Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 49 MINNINGAR ✝ Jónas Jónassonfæddist á Húsa- vík 8. maí 1943. Hann lést af slysför- um á Kanaríeyjum 13. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jónas Jónas- son, f. 10. apríl 1918, d. 13. apríl 1943, og Sigrún Sigmunds- dóttir, f. 19. ágúst 1918, d. 31. desem- ber 1996. Jónas var eina barn foreldra sinna. Jónas kvæntist 22. apríl 1965 Bryndísi Helgu Sigurðardóttur, f. 27. desember 1944. Þau skildu ár- ið 1986. Foreldrar Bryndísar voru hjónin Sigurður Guðmundsson og Jóna Magnea Grímsdóttir. Jónas og Bryndís eignuðust tvær dætur og þær eru: 1) Magnea, f. 10. sept- ember 1965, eiginmaður hennar er Davíð Vikarsson. Börn þeirra eru Daði Vikar Davíðsson, f. 26. október 1990, og Bryndís Davíðs- dóttir, f. 10. janúar 1996. 2) Sig- rún, f. 11. júní 1971, Sambýlismað- ur hennar er Júlíus Schopka. Börn Sigrúnar eru Dagbjört Gunnarsdóttir, f. 24. október 1992, og Hjörtur Gunnarsson, f. 12. mars 1994. Árið 1994 kynntist Jónas Haf- steini Þór Gunnarssyni, f. 26. júní 1964, stuðningsfulltrúa á sambýli fyrir einhverfa og heyrnarlausa, sem var unnusti hans til dauða- dags. Jónas ólst upp hjá móður sinni á Húsavík. Hann hóf nám við Samvinnu- skólann á Bifröst ár- ið 1959 og lauk það- an prófi í maí 1961. Hann fluttist til Sví- þjóðar að prófi loknu og dvaldist þar og starfaði um eins árs skeið. Að Svíþjóðardvöl lok- inni fluttist hann til Reykjavíkur þar sem hann bjó til dauðadags. Jónas starfaði öll sín full- orðinsár að ferðaþjónustu bæði hjá flugfélögum og einnig sem fargjaldakennari m.a. við Náms- flokkana í Reykjavík. Hann hóf störf hjá Flugfélagi Íslands 1963 og starfaði þar í bókhaldsdeild. Árin 1968-1973 starfaði Jónas hjá SAS á Íslandi við almenna far- þegaþjónustu en þá hóf hann störf hjá Icelandair þar sem hann gegndi ýmsum störfum, m.a. sem fargjaldakennari, fulltrúi í við- skiptaþjónustudeild og sem skrif- stofumaður. Jónas starfaði bæði hérlendis og einnig á ýmsum starfsstöðvum Icelandair erlendis og dvaldist m.a. ásamt fjölskyldu sinni í Stokkhólmi um þriggja ára skeið árin 1980–1983. Jónas lét af störfum árið 1992 í kjölfar slyss er leiddi til örorku og lauk þar með 23 ára farsælum starfsferli hans hjá Icelandair. Útför Jónasar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku Jónas, vinur minn og ást- maður. Mér er það bæði ljúft og skylt að skrifa um þig nokkur orð. Vinátta okkar varði í rúmlega 11 ár, í rúmlega ellefu góð og skemmtileg ár. Saman áttum við frábærar stund- ir, erfiðar stundir og allt þar á milli. Við nutum þess að vera saman, ferðast saman, versla saman, borða saman, spá í heimsmálin o.s.frv. Þú varst skemmtilegur og fjörugur maður og sagðir brandara við öll tækifæri. Það var gaman vað vera með þér. Samtals fórum við 28 sinn- um saman til útlanda. Kanaríeyjar voru okkar uppáhaldsstaður en þangað fórum við 16 sinnum. Síðasta ferðin var núna í mars og það reynd- ist einnig þín hinsta ferð. Þessi ferð var sú erfiðasta sem ég hef upplifað. Biðin eftir þér breyttist í martröð. Ég skildi ekki hvað varð um þig. Við ætluðum að hittast á barnum eftir smá stund en aldrei komstu. Í tvo langa daga beið ég og