Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BÆÐI fjármálaráðherra og heil- brigðisráðherra vísuðu frá sér allri ábyrgð á Alþingi í gær á kjaradeilu ófaglærðs starfsfólks á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Starfsfólk á átta heimilum fór í sólarhrings setuverk- fall í vikunni, til að leggja áherslu á kröfur sínar um sömu laun og fólk í sambærilegum störfum hjá Reykja- víkurborg. Aðgerðirnar náðu til níu hundruð starfsmanna og hefur verið boðað að þær verði endurteknar í næstu viku verði ekkert að gert. Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar á Alþingi í gær vegna þessara aðgerða. Hún sagði að laun ófaglærðs starfsfólks á hjúkrunar- og dvalarheimilum vær á bilinu 105 til 130 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. Starfsfólk Reykjavíkurborgar í sambærilegum störfum væri með 22 til 25 þúsund krónum hærri laun. Hún sagði að umræddir starfsmenn heimilanna væru ekkert síður mikilvægir við umönnun aldraðra en læknar eða aðrar hjúkrunarstéttir. Ekki væri hægt að bæta kjör þeirra nema með endurskoðun þjónustusamninga rík- is og hjúkrunarheimilanna. „Það verður að taka á þessum þjónustu- samningum, öðruvísi geta heimilin ekki samið um betri laun fyrir það fólk sem vinnur þau verðmætu störf sem umönnun aldraðra er.“ Hún sagði ennfremur að nú þegar væri skortur á fólki til að annast aldraða á stofnunum og að þó nokkur rúm stæðu auð. Þar að auki væru 350 aldraðir í brýnni þörf fyrir þjónustu. Vísa hvor á annan Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra sagði eftir ræðu Ástu að þeir starfsmenn sem þarna ættu hlut að máli væru ekki starfsmenn sem fjár- málaráðuneytið hefði samið við eða væru í einhverju samningssambandi við fjármálaráðuneytið. „Hins vegar er það auðvitað svo að þessar stofn- anir veita þjónustu samkvæmt ákveðnu samkomulagi og fyrir- komulagi við hið opinbera og ríkið greiðir þeim ákveðið fyrir þá þjón- ustu samkvæmt reiknilíkönum sem um það hafa gilt og heilbrigðisráðu- neytið fer með – þessi starfsemi heyrir að sjálfsögðu á faglega svið- inu undir heilbrigðisráðuneytið. Síð- an kemur til kasta fjármálaráðu- neytisins og Alþingis þegar fjárveitingar eru ákveðnar til ramma heilbrigðisráðuneytisins og hvernig því er síðar skipt. En þrátt fyrir að þetta sé svona í pottinn búið er ég ekki að segja að málið sé mér óskylt en mér finnst ég reyndar vera frekar eins og fjarskyldur ætt- ingi en að ég standi ábyrgur fyrir þeim samningum sem þessir starfs- menn og þessi fyrirtæki gera sín á milli.“ Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, sagði að fjár- málaráðherra gæti ekki vikið sér undan ábyrgðinni og kallaði því næst eftir afstöðu heilbrigðisráð- herra, Sivjar Friðleifsdóttur. Siv svaraði kallinu og sagði algjörlega ljóst að heilbrigðisráðuneytið færi ekki með almennt samningsumboð í landinu. „Ég áttaði mig satt best að segja ekki alveg á því hvert fjár- málaráðherra var að fara hérna áð- an af því að samningsumboðið er ekki hjá heilbrigðisráðherra. Þannig er það. Að sjálfsögðu munum við fylgjast áfram með þessu máli en ég sem ekki við þessar stétt- ir, það eru aðrir sem gera það.