Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 12
Hlutverk ráðgjafanefndarinnar umerfðabreyttar lífverur er að veitaumsagnir samkvæmt lögunum umerfðabreyttar lífverur nr. 18/1996.
Hún skal veita eftirlits- og framkvæmdar-
aðilum ráðgjöf um framkvæmd laganna og
beita sér fyrir fræðslu um erfðabreytingar. Þá
ber nefndinni að gera tillögur til ráðherra um
allt það sem gæti horft til betri vegar í mála-
flokki þessum,“ segir Bryndís Valsdóttir heim-
spekingur og siðfræðingur.
Hún segir að í nefndinni séu níu fræðimenn
sem allir hafi sérþekkingu á sviði sem snertir
erfðabreyttar lífverur. Aðspurð hvernig sjón-
arhorn siðfræðings væri frábrugðið sjónar-
horni þeirra segir hún: „Svið siðfræðingsins er
nokkuð víðtækt og lýtur að öðrum grundvall-
aratriðum sem hafa snertifleti við fleiri tækni-
nýjungar en aðeins erfðabreyttar lífverur.
Sjónarhorn siðfræðinnar er oft óhlutbundið og
þar er m.a. verið að skoða hlutina út frá hug-
myndum um verðmæti þeirra og gildi. Sið-
fræðingur metur ekki endilega hvort gjörð
gæti verið góð út frá tæknilegu sjónarmiði fyr-
ir manninn heldur kannski frekar hvort gjörð-
in sé réttlætanleg til lengri tíma litið. Tækni-
lega sjónarhornið gæti aftur á móti sagt betur
fyrir um þær beinu afleiðingar, góðar eða
slæmar, sem tilteknar athafnir gætu haft á líf-
ríkið.“
Gildi í sjálfu sér eða markaðsgildi
Bryndís segir að áður en lengra sé haldið sé
nauðsynlegt að skilgreina nánar hvað átt sé
við með siðferði. „Siðferði fjallar um hvernig
við komum fram við annað fólk, náttúruna og
umhverfið allt. Við komum yfirleitt fram við
aðrar manneskjur út frá því að þær hafi gildi í
sjálfu sér, þ.e. gildi sitt þiggja þær ekki frá
neinum öðrum, gildi þeirra er ekki afstætt. En
hefur fjallið, lækurinn, trén, grasið, kýrin eða
kettlingurinn, þ.e. náttúran gildi í sjálfu sér
eða þiggur hún gildi sitt frá okkur mönnunum?
Þýski heimspekingurinn Immanuel Kant
taldi að maðurinn væri tvískipt vera, annars
vegar væri hann tilfinningavera og hins vegar
skynsemisvera. Samkvæmt Kant gerir skyn-
semi mannsins það að verkum að hann hefur
þetta gildi í sjálfu sér en allt annað, þar á með-
al náttúran; dýr og plöntur, himinn og haf hef-
ur afstætt gildi, allt út frá markmiðum manns-
ins, t.d. markaðs- eða skiptigildi. Þetta
sjónarmið Kants hefur verið gagnrýnt mjög.
En þetta er í raun stóra spurningin: er náttúr-
an til bara fyrir okkur eða hefur hún gildi í
sjálfu sér án tillits til þess hvort einhver sé til
að meta það?“
Runnið niður hála brekku
Og það er siðfræðingur í ráðgjafanefndinni
til þess að fjalla um þetta sjónarhorn?
„Já, það er mikilvægt að hafa heildarmynd-
ina ávallt í huga. Í siðfræðilegum álitamálum
kemur oft upp sérstök tegund raka sem nefnd
eru „hál brekka“ (e. slippery slope) og fela oft-
ar en ekki í sér dómsdagsspár. Til þess að út-
skýra nánar hvað átt er við getum við ímyndað
okkur, að þegar mannkynið stendur frammi
fyrir ákvörðun um hvort heimila eigi einhverja
tækninýjung sem annaðhvort tæknilega og/
eða siðferðislega hefur ekki þótt möguleg fyrr,
þá standi það efst í brekku. Framundan er oft-
ast þróun, sem mun leiða af sér fleiri nýjungar
sem mun sennilega rjúfa enn önnur mörk, þar
sem aðeins er stigsmunur á milli en ekki eðlis.
Mörgum finnst þróunin sem slík vera eins
og hál brekka, þ.e. mannkynið rennur bara
niður brekkuna með þróuninni og getur ekki
stöðvað sjálft sig, fyrr en komið er alla leið nið-
ur og það hefur endað í ógöngum.
Hálu rökin varðandi erfðabreytt matvæli,
eru t.d. þau að ef við heimilum þau í einhverri
mynd þá endi það með því að við missum tökin
á tækninni og náttúran bíði mikinn skaða af.“
Og hvað ber okkur þá að gera í þessari
stöðu? Hvert getur leiðarljósið verið?
