Morgunblaðið - 02.04.2006, Qupperneq 46
46 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
NOKKUR órói hefur verið um
starfsemi Strætó að
undanförnu. Okkur
virðist sem hámarki
hafi verið náð í fjöl-
miðlum á und-
anförnum dögum og
vonum að svo sé. Það
er staðreynd að þorri
vagnstjóra er ánægð-
ur í starfi. Það sýnir
m.a. yfirgnæfandi
fylgi við nýlega gerða
kjarasamninga sem
samþykktir voru með
einu mótatkvæði. Yf-
irgnæfandi fjöldi
vagnstjóra hefur
óbeit á þeim vær-
ingum sem hafa verið
innan hópsins og vill
ekkert frekar en fá
að vinna sín störf í
fullri sátt og veita
viðskiptavinum
Strætó góða þjón-
ustu. Sameinuð get-
um við gert góða
hluti því við erum
bundin órjúfandi
böndum; við-
skiptavinir, starfsmenn og Strætó
bs.
Miklar breytingar hafa átt sér
stað á störfum okkar á síðustu
mánuðum með breyttu leiðakerfi,
tímatöflum og vaktakerfi. Leiða-
kerfisbreytingin 23. júlí sl. var gíf-
urlega umfangsmikil og má segja
að um byltingu hafi verið að ræða
frekar en breytingu. Flestir undu
glaðir við sitt en samt báru stórir
og litlir hópar skarðan hlut frá
borði og undu hag
sínum illa. 5. mars sl.
voru aftur gerðar
breytingar á leiða-
kerfinu og voru þær
byggðar á at-
hugasemdum frá
vagnstjórum og við-
skiptavinum Strætó.
Meðal annars var
bætt við fjórum leið-
um og sýnist flestum
að vel hafi til tekist.
Kerfið nálgast gamla
leiðakerfið aftur og
margir tóku gleði
sína á ný.
Ógerningur er að
útbúa leiðakerfi sem
er fullkomið frá fyrsta
degi. Á sumum leiðum
nýja kerfisins hefur
tímaáætlun verðið í
þrengra lagi og það
hefur skapað óþæg-
indi hjá sumum við-
skiptavinum okkar og
vagnstjórum. Þetta er
auðvelt að laga og
verður komið í lag
innan tíðar, því yfirmenn Strætó
hafa unnið að lagfæringum á tíma-
töflunum sem líta dagsins ljós á
næstu dögum, til úrbóta fyrir far-
þega og vagnstjóra.
Þessar breytingar hafa reynt á
þolrif margra og margt hefur ver-
ið sagt og gert í ljósi þess aukna
álags sem á vagnstjórum hefur
hvílt. En nú er mál að linni. Nú
þurfa allir starfsmenn Strætó að
taka höndum saman um að gera
gott fyrirtæki betra. Við megum
ekki eitra líf okkar með baktali og
Gróusögum. Það skemmtir engum
nema skrattanum.
Nýtt vaktakerfi á að taka gildi
9. apríl nk. Kerfið býður upp á
ýmsa möguleika fyrir vagnstjóra
sem geta nú valið vaktir eftir sín-
um þörfum. Meðal annars er boðið
er upp á möguleika á sveigjanleika
í starfi, til dæmis með því að
vinna eingöngu á morgunvöktum,
dagvöktum, kvöldvöktum eða
blönduðum vöktum, svo eitthvað
sé nefnt. Lögmæti vaktakerfisins
og samræmi við kjarasamninga
liggur ekki fyrir þegar þessar lín-
ur eru skrifaðar. En sérfræðingar
Starfsmannafélags Reykjavík-
urborgar og BSRB eru að vinna
að skoðun á lagalegum og samn-
ingslegum ákvæðum og hljótum
við að una úrskurði þessa mæta
fólks.
Nú er komið leiðakerfi sem sátt
er um. Almenn ánægja er með
nýjan kjarasamning og nú eigum
við öll að einbeita okkur að því að
gera almenningssamgöngur að
raunverulegum valkosti hér á höf-
uðborgarsvæðinu.
Við viljum frið um Strætó
Heimir L. Fjeldsted og
Úlfur Einarsson fjalla um
almenningssamgöngur ’Almenn ánægja er meðnýjan kjarasamning og
nú eigum við öll að ein-
beita okkur að því að
gera almenningssam-
göngur að raunveruleg-
um valkosti hér á höf-
uðborgarsvæðinu.‘
Heimir L. Fjeldsted
Höfundar eru vagnstjórar og
trúnaðarmenn hjá Strætó bs.