“ Ágúst Ólafur Ágústsson, varafor- maður Samfylkingar- innar, sagði að rót kjaradeilunnar mætti rekja til ríkisstjórn- arinnar. Ásta R. sagði ótrúlegt að horfa upp á fjármálaráðherra firra sig ábyrgð á rekstri hjúkrunar- og dval- arheimila. Allir vissu að ríkið greiddi fyrir rekstur heimilanna þótt félaga- samtök eða aðrir sæju um rekstur- inn. „Við höfum ekki efni á því að greiða svona lág laun,“ sagði hún og skoraði á forsætisráðherra, fjár- málaráðherra og heilbrigðisráð- herra að taka höndum saman og leysa þetta mál. Árni M. Mathiesen sagði í lokin að forstöðumenn fyrirtækja gætu ekki hlaupið frá ábyrgð sinni og ætlast til þess að ríkið bjargaði þeim þegar þeir hefðu gert samninga sem þeir gætu ekki staðið við. „Það er úrelt,“ sagði hann. „Það eru einkafyrirtæki sem sjá um þessa þjónustu og það eru þau sem hafa samið við þessa starfsmenn sína. Ríkið og fjármála- ráðuneytið hafa ekki samið við þessa starfsmenn,“ sagði hann ennfremur. „Ef hins vegar, eins og maður sér örla á í þessari umræðu, forstöðu- mennirnir eru óánægðir með það samkomulag sem í gildi er á milli þeirra og ríkisins um daggjöldin þá snúa þeir sér til þess ráðuneytis sem með þau mál fer, sem er heilbrigð- isráðuneytið, og óska eftir að því verði breytt. Þá munum við vinna úr því eftir því sem efni og ástæður eru til. Þannig er verkaskiptingin í stjórnarráðinu og þannig hefur hún verið um langt árabil og það þarf engum að koma á óvart hver hún er. Það er úrelt þing að hlaupa upp þeg- ar svona mál ber á góma og ætla bara að opna ríkiskassann og leysa málið með því að fjármálaráðherra skrifi enn einn tékkann. Þannig stöndum við ekki við fjárlögin sem háttvirt Alþingi ákveður,“ sagði fjár- málaráðherra. Þingmenn ræða kjaradeilu starfsfólks hjúkrunarheimila Ráðherrar vísa frá sér allri ábyrgð Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Árni M. Mathiesen Siv Friðleifsdóttir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir KOSTNAÐUR við að hækka laun ófaglærðra starfsmanna á Hrafn- istu í Reykjavík svo þeir nái sömu launum og fólk sem vinnur sam- bærileg störf hjá Reykjavíkur- borg, nemur á bilinu 110-120 milljónum króna á ári, að sögn Sveins H. Skúlasonar, forstjóra Hrafnistuheimilanna. Stöðugildi ófaglærðra starfsmanna á heim- ilinu eru um 180 talsins. Auk heimilisins í Reykjavík rekur Hrafnista hjúkrunarheimili í Hafnarfirði, á Víðistöðum og í Víðinesi og myndi kostnaður vegna launahækkana ófaglærðra starfsmanna á heimilunum fjórum alls nema um 200 milljónum króna árlega. Sigurður Helgi Guð- mundsson, forstjóri hjúkrunar- heimilanna Eirar og Skjóls, kveðst áætla að hjá heimilunum myndi kostnaður aukast um 140 milljónir króna árlega, yrði launa- kröfum ófaglærðra starfsmanna mætt. Starfsmenn nokkurra hjúkrun- arheimila gripu til aðgerða í fyrradag til að leggja áherslu á kjarakröfur sínar og hafa boðað frekari aðgerðir, verði kröfum þeirra ekki mætt. Sigurður Helgi segir ljóst að staða málsins sé erf- ið. „Ég fæ ekki betur séð en að Alþingi verði einfaldlega að grípa inn í þetta á einhvern veg, eða ríkisstjórnin í heild,“ segir hann. Sveinn H. Skúlason segir