Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku langamma. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Við söknum þín. Þorvaldur Elías og Gísli Garðar. HINSTA KVEÐJA ✝ Fjóla Elíasdóttirfæddist í Helg- árseli í Garðsárdal í Eyjafirði, 13. apríl 1914. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Sel- fossi 17. mars síð- astliðinn. Foreldrar Fjólu voru Elías Árnason, f. 27.7. 1871, d. 10.5. 1924, og Sigurmunda Guðrún Sigur- mundsdóttir, f. 5.8.1868, d. 26.10. 1926. Fjóla átti níu systkini, þau voru: Drengur, f. 10.7. 1894, Sig- rún, f. 11.6.1895, Eiríkur, f. 21.12.1896, Líney, f. 29.12. 1898, Sigurbjörg, f. 30.10. 1900, drengur, f. 20.7. 1903, Árni, f. 12.10. 1904, Emma, f. 8.10. 1906, og Elín, f. 30.8.1910, þau eru öll látin. Fjóla gifttist 20.11. 1934 Böðv- ari Guðmundssyni, f. 24.6. 1911, d. 26.2. 2002. Hann var sonur hjónanna Guðmundar Brynjólfs- sonar og Guðrúnar Gestsdóttur. Fjóla og Böðvar bjuggu allan sinn búskap á Syðra-Seli í Hruna- mannahreppi. Börn Fjólu og Böðvars eru sex talsins, þau eru 1) Elsa Sigrún, f. 4.5. 1936. Hún á þrjú börn, eitt er lát- ið, sjö barnabörn og eitt barnabarna- barn. 2) Guðrún, f. 23.11. 1938. Gift Sigurði Hannessyni. Þau eiga þrjú börn og sjö barnabörn, eitt þeirra er látið og tvö barnabarnabörn. 3) Guð- mundur, f. 21.1. 1942. Kvæntur Ragnheiði Richardsdóttur. 4) Margrét, f. 5.5. 1947. Gift Birgi Thorsteinson. Þau eiga fjögur börn og átta barnabörn. 5) Krist- rún, f. 1.6. 1952. Gift Sigurði Jóa- kimssyni. Þau eiga þrjú börn og fjögur barnabörn. 6) Agnes, f. 11.1. 1959. Gift Þorvaldi Jónas- syni. Þau eiga tvö börn og fimm barnabörn. Útför Fjólu verður gerð frá Hrunakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Þá ertu horfin okkur, elsku mamma. Mig langar að minnast þín með nokkrum orðum og þakka fyrir það sem þú gerðir fyrir mig og mína fjölskyldu. Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefur unnið verkin sín. Ég hef þinni leiðsögn lotið, líka þinnar ástar notið, finn, hvað allt er beiskt og brotið, burt er víkur aðstoð þín elsku góða mamma mín. Allt sem gott ég hefi hlotið, hefir eflst við ráðin þín. Þó skal ekki víla og vola, veröld þótt oss brjóti í mola. Starfa, hjálpa, þjóna, þola, það var alltaf hugsun þín, elsku góða mamma mín. Og úr rústum kaldra kola kveiktirðu skærustu blysin þín. Flýg ég heim úr fjarlægðinni, fylgi þér í hinsta sinni, krýp með þökk að kistu þinni, kyssi í anda sporin þín, elsku góða mamma mín. Okkur seinna í eilífðinni eilíft ljós frá guði skín. (Árni Helgason.) Að endingu vil ég kveðja þig mamma mín með orðunum sem fóru á milli okkar þegar við buðum hvor annarri góða nótt á kvöldin. Þú sagð- ir: „Takk fyrir að vilja lofa mér að vera.“ Ég sagði: „Takk fyrir að vilja vera.“ Takk fyrir allt og allt, hvíl þú í friði. Þín dóttir Margrét, Brún. Það eru blendnar tilfinningar sem að maður gengur í gegnum núna. Það er léttir að vita til þess að nú finnur hún amma ekki lengur til en eftirsjáin er svo mikil. Amma hefur alltaf verið til staðar, stoð og stytta, alveg sama um hvað málin snerust, alltaf gat ég leitað til hennar og það hafa alveg ábyggilega fleiri líka gert. Það er svo óskaplega gaman að rifja upp sögur af henni og minningar, því það var alltaf svo mikið líf og fjör í kringum hana og hún sá alltaf já- kvæðu hliðina á málunum. Oftar en ekki ef vinir og kunningjar kíktu á mig upp á Sel var farið yfir til ömmu til að spjalla um allt og ekkert, hlæja eða gráta. Hún var svo góður hlust- andi og gat sko þagað yfir leyndar- málum. Hún renndi bara fingrinum yfir varirnar og leyndarmálið fór ekki út fyrir hennar varir eftir það. Hún kunni líka margar sögur og vísur og sagði svo skemmtilega frá. Ein af fyrstu minningunum mínum um hana er hún að lesa fyrir mig og Gústa upp úr ævintýrabók. Ég man líka eftir ömmu niðri í kjallara inni í prjónaherbergi, við prjónavélina að gera nærboli á okkur börnin. Einnig man ég það að hún bað mann alltaf að fara gætilega og að passa sig, t.d. þeg- ar ég kom yfir til að bjóða henni og afa góða nótt, þá kom alltaf: „og gættu þín í stiganum“. Svo nú í seinni tíð eftir að ég eignaðist mína eigin fjölskyldu þá sagði hún alltaf þegar við vorum að kveðja: „keyrið þið gæti- lega því þið eruð með svo dýrmætan varning“. Þá átti hún auðvitað við börnin. Ég er svo óskaplega þakklát fyrir að hafa fengið að eiga hana ömmu svona lengi og einnig er ég þakklát fyrir að börnin mín gátu kynnst henni, kærleikanum, gleðinni og visk- unni sem hún bjó yfir. Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá; þú varst okkar ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartakær amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver; inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf. ók.) Ég ætla að ljúka þessu með orðum úr Sigling inn Eyjafjörð eftir uppá- halds skáldið hennar ömmu, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Loks eftir langan dag lít ég þig, helga jörð. Seiddur um sólarlag sigli ég inn Eyjafjörð. Ennþá á óskastund opnaðist faðmur hans. Berast um sólgyllt sund söngvar og geisladans. Elsku amma, ég elska þig og sakna þín svo mikið, þú ert svo einstök og ég mun aldrei gleyma þér. Fjóla Dögg Þorvaldsdóttir. Elsku amma, langamma og vin- kona. Allar okkar fallegu minningar um þig munum við geyma í hjörtum okkar um aldur og ævi. Þín verður sárt saknað. Hvíl í friði. Tíminn líður, loks þín bíður, loks þín bíður á himni ró. Bróðirinn besti, mannvinur mesti, mannvinur mesti þar stað þér bjó. Tíminn líður, loks þín bíður, loks þín bíður á himni ró. (Helgi Hálfdánarson.) Þín, Jóhann Unnar, Kristín, Jóakim og Alexandra. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Okkur bræðurna langar að minn- ast ömmu okkar með nokkrum orðum en á degi sem þessum koma upp í hugann margar minningar um ömmu og afa á Syðra-Seli. Amma var mikill og sterkur persónuleiki, léttur og kát- ur grallari sem alltaf var til í að bregða á leik og prófa nýja hluti. Hún var einstök kona sem náði inn að hjartarótum þeirra sem henni kynnt- ust og alltaf gátum við leitað til henn- ar með allt það sem okkur lá á hjarta. Síðustu árin sem amma var hjá okkur var líkami hennar orðinn lúinn en andinn var þó alltaf sterkur, stutt í kímnina og aldrei nokkurn tíma kvartaði hún eða bar sig illa. Það hefði ekki verið í hennar anda og mættu margir taka sér hennar lífsviðhorf til fyrirmyndar. Elsku amma, við dótt- ursynir þínir viljum kveðja þig með þessu ljóðlínum: Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (Maren Jakobsdóttir.) Blessuð sé minning þín. Axel, Böðvar Bjarki og Þorsteinn frá Brún. Við kveðjum í dag hana ömmu Fjólu sem var okkur svo kær. Elsku amma, nú er búið að leysa þig frá þrautum þínum. Sagt hefur verið að líkami og sál fari ekki alltaf saman og það átti svo sannarlega við þig, elsku amma. Líkami þinn búinn en sálin alls ekki í takt við hann, svo ung, falleg og ótrúlegt hvað þú fylgdir samtímanum. Okkur fannst amma aldrei vera eins gömul og árin sögðu. Hún hefði orðið 92 ára eftir tvær vikur. Amma var alltaf ein af okkur og fundum við aldrei þennan aldursmun, hún var mikil gleðikona, kunni vísur og fór með þær við sérstök tækifæri. Amma var dugleg kona og í þá daga þegar þótti sjálfsagt að senda börn í sveit tók hún mörg börn að sér yfir sumartímann. Við systkinin fórum ekki varhluta af þeirri góðmennsku ömmu og nut- um okkar vel að vera á Seli hjá henni og afa. Ýmislegt var brallað ásamt Agnesi frænku, sem amma hafði oft- ast skilning á eða lét sem hún sæi ekki. Amma var einstök kona. Margar sögur er hægt að segja frá dvöl okkar á Seli og minnumst við þess er við vorum um 11 og 14 ára. Við systkinin og Agnes frænka vorum úti að leika. Kominn var kvöldmatur og við á leið inn í mat. Þegar við kom- um inn sjáum við og finnum að það er „slátur“ í matinn „ojbara“ sögðum við. Amma var ekki lengi að svara og segir „snáfiði út, þið fáið ekkert að borða í kvöld,“ að sjálfsögðu létum við ekki segja okkur þetta tvisvar og hjól- uðum niður traðirnar. Vorum við ekki komin langt þegar hún kallar á okkur í mat eins og ekkert hafi í skorist og merkilegt áhrifin sem hún hafði, við snerum strax við og borðuðum slátrið af bestu list. Minntist hún oft á þetta og hafði gaman af því að allir borðuðu og eng- inn sagði neitt um matinn meir. Það var alltaf gott að koma á Sel til ömmu og afa og eigum við margar minningar þaðan. Við kveðjum í dag konu sem var ekki bara amma okkar heldur einnig mikill vinur og félagi. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Elsku amma, þú varst einstök kona. Hvíl þú í friði. Þín barnabörn Böðvar, Lára Jóna og fjölskyldur. Orð verða ósköp fátækleg, þegar hinsta kveðja er sett á blað og reynt er að þakka fyrir að hafa fengið að kynnast persónu á borð við Fjólu Elí- asdóttur. Allt frá barnsaldri hefur Fjóla verið svo stór hluti tilveru fjöl- skyldu minnar, að það eru að sönnu tímamót þegar hún kveður okkur og heldur á vit þess óræða. Við systkin fengum sumsé að njóta þess að vera „send í sveit“ til ættingja að Syðra-Seli upp úr miðri síðustu öld og allt síðan hefur Hrunamanna- hreppur verið sveitin okkar og fólkið allt hjartfólgið. Ég held ég halli engu, þegar ég fullyrði að Fjóla var í huga okkar þar fremst meðal jafningja. Hennar glaða geð, lífsorka og áhugi á velferð annarra þurfti ekki langrar viðkynningar við, til að verða hugfólg- inn hverjum þeim sem fékk að njóta. Best var alla tíð að stunda þessi kynni við eldhúsborðið hennar Fjólu á Seli. Á fjölmennu heimili og, oft á tíðum, samkomustað virtist alltaf vera hús- rými og ég er viss um að hjartarými Fjólu hafi þar ráðið mestu. Ég er þess einnig fullviss, að sé þess nokkur kostur, þá muni Fjóla vaka áfram yfir velferð okkar barnanna „hennar“. Við systkin, „Dúnubörnin“, þökk- um fyrir að hafa fengið að vera undir handarjaðri Fjólu um lengri eða skemmri tíma. Við vitum að við get- um litið til lífsorku hennar og hjarta- lags, tileinkað okkur og orðið betri menn fyrir vikið. Okkar innilegustu samúðarkveðjur til barna Fjólu og fjölskyldna þeirra. Halldór, Sigrún, Jóhann og Valgerður. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Í dag kveðjum við hana ömmu okk- ar. Um hugann líða svo ótal margar minningar um þessa „einstöku“ konu sem var okkur svo miklu meira en bara amma. Hún bjó yfir svo miklu æðruleysi og glaðværð og var alveg hafsjór af vísum og þulum. Við viljum kveðja hjartadrottn- inguna okkar með þessum orðum: Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín; líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Nei, nei það varla óhætt er englum að trúa fyrir þér; engill ert þú og englum þá of vel kann þig að lítast á. (Steingrímur Thorsteinsson.) Blessuð sé minning þín, Sigríður og fjölskylda Ljónastíg 6. Þær eru svo ótal margar minning- arnar sem leit upp í hugann þegar ég minnist hennar ömmu, allar þær stundir sem við áttum saman, vísurn- ar og sögurnar, þá sérstaklega fannst mér gaman að heyra hana segja frá sér þegar hún var ung. Þessar minn- ingar mun ég varðveita vel og aldrei gleyma. Flest okkar finna einhvern sem við lítum upp til mest af öllum, hjá mér er það amma mín hún Fjóla. Hún var alltaf svo jákvæð, hreinskilin, hress og skemmtileg. Henni fannst gaman að spila og eru það ekki ófá skiptin sem við spiliðum saman. Alltaf þegar maður kom til hennar fékk maður stórt faðmlag og koss og manni leið alltaf svo vel hjá henni. Hún var ein af mínum nánustu vinkonum og ef eitt- hvað lá manni á hjarta þá gat maður alltaf leitað til hennar og alltaf leið manni betur eftir á. Ég man þegar ég og Gústi frændi vorum lítil og hann kom ásamt foreldrum sínum í bæinn. Foreldrar okkar skruppu eitthvað saman og við tvö vorum ein heima. Eitthvað var ímyndunaraflið að fara með okkur og urðum við hrædd og hringdum í ömmu sem náði að róa okkur niður í gegnum símann. Hún talaði við okkur í smá tíma og fyrr en varði var öll hræðsla farin. Amma kunni endalaust mikið af FJÓLA ELÍASDÓTTIR REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.