Morgunblaðið - 02.04.2006, Page 29

Morgunblaðið - 02.04.2006, Page 29
Fréttir í tölvupósti MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 29 Því miður þykir hjálpsemi núekki mikil dyggð. Gáfulegra þykir að hugsa um að koma sjálf- um sér áfram með öllu móti. Ef fólk sýnir af sér óvenjulega hjálp- semi er sagt við það með nokkurri fyrirlitningu: „Þú ert bara með- virk,“ sem virðist eitthvert mesta skammaryrði sem til er í nútíma íslensku. Stundum finnst mér að meira að segja glæpamenn njóti meiri virðingar en þeir sem hafa fengið stimpilinn: – meðvirkur! Það er enda von, séð frá bæj- ardyrum sjálfhverfninnar, glæpa- menn hugsa jú mest um sjálfa sig og það skilja þeir vel sem halda uppi merkjum þess sjónarmiðs að fólk skuli hugsa mest um að koma sjálfu sér áfram og á framfæri og hvað það nú allt heitir. Til er að vísu gamall málsháttur sem segir: „Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir,“ en fyrr má nú aldeilis gagn gera hvað fólk er hjálpsamt við sjálft sig. Það er því miður oftar en ekki að fólk fær aðeins skömm og skit- in orð fyrir að reyna að koma náunganum til hjálpar. Út yfir tekur stundum. Eina stúlku veit ég um sem hafði fengið það veganesti út í lífið að hún ætti að hjálpa þeim sem væru minni máttar eða veikir. Kvöld nokkurt fór þess stúlka á mannamót og sem hún skundar heim eftir mannfagnaðinn, vel á sig komin og hress í frosti og fjúki hins íslenska vetrar, sér hún hin- um megin við götuna hvar staulast einn af meiri kvennaljómum borg- arinnar, ótæpilega drukkinn og studdi sig við garðhandrið. Ekki dugði það honum þó til að standa í fæturna og fór svo að hann lypp- aðist niður á gagnstéttina og hreyfðist svo ekki meir. Stúlkan nam staðar og virti hrúgaldið fyrir sér úr fjarska og mundi nú veg- nestið – að hjálpa þeim sem illa væru staddir. Hún gat ekki betur séð en maðurinn yrði úti í vetr- arhörkunum ef ekki yrði að gert. Hún snaraðist því yfir götuna og hóf að toga í manninn til að koma honum á fæturna. Eftir mikla mæðu komst maðurinn það til meðvitundar að hann tautaði: „Hvað ert þú að reyna við mig!“ Stúlkan vissi ekki hvort hún ætti að hlæja eða gráta en ákvað að hætta afskiptum af manninum og einhvern veginn komst hann heim til sín því hann lifir enn í góðu gengi. Það fór einnig betur en á horfð- ist þegar læknir einn sat í mak- indum á sundlaugarbakka og horfði á þá sem voru á sundi í lauginni. Allt í einu tók hann eftir því að einn maðurinn synti í litla hringi og hvarf svo að lokum niður í djúpið. Læknirinn beið skamma stund en þegar ekki bólaði á manninum stakk hann sér til sunds til að ná honum upp úr. Það tókst, en ekki leist lækninum bet- ur á sundmanninn en svo að hann þorði ekki annað en beita við hann munn við munn aðferðinni meðan hann væri að drösla honum á björgunarsundi í átt að bakkanum. Meðan á því gekk synti framhjá fullorðin kona og sagðihneyksluð við lækninn: „Að þú skulir ekki skammast þín!“ Læknirinn kom manninum á þurrt og gat lífgað hann við. Það er sem sagt mörg hetjudáð- in unnin í kyrrþey. Vegna hinnar miklu sjálfhverfni sem ræður ríkj- um í samfélaginu virðist full ástæða til að bregðast við og inn- ræta börnum að vera hjálpsöm við náunga sinn en ekki hugsa bara um eigin hag. Enginn er eyland og það kemur fyrr eða síðar að því í lífi hvers manns að hann verður hjálparþurfi, þá er gott að eiga hjálp náungans skilið. Svo er ekki allt sem sýnist. Það er kannski al- veg eins verðmætt að skapa sér inneign á himnum eins og í bönk- um, bæði verður sálarlífið betra og góð andleg líðan eykur svo möguleika á annars konar vel- gengni, - það sá ég í blöðunum einhvern tíma að væri niðurstaða enn einnar stórmerkilegrar rann- sóknarinnar. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Erum við nægilega hjálpsöm? Að þú skulir ekki skammast þín! eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Mjög líklega hefðum við sem nú örk- um hér um grundu ekki orðið til hefðu forfeður okkar ekki verið sér- lega hjálpsamir hver við annan. Landið var löngum svo harðbýlt að það hefði ekki verið byggilegt nema með mikilli samvinnu og samhjálp. Gull- og Silfursmiðjan Erna Skipholti 3 • sími 552 0775 • www.erna.is Ársskeiðin 2006 frá Ernu kr. 7.900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.