Morgunblaðið - 31.03.2006, Síða 2

Morgunblaðið - 31.03.2006, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÖGGJÖF SAMÞYKKT Stjórnarskrárdómstóll Frakk- lands samþykkti í gær umdeilda at- vinnulöggjöf, sem krefst nú aðeins undirritunar Jacques Chirac Frakk- landsforseta til að öðlast gildi. Stýrivextir hækka Bankastjórn Seðlabanka Íslands hækkaði í gær stýrivexti bankans um 0,75 prósentustig. Að mati bankastjórnarinnar hafa verðbólgu- horfur dökknað verulega. Börðust við sinubruna Gífurlegur sinubruni varð á Mýr- um í Borgarfirði í gær. Slökkviliðið í Borgarnesi og íbúar á svæðinu börð- ust við að verja húseignir. Sex menn dæmdir Sex menn voru í gær dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í 4 til 15 mánaða fangelsi, að mestu skilorðs- bundið, og til greiðslu um 163 millj- óna kr. í sekt fyrir brot á lögum um vörsluskatta og umboðssvik vegna félaga tengdra Frjálsri fjölmiðlun. Tugir fórust í sjóslysi Talið er að a.m.k. 47 hafi farist þegar farþegaskip með 180 farþeg- um sökk undan ströndum Bahrain í gærkvöldi. Að sögn Sheikh Rashid bin Abdullah al-Khalifa, innanrík- isráðherra Bahrain, hafði björg- unarmönnum tekist að bjarga 52 farþegum í gærkvöldi. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Forystugrein 34 Úr verinu 14 Viðhorf 36 Viðskipti 16 Minningar 39/50 Erlent 18/19 Brids 53 Akureyri 22 Dagbók 54 Austurland 22 Víkverji 54 Höfuðborgin 24 Velvakandi 55 Suðurnes 24 Staður og stund 56 Landið 25 Menning 58/65 Daglegt líf 26/28 Ljósvakamiðlar 65 Listir 30/31 Veður 67 Umræðan 32/38 Staksteinar 67 * * * Kynningar – Blaðinu fylgja kynning- arblöðin Ferðatorg 2006 og kynning- arblað Miðborgar. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %     &         '() * +,,,           LÖGREGLAN í Keflavík sem rannsakar mannrán og líkams- árás í Garðinum á laugardags- kvöld, óskar eftir að hafa tal af ökumanni Land Rover jeppabif- reiðar sem átti leið um Bisk- upstungnabraut eða Laugar- vatnsveg, eða báða vegina, í grennd við bæinn Múla um kl. 1 – 1:40 aðfaranótt sunnudagsins 26. mars sl. Ökumaður bifreiðarinnar mun hafa ekið á móti og framhjá gangandi manni á þessum slóð- um og mun hafa veitt manninum athygli án þess þó að stansa hjá honum. Lögreglan í Keflavík hvetur ökumanninn til að gefa sig fram og bendir á að þetta tengist rannsókn á hinu alvar- lega sakamáli sem um ræðir. Ökumaður Land Rover bifreið- arinnar og aðrir sem hugsanlega hafa einhverja vitneskju um mál þetta eru beðnir að hafa sam- band við lögregluna í Keflavík í síma 420 2400 eða 112. Rannsókn lögreglunnar hefur ekki enn leitt til þess að grunur hafi fallið á neinn. Þó er talið að mannræningjarnir hafi verið á gulum amerískum bíl þegar þeir bönkuðu upp á hjá manninum og settu hann í skott bílsins. Höfðu þeir hann í haldi í sjö klukku- stundir áður en honum tókst að sleppa frá þeim í Biskupstung- um. Rannsóknin á mannráninu í Garði Ökumaður á Land Rover bíl gefi sig fram SÝNINGIN Matur 2006 var sett í gær í Fífunni í Kópavogi. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra voru viðstaddir opnunina. Á myndinni gefa Ólafur Júlíusson og Óli Þór Hilmarsson hjá Meist- arafélagi kjötiðnaðarmanna forset- anum að smakka sviðasultu sem sett er í mót eins og sviðakjammi í laginu. Á fjórða hundrað fyrirtæki sýna á sýningunni. Í dag verða tilkynnt úrslit í Eldhúsi Íslands og keppt verður til úrslita í uppvösk- unarkeppninni. Þá verður sýningin Ferðatorg sett að viðstöddum sam- gönguráðherra. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Smakkaði sviðasultu á matarsýningu STJÓRN Orkuveitu Reykjavíkur ákvað í gær að fela forstjóra fyrir- tækisins að gera úttekt á möguleik- um OR til að afla raforku fyrir stór- iðju í Helguvík. Meðal annars verður hugað að mögulegri orkuöflun, flutn- ingsleiðum, verði og hagkvæmni, öfl- un rannsóknaleyfa, umhverfisþátt- um og áhrifum á efnahagslífið. