Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÖGGJÖF SAMÞYKKT Stjórnarskrárdómstóll Frakk- lands samþykkti í gær umdeilda at- vinnulöggjöf, sem krefst nú aðeins undirritunar Jacques Chirac Frakk- landsforseta til að öðlast gildi. Stýrivextir hækka Bankastjórn Seðlabanka Íslands hækkaði í gær stýrivexti bankans um 0,75 prósentustig. Að mati bankastjórnarinnar hafa verðbólgu- horfur dökknað verulega. Börðust við sinubruna Gífurlegur sinubruni varð á Mýr- um í Borgarfirði í gær. Slökkviliðið í Borgarnesi og íbúar á svæðinu börð- ust við að verja húseignir. Sex menn dæmdir Sex menn voru í gær dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í 4 til 15 mánaða fangelsi, að mestu skilorðs- bundið, og til greiðslu um 163 millj- óna kr. í sekt fyrir brot á lögum um vörsluskatta og umboðssvik vegna félaga tengdra Frjálsri fjölmiðlun. Tugir fórust í sjóslysi Talið er að a.m.k. 47 hafi farist þegar farþegaskip með 180 farþeg- um sökk undan ströndum Bahrain í gærkvöldi. Að sögn Sheikh Rashid bin Abdullah al-Khalifa, innanrík- isráðherra Bahrain, hafði björg- unarmönnum tekist að bjarga 52 farþegum í gærkvöldi. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Forystugrein 34 Úr verinu 14 Viðhorf 36 Viðskipti 16 Minningar 39/50 Erlent 18/19 Brids 53 Akureyri 22 Dagbók 54 Austurland 22 Víkverji 54 Höfuðborgin 24 Velvakandi 55 Suðurnes 24 Staður og stund 56 Landið 25 Menning 58/65 Daglegt líf 26/28 Ljósvakamiðlar 65 Listir 30/31 Veður 67 Umræðan 32/38 Staksteinar 67 * * * Kynningar – Blaðinu fylgja kynning- arblöðin Ferðatorg 2006 og kynning- arblað Miðborgar. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %     &         '() * +,,,           LÖGREGLAN í Keflavík sem rannsakar mannrán og líkams- árás í Garðinum á laugardags- kvöld, óskar eftir að hafa tal af ökumanni Land Rover jeppabif- reiðar sem átti leið um Bisk- upstungnabraut eða Laugar- vatnsveg, eða báða vegina, í grennd við bæinn Múla um kl. 1 – 1:40 aðfaranótt sunnudagsins 26. mars sl. Ökumaður bifreiðarinnar mun hafa ekið á móti og framhjá gangandi manni á þessum slóð- um og mun hafa veitt manninum athygli án þess þó að stansa hjá honum. Lögreglan í Keflavík hvetur ökumanninn til að gefa sig fram og bendir á að þetta tengist rannsókn á hinu alvar- lega sakamáli sem um ræðir. Ökumaður Land Rover bifreið- arinnar og aðrir sem hugsanlega hafa einhverja vitneskju um mál þetta eru beðnir að hafa sam- band við lögregluna í Keflavík í síma 420 2400 eða 112. Rannsókn lögreglunnar hefur ekki enn leitt til þess að grunur hafi fallið á neinn. Þó er talið að mannræningjarnir hafi verið á gulum amerískum bíl þegar þeir bönkuðu upp á hjá manninum og settu hann í skott bílsins. Höfðu þeir hann í haldi í sjö klukku- stundir áður en honum tókst að sleppa frá þeim í Biskupstung- um. Rannsóknin á mannráninu í Garði Ökumaður á Land Rover bíl gefi sig fram SÝNINGIN Matur 2006 var sett í gær í Fífunni í Kópavogi. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra voru viðstaddir opnunina. Á myndinni gefa Ólafur Júlíusson og Óli Þór Hilmarsson hjá Meist- arafélagi kjötiðnaðarmanna forset- anum að smakka sviðasultu sem sett er í mót eins og sviðakjammi í laginu. Á fjórða hundrað fyrirtæki sýna á sýningunni. Í dag verða tilkynnt úrslit í Eldhúsi Íslands og keppt verður til úrslita í uppvösk- unarkeppninni. Þá verður sýningin Ferðatorg sett að viðstöddum sam- gönguráðherra. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Smakkaði sviðasultu á matarsýningu STJÓRN Orkuveitu Reykjavíkur ákvað í gær að fela forstjóra fyrir- tækisins að gera úttekt á möguleik- um OR til að afla raforku fyrir stór- iðju í Helguvík. Meðal annars verður hugað að mögulegri orkuöflun, flutn- ingsleiðum, verði og hagkvæmni, öfl- un rannsóknaleyfa, umhverfisþátt- um og áhrifum á efnahagslífið. