Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 45 MINNINGAR stjórn sjómannasambandsins og miðstjórn ASÍ. Í umræðum okkar á milli vorum við sammála um merkilegt framtak stéttarfélaga sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði um uppbyggingu Hrafnistu. Þá framsýni sem menn höfðu og tóku ákvörðun um 1939, að búa öldruðum félagsmönnum sínum áhyggjulaust ævikvöld, og framkvæmdu 18 árum síðar þegar Hrafnista í Reykjavík var byggð. Þegar umræðan um byggingu nýrr- ar Hrafnistu hófst innan sjómanna- dagsráðs var það mikið kappsmál Óskars Vigfússonar og fleiri Hafn- firðinga í sjómannadagsráði, þar sem hann var fulltrúi frá 1970, að þar syðra skyldi ný Hrafnista rísa. Þegar framkvæmdir þar hófust 1975 var Óskar kjörinn í bygging- arnefnd. Í maí 1997 var hann kjörinn í stjórn sjómannadagsráðs, Hrafn- istuheimilanna og happdrættis DAS. Miklar nýframkvæmdir hafa staðið yfir með tilheyrandi undir- búningsvinnu, tillögugerð að end- urbyggingu innviða Hrafnistu í Reykjavík, sem og stefnumótun og framtíðarsýn. Í miklum umræðum innan stjórnar um þessi mál lét Óskar óspart sínar skoðanir í ljós. Og þótt á stundum væri tekist á var hann maður sátta og minnti þá ein- att á mikilvægi þess að halda merki sjómannadagsráðs hátt á lofti. Ósk- ar var sæmdur heiðursmerki sjó- mannadagsins árið 2002. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd stjórnar sjómannadagsráðs þakka Óskari Vigfússyni góða samfylgd, drengilegt og gott starf að mál- efnum sjómannadagsráðs og Hrafn- istuheimilanna og uppbyggingu or- lofssvæðis sjómannasamtakanna í Hraunborgum. Eftirlifandi eiginkonu Nicolinu Kjærbeah, börnum og öðrum að- standendum, votta ég mína dýpstu samúð. Guðmundur Hallvarðsson, formaður sjómannadagsráðs. Kveðja frá Sjómannasambandi Íslands Í dag er til moldar borinn Óskar Vigfússon, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands og samstarfsmaður okkar í á þriðja áratug. Óskar var formaður Sjó- mannasambands Íslands frá 1976 til 1994 en hafði áður en hann varð formaður sambandsins látið til sín taka í málefnum sjómanna. Eftir að Óskar lét af formennsku í samband- inu sat hann í stjórn þess til ársins 2004. Á þeim tíma sem Óskar gegndi formennsku í Sjómannasam- bandinu voru miklir umbrotatímar í íslenskum sjávarútvegi. Má þar nefna endurskoðun og af- nám sjóðakerfis sjávarútvegsins en Óskar tók virkan þátt í þeirri vinnu sem þeim breytingum fylgdu. Eitt af stóru málunum sem upp komu í formannstíð Óskars var setning lag- anna um stjórn fiskveiða en Óskar tók þátt í að móta það lagaumhverfi sem nú gildir um stjórn fiskveiða við Ísland. Óskar var hins vegar alla tíð mótfallinn því að leigufram- sal á aflamarki yrði leyft og hefði betur verið hlustað á hann í þeim efnum. Óskar bar alla tíð hagsmuni sjómanna fyrir brjósti en of langt mál er að rekja alla þá hagsmuna- baráttu í stuttri minningargrein. Ekki verður þó hjá því komist að minnast á tvö stór réttindamál sjó- manna sem fengust fram í for- mannstíð Óskars. Samið var um líf- eyrissjóð fyrir sjómenn og árið 1977 var uppgjörstímabilum breytt úr því að vera þrjú á ári í mánaðarleg uppgjör en þessi