Morgunblaðið - 02.04.2006, Page 41

Morgunblaðið - 02.04.2006, Page 41
ætti stórvirkjanir og stóriðjufyrirtæki. Nú má segja, að Halldór Ásgrímsson og Framsóknar- flokkurinn séu að verða býsna harðir keppinaut- ar Sjálfstæðisflokksins um þá stöðu. En alla vega fer ekki á milli mála, að minnk- andi trú á aðra kosti í atvinnulífi okkar eykur stuðning við þá stefnu, sem forsætisráðherrann hefur orðið helzti talsmaður fyrir, að byggja eigi ný álver. Og reynist það rétt, að seint á þessu ári og snemma á næsta ári hafi hægt mjög á vexti at- vinnulífsins og jafnvel að áhyggjur breiðist út um að góðærið hafi runnið sitt skeið munu Halldóri Ásgrímssyni, sem talsmanni nýrrar uppbygging- ar í áliðnaði, opnast ný pólitísk tækifæri. Norðlendingar sjá þann mikla uppgang, sem nú er á Austurlandi og það mun auka stuðning við álver í nágrenni Húsavíkur. Suðurnesjamenn munu líta svo á, að álver við Helguvík geti komið í staðinn fyrir Keflavíkurflugvöll, nú þegar ljóst er að Bandaríkjamenn eru að fara. Allt mun þetta koma Halldóri Ásgrímssyni og Framsóknar- flokknum til góða í þingkosningum að ári. Þetta er kalt, pólitískt mat og sagt alveg án til- lits til þess, hvort Morgunblaðið telur það æski- lega þróun að halda áfram á sömu braut í upp- byggingu stóriðju. Að vísu væri þessi þróun mjög í samræmi við spádóma Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar, þáverandi ritstjóra Morgunblaðsins, sem fyrir þremur áratugum kvað upp úr með það að framtíðin væri álver í öllum landshlutum. Þegar á þetta er litið er hins vegar ljóst, að það er of snemmt að afskrifa Halldór Ásgrímsson eða Framsóknarflokkinn, sem ráðandi afl í íslenzk- um stjórnmálum. Forsætisráðherrann hefur að vísu ekki verið hrifinn af þeim miklu umræðum, sem orðið hafa hér á heimavígstöðvum um vandamál bankanna og þá m.a. hér í Morgun- blaðinu, en það skyldi þó ekki vera að í þeim um- ræðum öllum felist gullið tækifæri fyrir hann til þess að skapa sér og flokki sínum nýtt pólitískt líf?! Halldór Ásgrímsson vék að því í ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans, að það þyrfti að reikna út hvaða hagvexti mætti gera ráð fyrir næstu árin ef „kyrrstöðumennirnir“ fengju að ráða. Ekki er ólíklegt að Samfylkingin og vinstri grænir eigi eftir að heyra meira um slíka útreikninga á næstu mánuðum. Með þeirri þekkingu og tækni, sem nú er til staðar er auðvitað hægt að reikna út áætlaðan hagvöxt skv. stefnumiðum stjórnar- flokkanna og eins stjórnarandstöðuflokkanna. Það verður fróðlegt að sjá hvort forsætisráð- herrann beitir sér fyrir því, að það verði gert eða hvort aðrir taka sér það fyrir hendur. Ef lands- menn telja hættu á, að sú velmegun, sem þeir nú búa við gangi þeim úr greipum má búast við að það hafi mikil áhrif á hvernig þeir greiða atkvæði í næstu þingkosningum Sterkari eftir- litsstofnanir Einn kafli í ræðu Dav- íðs Oddssonar á árs- fundi Seðlabankans hefur áreiðanlega vakið athygli viðstaddra umfram aðra en á fund- inum var saman kominn kjarninn úr íslenzka bankakerfinu. Davíð Oddsson sagði: „Þrátt fyrir mikla og vaxandi starfsemi utan landsteina teljast allar íslenzkar fjármálastofn- anir til íslenzkra fyrirtækja. Umræður erlendis eru nú í gagnstæða átt við þá, sem við tókum mið af þegar Fjármálaeftirlitið var flutt frá Seðla- banka. Ísland er lítið land með hratt stækkandi fjármála- og bankaviðskipti. Áhyggjuefni er að eftirlits- og aðhaldsstofnanir hafa ekki styrkst að sama skapi þótt þær hafi sinnt hlutverki sínu vel. Íslenzku bankarnir hafa góðan skilning á því, að það hefur grundvallarþýðingu fyrir álit matsfyr- irtækja og erlendra greiningardeilda að stofn- anir á borð við Seðlabanka og Fjármálaeftirlit séu taldar öflugar og trúverðugar.