Morgunblaðið - 31.03.2006, Page 30

Morgunblaðið - 31.03.2006, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING GAMANLEIKURINN Átta konur eftir Robert Thomas verður frum- sýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld. Leikstjóri er Edda Heiðrún Backman. Verkið er „glæpsamlegur gam- anleikur“, þar sem átta leikkonur leiða áhorfandann inn í kvennaheim, fullan af óvæntum atburðum, ógnum og gríni. Þeim til fulltingis verður hinn þekkti látbragðsleikari Kristján Ingimarsson, sem kemur sérstaklega frá Danmörku til að taka þátt í sýn- ingunni. Fögur eiginkona, tvær ungar og óstýrilátar dætur, aðþrengd mág- kona, gráðug tengdamamma, dul- arfull ráðskona og kynþokkafull þjónustustúlka; þetta eru þær; nei ekki alveg. Húsbóndinn liggur sof- andi í rúmi sínu uppi á lofti, en þegar áttunda konan bætist í hópinn getur allt gerst! „Þetta eru átök átta heimsvelda,“ segir Edda Heiðrún um þann leik sem upphefst í verkinu þegar kon- urnar komast í essið sitt. „Verkið var frumsýnt um miðja síðustu öld, og við höldum að mestu í stíl þess tíma. Við höfum bætt sönglögum í verkið, þannig að þar togast þetta þrennt á, glæpasagan, gamanleikurinn og söngleikurinn. Ég bætti líka inn í þetta þöglu hlutverki, en það er Kristján Ingimarsson mímíker sem kemur í það frá Danmörku. Karlmaðurinn í verkinu kemur í rauninni aldrei fram, nema í sönglög- unum, þar sem hann lifnar við. Þar nýti ég tækni Kristjáns í látbragði og hreyfilist.“ Persónur verksins eru afar skraut- legar að sögn Eddu Heiðrúnar og valdabaráttan á milli „heims- veldanna“ er ekki átakalaus. „Það er glæpur framinn í húsinu, en þegar á að fara að segja sannleik- ann, kemur ýmislegt í ljós. Það getur verið erfitt að horfast í augu við sann- leikann og hann getur verið grimm- ur. Það er enginn með hreinan skjöld.“ Sígild dægurlög prýða verkið Tónlistina valdi Edda Heiðrún úr lögum frá tíma verksins; „stór kvennalög sem allir þekkja“ eins og hún orðar það, og nefnir Goldfinger, Fever, It ain’t no sunshine, og fleiri góðkunningja úr dægurlagaheim- inum. „Við höfum snarað textunum til þjónustu við leikritið og til að lýsa baklandi kvennanna – draumum þeirra, væntingum og örvæntingu. Ég vona að allir geti skemmt sér vel með þessu verki – þetta er hræði- legur gleðileikur – „ógeðslegur“ gleðileikur myndu krakkarnir kalla það.“ Franska leikskáldið Robert Thom- as (1927–1989) var einkum þekktur fyrir það að tvinna saman form saka- málaleikrita og léttra gamanleikja. Þegar leikritið Átta konur var sýnt í París árið 1961 hlaut það leiklist- arverðlaunin Prix du Quai des Orfèvres og var leikið við miklar vin- sældir. Franski leikstjórinn François Ozon vann geysivinsæla kvikmynda- gerð verksins árið 2002, þar sem margar af fremstu leikkonum Frakk- lands fóru á kostum. Edda Heiðrún Backman hefur leikið fjölmörg hlutverk, bæði á sviði og í kvikmyndum, frá því hún lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands 1983. Hún hlaut verðlaun bæði sem besta leikkona í aðalhlutverki og besta leikkona í aukahlutverki þegar Gríman – Íslensku leiklistarverð- launin voru veitt í fyrsta sinn árið 2003. Hún hefur einnig vakið athygli undanfarið fyrir leikstjórn sína á Mýrarljósi í Þjóðleikhúsinu, Svikum hjá LA, LR og Sögn og Sölku Völku í Borgarleikhúsinu. Átta konur eftir Robert Thomas. Íslensk þýðing og aðlögun: Sævar Sigurgeirsson. Tónlist: Samúel J. Sam- úelsson. Sviðshreyfingar: Kristján