Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 45 UMRÆÐAN FYRIR fimmtíu árum var afi á Grund. Hann lá þar, undir súð og fannst alltof mikið fyrir sér haft. Honum fannst elliheimilið ánægju- legur forleikur andlátsins með öllum þessum fallegu konum, sem önnuðust hann. Afi kom úr sveit og var af kynslóð þar sem gam- alt fólk lagðist í kör til að flýta fyrir dauð- anum af tillitssemi við afkomendur. Mannrétt- indi voru munaður sem hann þekkti ekki. Hann var ekki baggi á Sjálfstæðisflokknum sem þá stjórnaði borg- inni. Í dag byggi afi í eig- in húsnæði og fengi heimaþjónustu. Heimaþjónusta er hagkvæm því hún dregur úr þörf á að byggja stofnanir. Sveitarfélög veita heimaþjónustu. Reykjavík veit- ir mesta heimaþjónustu allra sveitar- félaga. Ríkið sinnir heimahjúkrun. Í Reykjavík er heimahjúkrun miklu minni en annars staðar á landinu. Reykvíkingar eru ekki baggi á rík- issjóði. Allir landsmenn undir 70 ára greiða nefskatt í Framkvæmdasjóð aldraðra. Þeir hafa greitt nærri fimm milljarða í þennan sjóð, Reyk- víkingar greiddu helminginn. Fjár- málaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa misnotað þennan sjóð og ekki nýtt nema helming hans til fram- kvæmda í þágu aldraðra. Á meðan hefur Reykjavíkurborg sett yfir hálf- an milljarð króna í endurbætur á Droplaugarstöðum, Seljahlíð og Eir. Reykvíkingar borguðu það einir. Árið 2002 gerðu Ingibjörg Sólrún borgarstjóri og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra samkomulag um að hraða byggingu hjúkrunarheim- ila, sem taka átti í notkun í fyrra (2005) og næsta ár (2007). Geir Haarde þáverandi fjármálaráðherra, nú utanríkisráðherra og 1. þingmað- ur Reykjavíkur, neitar að efna samninginn og því hafa engin af fyr- irhuguðum þremur hjúkrunarheimilum verið byggð. Það lá meira á sendiráði í Berlín. Afi væri illa á vegi staddur ef hann þyrfti að treysta á sjálf- stæðismenn í hjúkr- unarheimilismálum. Hundruð Reykvík- inga búa við óþolandi öryggisleysi vegna þess að ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks, ráðherrar og þingmenn Reykjavíkur, neita að greiða starfsfólki hjúkr- unarheimila sömu laun og Reykja- víkurborg greiðir sínu fólki. Yfir 300 Reykvíkingar bíða í ör- væntingu eftir að komast inn á hjúkrunarheimili vegna þess að þrjár hjúkrunarheimilislóðir; í Mörkinni, við Lágholtsveg og í Grafarholti ásamt 360 milljónum í peningum bíða eftir að ríkisstjórnin efni sam- komulagið við Reykjavíkurborg frá 2002. Sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði borginni í þrjá aldarfjórðunga og Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson er búinn að sitja í borgarstjórn í aldarfjórðung. Þeir hafa fengið næg tækifæri til að sýna hug sinn til aldraðra. Þeim er ekki treystandi í þessu máli. Það er komið nóg. Reykvíkingar geta ekki beðið lengur. Samfylkingin í Reykjavík krefst þess að öll málefni öldrunarþjónustu verði tafarlaust flutt úr höndum ríkisins til Reykja- víkurborgar. Reykjavíkurborg hefur sýnt á Droplaugarstöðum hvernig aðbúnað hún vill bjóða Reykvík- ingum. Samfylking vill auka öryggi Reykvíkinga með sameiningu heima- hjúkrunar og heimaþjónustu í hönd- um borgarinnar og aukinni kvöld- og helgarþjónustu. Samfylking krefst þess að umsamið framlag verði sett í byggingu hjúkrunarheimilanna sem bíða. Samfylkingin vill í samvinnu við eldri borgara tryggja byggingu 500 íbúða og tryggja rétt þeirra til heimaþjónustu með þjónustutrygg- ingu. Öryggi og traust í öldrunarmálum Stefán Benediktsson fjallar um aðbúnað aldraðra ’Samfylkingin í Reykja-vík krefst þess að öll mál- efni öldrunarþjónustu verði tafarlaust flutt úr höndum ríkisins til Reykjavíkurborgar.