um- mæli Árna Mathiesen fjármála- ráðherra á Alþingi í gær koma á óvart. Þar sagði ráðherra það úr- elt að forstöðumenn ríkisstofnana hlypu frá sinni ábyrgð og ætl- uðust til að ríkið bjargað þeim þegar þeir hefðu gert samninga sem þeir gætu ekki sætt sig við. Sveinn segir forstöðumenn hjúkr- unarheimilanna aldrei hafa sett fram kröfur. „Við höfum sagt að við förum eftir kjarasamningum,“ segir hann. Stjórnendur hafi hins vegar lýst skilningi á óánægju starfs- fólksins og bent á afleiðingar þess að fólk hætti störfum hjá stofn- ununum. „Tekjur okkar eru mið- aðar við kjarasamninga ríkisins. Heilbrigðisráðuneytið segir að við eigum að fara eftir þessum kjara- samningum. Þeir einu sem geta tekið upp kjarasamningana er rík- ið,“ segir Sveinn. Enginn þjónustu- samningur gerður Sigurður Helgi segir tugi ófag- lærðra starfsmanna í Eflingu vinna hjá Eir og Skjóli. Þeir hafi ekki tekið þátt í setuverkfallsaðgerðum í fyrradag, en styðji starfssystkini sín. Sigurður Helgi gagnrýnir um- mæli Ármanns Kr. Ólafssonar, að- stoðarmanns fjármálaráðherra, sem sagði í Morgunblaðinu í gær að ekki stæði til að endurskoða þjónustusamninga við hjúkrunar- heimili vegna óánægju Eflingar- starfsfólks með kjör sín. „Það hefur aldrei verið gerður þjónustusamningur við okkur og ekki við neitt hjúkrunarheimili nema Sóltún,“ segir Sigurður Helgi. „Daggjöld hafa verið ákveð- in einhliða án þess að við hefðum nokkuð um það að segja. Við höf- um ekki einu sinni fengið uppgefið vægi hinna ýmsu rekstrarþátta í daggjaldi,“ segir hann. Sigurður Helgi segir að lengi vel hefði sú þumalfingursregla gilt, að hlutfall launa í daggjöldunum væri um 70%. „Það er nú komið upp í 80% hjá okkur,“ segir hann. Það að hlutfall launa af daggjöldum hafi hækkað megi að hluta til rekja til manneklu á hjúkrunarheimilunum. „Þá verður yfirvinnan meiri,“ segir Sigurður Helgi. Kjarasamningum ríkisins fylgt út í ystu æsar Sigurður Helgi segir hjúkrunar- heimilin hafa gert sérsamninga við Eflinga en þar hafi kjarasamning- um ríkisins verið fylgt út í ystu æs- ar. Forsvarsmenn hjúkrunarheim- ila hafi nýlega bæði farið á fund heilbrigðisráðherra og til fundar við fjármálaráðherra. „Í fjármála- ráðuneytinu fengust þau svör að það yrði ekki greidd ein króna. Í gildi væru samningar og eftir þeim væri farið,“ segir hann. Hann hafi frétt frá hópi sem fór á fund Jóns Kristjánssonar, fyrrum heilbrigð- isráðherra, að ráðherra ætlaði að leggja málið fyrir ríkisstjórn. Ráð- herraskipti hafi hins vegar orðið áður en málið var rætt. „Félagar mínir hafa pantað tíma hjá núver- andi heilbrigðisráðherra. Ég býst við að ráðuneytið viti ósköp vel hvað þessi staða er slæm,“ segir Sigurður Helgi. Hann bendir á að milli áranna 2004 og 2005 hafi framlag ríkisins til Eirar og Skjóls hækkað um 5,4%. Á sama tíma hafi vísitala neysluverðs hækkað um 4% og launavísitala um 6,8%. Miðað við vægi þessara þátta í rekstri hefði hlutur ríkisins átt að hækka um 6,3%. Kveðst hann telja að hækkun launakostnaðar hafi á flestum eða öllum hjúkrunarheimilum verið mun meiri en launavísitalan bendir til. „Við vildum gjarnan gera betur við okkar fólk, þetta