Morgunblaðið - 02.04.2006, Page 18

Morgunblaðið - 02.04.2006, Page 18
18 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ Þegar sjötíu karlaraddirhljóma í vandlega sam-stilltum söng, þá fer eitt-hvað gott af stað í sálinni,heilanum, hjartanu eða hvar sem tilfinningaleg upplifun á sér stað. Orð ná tæplega að lýsa því en þó er það eitthvað í ætt við kraft og þéttan massa sem minnir bæði á staðfast berg og ólgandi haf. Eitt- hvað þungt sem fyllir út í hornin. Þannig hljómar Karlakór Reykja- víkur þegar honum tekst hvað best upp. En það eru ekki einvörðungu raddir sem gera kór góðan, heldur er það ekki síður góður stjórnandi sem nær fram því besta úr efni- viðnum. Metnaðarfullir menn hafa stjórnað kórnum í gegnum tíðina, eins og Páll Ísólfsson, Jón S. Jóns- son, Páll Pampichler Pálsson og Catherine Willams. Drjúgir við að kynna íslenska sönglist á erlendri grund En fyrstur til að stjórna Karlakór Reykjavíkur var Sigurður Þórðar- son tónskáld, sem stofnaði kórinn í janúar árið 1926 ásamt nokkrum áhugasömum söngmönnum. Hann stjórnaði samfellt í þrjátíu og sex ár, að einu ári undanskildu. Kórinn hefur gert garðinn frægan í ótal tónleikaferðum erlendis og þá hefur ávallt verið lögð áhersla á að kynna íslenska tónlist. Allir fremstu ein- söngvarar Íslands bæði fyrr og síð- ar hafa sungið með Karlakór Reykjavíkur á tónleikum heima og erlendis. Má þar helsta nefna Stef- án Íslandi, Guðmund Jónsson, Svölu Nielsen, Jón Sigurbjörnsson, Óskar Pétursson, Kristin Sigmundsson, Diddú og Jóhann Friðgeir Valdi- marsson. Verðum að hljóma sem einn maður Á afmælisárinu verður mikið um dýrðir hjá kórnum. Sex vortónleikar nú í apríl, afmælistónleikaferð aust- ur á firði í maí og afmælisferð í haust til Austurríkis og Þýskalands. Í þeirri ferð mun kórinn meðal ann- ars heimsækja Pál Pampichler, fyrrum stjórnanda kórsins, og halda þar sérstaka tónleika honum til heiðurs. Friðrik S. Kristinsson, stjórnandi kórsins, hefur því haft í nógu að snúast undanfarið en hann hefur staðið við stjórnvölinn und- anfarin sextán ár. Hann játar því að ekki sé það létt verk að stjórna og stilla saman raddir sjötíu og fimm karla. „Þetta er eins og að temja dýr, mikil vinna sem tekur tíma. Kórfélagar þurfa að læra inn á mig og ég inn á þá. Taugin verður að vera sterk á milli stjórn- anda og kórs, því við verðum að hljóma sem einn maður.“ Frábær félagsskapur Aldursbreiddin er mikil í kórnum, sá elsti er 72 ára en yngsti 22 ára. „Það er gott að búa að þeim gamal- reyndu en endurnýj- unin er líka nauðsyn- leg og það gefur kórnum æskuljóma. Ungu strákarnir hafa margir góðan bakgrunn og koma inn í kórinn eins og vanir menn, sem munar miklu fyrir mig. Þeir eru líka svo opnir og tilbúnir að gera allt sem ég bið þá um.“ Þrátt fyrir mikla þolinmæðis- vinnu þá segir Friðrik það virkilega gaman að stjórna kórnum. „Þetta er frábær félagsskapur og stórkostleg- ir einstaklingar í þessum kór og margir hverjir miklir húmoristar. Það er alltaf gaman hjá okkur þeg- ar við komum saman eða förum í ferðir, bæði innanlands og utan. Þegar allir eru vel stilltir saman í söngnum, þá gerist eitthvað. Þetta snýst ekki eingöngu um að syngja sterkt, heldur eru töfrarnir ekki síð- ur í fínu tónunum. Það er mjög áhrifamikið þegar allt gengur upp.“ Að viðhalda gleði og tærum hljóm „Að halda tónleika með kórnum er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég fer alltaf í ákveðinn trans og lít á tónleika sem einhvers konar leik- sýningu. Þegar kórmeðlimir ganga inn á sviðið er eins og tjöldin séu dregin frá í leikhúsi fyrir framan fullan sal af fólki sem bíður í eft- irvæntingu. Þá er ég leikstjórinn og við hefjum leikinn þegar fyrsti tónninn hljómar. Þá fyrst slaka ég á.