,,Það er aðeins eitt sem við getum gert og
það er að efla umræðuna í samfélaginu. Það
skiptir máli að við séum vel upplýst, um kosti
og galla, þegar við tökum stórar ákvarðanir.
Kostirnir verða að vega þyngra en gallarnir.
Við eigum að kappkosta að taka ákvarðanir
sem verða okkur til góðs og þá þurfum við oft
að horfa til lengri tíma, jafnvel lengri en
mannsævi, sem og heildarinnar.“
Nú finnst einmitt þeim sem eru framfara-
sinnaðir að heimspeki- og siðfræðingar séu oft
dragbítar á þróunina, er það rétt?
,,Þetta er góð spurning sem og sú hvort það
sé hlutverk siðfræðingsins að halda í hin
gömlu gildi. Þetta er ekki síður spurning um
hvar sönnunarbyrðin eigi að liggja. Afstaða
siðfræðingsins gæti verið sú að sönnunarbyrð-
in ætti að liggja hjá þeim sem vilja sjá breyt-
ingarnar og tækninýjungarnar verða að veru-
leika. Að fyrir þeim verði að liggja þungvæg
og gild rök, en ekki öfugt, að gild rök verði að
vera gegn þeim. Ef til vill er afstaða siðfræð-
ingsins fólgin í spurningunni: af hverju eigum
við að gera þetta? en ekki í spurningunni „af
hverju ekki?“
Sömu hagsmunir í húfi
„Rök þeirra sem mæla með erfðabreyttum
matvælum eru m.a. þau að auka má fram-
leiðslugetu ýmissa afurða, þol plantna gegn ill-
gresi, skordýrum og þurrkum og auðga þau
jafnvel með bætiefnum, sem geta vissulega
verið kostir og meðmæli og þá er það spurn-
ingin hvort vegi kostirnir vegi þyngra en gall-
arnir almennt.
Rök þeirra sem mæla gegn erfðabreyttum
matvælum eru t.d. þau að afleiðingarnar til
langs tíma eru ófyrirsjáanlegar, bæði fyrir
heilsu og umhverfi og svara spurningunni: af
hverju eigum við að gera þetta? augljóslega
neikvætt.
Önnur rök gegn erfðabreyttum matvælum
eru þau að maðurinn eigi ekki að grípa inn í
sköpunarverk almættisins. Það eru reyndar
ein algengustu rökin sem notuð eru gegn
erfðatækni en eru að mörgu leyti mjög vafa-
söm. Við erum nefnilega nú þegar farin að
ganga á svig við gang náttúrunnar, t.d. með
því að nota getnaðarvarnir, sýklalyf, eiturefni í
landbúnaði og svo mætti lengi telja.
Það er miklu heillavænlegra að líta svo á, að
það sem við gerum eftir bestu vitund um að sé
okkur til góðs, sé einmitt í samræmi við gang
náttúrunnar og guð, vegna þess að við erum þá
að nota skynsemina okkur hefur verið gefin í
þeim tilgangi.“
En hvenær getur maðurinn þá sett sér
mörk? Hvenær í „hálu brekkunni“ veit hann
að nú er komið nóg, að nú verður hann að
hætta?
„Maðurinn hættir sennilega aldrei, en hann
gæti komist að þeirri niðurstöðu að tiltekin
breytni verði honum alls ekki til góðs. Það er í
rauninni eini mælikvarðinn, að við komumst að
því – að tiltekin breytni stríði í raun og veru
gegn okkar eigin hagsmunum. Og þess vegna
er upplýst umræða svo mikilvæg.
Þegar hagsmunir mannsins og náttúrunnar
virðast stangast á, hvort sem um er að ræða
virkjun vatnsfalla, verndun fiskimiða eða
erfðabreytingar á dýrum eða plöntum þá ráða
yfirleitt skammtímasjónarmið mannsins. Líf-
tími markaðsaflanna og sérhverrar manneskju
er nefnilega stuttur og mennirnir óþolinmóðir.
En ég tel að þegar maðurinn gerir sér betur
grein fyrir að hann er hluti af náttúrunni og
finnur samhljóminn á milli sín og náttúrunnar
þá skiljist honum að hagsmunir hans og nátt-
úrunnar eru til lengri tíma litið hinir sömu.“
Áhrif siðfræði á pólitískar ákvarðanir
Hvar myndirðu segja að línan lægi varðandi
erfðabreyttar lífverur og matvæli?
