Morgunblaðið - 31.03.2006, Page 68

Morgunblaðið - 31.03.2006, Page 68
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi Fjöldi gómsætra osta á Matur 2006 í Fífunni um helgina. Komdu og smakkaðu! UPPSAGNIR sjálfstætt starfandi hjartalækna á samningi við Trygg- ingastofnun ríkisins taka gildi frá og með morgundeginum, 1. apríl. „Samninganefnd Læknafélags Reykjavíkur var boðuð á fund sl. þriðjudag en þeim fundi var aflýst með 20 mínútna fyrirvara. Ég hef ekkert heyrt í fulltrúum Trygg- ingastofnunar eða samninganefnd- ar heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins síðan þá. Ég veit ekki hvað þeir eru að hugsa. Við lít- um svo á að boltinn sé hjá þeim og höfum verið að undirbúa hvernig við höldum áfram að sinna okkar sjúklingum utan samnings. Þjón- ustan verður algerlega óbreytt af okkar hálfu,“ segir Þórarinn Guðnason, formaður Félags sjálf- stætt starfandi hjartalækna. Sjálfstætt starfandi hjartalækn- ar sögðu upp samningi við TR um síðustu áramót og taka uppsagn- irnar gildi 1. apríl. Náist ekki samningar verða sjúklingar að greiða allan kostnað við komur til hjartalækna en TR hefur að meðaltali greitt um tvo þriðju af kostnaðinum. „Greiðslufyrirkomulagið breyt- ist,“ segir Þórarinn. „Við hættum að taka að okkur að vera milliliður við Tryggingastofnun ríkisins og fyrirkomulagið verður rétt eins og hjá tannlæknum, við tökum við fullri greiðslu hjá sjúklingunum en það er ekki á okkar ábyrgð hvort eða hvernig Tryggingastofnun tek- ur á endurgreiðslum. Við munum áfram veita öllum fulla þjónustu en verðum þá að innheimta sam- kvæmt gjaldskránni.“ Þórarinn segir að sjálfstætt starfandi hjartalæknar geti ekki unnið eftir þeim samningi sem í gildi hefur verið. Í nóvember og desember á síðasta ári hafi hjarta- læknar í raun þurft að standa straum af stærstum hluta kostn- aðar við meðferð hjartasjúkl- inganna. „Augljóslega geta hjartalæknar ekki tekið á sig skuldbindingar TR á þennan hátt til frambúðar,“ segir hann. Vaxandi eftirspurn „Vandinn er til kominn vegna þess að einingar í samningnum vegna hjartalækninga eru allt of fáar og kláruðust í lok október. Þegar einingarnar eru búnar eiga sjúklingarnir samkvæmt samn- ingnum að fá þjónustu áfram en læknarnir verða að veita Trygg- ingastofnun frá 50–100% afslátt. Það sem eftir er dugir ekki fyrir launa- og rekstrarkostnaði hjá okkur.“ Þórarinn segir að eftirspurn eft- ir þjónustu hjartalækna fari ört vaxandi af ýmsum ástæðum, m.a. vegna hærri meðalaldurs þjóðar- innar og þess að fleiri lifa með hjartasjúkdóma vegna bættrar meðferðar. Einnig hafi aðsóknin aukist eftir að ýmsir hafi í fjölmiðl- um hvatt fólk til þess að fara í skoð- un og eftirlit hjá hjartalæknum til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Í mörgum tilvikum hafi þetta orðið til þess að sjúkdómar hafa uppgötvast og verið með- höndlaðir í tíma. Uppsagnir samnings hjartalækna við Tryggingastofnun ríkisins taka gildi á morgun Sjúklingar greiða fullt gjald eftir 1. apríl Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is SENDINEFND bandarískra stjórnvalda kom hingað til lands í gær og mun í dag eiga fund með íslenskum embættismönn- um til að ræða hvernig vörnum Íslands verði háttað í framtíðinni. Alls eru 26 menn í bandarísku sendinefnd- inni, en formaður nefnd- arinnar er Carol van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna á Ís- landi. Nefndarmenn eru frá bandaríska utanríkis- ráðuneytinu, varnarmálaráðuneytinu og höfuðstöðvum Evrópudeildar Bandaríkja- hers í Stuttgart. Þeir, sem fara fyrir nefndinni, eru Mark Pekala vara-aðstoðarutanríkisráðherra, James Townsend sem fer fyrir NATO- samstarfi í varnarmálaráðuneytinu, Noel Preston, flotaforingi í bandaríska flotanum og yfirmaður bækistöðva flotans í Evrópu, Richard Mills, hershöfðingi og aðstoðarað- gerðastjóri Evrópuherstjórnar Bandaríkj- anna