beið. Þú varst símalaus svo ég gat ekki náð SMS sambandi við þig. Einnig varstu skilríkjalaus. Það læddist að mér grunur um að eitt- hvað alvarlegt hefði gerst. Sjálfur er ég heyrnarlaus svo ég átti erfitt með að spyrjast fyrir um þig og ekki gat ég hringt í fararstjórana því venju- legan síma get ég ekki notað. Ég reyndi samt að hringja en það bar ekki árangur. Á hádegi á mánudag fór ég og talaði við fararstjórann og sagðist hafa áhyggjur af því að þú hefðir ekki komið heim á hótel í einn og hálfan sólarhring. Ég benti á að þú hefðir verið skilríkjalaus og værir flogaveikur. Þá loksins fór farar- stjórinn að spyrjast fyrir um þig. Þú fannst á sjúkrahúsi í Las Palmas, illa slasaður. Sennileg fékkstu flogakast, dast niður tröppur og slasaðist illa á höfði. Enginn vissi hver þú varst eða hvar þú byggir. Stuttu síðar þennan sama dag varstu allur. Ég fékk aldr- ei að sjá þig. Ég hef sjaldan verið jafneinn eins og eftir að þú fórst. Ég sakna þín mikið. Í dag skynja ég þig alls staðar og sé þig alls staðar. Samband okkar var svo sérstakt og gott. Við bættum hvor annan upp ef þannig má að orði komast. Vegna heyrnarleysis míns gat ég ekki fylgst með umfjöllun frétta í sjónvarpi og útvarpi. Þú varst mjög þolinmóður og duglegur við að útskýra hvað um væri að vera í þjóðmálum. Þannig fylgdist ég alltaf með því nýjasta í fréttum. Þú varst enginn tækjakarl og varst lengi að læra á nýjustu tækni. Ég aftur á móti er sterkur á því sviði. Það tók mig langan tíma að kenna þér að nota SMS skilaboð, en loksins tókst það núna í febrúar síðastliðnum. Þú varst samt ótrúlegur. Sendir alls konar fólki skilaboð sem áttu að fara til mín! Þetta voru bara byrjunarörð- ugleikar sem við skemmtum okkur yfir. Ég á bíl og var sérstakur einka- bílstjóri fyrir þig. Ég keyrði þig í banka, til læknis, í heimsóknir ofl. Mér fannst alltaf gaman að geta gert eitthvað fyrir þig, elsku Jónas minn. Samskipti okkar voru örugglega svolítið sérstök í augum annars fólks. Í fyrstu skildir þú ekki rödd mína sem er óneitanlega öðruvísi en hjá heyrandi fólki. Þess vegna skrif- uðumst við á. Smátt og smátt lærð- um við inn á hvor annan. Þú lærðir að skilja rödd mína og tjáningu og ég að lesa af vörum þínum og skilja lát- bragð þitt. Þú lærðir ekki þetta „fingramál“ sem við heyrnarlausu köllum táknmál; sagðist vera of gam- all til þess að læra það. Elsku Jónas minn, ég get haldið endalaust áfram að skrifa en nú er komið að lokum. Ástin mín, takk fyr- ir yndislega samfylgd. Ég mun geyma í hjarta mínu allar ljúfu minn- ingarnar um þig. Þinn Hafsteinn. Elsku Jónas, heiðursmaður og heimsborgari, tengdafaðir og afi barnanna minna. Mig langar með nokkrum orðum að minnast þín og þakka samfylgd- ina í gegnum árin. Þakka þá vænt- umþykju, umhyggju og það dálæti sem þú sýndir okkur og börnunum okkar. Þú varst alltaf tilbúinn að setja þig í annað sæti ef á þurfti að halda, bauðst til að passa, dekra við afabörnin, fóðra þau á útlensku nammi, gleðja litla munna. Góður afi og af innlifun, alltaf eitthvað spenn- andi að fara í heimsókn til Jónasar afa. Höfðingi heim að sækja, eitt- hvað útlenskt, framandi. Og þannig var það líka þegar við hittumst