Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ENDIR GÓÐÆRIS? Verðbólga síðustu 12 mánuði var 5,5%, sú mesta í fjögur ár. Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,14% á milli mars og apríl og segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ, komið að tímabundnum enda góðæris. Óvissa fram undan á Ítalíu Romano Prodi, leiðtogi vinstri- bandalagsins á Ítalíu, viðurkenndi í gær að ólíklegt væri að hann gæti myndað ríkisstjórn fyrir miðjan maí. Hann kvaðst þó sannfærður um að úrslit þingkosninganna breyttust ekki þrátt fyrir kröfu Silvios Berlusconis um endurtalningu. Hækkun vaxta líkleg Á þessu ári falla í gjalddaga skuld- bindingar hjá bönkunum sem þarf að endurnýja og segir Bjarni Ár- mannsson, forstjóri Glitnis, að fjár- mögnunarkostnaður íslensku bank- anna muni hækka á næstunni. Vel geti gerst að þeir hækki vexti til við- skiptavina sinna. Stórveldi gagnrýna Írana Yfirlýsingu Írana um að þeim hafi tekist að auðga úran hefur verið illa tekið í höfuðborgum helstu stór- velda heims. Þykir hún vera til marks um að klerkastjórnin í Teher- an sé staðráðin í að hunsa tilmæli Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem óttast að markmið Írana sé að smíða kjarnorkusprengju. Dökkar horfur Breski bankinn Barclays telur meiri líkur á áföllum hjá íslenskum bönkum en gert er ráð fyrir í verð- lagningu skuldabréfa íslensku við- skiptabankanna. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Hestar 47 Fréttaskýring 8 Hugvekja 48 Úr verinu 14 Fermingar 48 Erlent 22/23 Kirkjustarf 49 Minn staður 24 Minningar 50/56 Höfuðborgin 25 Minnisblað 59 Akureyri 26 Ljósvakar 60/61 Suðurnes 26 Myndasögur 62 Austurland 27 Dagbók 62/65 Daglegt líf 28/29 Staður og stund 64 Neytendur 30/31 Leikhús 66 Menning 33/34 Bíó 70/73 Umræðan 36/46 Ljósvakamiðlar 74 Forystugrein 38 Veður 75 Viðhorf 40 Staksteinar 75 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %        &         '() * +,,,                       HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra hefur falið bankastjórn Seðlabanka Íslands að kanna sannleiksgildi orðróms þess efnis að bæði Danske Bank og verðbréfafyrirtækið Merril Lynch hafi tekið upp skortstöðu gegn íslensku bönkunum í kjölfar þess að greiningardeildir þessara fyrir- tækja gáfu út neikvæðar skýrslur um íslenskt efna- hagslíf. Með skortstöðu er átt við að fjárfestir veðji á að verð á skuldabréfum lækki, selji bréf sín og kaupi aftur þegar verð hefur fallið. Mismunurinn sem þar verður til er þá hagnaður fjárfestisins. „Ég hef rætt þessi mál við bankastjórn Seðla- bankans í dag [í gær] og óskað eftir því að þeir veiti mér sem bestar upplýsingar um það sem þarna var að gerast. Það er í sjálfu sér ekkert sem bannar að- ilum að taka slíka stöðu, en það sem er alvarlegt er ef aðilar eru að gera úttekt á efnahagskerfi með mjög neikvæðum hætti, sem ekki á við rök að styðj- ast, og síðan gerist það í framhaldi af því að slík staða er tekin,“ segir Halldór. Hann segist engar sannanir hafa fyrir því að þetta hafi gerst, en hann viti að m.a. Danske Bank hafi sagt upp viðskiptum við íslenskar fjármála- stofnanir eftir 100 ára viðskipti, þar sem alltaf hafi verið staðið í skilum. „Maður spyr sig hvað er um að vera, hvers vegna gerist það?“ Hann segist hafa heyrt orðróm um að þessi fyrirtæki hafi tekið upp skortstöðu úr ýmsum áttum, m.a. frá erlendum fjöl- miðlum og íslensku bönkunum. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær tók Norski olíusjóðurinn upp skortstöðu gegn íslensku bönkunum. Halldór segir að með því sé sjóðurinn ekki að brjóta lög, en athæfið sé sérlega siðlaust þar sem í gangi sé samkomulag við seðlabanka ná- grannaríkjanna um efnahagslegan stöðugleika, og Norski olíusjóðurinn heyri undir norska seðlabank- ann. „Íslenska efnahagskerfið er vissulega við- kvæmt, við gerum okkur grein fyrir því. Það er lít- ið, og það er auðveldara að hafa áhrif á það utan frá heldur en önnur efnahagskerfi. En við ætlumst til þess að þeir sem hafa viðskipti við okkur, og hafa notið trausts hér á landi, komi fram við okkur með heiðarlegum hætti. Ég tel mikilvægt að sannleik- urinn komi fram í þessum efnum. Ég veit ekki til þess að nokkur banki hafi nokkurn tímann tapað á viðskiptum við Ísland,“ segir Halldór. „Ég vil ekki vera með fullyrðingar um hluti sem ég hef ekki fengið staðfesta, en ég vil fá sannleikann upp á borðið, sérstaklega til þess að við getum lært af því og farið yfir það með hvaða hætti við getum varið okkur gagnvart slíkum vinnubrögðum.