Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Óskar Vigfús-son fæddist í Hafnarfirði 8. des- ember 1931. Hann andaðist 23. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Vigfús Jón Vigfús- son, f. 7. september 1898, d. 21 október 1965, og Epiphanía Ásbjörnsdóttir, f. 6. janúar 1902, d. 19. júní 1956. Ósk- ar var fimmti af níu systkinum en þau eru Vigfús Sólberg, f. 1925, kvæntur Margréti Kjartansdótt- ur, Hólmfríður Ása, f. 1926, gift Björgvini S. Sveinssyni, Erna, f. 1929, gift Arnbirni Ólafssyni, látinn, Sigurbjörg, f. 1930, gift Kristni Torfasyni, Leifur Egg- ert, f. 1934, d. 2001, kvæntur Halldóru Stephensen, Guðrún María, f. 1935, gift Hjalta Páli Þorvarðarsyni, Guðmundur, f. 1936, kvæntur Guðrúnu Lísbetu Ólafsdóttur, og Ásbjörn, f. 1939, kvæntur Guðrúnu Ólafsdóttur. jón Ólafur, f. 1996. 3) Ómar, f. 18 febrúar 1963, kvæntur Erlu Maríu Kristinsdóttur. Börn þeirra eru Ólafur Ingi, f. 1984, unnusta hans er Tinna Sif Berg- þórsdóttir, barn þeirra er Bryn- dís Ösp, f. 2005, Stefán Örn, f. 1988, og Hilmar Örn, f. 1988. Óskar vann hjá Rafha 1947– 1948, var sjómaður frá 1948– 1968. Óskar vann við hafnargerð í Straumsvík 1968–1970. Hann var í stjórn Sjómannafélags Hafnarfjarðar frá 1966 og var formaður frá 1974 til dauðadags. Hann var í sjómannadagsráði frá 1970 og í stjórn til dauðadags. Var formaður Sjómannasam- bands Íslands frá 1976 til 1994 og í stjórn frá 1994 til 2005. Ósk- ar var í mörgum nefndum og ráðum, t.d. síldarútvegsnefnd, verðlagsráði, Fiskveiðasjóði, miðstjórn ASÍ, Alþjóðasambandi flutningaverkamanna ÍTF, Hval- veiðiráðinu og var í góðum tengslum við Fiskimannafélag Færeyja. Óskar var heiðraður með riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu 1994 og var heiðraður á sjómannadegi Hafn- arfjarðar árið 2004. Útför Óskars verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Óskar var átta ár í Ólafsvík hjá föð- urbróður sínum Guðbrandi Vigfús- syni, f. 1906, d. 2001, kvæntur Elínu Snæbjörnsdóttur, f. 1913, d. 1993. Upp- eldissystir Óskars er Guðrún, f. 1934, gift Guttormi Þor- mar. Eftirlifandi eigin- kona Óskars er Ni- colína Kjærbech, f. 30. nóvember 1937 í Sumba í Færeyjum, dóttir Níels Pauls og Valborg Kjærbech. Börn Óskars og Nicolínu eru: 1) Valborg Kjærbech, f. 7. ágúst 1958. Dætur hennar eru Saga Kjærbech Finnbogadóttir, f. 1988, og Sædís Kjærbech Finn- bogadóttir, f. 1992. 2) Óskar Ás- björn, f. 26. ágúst 1960, kvæntur Hjördísi Ólöfu Jónsdóttur. Börn þeirra eru Helena Ósk, f. 1983, Ómar Ásbjörn, f. 1984, unnusta hans er Hildur Anna Karlsdóttir, Sigurður Óskar, f. 1989, og Guð- Kæri tengdapabbi. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar. Þú og Nicolina hafið alltaf reynst mér mjög vel og hef ég alltaf getað leitað til ykkar í gegnum tíð- ina. Það var orðinn vani hjá fjöl- skyldunni í Birkihvamminum þegar leggja átti í langferð að spyrja Ósk- ar um veðurspána og góð ráð. Alltaf áður en við fjölskyldan eða þið Ni- colina fóruð í ferðalög sagðir þú: „Passið upp á börnin“ því barna- börnin og fjölskyldan voru þér svo kær. Þú hafðir mjög gaman af tón- list og vorum við á svipuðum nótum þó við værum ekki með alveg sama tónlistarsmekkinn. Þú