Úlfur Einarsson
Hvort sem þú þarft að selja eða leigja
atvinnuhúsnæði, þá ertu í góðum
höndum hjá Inga B. Albertssyni.
Nú er góður sölutími framundan,
ekki missa af honum.
Vandaðu valið og veldu fasteignasölu
sem er landsþekkt fyrir traust og
ábyrg vinnubrögð.
Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali
ATVINNUHÚSNÆÐI
HAFÐU
SAMBAND
Lóðir undir atvinnuhúsnæði
Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17. Kópavogi er með til sölu tvær áhugaverðar lóðir undir
atvinnuhúsnæði við Iðndali í Vogum á Vatnsleysuströnd. 150088/150089
Nánari upplýsingar á skrifstofu FM
Sími 550-3000.
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
OPIÐ HÚS - Ásvallagata 15 1.h.
Glæsileg og mikið endurnýjuð 3ja til 4ra herbergja, 96,7 fm íbúð á
1. hæð og aukaherbergi í kjallara, sem er í útleigu. Íbúðin skiptist í
stofu og borðstofu, sem er samliggjandi við eldhús, tvö herbergi,
gang og baðherbergi. Íbúðin er mikið endurnýjuð, m.a. eldhús,
gólfefni, baðherbergi o.fl. Öll ljós og lýsing er frá Lumex. Rósettur
og gifslistar eru í loftum. Mikil lofthæð og stórir gluggar gera íbúð-
ina mjög bjarta og skemmtilega. Suðursvalir eru frá eldhúsi út í fal-
legan bakgarð. Um er að ræða fallegt þríbýlishúsi í gamla vestur-
bænum í göngufæri frá miðbænum og verslunum. Verð 27,5 millj.
EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG FRÁ KL. 14-17.
Rannveig á bjöllu.
Um er að ræða húsnæði
sem er glæsilega innréttað
fyrir rekstur snyrtistofu og
verslunar. Húsnæðið er til
leigu ásamt innréttingum
og mjög góðri vinnuað-
stöðu. Einnig er mögulegt
að kaupa eða leigja núver-
andi rekstur sem er í hús-
næðinu. Tækifæri fyrir
snyrti-, nagla- og förðunarfræðinga. Mjög góð staðsetning, næg
bílastæði.
Til leigu 130 fm verslunarhúsnæði
við Engjateig - Listhúsið
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30.
www.valholl.is
Sími 588 4477
Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson,
símar 588 4477 og 822 8242.
Kristján Ólafsson hrl. og löggildur
fasteignasali
www.klettur.is
3ja herbergja íbúð í fallegu fjöleignahúsi við Álfkonuhvarf á Vatnsenda í
Kópavogi. Íbúðin er alls 92,7 fm (þar af geymsla 6,7), íbúðin er á fyrstu
hæð og gengið er inn í hana úr sameign, með íbúðinni fylgir stæði í bíla-
geymslu og sérafnotaflötur í garði sem snýr í suðurátt. Nánari lýsing á
íbúðinni: Komið er inn í snyrtilega sameign og inngangur íbúðarinnar er
strax til hægri, þar er komið inn í forstofu með gráum flísum á gólfi, til vinstri
úr forstofu er þvottahús, þar er einnig flísalagt á gólfi. Úr forstofu er komið
að eldhúsi og stofu, eldhúsið er rúmgott með fallegri og rúmgóðri eikar-
innréttingu, gaseldavél er í eldhúsinu og fallegur háfur yfir henni. Góður
borðkrókur með glugga, flísar á gólfi. Stofan er með fallegu eikarparketi á
gólfum, útgangur er út á sérafnotaflöt í garði og í stofu er rúmgóð borð-
stofa. Herbergi íbúðarinnar eru á sérgangi sem og einnig baðherbergi.
Gólfefni á herbergjum er parket og í þeim báðum eru fallegir eikarfata-
skápar, herbergin er bæði með gluggum og frekar rúmgóð. Baðher-
bergið er með flísum á gólfi, fallegri innréttingu úr eik og góðu baði með
sturtu í. ÁSETT VERÐ 23,9 MILLJ.
EIGENDUR ÍBÚÐARINNAR TAKA Á MÓTI GESTUM
OPIÐ HÚS
Í DAG MILLI KL. 17.00 OG 18.00
ÁLFKONUHVARF 25 - ÍBÚÐ 0106
Fréttir
í tölvupósti