Morgunblaðið - 02.04.2006, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 02.04.2006, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 23 ið 2001 vann Andlát, og 2002 sigruðu piltarnir í Búgdrýgindum. Ári síðar, árið 2003, sigruðu Dáðadrengir með sína undarlegu samsuðu af gleði- poppi og hipphoppi, en árið 2004 náði Mammút að spila til sigurs. Þess má til gamans geta að krakkarnir í Mammút eru um þessar mundir að senda frá sér sína fyrstu breiðskífu. Í fyrra sigraði Jakobínarína, og hef- ur nær ekkert lát verið á spila- mennsku hjá þeim síðan, og í fyrra- dag sigraði Vestmannaeyjabandið The Foreign Monkeys með sínu kraftmikla indírokki sem endur- speglar vel það sem er að gerast í tónlist í dag. Mikilvægi keppninnar Eftir að hafa farið yfir söguna sést best að þær sveitir sem sigra þessa keppni hafa langflestar fengið heil- mikið fyrir sinn snúð. Verðlaunin eru oftast upptökutímar í hljóðverum og úttektir úr hljóðfærabúðum, en þarna hefur líka átt sér stað þróun. Í upphafi voru um 30 sveitir sem tóku þátt, en í dag eru þær 50. Verðlaun- unum hefur að sama skapi fjölgað, og nú eru, ásamt hinum hefðbundnu efstu þremur sætum, veitt verðlaun í flokki bestu hljóðfæraleikaranna og söngvaranna, og einnig fær athygl- isverðasta hljómsveit Músiktilrauna ár hvert sérstök verðlaun. Vinningshafar ársins 2006 eru nú heima hjá sér að handfjatla verð- launagripi, en þeir fá einnig að koma fram á Iceland Airwaves-hátíðinni í október nk, úttektir í ýmsum búðum, upptökutíma í hljóðveri og flugmiða til Manchester til að kíkja á músíklíf þar í borg. Þessi verðlaun öll eru greinilega heilmikil verðmæti, en hin raunverulegu verðmæti liggja þó í ómetanlegri reynslu sem þessi keppni skilar sveitunum. Það má fullyrða að allar þær hljómsveitir sem taka þátt í Músik- tilraunum, hvort sem þær komast á verðlaunapall eða ekki, hafa unnið, því þær hafa þurft að vinna saman sem einn maður við þrotlausar æf- ingar og skipulag. Það eru mjög raunveruleg og eftirsóknarverð verðlaun að fá að taka þátt í ein- hverju sem hefur jafn mótandi áhrif á ungt fólk og svona tónlistarveisla er. Þetta skiptir máli upp á fé- lagsmótun, sjálfsstyrkingu og víð- sýni allra sem þetta reyna, en þó hef- ur þetta mest áhrif á þá sem taka keppnina alvarlega og gera sitt besta. Alltaf sami nördinn! Ég sótti fyrst undanúrslitakvöld Músiktilrauna árið 1986, þegar fé- lagar mínir úr Keflavík voru að taka þátt, og smöluðu þeir öllum sem vettlingi gátu valdið inn í rútu sem brunaði beint í gamla Tónabæjar- húsið. Á leiðinni var sungið og trallað og allir voru handvissir um að sveitin myndi ekki bara komst í úrslit, held- ur vinna þessar Músiktilraunir. Stemmningin þarna í rútunni hefur því ekkert verið ósvipuð því sem Ís- lendingar upplifa árlega við að taka þátt í Evróvisjón-söngvakeppninni. Þetta var alveg gjörsamlega ný reynsla fyrir mér. Ég tilheyrði hópi af fólki sem átti það eitt sameiginlegt að elska tónlist nógu mikið til að leggja á sig rútuferðir fram og til baka til þess eins að styðja það sem það trúði á. Tilfinningin um að allir legðust saman á eitt til að ná ein- hverjum árangri var framandi og jafnframt spennandi, og þarna í rút- unni hef ég eflaust fengið mitt fyrsta námskeið í hópefli. Í minningunni var kvöldið ógleymanlegt, þrátt fyrir að okkar band hafi ekki sigrað. Í staðinn hitti ég skemmtilega krakka frá öllum landshlutum, skiptist á upplýsingum um góðar plötur sem voru nýkomnar út, fékk ábendingar um skóla um allt land sem væru að gera góða hluti, frétti af bestu búð- unum til að kaupa flíkur og fylgihluti og gleymdi öllu nema því sem ég hafði mestan áhuga á í heiminum; nefnilega tónlist. Þegar ég sit í dómnefnd Músiktil- rauna, nú tuttugu árum síðar, sé ég að það hefur í raun og veru ekki mik- ið breyst. Ég hitti enn skemmtilegt fólk og skiptist á upplýsingum um bestu plöturnar sem eru nýút- komnar, um góðar búðir sem selja áhugaverða hluti fyrir tónlistarelsk- andann og um nýjar sveitir. Ég hitti fólk af öllu landinu og fæ fregnir um það sem er í gangi hjá því. Mikilvæg- ast af öllu er þó að ég gleymi stund og stað og upplifi það sem mestu skiptir máli í lífinu, en það er tónlist beint í æð. Líklega er ég og verð tón- listarnörd, og þakka bara fyrir að fá að vera það í hópi annarra. Takk fyr- ir mig. fyrir alla Who Knew Furstaskyttan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.