fyrst, þegar þú bauðst okkur Magneu út til þín til Kaupmannahafnar þegar við vorum nýbyrjuð saman, svona líkt og þú vildir leggja blessun þína yfir sambandið. En skyndilega er lífið á enda. Lífs- hlaupið þar sem gengur á með skini og skúrum, hindrunum sem þarf að kljást við. Oft stóðst þú sem sigur- vegari, farsæll í starfi til fjölda ára og í persónulegu lífi, stoltur faðir, mikill og góður afi. En þú glímdir svo sannarlega við þínar eigin hindranir. Hindranir sem virtust óyfirstíganlegar á tímabilum. En í langhlaupi getur allt gerst, þú náðir upp hraðanum, þínum eigin hraða, varst duglegur að ferðast og dvelja þar sem þér leið vel, hafðir öðlast trú á lífið og horfðir fram á veginn. Þess vegna er sárt að þurfa að kveðja svo skyndilega og með þessum hætti. Ég votta öðrum ættingjum og vin- um mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Jónasar. Davíð. Andlátsfregn vinar kveikir minn- ingabrot sem leita á hugann. Nú að Jónasi látnum minnumst við dag- anna í Bifröst veturinn 1960–61 þar sem bundin voru vináttubönd sem tengt hafa okkur saman í rúm 45 ár. Við minnumst siglinga á Hreða- vatni, gönguferða og samverustunda sem skila ennþá hlýjum straumum í hjartastað. Það var aldrei lognmolla þegar við vinkonur og Jónas áttum samveru- stundir; það var hlegið, deilt, rök- rætt, skvaldrað, flissað, jafnvel skælt, faðmast og þess notið að tjá tilfinningar í hópi traustra vina. Vinátta sem verður til á árunum í kringum tvítugt virðist gjarnan end- ast ævina út. Þrátt fyrir að við hitt- umst ekki oft þá var við hvern endur- fund eins og við hefðum síðast sést í gær. Ævi Jónasar vinar okkar var ekki dans á rósum. Tilfinningar hans, langanir, draumar og þrár féllu alls ekki að umhverfi og tíðaranda upp- vaxtar- og þroskaára okkar. Við- brögð hans urðu oft hávær, en það voru viðbrögð viðkvæmrar sálar, sem stundum þurfti að búa við höfn- un umhverfis og samferðafólks. En hjálpsemi Jónasar var einstök, við minnumst þess hve oft hann hjálpaði Berglindi við barnagæslu og heim- ilisstörf þegar hún virkilega var hjálparþurfi og við hinar, Gústa og Steingerður, vorum víðsfjarri að bjástra við eigin líf. Við minnumst þess líka þegar Jón- as birtist á Akureyri haustið 1990 þar sem vinkonur voru að halda upp á 30 ára vináttuafmæli. Þá var kysst, kvíað og hlegið svo undir tók í fjöll- unum. Vinur okkar kvaddi snögglega á Kanaríeyjum hinn 13. mars sl. en þar var hann í skemmtiferð með ástvini sínum Hafsteini. Megi Guð og góðar vættir standa við hlið Hafsteins í hans sorg. Dætrum Jónasar og fjölskyldum þeirra sendum við innilegustu sam- úðarkveðjur. Bryndísi sendum við innilegar vinarkveðjur og þökkum henni einstaka tryggð við Jónas vin okkar og móður hans meðan hennar naut við. Jónas eigum við svo eftir að hitta á Astralplaninu eða annars staðar í ei- lífðinni og þá verður fjör. Ágústa Þorkelsdóttir, Berglind Bragadóttir, Steingerður Einarsdóttir. Það er einhvern veginn svo ótíma- bært að skrifa minningargrein um Jónas. Ég hafði alltaf ímyndað mér að hann yrði allra karla elstur og myndi lífga mjög hressilega upp á vistina á einhverju elliheimilinu. Þar myndi hann sitja háaldraður, um- kringdur