Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING GAMANLEIKURINN Átta konur eftir Robert Thomas verður frum- sýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld. Leikstjóri er Edda Heiðrún Backman. Verkið er „glæpsamlegur gam- anleikur“, þar sem átta leikkonur leiða áhorfandann inn í kvennaheim, fullan af óvæntum atburðum, ógnum og gríni. Þeim til fulltingis verður hinn þekkti látbragðsleikari Kristján Ingimarsson, sem kemur sérstaklega frá Danmörku til að taka þátt í sýn- ingunni. Fögur eiginkona, tvær ungar og óstýrilátar dætur, aðþrengd mág- kona, gráðug tengdamamma, dul- arfull ráðskona og kynþokkafull þjónustustúlka; þetta eru þær; nei ekki alveg. Húsbóndinn liggur sof- andi í rúmi sínu uppi á lofti, en þegar áttunda konan bætist í hópinn getur allt gerst! „Þetta eru átök átta heimsvelda,“ segir Edda Heiðrún um þann leik sem upphefst í verkinu þegar kon- urnar komast í essið sitt. „Verkið var frumsýnt um miðja síðustu öld, og við höldum að mestu í stíl þess tíma. Við höfum bætt sönglögum í verkið, þannig að þar togast þetta þrennt á, glæpasagan, gamanleikurinn og söngleikurinn. Ég bætti líka inn í þetta þöglu hlutverki, en það er Kristján Ingimarsson mímíker sem kemur í það frá Danmörku. Karlmaðurinn í verkinu kemur í rauninni aldrei fram, nema í sönglög- unum, þar sem hann lifnar við. Þar nýti ég tækni Kristjáns í látbragði og hreyfilist.“ Persónur verksins eru afar skraut- legar að sögn Eddu Heiðrúnar og valdabaráttan á milli „heims- veldanna“ er ekki átakalaus. „Það er glæpur framinn í húsinu, en þegar á að fara að segja sannleik- ann, kemur ýmislegt í ljós. Það getur verið erfitt að horfast í augu við sann- leikann og hann getur verið grimm- ur. Það er enginn með hreinan skjöld.“ Sígild dægurlög prýða verkið Tónlistina valdi Edda Heiðrún úr lögum frá tíma verksins; „stór kvennalög sem allir þekkja“ eins og hún orðar það, og nefnir Goldfinger, Fever, It ain’t no sunshine, og fleiri góðkunningja úr dægurlagaheim- inum. „Við höfum snarað textunum til þjónustu við leikritið og til að lýsa baklandi kvennanna – draumum þeirra, væntingum og örvæntingu. Ég vona að allir geti skemmt sér vel með þessu verki – þetta er hræði- legur gleðileikur – „ógeðslegur“ gleðileikur myndu krakkarnir kalla það.“ Franska leikskáldið Robert Thom- as (1927–1989) var einkum þekktur fyrir það að tvinna saman form saka- málaleikrita og léttra gamanleikja. Þegar leikritið Átta konur var sýnt í París árið 1961 hlaut það leiklist- arverðlaunin Prix du Quai des Orfèvres og var leikið við miklar vin- sældir. Franski leikstjórinn François Ozon vann geysivinsæla kvikmynda- gerð verksins árið 2002, þar sem margar af fremstu leikkonum Frakk- lands fóru á kostum. Edda Heiðrún Backman hefur leikið fjölmörg hlutverk, bæði á sviði og í kvikmyndum, frá því hún lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands 1983. Hún hlaut verðlaun bæði sem besta leikkona í aðalhlutverki og besta leikkona í aukahlutverki þegar Gríman – Íslensku leiklistarverð- launin voru veitt í fyrsta sinn árið 2003. Hún hefur einnig vakið athygli undanfarið fyrir leikstjórn sína á Mýrarljósi í Þjóðleikhúsinu, Svikum hjá LA, LR og Sögn og Sölku Völku í Borgarleikhúsinu. Átta konur eftir Robert Thomas. Íslensk þýðing og aðlögun: Sævar Sigurgeirsson. Tónlist: Samúel J. Sam- úelsson. Sviðshreyfingar: Kristján Ingimarsson. Búningar: Elín Edda Árna- dóttir. Lýsing: Hörður Ágústsson. Leikmynd: Jón Axel Björns- son. Leikarar: Birna Hafstein, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Kristján Ingimarsson, Mar- grét Guðmundsdóttir, Mar- grét Vilhjálmsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir/Guðlaug El- ísabet Ólafsdóttir og Ragn- heiður Steindórsdóttir. Aðstoðarmaður leikstjóra: Jó- hanna Jónas. Leikstjóri: Edda Heiðrún Backman. Leiklist | Átta konur eftir Robert Thomas frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld Átta heimsveldi í hræðilegum gleðileik „ Við höfum bætt sönglögum í verkið, þannig að þar togast þetta þrennt á, glæpasagan, gamanleikurinn og söngleikurinn,“ segir Edda Heiðrún, leikstjóri sýningarinnar. Í verkinu er mikill leikkvennafans; Ragnheiður Steindórsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir og Margrét Guðmunds- dóttir í fremri röð, en þeirri efri eru Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir og Birna Hafstein. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is FORÐIST OKKUR eftir Hugleik Dagssson verður tekin til sýningar að nýju á litla sviði Borgarleikhúss- ins á morgun. Sýningin, sem var sett upp seinasta haust, fékk afar góðar viðtökur jafnt hjá gagnrýnendum sem almenningi og komust færri að en vildu en Forðist okkur er sam- starfsverkefni Commom Nonsense og Nemendaleikhúss LHÍ. Tíu auka- sýningar á verkinu eru áætlaðar í apríl. „Það seldist upp á allar sýning- arnar í haust og við höfðum salinn ekki lengur. Okkur fannst það svolít- ið eins og að drepa verkið í fæðingu, að hætta með það þá, þannig að við notuðum tækifærið núna til að setja það upp aftur út af því við fengum litla sviðið,“ segir Hugleikur. Að- spurður hvort verkið sé á leiðinni út fyrir landsteinana eftir þessar auka- sýningar segir Hugleikur það alveg óvíst og í raun og veru viti hann ekk- ert um framtíðarhorfur þess ennþá. Frumflytja lag í veislunni Hugleikur er ekki aðeins í óða önn að setja verkið sitt aftur á fjalirnar því í dag kemur út ný bók eftir hann, Fermið okkur. „Fermið okkur er með sama teiknistíl og hinar bækur mínar en þetta er ein samfelld saga í þetta skiptið. Hún fjallar um 13 ára strák sem þarf að fara að fermast og kann- ar hvað það er að fermast. Hann kynnir sér bæði borgaralega og kristilega fermingu og reynir að velja þar á milli.“ Hugleikur segir þessa bók ekki vera neina ádeilu á fermingar heldur kannski meira til- raun til sölubrellu. „Að gera bók um fermingar á sama tíma og það er verið að ferma unglinga er kannski viss tilraun.“ Í tilefni þess að ákveðið var að hafa aukasýningar á Forðist okkur og að Hugleikur gefur út bókina Fermið okkur verður í dag haldin fermingarveisla ársins í anddyri Borgarleikhússins. „Benni Hemm Hemm spilar tónlist og það verða skemmtiatriði í tengslum við leik- ritið Forðist okkur. Auk þess sem ég flyt lagið „Ég kyssi þig á augun“ eft- ir mig og Benna Hemm Hemm en það fylgir með bókinni á geisladiski eða á sjö tommu vínilplötu.“ Hug- leikur segir lagið ekki eiga neitt rosalega skylt við efni bókarinnar en þó séu smátengsl þar á milli. Fermingarveislan er í dag kl. 18.00 í Borgarleikhúsinu. Leiklist | Fermingarveisla í Borgarleikhúsinu Fermið okkur – Forðist okkur Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Hugleikur Dagsson gefur út bókina Fermið okkur í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.