„Það er erfitt að benda á eitthvert eitt atriði
en mér finnst mjög margt hafa orkað tvímælis
í sambandi við tilraunir með erfðabreytt og
klónuð dýr. Þegar við höfum engin haldbær
rök um að ávinningurinn sé mikill og eitthvað
sem skipti sköpum fyrir mennina, þá er ekki
verjandi að dýrmætum hagsmunum sé, í
versta falli, fórnað fyrir slíkt.“
Gætu verið brýnir hagsmunir að taka upp
erfðabreytta ræktun á plöntum utandyra á Ís-
landi?
„Ekki eftir því sem ég best veit.“
Telurðu að ætla megi að heimspeki og sið-
fræði hafi eða muni hafa í framtíðinni meiri
áhrif við pólitískar ákvarðanir stjórnmála-
manna, viðskipta- og áhrifamanna?
„Já, ég held það. Eftir því sem tækninni
heldur áfram að fleygja fram og markaðs-
hyggjunni vex fiskur um hrygg, þá verður sí-
fellt mikilvægara, jafnt í umhverfismálum, við-
skiptum sem og í heilbrigðisþjónustu, að
marka stefnuna út frá víðara, óhlutbundnara
sjónarhorni. Það sem virðist hafa góðar afleið-
ingar út frá einu sjónarhorni er nefnilega ekki
alltaf réttlætanlegt út frá öðru. Svo er bara að
forgangsraða verðmætunum.“
Spurning um verðmæti og gildi
Morgunblaðið/Eyþór
Bryndís Valsdóttir heimspekingur telur að
siðfræði muni í framtíðinni hafa meiri áhrif við
ákvarðanatöku jafnt í stjórnmálum sem við-
skiptum. Öflug og markviss umræða skipti
samfélög miklu máli.
Heimspekingurinn Bryndís Vals-
dóttir er ein örfárra sem sitja í lög-
skipaðri sérfræðinefnd á vegum
hins opinbera. Bryndísi er ætlað að
tala máli siðfræðinnar í ráðgjafa-
nefnd um erfðabreyttar lífverur.
’En hefur náttúrangildi í sjálfu sér eða
þiggur hún gildi sitt frá
okkum mönnunum?‘
12 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
stærri hluta annarra landa eins og
Wales, Skotlands, Þýskalands, Hol-
lands, Belgíu og Englands og halda
áfram að stækka.“
Vísindi í gíslingu stórfyrirtækja
Gunnar segir að vandi þróunar-
ferils erfðabreyttra matvæla sé sá að
honum hafi verið stýrt nánast algjör-
lega af líftæknifyrirtækjunum sjálf-
um. „Þau hafa vitaskuld hagsmuna
að gæta, fyrir þau er hagkvæmast að
hafa hámarksfrelsi til þess að fram-
leiða sínar vörur og selja með sem
minnstum tilkostnaði. Þá ber að hafa
í huga að fjármögnun vísindarann-
sókna á þessu sviði er orðin óeðlilega
háð fjárstuðningi og þar með valdi
stórra líftæknifyrirtækja. Það hafa
þó nokkrar sjálfstæðar rannsóknir
verið gerðar af vísindamönnum og
stofnunum sem ekki teljast bein-
tengdar hagsmunaaðilum í líftækni-
iðnaði. Niðurstöðurnar gefa vísbend-
ingar um mjög alvarleg umhverfis-
og heilsufarsáhrif erfðabreyttra líf-
vera.
Við lifum á tímum mikillar vís-
indahyggju og framkvæmum marg-
víslegar rannsóknir. Við erum hins
vegar svolítið því marki brennd að
það verði að koma afurð út úr rann-
sóknum okkar, að öðrum kosti séu
þær til einskis. Það er líka erfitt að
hætta því væntingarnar eru oft svo
miklar sem og peningarnir sem eru í
húfi. En stjórnvöld hafa skuldbundið
sig til að hafa varúðarregluna og
langtímahagsmuni neytenda að leið-
arljósi. Niðurstöður tilrauna með
fóðrun dýra á erfðabreyttum afurð-
um ættu að hringja viðvörunarbjöll-
um í hverri þeirra stofnun sem um
þessi mál fjallar.“
Framleiðsla og markaðssetning á
erfðabreyttum lífverum og matvæl-
um er orðin að þrætuepli í alþjóða-
stjórnmálum, einkum vegna þrýst-
ings Bandaríkjamanna á Evrópu-
sambandið og ríki þriðja heimsins til
að auka frelsi í viðskiptum með þess-
ar vörur og hefur m.a. komið til
kasta leiðtoga G8 landanna og
Heimsviðskiptastofnunarinnar
(WTO). Það gekk svo langt að árið
2003 kærðu Bandaríkin ESB til
WTO til þess að freista þess að
hnekkja ræktunarbanni nokkurra
ESB-þjóða, að vefengja reglur ESB
um merkingar og skaðabætur vegna
erfðabreyttra afurða og að krefjast
skaðabóta vegna sölubanns á erfða-
breyttum afurðum sem um skeið
gilti innan ESB. Samkvæmt fréttum
virðist úrskurður WTO hafa verið
Bandaríkjamönnum í vil eingöngu
hvað varðaði ræktunarbannið sem
þó hefur ekki orðið til þess að draga
úr vexti svæða án erfðabreyttrar
ræktunar í Evrópu.