‘ Stefán Benediktsson Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningunum. NIÐURSTÖÐUR ársreikninga Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2005 sýna með skýrum hætti að fjármál og rekstur sveitarfélagsins hafa eflst og styrkst veru- lega. Afkomutölur eru afar jákvæðar, framkvæmdir meiri en áður þekkist og íbúafjölgun ein sú mesta á öllu landinu. Með markvissum og skipulegum hætti hefur verið haldið ut- an um rekstrar- og framkvæmdamál bæjarins og árang- urinn liggur fyrir. Rekstrarafkoma Hafnarfjarðarbæjar var jákvæð um 1.122 milljónir kr. á sl. ári sem er verulega betri árangur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði er jákvæð um 952 millj. króna samanborið við 727 milljónir kr. árið 2004. Frávik rekstr- argjalda frá áætlun var rétt liðlega 1%, sem er óverulegt í jafnumfangsmiklum rekstri. Lækkun erlendra skulda um 35% – skuldsetning aldrei minni Erlendar skuldir A hluta sem stóðu í 7,4 milljörðum í árslok 2004 lækkuðu um 2,5 milljarða á árinu 2005 í tæpa 4,9 milljarða eða um 35%. Eigið fé hækkaði veru- lega á árinu eða um 23% á milli ára og nam 6.016 milljónum króna. Rekstur ársins 2005 fyrir fjár- magnsliði skilar 225 milljóna króna betri árangri en árið á und- an, en tvö síðastliðin ár hafa nið- urstöður samstæðu sveitarfé- lagsins verið afar góðar. Skuldir sveitarsjóðs pr. íbúa hafa ekki ver- ið lægri um langt árabil þrátt fyrir að ekki sé á nokkurn hátt tekið til- lit til gatnagerðartekna. Niðurstöðurnar sýna enn og aft- ur jákvæða þróun í rekstri bæj- arfélagsins jafnvel þó horft sé fram hjá ytri skilyrðum sem fram koma í jákvæðri gengisþróun og óvenju miklu framboði af bygging- arlóðum í Hafnarfirði. Markviss skuldastýring á árinu og vöktun hefur haft mikið að segja. Skipu- lags- og stjórnsýslubreytingar þær sem ráðist var í á árinu 2003 sem miðuðu að því að styrkja innviði í rekstri bæjarfélagsins og auka þjónustu ásamt endurmati rekstr- arþátta hafa einnig m.t.t. sam- legðar og hagræðingar end- urspeglað þessa jákvæðu niðurstöðu. Meðvitaðar ákvarðanir, und- anfarin ár, um fjárhagslegt skipu- lag til að treysta og efla bæj- arfélagið til enn frekari framfara hafa borið þann árangur sem nú er ljós. Veltufé frá rekstri, ein af lyk- ilstærðum í samanburðarviðmiði, eykst ár frá ári og sannar að Hafnarfjörður er á fljúgandi ferð á réttri leið. Þessa niðurstöðu höfum við fengið með sameiginlegu átaki fjölmargra starfs- manna Hafnarfjarð- arbæjar, þekkingar okkar og reynslu. Kostnaðareftirlit og rekstrarþekking stjórnendateyma, hvort sem er í stjórn- sýslu eða leik- og grunnskólum hefur aukist til muna. Virkn- in er orðin betri og ákvarðanir starfs- manna eru teknar af ábyrgð og festu. Stöðug uppbygging er nú í Hafnarfirði Hafnarfjörður er eitt öflugasta og fram- sæknasta sveitarfélag landsins. Í Hafnarfirði eru í uppbyggingu byggingarreitir fyrir um á þriðja þúsund íbúðir fyrir allt að 5.000 íbúa. Stór hluti af þessum íbúðareiningum eru innan þéttingar byggðar sem ekki kalla á miklar fjárfestingar í grunn- skólum og leikskólum umfram þær fjárfestingar sem þegar hefur ver- ið ráðist í. Bæjarfélagið er vel í stakk búið að taka á móti auknum íbúafjölda án þess að þurfa að ráð- ast í miklar fjárfestingar. Þá má ekki gleyma að á annað hundrað lóðum hefur nýlega verið úthlutað til fyrirtækja og stofnana sem munu skapa hundruð starfa innan bæjarfélagsins. Það er okkur hvatning til að skipuleggja enn frekar, en nú eru í skipulagsvinnu lóðir fyrir enn fleiri íbúðir og fyr- irtæki. Okkur Hafnfirðingum finnst mikilsvert að haldið sé áfram á sömu braut. Að styrkja og efla áfram fjárhagsstöðu Hafn- arfjarðar, með því að sinna þeirri kröftugu uppbyggingu sem verið hefur í bæjarfélaginu. Brýnt er að verja og treysta enn frekar þann mikilvæga árangur sem náðst hef- ur við fjármálastjórn bæjarins. Sú mikla gróska og uppbygging sem á sér nú stað í Hafnarfirði er skýr vísbending um traust og trú á Hafnarfirði og þeim verkum sem bæjarstjórn og starfsmenn Hafn- arfjarðarbæjar eru að vinna að á öllum sviðum. Góður árangur í fjármálum Hafnarfjarðarbæjar Gunnar Svavarsson fjallar um ársreikninga Hafnarfjarðarbæjar Gunnar Svavarsson ’Brýnt er aðverja og treysta enn frekar þann mikilvæga ár- angur sem náðst hefur við fjár- málastjórn bæj- arins.‘ Höfundur er forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Skuldir pr. íbúa* * á verðlagi ársins 2005 - leiðr. vegna gatnagerðartekna * án lífeyris- og einkaframkvæmdaskuldbindinga 402.422 kr. 423.570 kr. 447.803 kr. 487.666 kr. 457.154 kr.459.511 kr. 426.209 kr. 302.496 kr. 250.000 kr. 300.000 kr. 350.000 kr. 400.000 kr. 450.000 kr. 500.000 kr. 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.