og Nicolina voruð mjög náin, það skynjaði ég strax og höfum við Óskar sonur þinn haft það sem veganesti í okkar sambúð. Í gleðskap varst þú hrókur alls fagnaðar, saman ferðuðust þið Nicolina mikið og hafðir þú mjög gaman af því að segja okkur frá ferðum ykkar. Í þinni síðustu ferð fengum við Óskar sonur þinn að vera með þér í eina viku á Kanarí. Þessi ferð var einstaklega erfið fyr- ir þig en baráttan og krafturinn í þér var einstakur og mun ég aldrei gleyma því, enda varst þú ekki þekktur fyrir að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Takk fyrir allt Guð geymi þig. Þín tengdadóttir Hjördís Ólöf. „Eitt sinn verða allir menn að deyja,“ segir í einhverju dægurlagi. Það vitum við öll og þótt þú hafir oft á tíðum verið mjög meðvitaður um þá staðreynd þá varstu samt ekki tilbúinn að fara né ég að missa þig. Ég er mjög þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk að hafa þig í lífi mínu því þú gerðir það betra. Að hafa einhvern sem gat nánast alltaf hlustað af athygli á allt ómerkilegt og merkilegt sem ég þurfti að koma frá mér og hafði óbilandi trú á mér í einu og öllu er ómetanlegt. Ég á eftir að sakna þín á hverjum degi og ég mun eiga rosalega erfitt með að sætta mig við að ég muni ekki sjá þig aftur hér. Þú varst ekki aðeins kóngur einn dag heldur alla daga, elsku afi minn, hvíldu í friði. Helena Ósk Óskarsdóttir. Kæri afi minn. Ég gæti skrifað nokkrar blaðsíður um þig en þar sem ég hef takmarkað pláss get ég aðeins skrifað takmarkað um þig. Það er erfitt að átta sig á því að þú sért ekki inni í herberginu þínu eins og þú varst alltaf þegar ég kom. Það er erfitt að vita að þú verður þar aldrei aftur. Þú varst vinsæll maður bæði hér á jörðu og fyrir handan þar sem þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Guð almáttugur reynir að taka þig frá okkur. Þú hafðir marga kosti sem verð- ur sárt saknað. Þú varst góðhjart- aður, traustur, vingjarnlegur, örlát- ur og margt annað mætti telja upp. Þú varst maður sem ég hef og mun alltaf taka mér stoltur til fyrir- myndar. Þú vannst virðingarvert og gott starf fyrir réttindabaráttu sjó- manna í formannstíð þinni sem verður ekki tekið af þeim. Þó að sársaukinn sé mikill við fráfall þitt erum við þakklát fyrir að þú þurftir ekki að þjást mikið. Fjölskyldan mun minnast þín með stolti og þakklæti. Farðu í friði, kæri vinur, og mundu að við berum ávallt hlýjan hug til þín. Ómar Ásbjörn Óskarsson. Vita skaltu hve göfugt er að þjást og vera sterkur. Andstutt og blinduð missum við tengsl við líf sem virtist ósnertanlegt. Sársaukinn líður hjá en fegurðin og minningar lifa ennþá. Tárin falla endalaust og geta ekki hætt. Hugrekki kynntumst við og minnumst mest. Maður sem átti fullkomið líf, manna góður afi. Núna hvílistu á betri stað og verður sárt saknað. Við munum aldrei gleyma bæði góðum og slæmum stundum. Góðmennska býr innra með þér og okkur öllum. Kærleikur þinn geislar frá þér og streymir til okkar. Þótt að við séum hér en þú sért þar munt þú alltaf vera í hjartastað. Verst er að kveðjustund átti sér aldrei stað. Saga Kjærbech Finnbogadóttir, Sædís Kjærbech Finnbogadóttir. Við kveðjum afa með miklum