breyting var mikil kjarabót fyrir sjómenn. Ljóst er að Óskar var mikill foringi og hafði hann yfirgripsmikla þekkingu á þeim málefnum sjávarútvegsins sem voru til úrlausnar hverju sinni. Hann var fljótur að átta sig á aðal- atriðum og átti því farsælan feril þau 18 ár sem hann var í forsvari fyrir Sjómannasambandið. Við kveðjum Óskar með söknuði. Fyrir hönd Sjómannasambands Íslands þökkum við Óskari störf hans í þágu sjómanna og sendum Nicolinu og fjölskyldu innilegustu samúðarkveðjur. Sævar Gunnarsson, Hólmgeir Jónsson. Okkur langar til að minnast Ósk- ars föðurbróður okkar með nokkr- um hlýjum orðum og þakka honum allar samverustundirnar. Margs er að minnast enda voru Óskar og systkini hans með eindæmum sam- heldin og nutum við börnin þess. Þær voru ófáar ferðirnar í Hafn- arfjörðinn þar sem tekið var á móti okkur með brosi og góðum veit- ingum og síðan haldið niður á bryggju að dorga eða ævintýra- heimur bakgarðsins skoðaður. Jóla- boðin voru fastur liður í tilverunni sem síðar urðu að jólaböllum vegna sístækkandi fjölskyldu. Þegar við börnin vorum sjálf komin með fjöl- skyldur var ákveðið að bæta við árshátíðum fjölskyldunnar til þess að halda áfram góðum tengslum. Nokkrar voru ferðirnar út fyrir borgarmörkin á sumrin þar sem börn sem fullorðnir eyddu deginum í hvers kyns leikjum en eftir kvöld- verð var dreginn upp gítar og sung- ið fram á nótt. Að öðrum ólöstuðum voru Óskar og Nicolina ávallt pott- urinn og pannan í öllu því sem fjöl- skyldan tók sér fyrir hendur og alltaf reiðubúin að vera með. Það er því sárt til þess að hugsa að Óskar taki ekki framar brosandi á móti manni með opinn faðm segjandi „sæll, frændi – sæl, frænka“. Þú gjörvalls heimsins syngur söguljóð í svarri þínu’ og brimdrununum þungu, og lífsins dimma, dularfulla óð ég dag hvern heyri óma’ á þinni tungu. Ég elska þig, ég sakna þín, ó sær! Ég sá hjá þér þær bestu stundir mínar; hjá þér er svefninn sætur, ljúfur, vær, og sæl er vakan út við strendur þínar. (Guðm. Guðmundsson.) Elsku Nicolina, Valborg, Óskar og Ómar, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Ólafía, Hannes, Ásdís og Hanna Leifsbörn. Miðvikudagurinn 23. mars verður lengi í minnum hafður. Áratuga gamalt baráttumál sem Óskar Vig- fússon og stjórn Happdrættis DAS höfðu barist svo lengi fyrir var nú að líta dagsins ljós. Á ég þar við heimild happdrættisins til að greiða vinninga út í peningum. Þetta var því stór dagur í hálfrar aldar sögu Happdrættis DAS. En gleðin stóð ekki lengi því stuttu síðar fæ ég þær fréttir að Óskar Vigfússon sé alvarlega veikur úti á Kanaríeyjum og beðið sé eftir sjúkraflugvél sem flytja eigi hann heim til aðhlynn- ingar. Það er e.t.v. táknrænt fyrir Ósk- ar að skilja við með þeim hætti sem hann svo gerði þar sem hann var staddur í sjúkraflugvél fáeinum fet- um fyrir ofan bæinn sinn Hafn- arfjörð um nóttina. Bæinn sem hann dáði svo mjög. Allt frá 1990 þegar ég hóf störf sem forstjóri fyr- ir Happdrætti DAS hefur Óskar Vigfússon setið í stjórn þess. Á þessum 16 árum bar aldrei skugga á samstarf okkar og ávallt stóð hann þétt við hlið mér í þeim verk- efnum sem við tókumst á hendur. Hann lá