er bæði þýð- ingarmikil vinna og vanmetin,“ segir Sigurður. Fari fram sem horfir segist hann búast við því að loka þurfi einhverjum hjúkrunar- rýmum hjá Eir og Skjóli. „Við höf- um að vísu engu lokað ennþá en ég býst við að það stefni í það,“ segir hann. Það myndi kosta yfir 110 milljónir á ári að hækka laun ófaglærðra starfsmanna á Hrafnistu í Reykjavík Alþingi eða ríkisstjórn grípi inn í málið Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is FORSETI Alþingis, Sólveig Péturs- dóttir, tók á móti Mikhail Nikolaev í alþingishúsinu í gær. Hann ritaði nafn sitt í gestabók þingsins og þau skiptust á gjöfum. Nikolaev átti síðan fund með íslenskum þing- mönnum um norðurskautsmál þar sem Rannveig Guðmundsdóttir al- þingismaður stýrði fundi. Nikolaev er einn af varafor- setum sambandsráðs Rússlands, efri deildar rússneska þingsins. Hann er einnig fulltrúi Rússlands í stjórnarnefnd þingmannaráðstefn- unnar um norðurskautsmál og er mikill áhugamaður um málefni norðursins. Nikolaev hefur m.a. gefið út bækur um málefni norð- urskautsins. Heimsókn hans til Ís- lands tengist áhuga hans á þeim málefnum. Hann kemur til landsins frá fundi þingmannanefndar um norðurskautsmál í Ottawa í Kan- ada. Ræddi um málefni norðurskautsins MEIRIHLUTI menntamálanefnd- ar Alþingis leggur til að frumvarp um Ríkisútvarpið hf. verði sam- þykkt með fáeinum breytingum. Meirihlutinn leggur m.a. til að skil- greining frumvarpsins á útvarps- þjónustu í almannaþágu verði þrengd frá því sem upphaflega var gert ráð fyrir, til að mæta áliti Eft- irlitsstofnunar EFTA (ESA). Nefndaráliti meirihlutans var dreift á Alþingi síðdegis í gær. Í álitinu segir m.a. að við meðferð frumvarpsins hafi verið upplýst að fulltrúar menntamálaráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins hafi átt fund og verið í bréfaskiptum við ESA, eftir að frumvarpið var lagt fram á Alþingi. Þau samskipti hafi leitt til þess að meirihlutinn hafi tal- ið æskilegt að gera breytingar á m.a. þriðju grein frumvarpsins, sem fjallar um hlutverk og skyldur Rík- isútvarpsins. „Breytingarnar leiða til þess að inntak hugtaksins útvarpsþjónusta í almannaþágu, sem kveðið er á um í 3. gr. frumvarpsins verði þrengt,“ er m.a. útskýrt í álitinu. Breytingartillagan felur m.a. í sér að tvær málsgreinar í þriðju grein frumvarpsins eru færðar yfir í fjórðu grein frumvarpsins sem fjallar um aðra starfsemi Ríkisút- varpsins. Málsgreinarnar sem um ræðir hljóða svo: „Ríkisútvarpinu hf. er heimilt að taka saman, gefa út og dreifa hvers konar efni, án end- urgjalds eða gegn endurgjaldi, sem stuðlar að því að miðla áður fram- leiddu efni í eigu félagsins, svo sem rituðu máli, hljómplötum, hljóð- snældum, geisladiskum, myndbönd- um og margmiðlunarefni. Ríkisút- varpinu hf. er heimilt að sjá til þess að frumflutt dagskrárefni félagsins verði varðveitt til frambúðar. Er fé- laginu heimilt að hafa til útláns, sölu og dreifingar valið dagskrárefni sem flutt hefur verið, enda sé geng- ið frá samningum við aðra rétthafa efnis um að slíkt sé heimilt.“ Almannaþjónustu- hlutverkið þrengt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.