söknuði. Þegar við hugsum um Ósk- ar afa koma upp svo margar góðar minningar að hægt væri að skrifa heila bók. Það var alltaf gaman að kíkja í heimsókn til afa, hann sýndi öllu áhuga á því sem við gerðum og var alltaf tilbúinn til að hjálpa þeg- ar við þurftum. Það var einnig skemmtilegt að sjá hvernig afi ljómaði allur upp þegar langafa- barnið hans kom í heimsókn. Með þessum orðum kveðjum við Óskar afa og mun hann alltaf lifa í minningum okkar. Ólafur , Tinna og Bryndís. Þegar pabbi sagði okkur frá því að afi væri dáinn þá trúðum við því ekki. Afi, við munum sakna þín svo mikið. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa okkur við hvaða vandamál sem er. Afi, þú þarft ekki að hafa áhyggjur því við munum halda áfram að hjálpa til. Því við vitum að við gerðum þetta allt saman fyrir ömmu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Hilmar og Stefán. Okkur langar með fáeinum orð- um að minnast Óskars Vigfússonar. Óskar var fimmti í röð níu barna hjónanna Vigfúsar Jóns Vigfússon- ar og Epiphaníu Ásbjörnsdóttur. Við systkinin höfum verið einstak- lega samheldin í gegnum tíðina og flest búið í nágrenni hvert við ann- að. Samheldni og væntumþykja okkar systkinanna á sér djúpar rætur allt aftur til æskuáranna heima á Kirkjuveginum. Það voru að mörgu leyti erfiðir tímar í upp- vextinum sem þjöppuðu okkur systkinum saman. Óskar var árinu yngri en ég og því upplifðum við æskuna á sama hátt. Við fermdust saman og deildum með okkur gleði- stundum æskuáranna. Ábyrgðartil- finningin, viljastyrkurinn og dreng- lyndið sem hann hlaut í vöggugjöf og þroskaði með sér um ævina voru hans persónueinkenni allt til hinstu stundar. Óskar var í æsku mikið á sumr- um hjá föðurbróður sínum Guð- brandi Vigfússyni á Snæfellsnesi og sýndi hann frænda sínum sem varð háaldraður alla tíð mikla ræktar- semi. Óskar fór að vinna fyrir sér strax að loknu barnaskólaprófi og vann fyrst almenna verkamanna- vinnu. Árið 1948 fór Óskar til sjós sem háseti þá sautján ára gamall. Ungur að árum lenti hann í sjóslysi þegar skipið sem hann var á Edda G.K. 25 fórst í aftakaveðri inni á Grundarfirði. Ungur kynntist Óskar konu sinni Nicoline Kjærbech sem var frá Færeyjum. Mikil var gæfa hans við þau kynni því betri lífs- förunaut hefði hann vart getað fundið. Nicolina hefur alla tíð verið hans stoð og stytta. Saman hafa þau upplifað margar gleði- og ánægjustundir og saman hafa þau glímt við erfiðleika og veikindi. Þau Óskar og Nicolina eignuðust þrjú börn, þau Valborgu, Óskar og Óm- ar. Þau hjónin hafa í gegnum árin verið hvað ötulust við að halda okk- ur systkinunum saman með því að efna til alls kyns fjölskylduboða, ferðalaga og jólasamkvæma fyrir okkur og afkomendur okkar. Þeim hjónum verður seint fullþökkuð öll sú velvild og ræktarsemi sem þau hafa sýnt fjölskyldunni. Óskar var þannig af guði gerður að hann hug- aði meira að velferð þeirra sem stóðu honum nærri en sinni eigin. Það var ekki framagirni sem leiddi hann til þeirra mörgu trúnaðar- starfa sem honum voru falin um ævina. Þar kom meira til traust manna til hans. Kæri bróðir, ekki gat mig grunað að viðskilnaður okkar yrði svo skjótur. Það er erfitt til þess