Morgunblaðið - 02.04.2006, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 65
FRÉTTIR
Stangveiði
Stangveiði/Sjóbirtingur. Bókanir
að hefjast tímabilið 6/4-15/10
2006, sími 894 4655. Sjá nánar á
www.breidbalakvisl.is. Tölvup.:
breidbalakvisl@simnet.is.
Chrysler Pacifica awd Ltd. árg.
'04, reyklaus, 6 manna, lúxus,
leður, 4, hjóladrif. Áhv. 2,4. Ath.
skipti. Upplýsingar í s. 898 0291.
Veiði
Jeppar
Nissan Patrol Elegance 3.0, '03,
ek. 51 þ., ABS, álfelg., 38" kantar.,
fjst. saml., hiti í sætum, loftkæl-
ing, samlæsingar, veltist. Læsing
aftan, GPS loftn., 35" hækkun, 38"
mudder. Gsm 664 1000.
Mótorhjól
Skemmtileg og hagnýt kaup
(gjöf). Peugeot Speed fight 2.
Vökvakældur mótor, auðvelt í um-
ferð og akstri. Eyðsla 3-4 lítrar á
hundraðið. Verð 179 þús. (ný á
279 þús.) Uppl. í s. 898 8577 og
551 7678.
Bílar aukahlutir
Til sölu plasthús á jap. pallbíl
Festingar fylgja. Verð 68 þús.
(nýtt 220 þús.) Upplýsingar í síma
898 8577 og 551 7678.
Þjónustuauglýsingar 5691100
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Fáðu úrslitin
send í símann þinn
I.O.O.F. 3 186437 Sk
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í dag kl. 14.00.
Dvergshöfða 27, 110 Rvík
Skyggnilýsing
Skúli Lorenz verður með
opinn skyggnilýsingarfund
mánudaginn 3. april kl.
20.00. Allir velkomnir.
Brauðsbrotning kl. 11.00.
Ræðum. Heiðar Guðnason.
Almenn samkoma kl. 16:30.
Ræðum. Vörður Leví Trausta-
son, Gospelkór Fíladelfíu leiðir
lofgjörð.
Fyrirbænir í lok samkomu.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Barnakirkja á meðan samkomu
stendur, öll börn velkominn frá
1-12 ára.
Hægt er að hlusta á beina út-
sendingu á Lindinni fm 102.9
eða horfa á www.gospel.is
Á Ómega er sýnd samkoma frá
Fíladelfíu kl. 20:00.
filadelfia@gospel.is
www.gospel.is
Almenn samkoma kl. 14.00.
Sigrún Einarsdóttir predikar.
Tónlist, söngur og fyrirbænir.
Barnastarf fyrir 1-12 ára meðan
á samkomu stendur og kaffisala
að henni lokinni.
Allir hjartanlega velkomnir!
Fríkirkjan Kefas,
Fagraþingi 2a
við Vatnsendaveg,
www.kefas.is.
Smiðjuvegi 5, Kópavogi.
Unglingablessun kl. 11.00,
fjölskyldusamkoman fellur niður
í dag.
Bænastund kl. 18.30.
Samkoma kl. 19.00, Eiður Ein-
arsson predikar. Lofgjörð, fyrir-
bænir og samfélag eftir sam-
komu í kaffisal.
Ath. Kennsla, súpa og brauð
miðvikudag kl. 19.00. Allir vel-
komnir.
www.vegurinn.is
Félagslíf
Samkoma í dag kl. 16.30.
Gunnar Þorsteinsson predikar.
Mánud. Logos-námskeið kl. 20.00.
Þriðjud. Samkoma kl. 20.00.
Miðvikud. Bænastund kl. 20.00.
Fimmtud. Unglingar kl. 20.00.
Laugard. Samkoma kl. 20.30.
www.krossinn.is.
Morgunguðsþjónusta kl. 11.
Kristín Þorsteinsdóttir kennir um
efnið: Jákvæður kristindómur.
Barnapössun fyrir 1-2 ára,
sunnudagaskóli fyrir 3-7 ára,
Krakkakirkja fyrir 7-13 ára.
Samkoma kl. 20
með mikilli lofgjörð og fyrirbæn-
um. Unnar Erlingsson predik-
ar. Lofgjörðardans og heilög
kvöldmáltíð. Þáttur kirkjunnar
„Um trúna og tilveruna” sýndur
á Ómega kl. 14.