huggulegum eldri konum að segja sprenghlægilegar sögur. En lífið er að láni og kallið er komið. Við Jónas kynntumst fyrir hátt í fjörutíu árum í gegnum sameigin- lega vinkonu okkar, Katrínu Viggós- dóttur. Hann vann þá hjá SAS, Kata hjá PanAm og ég í farþegadeild Eimskips. Við hittumst oft í hádeg- inu og gengum um bæinn okkur til ómældrar skemmtunar, ekki síst vegna skemmtilegra frásagna og innskota Jónasar. Við urðum okkur reyndar ítrekað til skammar fyrir að standa á miðjum gangstéttum í svo miklum hlátursköstum að við urðum að styðja okkur hvert við annað eða næsta hús. Aðhlátursefnið var oft einfalt en uppsprettan var oftar en ekki Jónas og hans einstaki húmor. Seinna urðum við samstarfsfólk hjá Flugleiðum til margra ára og kenndum lengi fargjaldaútreikning og farseðlaútgáfu. Jónas var mjög góður í sínu fagi og við höfðum mjög gaman af því að ræða flókna útreikn- inga og reglur. Við sóttum mörg námskeið saman bæði í Kaupmanna- höfn og í Genf og héldum námskeið hérna heima og erlendis. Jónas var einstakur á alla lund. Mér er til dæmis algjörlega ógleym- anlegt, þegar hann ákvað að prjóna sér vesti hérna einhvern tíma um 1970 eða svo. Hann safnaði saman öllu garni, sem hann fann – jafnt fín- gerðu útsaumsgarni og lopa – í öllum regnbogans litum – og prjónaði sér skósítt vesti, sem að sjálfsögðu átti engan sinn líka. Í þessari múnder- ingu fór hann svo í Glaumbæ og hafði ómælda skemmtun af. Það þurfti ekki alltaf langar sögur til að maður skellti upp úr. Á tímabili stóru herðapúðanna settist hann einn daginn við borðið hjá mér og sagði mér að hann hefði farið til Glasgow að versla og hefði keypt sér peysu með „ypptum öxlum“. Minnug þess skelli ég upp úr enn þann dag í dag, ef ég sé slíkar flíkur. Hann og Kata eyddu líka 10 km ökuferð í að skilgreina mig og kom- ust að því að leiðarlokum að ég væri svo „viktoríönsk“ en í því var mikill sannleikur að teknu tilliti til saman- burðarins. Jónas naut sín mjög vel í útlönd- um. Hann elskaði að ganga um í hjarta stórborga og njóta frelsisins. Við ræddum oft hvað væri gaman að fara á ýmsa þá staði, sem við reikn- uðum fargjöld til, en þeir voru oft vegna dæmanna, sem okkur vantaði, ekki beint í alfaraleið. Það þarf ekki að reikna út far- gjaldið fyrir þessa ferð eða finna bestu leið. Hún er bein og að fullu greidd og móttökurnar á endastöð- inni munu taka fram öllu því sem hann hefur áður kynnst eða getað látið sig dreyma um. Ég sendi ástvinum Jónasar inni- legar samúðarkveðjur. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir. JÓNAS JÓNASSON Við söknum hennar mikið sem félaga og biðjum góðan guð að styrkja fjöl- skyldu hennar. Hver fugl skal þreyta flugið móti sól að fótskör guðs, að lambsins dýrðarstól, og setjast loks á silfurbláa tjörn og syngja fyrir lítil englabörn. (Davíð Stefánsson.) Kveðja Kvennakór Kópavogs. Sumt fólk sem maður hittir á lífs- leiðinni hefur meiri áhrif á mann en aðrir. Ágústa var ein af þeim. Nær- vera hennar fékk alla til að líða vel, gleði hennar fékk alla til að verða já- kvæðir og umhyggja hennar fékk alla til að finnast þeir skipta máli. Börnin okkar fá að heyra að gleðin búi í hjartanu, hún birtist í