aldrei á skoðunum sínum og var fastur fyrir ef á hann var sótt. Réttlætiskenndin var hans veganesti. Óskar var búinn að lenda í áföll- um og sem ungur maður var hann á síldveiðskipinu Eddunni sem fórst í miklu óveðri 1953 þar sem níu sjó- menn fórust en átta manns komust lífs af. Afleiðingar þesa sjóslyss gerðu það að verkum að hann varð síðar að hætta sjómennsku og fara að vinna í landi. Sú lífreynsla hans hefur eflaust gert hann að þeim manni sem ég kynntist. Í mörg ár var hann formaður Sjómannafélags Hafnarfjarðar auk þess að vera framkvæmdastjóri Sjómannasam- bands Íslands í mörg ár og sat í nefndum á þess vegum. Hann sat því í stjórn Happdrættis DAS sem fulltrúi Sjómannafélags Hafnar- fjarðar. Óskar var búinn að vera í lífsins ólgusjó allt til þess dags er hann kvaddi þennan heim með reisn, tæplega 75 ára að aldri. Óskari var umhugað um að halda áfram því hugsjónastarfi sem sjó- mannasamtökin í Reykjavík og Hafnarfirði sameinuðust um með byggingu dvalarheimila fyrir aldr- aða undir heitinu Hrafnista og búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Þar var Happdrætti DAS ekki und- anskilið. Óskar Vigfússon var maður rétt- lætis og manngæsku og mátti ekk- ert aumt sjá og vildi leysa vanda þeirra sem til hans leituðu. Ég er þakklátur forsjóninni fyrir að fá að kynnast þessum foringja sem ég mun ávallt hugsa til með hlýju. Ég sendi Nikolínu og fjölskyldu hennar innilegustu samúðarkveðjur okkar hjóna, svo og kveðjur starfsfólks Happdrættis DAS. Hvíl í friði. Sigurður Ágúst Sigurðsson. Óskar Vigfússon, minn góði vin- ur, er fallinn frá. Vinátta okkar hef- ur staðið yfir frá æsku, eða frá því að hann flutti aftur til Hafnarfjarð- ar frá Ólafsvík, þar sem hann dvaldi í nokkur ár sem lítill drengur. Síðan þróaðist vinátta okkar öll okkar unglings- og fullorðinsár og það skemmtilegasta var að við kynnt- umst vinkonum frá Færeyjum, sem síðar urðu eiginkonur okkar. Var það til að styrkja vináttu okkar enn frekar. Margt gerist á lífsleiðinni og áttum við okkar góðu og slæmu daga, en alltaf var litið á björtu hliðarnar. Að leiðarlokum þökkum við Hjör- dís fyrir öll árin sem við áttum saman, við þökkum allar ferðirnar sem við fórum saman og allar sam- verustundirnar. Þín verður sárt saknað. Nú þú kveður, kæri vinur. Minning er seiðþrungin, söknuðinn geymir. Nú er svo hljótt, um dimma nótt. Á himninum stjarnan þín skín. Drottinn þig varðveiti og geymi. Elsku Nicolina og fjölskylda, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Sigurður og Hjördís. Við erum stödd á Grundarfirði 17. nóv. 1953. Vegna veðurs höfðu síldarskip leitað vars inni á firð- inum. Mikil veðurhæð af suðvestri gerir skipunum erfitt fyrir, og eykst veðurhamurinn. Einu skipanna, Eddu frá Hafn- arfirði, hvolfir og það sekkur. Þarna er ungur maður á meðal skipverja, hann og félagar hans eiga í baráttu við að halda lífi í þessum hildarleik eða farast. Hann verður vitni að því að horfa á félaga sína tapa barátt- unni og farast. En honum tekst að lifa af og bjargast. Mark slíkra atburða bera menn með sér alla ævi, og ekki síst ef menn hljóta áverka á líkama. Ungi maðurinn sem um er rætt var Óskar