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor- maður OR, sagði í samtali við Morg- unblaðið að fimm stjórnarmenn hefðu samþykkt þessa tillögu en fulltrúi vinstri-grænna hefði verið mótfallinn henni. Hann bætti því við að forstjórinn myndi hefja vinnu við þessa tillögu á næstu dögum og leggja niðurstöðu könnunarinnar fyrir stjórnarfund í næsta mánuði. Tryggvi Friðjónsson, fulltrúi vinstri-grænna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR), segist ekki hrif- inn af þeirri hugmynd að forstjóri Orkuveitunnar fái heimild til úttekt- ar á því hvort OR geti útvegað orku fyrir mögulegt álver í Helguvík. Ál- ver í Helguvík leysi ekki þau at- vinnuvandamál sem komið hafi upp á Suðurnesjum með fyrirhuguðu brotthvarfi varnarliðsins. „Það er talað um að þetta sé mikið högg fyrir Suðurnesjamenn, sem það eflaust er, en álver leysir ekki vanda dagsins í dag. Þetta er pólitískt útspil sem er ekki líklegt að komi til framkvæmda fyrr en að tveimur til þremur árum liðnum, þannig að þetta leysir ekki neinn vanda í dag,“ sagði Tryggvi. Hann hafi bent á það á stjórnarfund- inum að á seinasta ári hafi fulltrúar R-listans lýst því yfir að skoða ætti þessi mál með heildstæðum hætti og hann hafi ítrekað það. Það ætti að fara yfir málin á vettvangi eigenda OR sem væri fyrst og fremst Reykjavíkurborg. „Mér finnst það ekki bara verkefni stjórnar Orku- veitunnar að taka afstöðu eins og þessa heldur verkefni eigandans og þar með borgarstjórnar. Það var megininntakið í afstöðu minni til málsins í dag,“ segir Tryggvi. Óeðlilegt að gera ekki þessa könnun Guðlaugur Þór Þórðarson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem sæti á í stjórn Orkuveitu Reykjavík- ur, segir að það væri óeðlilegt ef Orkuveitan gerði ekki úttekt á því hvort hún gæti útvegað álveri í Helguvík rafmagn. „Það segir sig sjálft að fyrirtæki sem er í orku- rekstri, eins og Orkuveitan, hlýtur að skoða valkost eins og þennan. Menn hljóta að gera það út frá hag- kvæmni fyrir Orkuveituna, mögu- legum áhrifum virkjanafram- kvæmda á umhverfið og efnahagslífið,“ sagði Guðlaugur í samtali við Fréttavef Morgunblaðs- ins. Varðandi afstöðu Tryggva Frið- jónssonar, sem situr í stjórninni sem fulltrúi vinstri-grænna, að það sé ekki verkefni stjórnar Orkuveitunn- ar að taka afstöðu eins og þessa held- ur verkefni borgarstjórnar, segist Guðlaugur ekki ætla að tjá sig sér- staklega um innanbúðarvanda R- listans. Það sé löngu ljóst að R-list- inn sé óhæfur til að stjórna borginni og það sé eins í þessu máli og öðru. Guðlaugur Þór segir það klárt mál að álver myndi hafa jákvæð áhrif á atvinnulífið á Reykjanesi, ekki þurfi að fjölyrða um það. OR mun kanna möguleika á orkusölu til Helguvíkur RÍKISKAUP hafa ákveðið að fram- lengja samninginn um eldsneyt- iskaup ríkisstofnana um eitt ár. Að sögn Júlíusar Ólafssonar, forstjóra Ríkiskaupa, var núver- andi samningur gerður við Olíufé- lagið og Skeljung í upphafi árs 2003 að undangengnu útboði. Var samningurinn gerður til tveggja ára með mögulegri framlengingu tvisvar til eins árs í senn. Samning- urinn gildir því til 30. apríl 2007, en þá fer eðli málsins samkvæmt fram útboð á eldsneytiskaupum ríkisstofnana. Fyrr í vikunni hvöttu for- ráðamenn Atlantsolíu Ríkiskaup til að endurnýja ekki samninginn og fara þess í stað strax í útboð. Að- spurður segir Júlíus það ekki hafa komið til greina þar sem menn hafi metið það sem svo að núver- andi samningur væri það góður að fyllsta ástæða væri til að klára samningstímabilið. Ríkiskaup fram- lengja samning um eldsneytiskaup HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra sagði á Alþingi í gær að þótt verðtrygging lánsfjár væri á vissan hátt gölluð væri mjög erf- itt að afnema hana við þau skil- yrði, þ.e. þær miklu sveiflur, sem nú væru í þjóðfélaginu. „Ef taka á upp gengistryggingu í staðinn liggur náttúrlega fyrir að lán yrðu að meira eða minna leyti í erlendri mynt í stað þess að vera í íslenskum krónum. Til lengri tíma litið er ég þeirrar skoðunar að stefna beri að því að afnema verðtrygginguna, en við þau skil- yrði sem núna eru sé ég ekki að forsendur séu til þess.“ Þetta kom fram í máli hans í umræðu utan dagskrár um stöðu efna- hagsmála. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, var máls- hefjandi umræðunnar. Hann vék m.a. að verðtryggingunni og sagði: „Með núverandi verðtryggingu mun hækkandi verðbólga nær eingöngu bitna á viðskiptavinum bankanna þar sem bankarnir eru tryggðir í bak og fyrir,“ sagði hann. „Við í Frjálslynda flokknum er- um sannfærð um að ef verðtrygg- ingin yrði afnumin yrði erlend lántaka íslenskra banka miklum mun varfærnari en nú er.“ Erfitt að afnema verðtryggingu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.