Alltaf jafn glöð og hress, auk þess að hafa mjög góða og fallega alt-rödd. Þyrí var ávallt boðin og búin að gera það sem þurfti hverju sinni. Hún var raddfor- maður í 1. altinum og nótnavörður. ÁGÚSTA ÞYRÍ ANDERSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.