Vigfússon, sem nú hefur haldið á vit annarra heima. Hans verður minnst sem ötuls baráttu- manns í félagsmálum sjómanna. Hann barðist ekki einungis fyrir bættum launakjörum sjómanna, heldur var hann sér meðvitandi um hversu áríðandi það var, að vel væri staðið að slysavörnum og björgun- artæki Íslendinga yrðu þau full- komustu. Óskar vann mikið að málefnum aldraða sjómanna. Sjómannadagur- inn var hans hjartans mál, enda starfaði hann af áhuga við að gera þann dag eftirminnilegan fyrir sjó- menn og fjölskyldur þeirra. Okkar kynni og samvinna hófst á sjöunda áratug síðustu aldar og hélst til loka. Áttum við samleið í mörgum baráttumálum, enda for- menn tveggja félaga sjómanna í Hafnarfirði. Þó félagsmál séu sífelld barátta, áttum við oft góðar stundir. Eiginkona hans, Nicolína, er fædd og upppalin í Færeyjum, traust og kraftmikil kona, sem stóð við hlið mannsins síns í starfi og leik. Elsku Nicolína, við samhryggj- umst þér og börnunum og öðrum aðstandendum. Guð veri með ykk- ur. Ég þakka Óskari fyrir góð kynni og góða samfylgd er ég kveð góðan félaga. Guð veri þér náðugur. Ingvi R. Einarsson, fv. formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Kára. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, vinur og afi, GUÐMUNDUR GEIR ÓLAFSSON, Grænumörk 5, Selfossi, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þriðju- daginn 21. mars, verður jarðsunginn frá Selfoss- kirkju laugardaginn 1. apríl kl. 11.00. Erla Guðmundsdóttir, Gunnar Guðnason, Ólafur Þ. Guðmundsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Ingunn Guðmundsdóttir, Sigurður Karlsson, Soffía Ólafsdóttir, barnabörn og aðrir afkomendur. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ÞÓRARINS INGA ÞORSTEINSSONAR, Faxaskjóli 24, Reykjavík. Fjölskylda hins látna. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SALVARAR STEFANÍU INGÓLFSDÓTTUR frá Unaðsdal, Klapparhlíð 30, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til Blásarakvintetts Mosfellsdals, Brjáns Ingasonar, Árna Jóhannssonar og félaga úr Karlakórnum Fóst- bræðrum. Guð blessi ykkur öll. Elín Anna Kjartansdóttir, Helgi Kjartansson, Ingibjörg Kjartansdóttir, Einar Þ. Magnússon, Ingólfur Kjartansson, Jörgína E. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sonar okkar, bróður, frænda og barnabarns, SESARS ÞÓRS VIÐARSSONAR, Brakanda II, Hörgárbyggð. Sérstakar þakkir til Íþróttafélagsins Þórs, Vífilfells og starfsmanna BM Vallá Akureyri. Viðar Þorsteinsson, Elínrós Sveinbjörnsdóttir, Sigurður Elvar Viðarsson, Sigrún Alda Viðarsdóttir, Sara Hrönn Viðarsdóttir, Viðar Guðbjörn Jóhannsson, Steingerður Jósavinsdóttir, Erla Stefánsdóttir, Jón Guðmundsson. Ástkær sonur okkar, unnusti og bróðir, PÉTUR BENEDIKTSSON, sem lést mánudaginn 27. mars, verður jarðsung- inn frá Digraneskirkju miðvikudaginn 5. apríl kl. 13:00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysa- varnafélagið Landsbjörg, sími 570 5900, eða landsbjorg.is. Benedikt Þór Guðmundsson, Guðrún Pétursdóttir, Sigríður Mogensen, Vignir Benediktsson, Sindri Benediktsson, Sigríður Birta Benediktsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.