“ Friðrik segist hafa breidd í laga- vali í fyrirrúmi á tónleikum, þar þurfi bæði að vera alvara og glettni, svo allir aldurshópar geti notið. „Þetta er kór sem á sterkar rætur og hann stendur fyrir eitthvað ákveðið í hugum fólks. Það hefur alltaf verið einhver ljómi yfir Karla- kór Reykjavíkur. Þegar ég fór á tónleika hjá þeim hér áður fyrr, þá fann maður fyrir þessari gleði og tæra hljóm sem ég legg mig fram um að viðhalda.“ Flaggskip íslenskra karlakóra í 80 ár Morgunblaðið/Kristinn Prúðbúnir og til í slaginn. Meirihluti núverandi meðlima Karlakórs Reykjavíkur. Þeir hafa staðið sterkir í stafni og engan bilbug á þeim að finna þó ára- tugirnir séu orðnir átta. Kristín Heiða Kristinsdóttir leit inn á æfingu hjá Karla- kór Reykjavíkur þar sem raddir voru stilltar saman fyrir vortónleikaröð sem hefst í dag. Sungið úti í guðsgrænni náttúrunni. Stofnandi Karlakórs Reykjavíkur, Sigurður Þórðarson, stjórnar kórnum í Norðurlandsferð árið 1939. Allir fara sáttir heim. Friðrik klappar fyrir sínum mönnum og þeir fyrir honum í lok æfingar. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í hvíldarstöðu á æfingum taka kórmeðlimir gjarna tal saman og henda gaman að því sem fram fer. Tenórarnir Sveinn Hjörleifsson og Pétur Björnsson. Vortónleikar Karlakórs Reykjavík- ur verða allir í Langholtskirkju: Í dag kl. 17.00 og 20.00 Mánudag 3. apríl kl. 20.00 Miðvikudag 5. apríl kl. 20.00 Fimmtudag 6. apríl kl. 20.00 Laugardag 8. apríl kl. 16.00 www.kkor.is khk@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti „ÞAÐ er sannarlega kikk fyrir konu að hafa svona karlavegg fyrir aftan sig. Það er ómót- stæðilegt,“ segir Sigrún Hjálmtýsdóttir, eða Diddú, þegar hún er spurð að því hvernig upp- lifun það sé fyrir hana að syngja ein með svona stórum karlakór. „Þeir leyfa mér að vera með þegar það eru stórafmæli hjá þeim og ég er náttúrulega alveg voðalega stolt af því. Þetta er ómetanlegt fyrir mig og ég er meira að segja búin að láta sauma á mig sérstakt dress í tilefni af afmælinu. Ég söng líka með þeim í Kanadaferð- inni þeirra fyrir fimm árum, þegar þeir áttu sjötíu og fimm ára afmæli. Og þeir buðu mér með í utanlandsferðina núna í haust og ég hlakka rosalega til. Karlakóralíf er alveg sér heimur og gaman að vera með þeim. Ég á fullt af pöbbum í þessum kór,“ segir Diddú og hlær sínum bjarta hlátri. Söngglaðir og dýnamískir Hjálmtýr faðir Diddúar var einmitt félagi í kórnum á sínum tíma. „Þess vegna fór ég á mínum uppvaxtarárum á tónleika hjá Karlakór Reykjavíkur og ein af mínum fyrstu og sterkustu tónlistarupplifunum var þegar Svala Nielsen söng með þeim. Það var alveg mögnuð tilfinning, af því að það er svo rosalega flott að heyra kvenrödd með karlakór, það er svo falleg samsetning,“ segir Diddú sem er mjög ánægð með hvernig kórinn hefur elst. „Núna er rosaleg dýnamík í þessum kór. Þetta eru vægast sagt söngglaðir menn og flott- ar raddir. Það er mikið af nýjum og ungum kórmeðlimum frá því ég söng með þeim fyrir fimm árum. Það er allt annar blær sem fylgir ungum röddum, mikill ferskleiki en þó ekkert ungæðislegt. Friðrik hefur gert alveg ótrúlega hluti með þennan kór og mótað hann vel.“ Ómótstæðilegt kikk fyrir konu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Aldrei leiðinlegt á æfingum. Friðrik kórstjóri og Diddú gantast á milli laga um það sem betur má fara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.