Samkoma á Eyjólfsstöðum á
Héraði kl. 17. Guðbjartur Árna-
son predikar. Tvískipt barnastarf
og kaffi á eftir.
www.kristur.is
Í kvöld kl. 20.00 Samkoma.
Friðrik Hilmarsson talar.
Mánudag 3. apríl kl. 15.00
Heimilasamband.
Allar konur velkomnar.
Pera vikunnar:
Fyrst tvær skilgreiningar: Frumtala er heil tala sem er stærri en 1 og ekki er deilanleg nema með sjálfri sér
og 1 eins og 3, 5 og 17
Spegiltala er tala sem breytist ekki hvort heldur hún er lesin afturábak eða áfram eins og 33 og 2452542.
Hver er stærsta talan á milli 1 og 150 sem er bæði frumtala og spegiltala?
Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er kl. 12 mánudaginn 10. apríl 2006. Lausnir þarf að senda á vef skólans,
www.digranesskoli.kopavogur.is en athugið að þessi Pera verður ekki virk þar fyrr en eftir hádegi 3. apríl.
Þessi þraut birtist á vefnum fyrir kl. 16 þann sama dag ásamt lausn síðustu þrautar og nöfnum vinningshafanna.
Stærðfræðiþraut
Digranesskóla og Morgunblaðsins
Seyðisfjörður | „Bráðabirgðavínveit-
ingaleyfi sem bæjarstjórn Seyðis-
fjarðar hefur m.a. veitt veitingahús-
inu Kaffi Láru hafa ekki lagastoð,“
segir Ástríður Grímsdóttir sýslu-
maður á Seyðisfirði, vegna ummæla
Tryggva Harðarsonar í Morgun-
blaðinu á miðvikudag, varðandi sam-
skipti við sýslumann og orð hennar í
þá veru að bæjaryfirvöld séu ekki
marktæk.
„Ég hef látið hafa eftir mér að ekki
sé heimilt í áfengislögum að gefa út
bráðabirgðaleyfi til aðila í veitinga-
rekstri nema í þeim tilvikum þegar
verið er að skipta um rekstraraðila.
Ekki er um slíkt að ræða hér.
Rekstraraðilinn sem um ræðir hefur
ekki fengið útgefið fast vínveitinga-
leyfi áður. Áfengislögin segja að leyfi
skuli gefið út til eins árs í fyrsta sinn
og áður skuli senda lögreglu umsókn
til umsagnar. Þó svo að Tryggvi hafi
fengið það skriflega frá mér hvernig
á að standa að þessu, heldur hann
samt sem áður áfram að gefa út
bráðabirgðaleyfi og hefur gert svo
síðan í fyrrasumar. Ekki er til þess
lagaheimild og það erum við að
reyna að fá Tryggva til að skilja. Vín-
veitingaleyfi hanga ekki á lögreglu-
samþykktum.“
Löggæslan fullnægjandi
Tryggvi sagði í samtali við Morg-
unblaðið að löggæsla á Seyðisfirði
væri lakari en verið hefur vegna
sparnaðaraðgerða og m.a. mætti
ekki kalla út löggæslumenn búandi á
Seyðisfirði væru þeir ekki á vakt. „Í
fyrrasumar breyttist áherslan á lög-
regluna nokkuð og var m.a. skipaður
hér yfirlögregluþjónn,“ segir Ástríð-
ur. „Lögreglan er að sinna allri
Norður-Múlasýslu, ekki bara Seyð-
isfirði. Útilokað er að hafa lögreglu-
menn tiltæka dag og nótt um allt
þetta víðfeðma umdæmi. Lögregla
þarf því í sumum tilfellum að aka
langar leiðir, í öðrum tilfellum
styttri.“
Ástríður segir þau ummæli
Tryggva Harðarsonar að ekki megi
kalla út heimamenn ef á liggi alröng.
„Hér er lögreglustöð og menn gengu
vaktir héðan áður. Vegna betri sam-
gangna og tækni eru áherslur á
stjórnun lögreglu að breytast. Lög-
gæsla er ekki lakari hér en var áð-
ur,“ sagði Ástríður að lokum.
Gefur lítið fyrir ummæli
bæjarstjórans á Seyðisfirði
EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur
borist frá Landssambandi lögreglu-
manna:
„Landssamband lögreglumanna
fagnar sérstaklega niðurstöðum í
tveimur nýföllnum dómum er varða
ofbeldi gagnvart lögreglumönnum.
