Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ Camper skóverslanir máfinna út um allan heim.Þær eru nú orðnar um130 talsins og hafa vakiðeftirtekt almennings fyrir áhugaverða hönnun. Síðustu ár hefur Camper stækkað enn meira við sig og opnaði fyrr á árinu nýjan Foodball matsölustað í Berlín og einnig hótelkeðju í Barselóna. Allsérstakt þykir sumum að eig- endur Camper hafi tekið þá ákvörð- un að fara beint í veitinga- og hót- eliðnaðinn. Algengt er að fyrirtæki á borð við Camper stækki við sig m.a. með úraframleiðslu eða ilm- vatnsframleiðslu líkt og skófyrir- tækið Diesel. Sterk sýn liggur að baki hjá Camper sem á rætur sínar að rekja til menningar, sögu og landslags spænsku eyjarinnar Maj- orca. Matur, húsaskjól og fatnaður Markmið Camper er að koma til móts við ákveðnar grunnþarfir mannsins, sem eru matur, húsaskjól og fatnaður. Það má segja að Camper uppfylli þessar þrjár grunnþarfir með Foodball, Casa Camper og Camper skónum. Foodball veitingastaðina er að finna bæði í Barselóna og Berlín, þar sem áhersla er lögð á lífrænar og vistvænar vörur. Með stofnun Foodball vill Camper m.a. fá al- menning til að hugsa og ræða sín á milli um gildi lífræns matar og mat- argerðar. Maturinn er einfaldur, léttur og lífrænt ræktuð nýjung. Hrísgrjónabollur eru meginuppi- staðan, og er hægt að fá þær með ýmsum grænmetis- og kjötfylling- um, einnig eru í boði sætar bollur og mikið úrval af lífrænum drykkjum. Vistvænir diskar, bollar og pakkningar úr sykurreyr og korni eru eingöngu í boði á Foodball. Hönnuðurinn Marti Guixé frá Barselóna, sem hefur getið sér gott orð fyrir hönnun sína á Spáni jafnt sem annars staðar, tók að sér að hanna Foodball staðinn. Það má sjá að stílbrögð Marti Guixé skína í gegnum hönnun staðarins, þá sér- staklega teikningar hans á veggj- um, pakkningum og á matseðli Foodball sem gefur staðnum vina- legt og óvenjulegt yfirbragð. Matseðill Foodball sem er á veggnum aftan við afgreiðsluborðið vekur gjarnan eftirtekt hjá gestum staðarins, en hann er sérstakur að því leyti að allt er handmálað, bæði letur og myndirnar af matnum. Staðurinn skiptist í tvo hluta annars vegar rými þar sem gestir koma inn og panta matinn og hins vegar grasgrænt svæði þar sem fólk getur sest niður með matarbakkann og gætt sér á holla skyndibitanum. Borð og stólar eru ekki á boðstól- um, heldur eru risatröppur úr steinsteypu notaðar sem sæti og til að hafa sætin ögn þægilegri er litlum bastpúðum raðað í tröppurn- ar. Staðurinn á að gefa fólki þá til- finningu að það sé undir berum himni og er markmið Foodball að fá fólk til að staldra aðeins við til að borða matinn sinn. Andóf gegn þróun matarmenningar Hugmynd Foodball á sér nokk- urra ára aðdraganda því að forstjóri Camper átti þann draum að opna matsölustað og hótel fyrir tíu árum. Við hugmyndasköpun Foodball var farið vel í saumana á þróun mat- armenningar í hinu vestræna sam- félagi, sem einkennist í vaxandi mæli af miklum hraða og næring- arsnauðum skyndibitum. Oft og tíð- um hefur fólk ekki hugmynd um hvað það setur ofan í sig, eins og ýmiss konar aukaefni sem hafa lítið með hollustu að gera. Camper leit svo á að það einhver ætti að axla ábyrgð á að stuðla að bættri mat- armenningu og taldi að góður möguleiki væri að bjóða upp á holl- an og góðan skyndibita á viðráð- anlegu verði fyrir nútímafólk. Líði eins og heima hjá sér Hótelið Casa Camper sem er miðsvæðis í Barselóna var opnað fyrr á þessu ári og er hannað á ein- faldan hátt með það að markmiði að hótelgestum líði eins og