Ingimarsson. Búningar: Elín Edda Árna- dóttir. Lýsing: Hörður Ágústsson. Leikmynd: Jón Axel Björns- son. Leikarar: Birna Hafstein, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Kristján Ingimarsson, Mar- grét Guðmundsdóttir, Mar- grét Vilhjálmsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir/Guðlaug El- ísabet Ólafsdóttir og Ragn- heiður Steindórsdóttir. Aðstoðarmaður leikstjóra: Jó- hanna Jónas. Leikstjóri: Edda Heiðrún Backman. Leiklist | Átta konur eftir Robert Thomas frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld Átta heimsveldi í hræðilegum gleðileik „ Við höfum bætt sönglögum í verkið, þannig að þar togast þetta þrennt á, glæpasagan, gamanleikurinn og söngleikurinn,“ segir Edda Heiðrún, leikstjóri sýningarinnar. Í verkinu er mikill leikkvennafans; Ragnheiður Steindórsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir og Margrét Guðmunds- dóttir í fremri röð, en þeirri efri eru Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir og Birna Hafstein. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is FORÐIST OKKUR eftir Hugleik Dagssson verður tekin til sýningar að nýju á litla sviði Borgarleikhúss- ins á morgun. Sýningin, sem var sett upp seinasta haust, fékk afar góðar viðtökur jafnt hjá gagnrýnendum sem almenningi og komust færri að en vildu en Forðist okkur er sam- starfsverkefni Commom Nonsense og Nemendaleikhúss LHÍ. Tíu auka- sýningar á verkinu eru áætlaðar í apríl. „Það seldist upp á allar sýning- arnar í haust og við höfðum salinn ekki lengur. Okkur fannst það svolít- ið eins og að drepa verkið í fæðingu, að hætta með það þá, þannig að við notuðum tækifærið núna til að setja það upp aftur út af því við fengum litla sviðið,“ segir Hugleikur. Að- spurður hvort verkið sé á leiðinni út fyrir landsteinana eftir þessar auka- sýningar segir Hugleikur það alveg óvíst og í raun og veru viti hann ekk- ert um framtíðarhorfur þess ennþá. Frumflytja lag í veislunni Hugleikur er ekki aðeins í óða önn að setja verkið sitt aftur á fjalirnar því í dag kemur út ný bók eftir hann, Fermið okkur. „Fermið okkur er með sama teiknistíl og hinar bækur mínar en þetta er ein samfelld saga í þetta skiptið. Hún fjallar um 13 ára strák sem þarf að fara að fermast og kann- ar hvað það er að fermast. Hann kynnir sér bæði borgaralega og kristilega fermingu og reynir að velja þar á milli.“ Hugleikur segir þessa bók ekki vera neina ádeilu á fermingar heldur kannski meira til- raun til sölubrellu. „Að gera bók um fermingar á sama tíma og það er verið að ferma unglinga er kannski viss tilraun.“ Í tilefni þess að ákveðið var að hafa aukasýningar á Forðist okkur og að Hugleikur gefur út bókina Fermið okkur verður í dag haldin fermingarveisla ársins í anddyri Borgarleikhússins. „Benni Hemm Hemm spilar tónlist og það verða skemmtiatriði í tengslum við leik- ritið Forðist okkur. Auk þess sem ég flyt lagið „Ég kyssi þig á augun“ eft- ir mig og Benna Hemm Hemm en það fylgir með bókinni á geisladiski eða á sjö tommu vínilplötu.“ Hug- leikur segir lagið ekki eiga neitt rosalega skylt við efni bókarinnar en þó séu smátengsl þar á milli. Fermingarveislan er í dag kl. 18.00 í Borgarleikhúsinu. Leiklist | Fermingarveisla í Borgarleikhúsinu Fermið okkur – Forðist okkur Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Hugleikur Dagsson gefur út bókina Fermið okkur í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.