Er þar annars vegar um að ræða dóm
Hæstaréttar er kveðinn var upp í
gær, 30. mars, þar sem dómurinn tvö-
faldaði refsingu héraðsdóms og
dæmdi ákærða til 3 ára fangelsisrefs-
ingar fyrir líkamsárás á borgara og
hótun í garð lögreglumanns. Hins
vegar er um að ræða dóm Héraðs-
dóms Austurlands, uppkveðinn 17.
febrúar sl., en í því máli var ákærði
sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórn-
inni með því að hafa hrækt á lög-
reglumann sem var að sinna skyldu-
störfum sínum.
Að mati Landssambands lögreglu-
manna er þessi augljósa breyting og
þynging refsinga vegna ofbeldis
brotamanna í garð lögreglu fyrsta
skref í þá átt að refsingar vegna
slíkra brota verði í eðlilegu samræmi
við refsingar vegna annarra alvar-
legra afbrota.
Þrátt fyrir að þessir tveir dómar
séu mikið ánægjuefni er þó óraun-
hæft að halda því fram að refsingar
vegna ofbeldis eða hótana í garð lög-
reglumanna séu eðlilegar eða í sam-
ræmi við refsingar vegna annarra
grófra og alvarlegra brota. Í rann-
sókn sem Landssamband lögreglu-
manna framkvæmdi í lok síðasta árs
kom fram að á árunum frá 1984 til
2005 höfðu 226 einstaklingar verið
dæmdir fyrir brot gegn valdstjórn-
inni (hótanir eða ofbeldi gagnvart
lögreglu) en enginn þeirra hafði verið
dæmdur til þyngri refsingar en 1 árs
fangelsis þrátt fyrir að refsirammi
106. gr. almennra hegningarlaga nr.
19/1940 geri ráð fyrir að heimilt sé að
dæma brotlega til allt að 6 ára fang-
elsisrefsingar. Refsiramminn hefur
því aðeins verið notaður að mjög litlu
leyti en það undirstrikar að hingað til
hafa dómstólar ekki talið þessi brot
alvarleg þrátt fyrir að löggjafinn hafi
gert það með lagasetningunni.
Landssamband lögreglumanna tel-
ur afar brýnt að refsingar vegna hót-
ana eða ofbeldis gegn lögreglu færist
í eðlilegt horf og til samræmis við
refsingar vegna annarra alvarlegra
brota. Ljóst er að með því verða þau
skilaboð send út í þjóðfélagið að ekki
sé liðið að einstaklingar ráðist gegn
lögreglu við framkvæmd skyldu-
starfa.“
Fagna niðurstöðum dóma vegna
ofbeldis gegn lögreglumönnum
Skaftáreldar
voru 1783
ÁRTAL misritaðist í viðtali við Jón
Helgason um málþing um Jón Stein-
grímsson og Skaftárelda. Rétt er að
Skaftáreldar hófust árið 1783. Mál-
þingið um Skaftárelda verður haldið
í dag í Öskju við Suðurgötu í Reykja-
vík og hefst kl. 13.
LEIÐRÉTT
Á ALÞJÓÐA heilbrigðisdegi WHO,
föstudaginn 7. apríl, mun Sigrún
Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur,
flytja fyrirlestur
um doktorsrann-
sókn sína.
Rannsókn
hennar fjallar um
starfsumhverfi
hjúkrunarfræð-
inga og ljós-
mæðra á Land-
spítala-háskóla-
sjúkrahúsi og
tengsl þess við starfsánægju, kulnun
og gæði hjúkrunar. Fyrirlesturinn
er á vegum Rannsóknastofnunar í
hjúkrunarfræði og verður í Hátíðar-
sal Háskóla Íslands. Erindi Sigrúnar
er öllum opið og hefst kl. 16.
Efni alþjóða heilbrigðisdagsins í
ár er mannauður í heilbrigðisþjón-
ustu undir heitinu: „Working toget-
her for health.“ Skýrsla WHO fyrir
árið 2006 fjallar um þetta efni og
einnig var í janúar á þessu ári gefin
út á vegum stofnunarinnar bókin
„Human Rescources for Health in
Europe“, ritstýrð af Dubois, McKee
& Nolte.
Sigrún Gunnarsdóttir starfar nú
sem þróunarráðgjafi hjúkrunar á
LSH í samstarfi við hjúkrunar-
stjórnendur. Hún hefur um árabil
stundað kennslu á sviði lýðheilsu og
vinnuverndar og er varaformaður
Félags um lýðheilsu.
Fyrirlestur um
hjúkrunarfræði
Sigrún
Gunnarsdóttir
♦♦♦