og Thomas Coon, hershöfðingi í Evr- ópuherstjórn Bandaríkjanna. Fundurinn sem hefst klukkan hálf tíu í dag, fer fram í utanríkisráðuneytinu en ekkert liggur fyrir um hvað hann muni standa lengi. Er þetta fyrsti viðræðufund- ur Íslands og Bandaríkjanna frá því Bandaríkjaforseti tilkynnti íslenskum stjórnvöldum 15. mars sl. að herþotur og þyrlubjörgunarsveit yrðu kallaðar á brott frá Keflavíkurflugvelli. Boðar öflugra varnarsamstarf Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanna, boðar öflugra varn- arsamstarf við Íslendinga í grein í Morg- unblaðinu í dag. Segir Burns að Bandaríkjamenn hlakki til að setja fram skoðanir sínar í viðræðunum, sem hefjast í dag, og heyra milliliðalaust umleitanir og tillögur Íslendinga. „Yfirlýsingin frá því fyrr í þessum mán- uði, um að Bandaríkin ætli að hætta því verklagi að hafa varanlegan herafla á Ís- landi, breytir ekki þessari samvinnu og sameiginlega markmiði,“ segir Burns í grein sinni. | Miðopna Viðræður um varnar- mál í dag Nicholas Burns Á MORGUN mun hópur nemenda úr Mennta- skólanum í Kópavogi standa fyrir fatamarkaði í sjálfboðamiðstöð Rauða kross Íslands í Hamraborg 11 en þetta er liður í tveggja ein- inga áfanga um sjálfboðastarf í skólanum. Þar verða notuð föt seld á vægu verði en ágóðinn af markaðnum mun renna til götubarna í Mós- ambík. Að sögn Fanneyjar Karlsdóttur, fram- kvæmdastjóra Kópavogsdeildar RKÍ, er þetta í fyrsta skipti sem slíkur áfangi er kenndur í framhaldsskóla á Íslandi, en auk fatamark- aðarins hafa nemendurnir tekið þátt í öðru sjálfboðaliðastarfi, s.s. stuðningi við aldraða og geðfatlaða ásamt því að starfa með ungum innflytjendum. Eyja Drífa Ingólfsdóttir og Eggert Þórberg- ur Gíslason eru á meðal nemenda sem taka þátt í verkefninu og aðspurð hvers vegna þau hefðu valið þennan áfanga sagði Eyja að hún hefði áður tekið þátt í sjálfboðaliðastarfinu en Eggert hafði langað til að kynnast því. Er þau voru spurð um úrvalið á fatamarkaðnum mátti heyra að það yrði verulegt. Meðal þess sem verður á boðstólum er barnaföt, dragtir, skór, leðurjakkar og snjógallar ásamt fjölmörgu öðru. Mögulegt verður að prútta. Morgunblaðið/ÞÖK Nemendur í MK safna fyrir götubörn í Mósambík ♦♦♦ ÍSLANDSPÓSTUR þarf ekki að greiða Landsbankanum skaðabætur vegna rúmlega 2 milljóna kr. fjár- tjóns sem Landsbankinn varð fyrir þegar starfsmaður Íslandspósts stal peningasendingu í vörslu fyrirtæk- isins sumarið 2003. Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála frá í gær. Felldi nefndin þar með úr gildi ákvörðun Póst- og fjarskiptastofn- unar (PFS) sem taldi Íslandspóst ábyrgan. Starfsmaðurinn hafði stolið nær 6 milljónum kr. í erlendum gjaldmiðli og fannst megnið af fénu heima hjá honum en hann hafði þó eytt um 2 milljónum króna. PFS úrskurðaði Landsbankanum í hag í desember 2005 og kærði Íslandspóstur þá ákvörðun til nefndarinnar. Taldi hún að ekki væri hægt að fullyrða að tjónið hefði verið afleiðing af eðlileg- um verkháttum né að Íslandspósti hefði átt að vera ljós sú áhætta sem fylgdi því að starfsmaðurinn kynni að haga sér á þennan hátt. Það hefði ekki verið hluti af verksviði þessa starfsmanns að sendast með pen- inga. Vissulega hefði tjónið orðið innan vinnutíma en væri þó ekki þess eðlis að Íslandspóstur hefði mátt bú- ast við slíkri hegðun starfsmannsins. Þarf ekki að greiða skaðabætur vegna þjófnaðar starfsmanns OLÍUFÉLAGIÐ ákvað hækkun á eldsneyti í gær. Lítrinn af bensíni hækkar um 2 krón- ur en lítrinn af dísil- og gasolíu hækkar um 1 krónu. Eftir breytinguna er algengasta sjálfsafgreiðsluverð á 95 oktana bensíni á stöð með fullri þjónustu á höfuðborgar- svæðinu 119,40 krónur og á dísilolíu 115,50 krónur. Verðið er nú orðið álíka hátt og það var hæst á síðasta ári, en það fór í 119 kr í ágúst í fyrra. Eldsneyti hækkar í verði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.