“ Það er mjög alvarlegt mál ef greiningaraðilar koma með dökkar spár fyrir íslenskt efnahagslíf, og hagnast svo sjálfir á þeim lækkunum sem verða í kjölfar skýrslna þeirra, segir Halldór. „Ef það er gert eru menn að því til að skapa skilyrði fyrir slík- an hagnað. Það er eitt af því sem hefur komið fram, að starfsmenn Norska olíusjóðsins hafi verið að dreifa neikvæðum ummælum um Ísland og íslenskt viðskiptaumhverfi. Mér finnst afskaplega sérkenni- legt hvernig þessi sjóður vinnur.“ Hugsanlegt að Merril Lynch og Danske Bank hafi hagnast á svörtum spám Seðlabankanum falið að kanna sannleiksgildi orðróms Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Morgunblaðið/Ómar ÞAÐ er ekki amalegt að eiga duglega ömmustelpu en Helga Stephensen, íbúi við Laufásveg í Reykjavík, er svo rík að eiga eina slíka. Sóley Katla Þorsteinsdóttir bar sig myndarlega að þegar hún skolaði óhreinindi af stéttinni hjá ömmu sinni og tíkin Táta gekk samvisku- samlega úr skugga um að verkið væri vel af hendi leyst. Morgunblaðið/Eggert Vel að verki staðið ÍBÚAR Mosfellsbæjar fá 15% af- slátt af fasteignagjöldum á íbúðar- húsnæði, 20% afslátt af leik- skólagjöldum auk þess sem framlag bæjarins til foreldra sem eru með börn hjá dagforeldrum verður hækkað um 20%. Þetta kemur til vegna þess að rekstur bæjarsjóðs árið 2005 gekk mun betur en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun og segir Ragnheið- ur Ríkharðsdóttir bæjarstjóri rétt að láta bæjarbúa njóta þess. Afslátturinn af fasteignagjöld- unum verður greiddur með ávísun sem gjaldskyldir íbúar bæjarins fá senda í pósti og nemur allt að 20 þúsund krón- um. Lækkun leik- skólagjaldanna gildir frá 1. maí út árið 2006 og sama á við um hækkun á fram- lagi vegna dagforeldra, sú hækkun gildir út árið 2006. Rekstrarafgangur bæjarfélags- ins var 87 milljónum króna betri en búist var við að sögn Ragnheið- ar og er þá ekki talinn með hagn- aður vegna sölu á byggingarrétti í Krikahverfinu, sem nam 392 millj- ónum. Fjárhagsáætlanir hafa staðist Aðspurð hvernig standi á þess- um mikla rekstrarafgangi segir Ragnheiður að þar komi margt til, t.d. fjölgun íbúa, en nefnir sér- staklega að starfsmenn og embætt- ismenn bæjarins hafi látið allar fjárhagsáætlanir standast. Árið 2003 hafi gjöld verið hækkuð tíma- bundið til þess að ná tökum á rekstri og það hafi tekist. Því sé rétt að bæjarbúar fái nú að njóta góðs af því að staða bæjarfélagsins sé góð. „Við erum að koma til móts við bæjarbúa sem hafa tekið þátt í þessu með okkur,“ segir hún. Þegar Ragnheiður er spurð hvers vegna aðeins sé um tíma- bundnar ívilnanir að ræða en ekki varanlegar segir hún að ekki hafi þótt rétt að binda nýjan meirihluta sem tekur við að loknum kosn- ingum í maí og því hafi verið farin sú leið að hafa þennan afslátt tímabundinn. „Nýr meirihluti verður að ákveða hvað hann gerir í fjárhags- áætlun ársins 2007. Ég hins vegar vona að við verðum áfram í meiri- hluta og þá heldur þetta að sjálf- sögðu áfram,“ segir hún. Bæjarbúar fá „arð“ frá Mosfellsbæ Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Ragnheiður Ríkharðsdóttir ÞRÍR voru teknir höndum í kjölfar húsleitar sem gerð var í húsnæði í Hafnarfirði í gærkvöldi. Höfðu lög- reglunni í Hafnarfirði borist ábend- ingar um óeðlilegar mannaferðir og var ákveðið að fylgja þeim eftir. Við húsleitina fundust um hundrað grömm af amfetamíni og fimmtán grömm af hassi. Tveir karlmenn og kona voru handtekin á staðnum og eru þau á þrítugs- og fertugsaldri. Ekki er búist við að fleiri séu viðriðnir málið en rannsókn heldur áfram. Þrír handteknir við húsleit í Hafnarfirði LÖGREGLAN í Reykjavík hand- tók í gærkvöldi karlmann sem sást vera að brjótast inn í bíla í Laugardalnum. Vakti hann at- hygli sjónarvotta þar sem hann ýtti á undan sér barnavagni við iðjuna. Reyndist hans eigið barn vera í vagninum ásamt þýfi úr tveimur bifreiðum. Lögregla fann einnig þýfi á víð og dreif um Laugardalinn sem maðurinn hafði kastað frá sér á leið sinni. Maðurinn var færður til yf- irheyrslu og barninu komið fyrir hjá móður sinni. Með barn í vagni við ránsleiðangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.