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor- maður OR, sagði í samtali við Morg- unblaðið að fimm stjórnarmenn hefðu samþykkt þessa tillögu en fulltrúi vinstri-grænna hefði verið mótfallinn henni. Hann bætti því við að forstjórinn myndi hefja vinnu við þessa tillögu á næstu dögum og leggja niðurstöðu könnunarinnar fyrir stjórnarfund í næsta mánuði. Tryggvi Friðjónsson, fulltrúi vinstri-grænna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR), segist ekki hrif- inn af þeirri hugmynd að forstjóri Orkuveitunnar fái heimild til úttekt- ar á því hvort OR geti útvegað orku fyrir mögulegt álver í Helguvík. Ál- ver í Helguvík leysi ekki þau at- vinnuvandamál sem komið hafi upp á Suðurnesjum með fyrirhuguðu brotthvarfi varnarliðsins. „Það er talað um að þetta sé mikið högg fyrir Suðurnesjamenn, sem það eflaust er, en álver leysir ekki vanda dagsins í dag. Þetta er pólitískt útspil sem er ekki líklegt að komi til framkvæmda fyrr en að tveimur til þremur árum liðnum, þannig að þetta leysir ekki neinn vanda í dag,“ sagði Tryggvi. Hann hafi bent á það á stjórnarfund- inum að á seinasta ári hafi fulltrúar R-listans lýst því yfir að skoða ætti þessi mál með heildstæðum hætti og hann hafi ítrekað það. Það ætti að fara yfir málin á vettvangi eigenda OR sem væri fyrst og fremst Reykjavíkurborg. „Mér finnst það ekki bara verkefni stjórnar Orku- veitunnar að taka afstöðu eins og þessa heldur verkefni eigandans og þar með borgarstjórnar. Það var megininntakið í afstöðu minni til málsins í dag,“ segir Tryggvi. Óeðlilegt að gera ekki þessa könnun Guðlaugur Þór Þórðarson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem sæti á í stjórn Orkuveitu Reykjavík- ur, segir að það væri óeðlilegt ef Orkuveitan gerði ekki úttekt á því hvort hún gæti útvegað álveri í Helguvík rafmagn. „Það segir sig sjálft að fyrirtæki sem er í orku- rekstri, eins og Orkuveitan, hlýtur að skoða valkost eins og þennan. Menn hljóta að gera það út frá hag- kvæmni fyrir Orkuveituna, mögu- legum áhrifum virkjanafram- kvæmda á umhverfið og efnahagslífið,“ sagði Guðlaugur í samtali við Fréttavef Morgunblaðs- ins. Varðandi afstöðu Tryggva Frið- jónssonar, sem situr í stjórninni sem fulltrúi vinstri-grænna, að það sé ekki verkefni stjórnar Orkuveitunn- ar að taka afstöðu eins og þessa held- ur verkefni borgarstjórnar, segist Guðlaugur ekki ætla að tjá sig sér- staklega um innanbúðarvanda R- listans. Það sé löngu ljóst að R-list- inn sé óhæfur til að stjórna borginni og það sé eins í þessu máli og öðru. Guðlaugur Þór segir það klárt mál að álver myndi hafa jákvæð áhrif á atvinnulífið á Reykjanesi, ekki þurfi að fjölyrða um það. OR mun kanna möguleika á orkusölu til Helguvíkur RÍKISKAUP hafa ákveðið að fram- lengja samninginn um eldsneyt- iskaup ríkisstofnana um eitt ár. Að sögn Júlíusar Ólafssonar, forstjóra Ríkiskaupa, var núver- andi samningur gerður við Olíufé- lagið og Skeljung í upphafi árs 2003 að undangengnu útboði. Var samningurinn gerður til tveggja ára með mögulegri framlengingu tvisvar til eins árs í senn. Samning- urinn gildir því til 30. apríl 2007, en þá fer eðli málsins samkvæmt fram útboð á eldsneytiskaupum ríkisstofnana. Fyrr í vikunni hvöttu for- ráðamenn Atlantsolíu Ríkiskaup til að endurnýja ekki samninginn og fara þess í stað strax í útboð. Að- spurður segir Júlíus það ekki hafa komið til greina þar sem menn hafi metið það sem svo að núver- andi samningur væri það góður að fyllsta ástæða væri til að klára samningstímabilið. Ríkiskaup fram- lengja samning um eldsneytiskaup HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra sagði á Alþingi í gær að þótt verðtrygging lánsfjár væri á vissan hátt gölluð væri mjög erf- itt að afnema hana við þau skil- yrði, þ.e. þær miklu sveiflur, sem nú væru í þjóðfélaginu. „Ef taka á upp gengistryggingu í staðinn liggur náttúrlega fyrir að lán yrðu að meira eða minna leyti í erlendri mynt í stað þess að vera í íslenskum krónum. Til lengri tíma litið er ég þeirrar skoðunar að stefna beri að því að afnema verðtrygginguna, en við þau skil- yrði sem núna eru sé ég ekki að forsendur séu til þess.“ Þetta kom fram í máli hans í umræðu utan dagskrár um stöðu efna- hagsmála. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, var máls- hefjandi umræðunnar. Hann vék m.a. að verðtryggingunni og sagði: „Með núverandi verðtryggingu mun hækkandi verðbólga nær eingöngu bitna á viðskiptavinum bankanna þar sem bankarnir eru tryggðir í bak og fyrir,“ sagði hann. „Við í Frjálslynda flokknum er- um sannfærð um að ef verðtrygg- ingin yrði afnumin yrði erlend lántaka íslenskra banka miklum mun varfærnari en nú er.“ Erfitt að afnema verðtryggingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.