“ Þetta er lykilatriði. Það er beinlínis hagsmuna- mál fyrir bankana, að erlendir aðilar hafi sann- færingu fyrir því, að hér sé sterkt fjármálaeft- irlit. og þess vegna er áreiðanlega spurning, hvort ekki sé tímabært að endurskoða þetta kerfi að nýju. Seðlabankastjórinn nefndi að vísu ekki þann möguleika en það hlýtur að koma til skoð- unar að sameina Seðlabanka og Fjármálaeftirlit á ný enda augljóst að slík sameinuð stofnun hefur miklu meiri möguleika á að veita það aðhald, sem er nauðsynlegt fyrir bankana sjálfa og getur m.a. stuðlað að hagstæðari lánakjörum fyrir þá í út- löndum. Raunar á það við um allar eftirlitsstofnanir, sem á seinni árum hafa verið byggðar hér upp, að þær eru enn alltof veikar. Ein ástæða þess er sú, að þær eru einfaldlega ekki samkeppnisfærar við einkageirann um launakjör. Að því vék Davíð Oddsson í ræðu sinni á ársfundinum þegar hann sagði: „Tryggja þarf að þær stofnanir, sem í hlut eiga, geti keppt um hæfan mannskap, sem feng- ist getur fljótt við vandmeðfarin viðfangsefni og notið trausts og virðingar markaðarins.“ Þetta á ekki bara við um fjármálaeftirlit held- ur líka um efnahagsbrotadeild og samkeppniseft- irlit. Það hefur nánast orðið að einhvers konar sporti hjá einstökum þingmönnum stjórnarand- stöðu að gera lítið úr þessum eftirlitsstofnunum. Það er furðuleg iðja í ljósi þess um hversu mik- ilvægar stofnanir er að ræða. Þingmenn ættu fremur að líta á eftirlitsstofnanir, sem nauðsyn- legt tæki til þess að fylgjast með því, sem hér er að gerast í viðskiptalífinu en að þar sé um óvini viðskiptalífsins að ræða. Það er staðreynd, að öfl- ugt fjármálaeftirlit eykur tiltrú til banka í við- komandi landi. Það er staðreynd, að það kemur bönkunum hér til góða í viðskiptum þeirra í öðr- um löndum ef viðskiptavinum þeirra er ljóst, að hér er mjög öflugt fjármálaeftirlit. Þess vegna eru eftirlitsstofnanir ekki fjandmenn viðskipta- lífsins heldur þvert á móti. Ganga má út frá því sem vísu, að Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra mundi taka því fagnandi ef hún fyndi að það væri sterkur stuðn- ingur á Alþingi við að efla eftirlitsstofnanir á vettvangi viðskiptalífsins og beita sér fyrir að svo yrði gert. Þetta er eitt af þeim málum, þar sem breið pólitísk samstaða ætti að geta orðið til á milli stjórnarflokka og stjórnarandstöðuflokka. Það er margt, sem hefur gerzt á síðustu dög- um, vikum og mánuðum, sem styður þá skoðun, að æskilegt sé að setja ákveðnari starfsramma utan um íslenzkt viðskiptalíf. Það snýr að mörg- um þáttum þess. Einn er sá, sem seðlabankastjórinn gerði beint að umtalsefni og snýr að fjármálalífinu. Annar er starfsvettvangur samkeppnisyfirvalda. Ekki verður betur séð en fákeppni sé að aukast í við- skiptalífinu hér. Sá þriðji snýst um margvísleg tengsl á milli fyrirtækja og fyrirtækjahópa. Ekki verður annað séð en þau tengsl séu að aukast en ekki minnka. Löggjöfin, sem var sett á árinu 2005 er gagns- lítil í þessum efnum. Meira þarf til að koma. Spurning hvort hægt er að koma á breiðara póli- tísku samráði um þetta efni en gert hefur verið til þessa. Það er mikil gerjun í viðskiptalífinu hér. Tónn- inn í því á eftir að breytast á næstu mánuðum og misserum, m.a. vegna þess, að peningaflóðið mun að öllum líkindum minnka mjög verulega. Flest af því, sem hér er að gerast er mjög jákvætt og ánægjuleg afleiðing eða árangur af því frelsi, sem hér hefur ríkt hin síðari ár. En við þurfum líka að ná tökum á því, sem af- laga hefur farið. Morgunblaðið/RAX Og þá vaknar sú for- vitnilega spurning, hvort þessi þróun öll geti skapað Halldóri Ásgrímssyni og Framsóknarflokkn- um ný tækifæri. Það er augljóst, að Framsóknarmenn hafa miklar áhyggj- ur af pólitískri fram- tíð sinni. Laugardagur 1. apríl MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 41

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.