Morgunblaðið - 02.04.2006, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 31
Marteinn gæsasteggurbíður þess á Skániað gæsirnar komisunnan að á leiðsinni norður í Lapp-
land. Þegar þær koma reynir hann
að hefja sig til flugs. Einu sinni tókst
það. Þá var hann með Nilla Hólm-
geirsson á bakinu og úr varð æv-
intýri sem Selma Lagerlöf skrifaði
niður. Ævintýri um heimkynni
sænskra barna, ævintýri um landið,
náttúruna, dýrin og mennina. Fyrsti
hlutinn birtist á bók fyrir nákvæm-
lega hundrað árum. Sagan hefst 20.
mars, Marteinn gæsasteggur er van-
ur að líta til himins um þetta leyti
árs. Nú getur hann það ekki lengur,
það er búið að loka hann inni og
hæpið að hann muni nokkurn tíma
aftur líta dagsins ljós. Um daginn
fannst dauð gæs í Oskarsham. Von-
andi var það ekki Akka gæsa-
mamma, leiðtogi villtra gæsa á leið-
inni norður í land.
Hænur líta aldrei til himins, ekki
heldur þær sem hafa hingað til fengið
að spígspora úti. Þær horfa stöðugt á
jörðina í leit að æti en blimskakka
stundum augunum hver á aðra og
segja gvúaaag.
Í afkekktum firði á vesturströnd
Noregs er lítill bær sem heitir Dale.
Barnaskólinn þar heitir Dingemoen-
skule. Börnin í skólanum hafa rekið
hænsnabú á skólalóðinni. Hænurnar
voru marglitar eins og íslensku land-
námshænurnar og þær hafa fengið
að vera úti. Börnin hafa gefið hæn-
unum korn og matarafganga og feng-
ið egg að launum. Um daginn voru
allar hænurnar drepnar. Börnunum
var sagt að það væri út af fuglaflens-
unni.
Uppi á brattri hæð fyrir ofan þorp-
ið er norræn listamiðstöð með miklu
útsýni. Þar eru líka nokkrar litskrúð-
ugar hænur sem hafa búið við svipuð
lífsgæði og hænurnar í barnaskól-
anum. Um daginn nefndi for-
stöðukonan að nú þyrfti að drepa tvo
hana og líklega þyrfti að drepa allar
hænurnar áður en farfuglarnir
kæmu. Ég bauðst til að drepa hanana
og stakk upp á að við myndum halda
veislu um helgina og borða coq au
vin. Ég veit ekki hvað kom yfir mig.
Forstöðukonan leit hissa á mig, sagði
svo að ég myndi fá tvo 18 ára gamla
aðstoðarmenn. Þeir eru frá Afríku en
eru í alþjóðlegum menntaskóla hérna
rétt hjá, sagði hún. David er frá
Sierra Leone, Múhabí frá Lesotho.
Við gripum tvo hana, annan mó-
rauðan, hinn rauðleitan með hvítum
flekkjum. Ég var með flugbeittan,
bláan Fiskarshníf í annarri hendinni
og hélt um vængina á mórauða han-
anum með hinni. Hann var með eld-
rauðan kamb og gul augu sem störðu
út í tómið. Múhabí kenndi mér að
taka vængina saman, draga þá út,
leggja til hliðar á jörðina og stíga létt
á þá með vinstri fæti. Eins gerir mað-
ur með lappirnar og stígur á þær
með hægri
fæti. Síðan er
tekið undir
hálsinn, þétt
upp við haus-
inn svo han-
inn nái ekki
að pikka í
mann, og
fiðrið greitt
frá hálsinum
þar sem mað-
ur ætlar að
bregða hnífn-
um. Það er
erfitt að
skera lifandi
dýr á háls.
Erfiðast er
þó að halda
fuglinum
niðri haus-
lausum. Hann er svo sterkur. Þykkt
og heitt blóðið lekur úr strjúpanum.
Hausinn með stoltum kambinum
liggur í hálfs metra fjarlægð frá
búknum. Ein, tvær, þrjár mínútur:
Hann er enn að berjast um. Blóðugur,
sinaber strjúpinn teygist út úr búkn-
um og reigist upp og niður eins og
hann vilji lyfta hausnum upp eða
berja honum í jörðina. Það er hræði-
legt, það er dásamlegt. Lífið er sterk-
ara en dauðinn. Upp úr strjúpanum
heyrist gvúaaag, gvúaaag. Hvernig
ætli það sé að skera hausinn af
manni?
David treystir sér ekki til að slátra
en hann hreinsar fiðrið af skrokk-
unum, þótt það sé nú álitið kven-
mannsverk heima hjá mér segir hann
hlæjandi. Hann fjarlægir úr þeim inn-
yflin og tekur hjartað, lifrina og nýr-
un frá. Þetta steikjum við sér, segir
hann, þetta fá slátrararnir. Upp-
skriftin The perfect coq au vin fannst
á netinu. Eftir matinn var rætt um og
deilt um hvort fuglaflensan væri hyst-
ería og hvort mennirnir hefðu skilyrð-
islausan rétt til að drepa dýr.
Coq au vin
Bréf frá Noregi
Hjálmar Sveinsson
Heimsferðir bjóða þér beint flug til Alicante í vor
og sumar. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti á
lægsta verðinu á www.heimsferdir.is.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Alicante
í vor og sumar
frá kr.10.799
Kr. 10.799
Flugsæti aðra leið með sköttum. Netverð.
Ath. takmarkað sætamagn í boði.
Kr. 22.188
Flugsæti báðar leið með sköttum. Netverð.
Ath. takmarkað sætamagn í boði.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Tryggðu þér lægsta verðið!
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn