Morgunblaðið - 02.04.2006, Síða 43

Morgunblaðið - 02.04.2006, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 43 MENNING riti Frankfurter Allgemeine segist hafa átt von á því að Cattelan og co myndu hleypa tvíæringnum upp í margsnúið, kaldranalegt grall- aragrín. Í stað þess væri á ferð- inni alvarleg sýning og angurvær sem leitaðist við að hrista upp í fólki og sjokkera það. Peter Richt- er, sem starfar hjá sama blaði sagði hins vegar að sýningin fjallaði um „borg, list, rusl og dauða“. Elke Buhr hjá Frankfurter Rundschau segir að frásögnin ráði ríkjum á tvíæringnum. Sýningin sé hálfgildings skáldsaga sem fjalli um líf og dauða – og sé einkar les- væn, „aðgengileg mönnum sem músum“. Harald Fricke hjá Tageszeitung er hins vegar ósam- mála því að sýningin sé eins þemabundin og kollegar hans vilja meina og er reyndar einn um þá skoðun. „Töfraorðið er ímyndun,“ segir hann. „Fegurðin er í auga sjáand- ans, og tvíæringurinn leggur áherslu á að draga hann að hinum mörgu ólíku verkum sem hann prýða.“ Nicola Kuhn hjá Tagesspiegel er aftur á móti á sama máli og Emilie Trice hjá NY Arts Magaz- ine. Bæði mótmæli tvíæringurinn hinum gervilega, alþjóðlega list- markaði og snúi auk þess frá hinni þyngslalegu akademík sem ein- kenndi síðasta tvíæring. „Umgjörðin ein gerir mikið fyrir sýninguna,“ segir hún. „Berl- ínartvíæringurinn í ár er bók- staflega galopinn. Samtímalist er ekki sett upp sem eitthvað skemmtilegt, né eitthvað djúpt, né eitthvað sem á að ræða eitthvað sérstaklega um. Hann er eins kon- ar myndhverfing á angurværð í staðinn. Og er bara þarna.“ Verk Michaels Schmidts á Berlínartvíæringnum. Úr myndbandsverki eftir rúmenska myndlistarmanninn Mircea Cantor. Úr innsetningu eftir Andro Wekua. www.berlinbiennale.de Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Listasafn Íslands fyrirhugar sýningu á næsta ári á verkum listmálarans Ásgríms Jónssonar (1876-1958). Vegna undirbúnings sýningarinnar óskar safnið eftir upplýsingum um listaverk eftir listamanninn, sem til eru í einkaeigu. Eigendur listaverka eru beðnir um að hafa samband við Þóru Sigurbjörnsdóttur, í síma 515-9606 eða með tölvupósti til bokasafn@listasafn.is LISTAVERK Í EINKAEIGU www.plusferdir.is Plúsferðir hafa flutt starfsemi sína að Lágmúla 4 Sama símanúmer 535 2100 Plúsferðir · Lágmúla 4 · 105 Reykjavík · Sími 535 2100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.