Byltingar og boðorð
Það er ljóst að í þessum geira sem
og öðrum eru oft miklir fjárhagslegir
hagsmunir í húfi fyrir fyrirtæki. Í líf-
tæknigeiranum er oftar en ekki verið
að fjárfesta í væntanlegum uppgötv-
unum, sem hægt er að hagnýta á
markaði svo af þeim vaxi meira fé.
Samræða um þessar uppgötvanir er
nauðsynleg og eðlileg, ekki vegna
þess að viðkomandi vísindamönnum
og fjárfestum sé ekki hægt að
treysta til þess að gera það sem best
væri fyrir almannaheill, heldur ein-
mitt vegna þess að heill og hagsmun-
ir allra eru í húfi, ekki fárra. Þess
vegna þarf ævinlega að feta hinn
þrönga stíg og ræða saman sé viljinn
að stuðla með ábyrgum hætti að
tækifærum sem aflað geta verðmæta
og skapað atvinnu, því það er líka svo
sannarlega mikilvægt. Við erum af-
kastamiðað samfélag, en ræktun líkt
og uppeldi er eitt af því sem tekur
tíma.
Það er mikilvægt að stjórnvöld,
sem eru þau einu sem hafa til þess
bolmagn, bæði fjárhagslegt og laga-
legt, hafi frumkvæði að því að fylgj-
ast með því nýjasta sem er að gerast
á þessu sviði og styðji á þann hátt ný-
sköpun í þessum geira. En þau verða
einnig að vera fær um að beita þeim
ráðum sem koma í veg fyrir óaftur-
kræft tjón á umhverfi okkar og
heilsufari og að bregðast við vanda
sem upp kann að koma við þróun
erfða- og líftækninnar á viðeigandi
hátt, t.d. með því að stuðla að og
beita sér fyrir hlutlausum rannsókn-
um þar sem um almannaheill er að
ræða.
Mannkynssagan er full af bylting-
um en sennilega hafa þær aldrei ver-
ið eins nákvæmlega skráðar og nú.
Við getum nú skráð ótrúlegustu hluti
eins og erfðamengi mannsins og
jafnvel dulkóðað aðrar upplýsingar.
En við þurfum samt enn að borða.
Hvernig ætli veröldin líti út eftir
önnur fimm þúsund ár? Eða bara
hundrað? Og hvað ætli framtíðar-
kynslóðir muni borða? Hvernig land-
búnaður mun verða stundaður? Og
það sem er ef til vill mest um vert,
munu framtíðarkynslóðir kalla
erfðabreytingarnar byltingu eða
bölvun?
Við sem nú yrkjum þessa jörð í
eiginlegri og óeiginlegri merkingu
megum hins vegar til með að halda
samræðunni og rannsóknunum
áfram þangað til við komumst að
heillavænlegri niðurstöðu og ákvörð-
unum sem sátt getur ríkt um. Því
það er eins og orðtækið segir: þú ert
það sem þú borðar. Og neytendur
eiga að geta valið meðvitað úr því
sem er á boðstólum. Það er borðorð
dagsins.
Helstu heimildir
Andvíg erfðabreyttum matvælum. Skoðana-
könnun. www.gallup.is
GMO Compass. www.gmo-compass.org/eng/
home/
Kynningarátak um erfðabreyttar lífverur og
afurðir þeirra. www.erfdabreytt.net
Söguatlas Máls og menningar. Ritstjóri ís-
lenskrar útgáfu Kristján B. Jónasson.
Reykjavík: Mál og menning, 2001
Umhverfisstofnun. Erfðabreyttar lífverur.
http://www.ust.is/Erfdabreyttarlifverur/
Vísindavefurinn. www.visindavefur.is. Svör
við spurningum um erfðafræði og erfðatækni.
Reuters
Erfðabreyttar sojabaunir í höndum rúmensks bónda í þorpinu Varasti árið
2004. Þetta var síðasta uppskeran því rúmensk stjórnvöld ákváðu að hætta
erfðabreyttri ræktun í landinu til þess að aðlagast lögum og reglum Evrópu-
sambandsins vegna umsóknar Rúmena um inngöngu í ESB.
’Fjármögnun vísindarannsókna á þessusviði er orðin óeðlilega háð fjárstuðningi og
þar með valdi stórra líftæknifyrirtækja.‘