Morgunblaðið - 31.03.2006, Síða 27

Morgunblaðið - 31.03.2006, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 27 DAGLEGT LÍF Í MARS EKKI aðeins þeir sem eru við- kvæmir eða vinna með fólki verða fyrir því að kulna í starfi eða brenna út. Kulnun í starfi er ekki sjúkdómur heldur afleiðing af slæmu vinnuumhverfi, að því er ný dönsk rannsókn leiðir í ljós. Í Politiken er greint frá því að hið opinbera geti gefið starfsfólki vinnugleð- ina aftur og þannig takmarkað fjarvistir vegna veik- inda. Þetta kosti þó fé en sé þess virði þar sem dregið sé úr fjarvistum. Hjúkrunarfræðingar, fangaverð- ir og ljósmæður eru meðal þeirra starfsstétta sem oft kulna í starfi eða brenna út eins og það er kall- að á öðrum tungumálum. Ástæðan er ekki sú að þetta starfsfólk sé sérstaklega viðkvæmt eða að það vinni með fólki. Kulnun í starfi kemur fyrst og fremst fram í um- hverfi þar sem vinnuveitandinn leggur ekki áherslu á vellíðan starfsfólks eða möguleika þess á að þróast í starfi. Þetta er nið- urstaða rannsóknar sem 2.000 Danir tóku þátt í og greint er frá í Politiken. Starfssvið og ábyrgð óljós Rætt er við Marianne Borritz sem gerði doktorsrannsókn á kuln- un í starfi í Danmörku. Rannsókn hennar er talin leiða til meiri skilnings á fyrirbærinu sem er vel þekkt, m.a. á Norðurlöndunum. Hins vegar hefur sá skilningur oft verið lagður í það að þeir sem verði fyrir barðinu á því geti sjálf- um sér um kennt. Að sögn Borritz eru þrír þættir í vinnuumhverfinu sem geta leitt til kulnunar í starfi: Að starfsfólk hafi enga möguleika á að þróast í starfi, að starfssvið og ábyrgð séu óljós og að lokum að yfirmaður geri mótsagnarkenndar kröfur til starfsmanns. Auk þessa er erfitt fyrir starfsfólk ef það fær ekki við- eigandi upplýsingar um hvað er á döfinni á vinnustaðnum í nánustu framtíð. Kulnun í starfi er hins vegar ekki óbreytanlegt ástand. Ljósmæður eru t.d. undir miklu vinnuálagi, að því er rannsóknin leiðir í ljós. Þær starfa innan heil- brigðiskerfis þar sem er sífelldur sparnaður og ákvarðanir eru til- kynntar að ofan. Jafnvel væri hægt að létta álagið á þeim með því að hafa þær með í ráðum þeg- ar vinnufyrirkomulagið er skipu- lagt, eins og bent er á í Politiken. Betra vinnuumhverfi og meiri vinnugleði fæst með umræðum og greiningu en einnig auknu fjár- magni, að mati formanns ljós- mæðrafélags sem rætt er við. Borritz leggur áherslu á að allir hagnist á aukinni vinnugleði, bæði starfsmenn og atvinnurekendur, þar sem þá verði færri tilvik kuln- unar í starfi og minna um fjar- vistir frá vinnu. Morgunblaðið/Ómar Starfsfólk þarf að hafa möguleika á að þróast í starfi og það þarf að vita hvert starfssviðið er og hvaða ábyrgð það á að bera.  HEILSA Mikilvægt að koma í veg fyrir kulnun í starfi Það er erfitt fyrir starfsfólk ef það fær ekki viðeigandi upp- lýsingar um hvað er á döf- inni á vinnu- staðnum í nán- ustu framtíð steingerdur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.