augunum og framkalli bros á vörunum – sam- kvæmt þessum staðli var Ágústa hamingjusöm og lífsglöð kona, sem hafði svo margt að gefa. Við kynntumst Ágústu þegar við á lífsleið okkar stigum fæti í landbún- aðarráðuneytið. Hún varð strax jafn- ingi okkar stelpnanna – þar voru eng- ir kynslóðamúrar. Hún varð vinkona okkar, sem deildi með okkur sorgum og gleði, og eiginlega var það ein- göngu gleði, því Ágústa hafði þann ótrúlega hæfileika að líta lífið björt- um augum, þrátt fyrir að á stundum væru vindarnir ekki hagstæðir. Ágústa kunni að meta það sem lífið bauð upp á, átti yndislegan mann sem hún talaði um með glampa í augunum og mannvænlega syni. Við fylgdumst með ferðaplönum hennar, sem voru alltaf skipulögð út í ystu æsar og hóf- ust í lok ferðar með sparnaði til að komast í næstu ferð. Við fylgdumst með strákunum hennar sem Ágústa bar á höndum sér og við ungu kon- urnar vorum að reyna að telja henni trú um að hún ætti nú ekki að vera að gera allt þetta fyrir synina – þá hló Ágústa, skildi vel jafnréttishjal okkar en það skyldi ekki hafa áhrif á það sem hana langaði að gera fyrir þá og hún gerði. Já, enn og aftur gleði, hlát- ur og ánægja. Síðast hittum við Ágústu á förnum vegi með Þór sínum, þau voru eins og ástfangnir unglingar sem voru farin að hlakka til þess að njóta þess að fara að hætta að vinna og gera eitthvað ennþá skemmtilegra – sífelldur glampi í augunum fyrir spennandi tímum. Það var því mikið áfall að frétta að Ágústa hefði svo skyndilega verið hrifsuð frá lífinu, líf- inu sem hún mat svo mikils og deildi með svo mörgum. Okkar dýpsta sam- úð er með Þór, Willum, Erni og Val og fjölskyldum þeirra – missir ykkar er mikill. Karen og Katrín Olga. Í rúman áratug höfum við Ágústa unnið hlið við hlið í afgreiðslu land- búnaðarráðuneytisins. Gengið saman að þeim störfum sem þurft hefur að sinna; svara í síma, taka á móti erind- um, ljósrita bréf og skýrslur, undir- búa fundi, taka til kaffi ásamt örðum þeim verkum sem okkur var falið. Betri samstarfsmanneskju hefði ég vart getað óskað mér. Ágústa var ósérhlífin, rösk og lif- andi í störfum en jafnframt var hún þessi góða vinkona sem deildi með mér áhyggjum og amstri hversdags- lífsins. Saman sáum við líka björtu hliðarnar á tilverunni sem eru alls ekki svo fáar þegar að er gáð. Ófáar stundirnar gátum við hlegið og glaðst yfir smáum sem stórum hlutum. Þessar stundir allar eru mér dýrmæt- ar þegar ég horfi á eftir vinkonu minni hverfa svo allt of, allt of fljótt af sjónarsviði lífsins. Fyrir alla samvinnuna og einlæga vináttu vil ég þakka að leiðarlokum. Ástvinum Ágústu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð varðveiti og blessi minningu Ágústu minnar. Þórunn Birgisdóttir.  Fleiri minningargreinar um Ágústu Þyrí Andersen bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Vikt- oría; Saumaklúbburinn; Starfsfólk landbúnaðarráðuneytisins; Aðal- heiður Ingvadóttir; Sveinbjörn Dagfinnsson; Ingibjörg Ólöf Vil- hjálmsdóttir; Ásgeir Jóhannesson; Sigurður Örn Hansson; Halldór Runólfsson; Guðrún og Hjalti. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skila- frests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.