heima hjá sér. Camper fékk í lið með sér hönnuðinn Fernando Amat sem hefur tekið þátt í hönnun Camper frá upphafi m.a. hannaði hann fyrstu skóbúðina fyrir Camper. Rauðir, svartir og gráir litir eru áberandi á veggjum Casa Camper. Skemmtilegt er að sjá hvernig hótelið hefur skipulagt hjólageymsl- una en í anddyrinu hanga nokkur reiðhjól hótelgesta niður úr loftinu. Gömul brauðrist, stytta af ketti og fleiri gamlir hlutir eru til sýnis í anddyrinu, þetta eru hlutir sem fundust þegar verið var að breyta húsnæðinu í hótel. Einnig er þar hálfgegnsær veggur sem lýsir upp anddyrið og má sjá glitta í ferða- töskur gestanna. Ýmislegt á Casa Camper er frábrugðið hótelum al- mennt, til að mynda er hvorki veit- ingastaður né minibar heldur ein- ungis sjálfsalar fyrir hótelgesti. Að vissu leyti er það kostur vegna þess að hótelgestir geta þá fengið sér samlokur og fleira snarl úr sjálfsal- anum á hvaða tíma sem er. Eins og fyrr var getið leggur Camper mikla áherslu á vistvænt umhverfi og not- ar þess vegna sólarplötur á þakinu til að hita upp vatnið. Að auki eru hreinsitæki inni á hverju herbergi sem hreinsa vatnið og gera það not- hæft á ný. Herbergin á Casa Cam- per eru 25 talsins og hverju her- bergi er skipt upp í tvo hluta þar sem annar hlutinn er hugsaður til slökunar og hinn til skemmtunar og dægradvalar. Einföld húsgögn eru ráðandi á herbergjunum og eru flest þeirra hönnuð af Fernando Amat. Skóverslanir Camper eru hver fyrir sig einstakar og engin þeirra er nákvæmlega eins. Mikið er lagt í skókassa, poka og fleira sem tengist verslunarrekstrinum og ekki má gleyma pokanum sem Marti Guxie hannaði fyrir Camper sem á stóð slagorðið „If you don’t need it, don’t buy it“ sem er eitt af kjörorðum Camper. Marti Guixé hefur komið að hönnun flestra Camper skóversl- ana m.a. hannaði hann Camper „info shop“ skóverslanirnar þar sem handteiknaðir textar og teikningar mynda fallegar skreytingar. Hug- myndin er að upplýsingar til við- skiptavina séu nýttar sem skreyt- ingar og fá viðskiptavini til að taka betur eftir þeim upplýsingum sem Camper hefur fram að færa. Í stað þess að eyða peningum í dýr efni og tæki til að hanna skóverslanir er áherslan heldur lögð á innihalds- ríkar upplýsingar hvort sem það er skrifað eða sett fram í myndmáli. Umhverfi Majorca er sterkur þáttur í útliti Camper skóverslan- anna. Áherslan er á að gefa al- menningi innsýn í sveitalíf og menningu Majorca. Í gegnum tíðina hefur Majorca verið einna þekktust sem fjörugur staður fyrir ferða- menn til að hella sig fulla og synda í sjónum. Áherslur Camper verslan- anna snúast um að koma á nýrri og betri sýn á Majorca, vegna þess að eyjan hefur að geyma gamla sögu, menningu og fallegt landslag sem vert er að skoða nánar. Martin Guixé hannaði þessa Camper-verslun sem er í London. Óvenjuleg töskugeymsla sem kemur gestum Casa Camper-hótelsins á óvart. Matseðill Foodball er fallegur og vekur athygli viðskiptavina. Steinsteyptu tröppurnar á Foodball og á móti blasa við stórir gluggar sem veita gestum þá tilfinningu að þeir sitji úti. Grunnþarfirnar þrjár Í hlutarins eðli | Spænska skófyrirtækið Camper er þekkt um allan heim fyrir vandaða og frumlega skó af ýmsu tagi. En fyrirtækið hefur ekki látið sér nægja skófatnað heldur fært út kvíarnar í rekstur hótela og veitingastaða. Guðrún Edda Einarsdóttir fjallar um Camper. Höfundur er vöruhönnuður. hannar@mbl.is Herbergi Casa Camper-hótelsins eru stílhrein og laus við allan óþarfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.