að hugsa að fá ekki að faðma þig fram- ar. Kæra Nicolina, Valborg, Óskar, Ómar, barnabörn, barnabarnabarn og tengdabörn, mestur er þó ykkar missir. Guð geymir góðan dreng sem mun áfram vaka yfir ykkur og vernda. Sigurbjörg, Kristinn og fjölskylda. Elsku bróðir og mágur. Annar sem kveður úr níu systkina hópn- um. Í þetta sinn vann sá með ljáinn en í fyrri atlögu hans fyrir áratug- um hafðir þú sigur. Fyrst á Eddu- slysinu og svo fótarmeinið sem hefti þig í fyrri störfum. En kjarkinn skorti þig aldrei eins og verk þín í þágu þinna gömlu félaga til sjós sýna. Við systkinin eigum þér og þinni góðu konu mikið að þakka, og sérstaklega hve þið hafið verið dug- leg við að halda stórfjölskyldunni saman, og hefur miðpunkturinn oft- ar en ekki verið á ykkar heimili. Ég minnist æskuáranna í litla húsinu á Kirkjuveginum, þar var oft þröngt á þingi en oftar en ekki var gaman þótt stundum væri það vissulega erfitt. Þar komu á unga aldri forystuhæfileikar þínir fljótt í ljós. Ég minnist þess þegar þú ung- ur að aldri kynntir fyrir okkur konuefni þitt Nicolinu, en hún kom frá nágrannalandi okkar Færeyj- um, og varð strax ein af okkur. Heimili ykkar varð svo að heimili okkar yngri þegar faðir okkar hætti búskap. Margt væri hægt upp að telja en ekki nú. Elsku bróðir, ég mun svo lengi sem ég lifi muna brosið þitt og upp- lífgandi mátt orða þinna „sæl systa“. Við Hjalti viljum að lokum þakka þér allt sem þú hefur fyrir okkur gert en nú skiljast leiðir okk- ar í bili. Elsku Nicolina, Valborg, Óskar, Ómar og fjölskyldur, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðrún. Svo örstutt er bil milli blíðu og éls, og brugðizt getur lánið frá morgni til kvölds. (M. J.) Fyrir tveim mánuðum sátum við saman á hótelherbergi í Ólafsvík, við Guttormur, Óskar og Nicolina. og rifjuðum upp æskuminningar okkar Óskars eins og svo oft áður á ferðum okkar vestur. Engan grun- aði þá að þetta yrði síðasta ferð okkar saman. Mig langar til að bregða upp nokkrum minningabrotum frá æskuárum okkar Óskars frænda míns og fósturbróður sem við áttum saman í Ólafsvík, en við vorum bræðrabörn. Þegar Óskar kom á heimili for- eldra minna átta ára gamall, var stríð og erlendur her í landinu. Þá var reynt að koma sem flestum börnum úr þéttbýlinu í sveit. Í fyrstu var bara um sumardvöl að ræða, en fljótlega vildi hann vera allt árið og fara með okkur krökk- unum í skólann, mér til mikillar gleði. Fannst mér ég hafa eignast stóran bróður. Var hann hjá okkur til fimmtán ára aldurs og fór aðeins heim til Hafnarfjarðar til að ferm- ast. Það kom snemma í ljós hvað Ósk- ar var duglegur og tók vel eftir öllu. Féll hann strax vel inn í allt sem verið var að starfa við. Hann hafði mikinn áhuga á búskapnum, en þá stunduðu flestir í Ólafsvík búskap jafnhliða sjómennsku og öðrum störfum. Hestarnir voru í sérstöku uppáhaldi hjá honum og lagði hann sig mikið fram við að kenna stelp- unni að sitja á hestbaki, en með litlum árangri, því auk þess að vera stelpa var hún hrædd um að detta af baki. Einn daginn komu nokkrir hermenn í litla þorpið og settu sitt hafurtask niður stutt frá heimili okkar. Kom þá í ljós að Óskar var í góðri æfingu að tala ensku, hafði lært hana af setuliðsmönnunum í Hafnarfirði. Fékk hann strax emb- ætti við að túlka fréttirnar úr út- varpinu fyrir Bretana. Óskar hafði alla tíð gaman af söng og á þessum árum söng hann fyrir okkur vinkon- urnar alla helstu slagarana, bæði á ensku og íslensku, en við vorum þá bara í dúkkuleik. Vinkona mín minnti mig á það ekki alls fyrir löngu, að 1. maí eitt árið, þegar við vorum uppteknar í dúkkuleik, sagði Óskar við okkur: „Hvað er þetta með ykkur, stelpur, kunnið þið ekki Nallann?“ Það óraði engan fyrir því þá, að hann ætti eftir að standa framarlega í verkalýðsbaráttunni og standa ótal sinnum í ræðustóli á hátíðisdegi verkalýðsins. Æskuárin voru ljúf, en liðu hratt og áttum við margar góðar end- urminningar frá þessum árum. Það sem einkenndi Óskar í æsku og ætíð síðan var glaðlyndi, dugnaður og hispursleysi. Kom það honum vel í öllu sem hann tók sér fyrir hendur í lífi og starfi því oft reyndi mikið á hann. En Óskar átti líka margar gæfustundir og mesta ham- ingja hans var fjölskyldan. Að lokum vil ég þakka Óskari frænda mínum fyrir allar góðu stundirnar, sem við áttum saman. Þá vil ég sérstaklega þakka honum þá miklu umhyggju, sem hann sýndi foreldrum mínum alla tíð. Blessuð sé minningin um góðan frænda og vin. Við Guttormur sendum Nicolinu, börnunum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðrún H. Guðbrandsdóttir. Kveðja frá Sjómannafélagi Hafnarfjarðar Í dag kveðjum við með söknuði félaga okkar og vin Óskar Vigfús- son formann félags okkar og fyrr- um formann Sjómannasambands Íslands. Ungur að árum hóf Óskar störf á sjónum eins og títt var um unga menn í togarabænum Hafnarfirði á þeirri tíð. Sjómennskan varð svo ævistarf hans þar til hann varð fyr- ir slysi sem leiddi til þess að hann varð að lokum að hætta sjó- mennsku og fór að starfa í landi. Gerðist hann þá starfsmaður félags okkar árið 1970 og varð formaður félagsins árið 1974. Sjómenn um allt land veittu athygli hve ötullega hann starfaði fyrir félag okkar, af áhuga og hugsjón. Óskar var því nokkru síðar kosinn formaður í heildarsamtökum íslenskra sjó- manna, Sjómannasambandi Íslands. Óskar starfaði fyrir heildarsam- tök sjómanna til ársins 1994 ásamt því að vera formaður Sjómanna- félags Hafnarfjarðar sem hann gegndi til æviloka. Með Óskari er fallinn frá úr okk- ar hópi mikill foringi, baráttumaður og drengur góður. Félagið okkar var honum samofið alla tíð. Óskar og félagið okkar hafa verið eitt í meira en þrjá áratugi og var hann sál félagsins allan þann tíma. Fyrir allt þetta þökkum við Ósk- ari Vigfússyni nú á kveðjustundu og sendum Nicolinu eiginkonu hans, afkomendum þeirra og öðrum skyldmennum dýpstu samúðar- kveðjur okkar. F.h. Sjómannafélags Hafnar- fjarðar, Jón Rósant Þórarinsson. Kveðja frá sjómannadagsráði Reykjavíkur og Hafnarfjarðar Góður félagi og ötull talsmaður sjómanna og sjómannasamtakanna er fallinn frá. Okkar leiðir lágu saman upp úr 1970 þegar við Óskar unnum að undirbúningi hátíðahalda sjómannadagsins í Hafnarfirði og Reykjavík og vorum jafnframt starfsmenn sjómannafélaganna. Óskar var einnig um langt árabil í ÓSKAR VIGFÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.