Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ RagnheiðurSveinbjörnsdótt-
ir fæddist á Snorra-
stöðum í Laugardal
17. júlí 1916 og ólst
þar upp. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands, Selfossi
7. apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru þau Sveinbjörn
Eyjólfsson, f. á
Laugarvatni 1. apríl
1880, d. 12. ágúst
1933 og Guðrún Eyj-
ólfsdóttir, f. á
Snorrastöðum í Laugardal 1. maí
1886, d. 8. október 1943. Þau
bjuggu allan sinn búskap á Snorra-
stöðum. Systkini Ragnheiðar voru
níu. Þrjú þeirra létust í frum-
bernsku, þau Kristín, Reynir og
Ragnheiður. Þau sem lifðu eru, Sig-
ríður, Eyjólfur, Jóhann Grímur,
Njáll, Jón Tryggvi og Margrét.
Bragi, f. 28. desember 1951, maki
Guðrún Kristinsdóttir börn þeirra
eru þrjú og barnabörnin tvö. 6)
Þórdís, f. 15. febrúar 1954, maki
Tómas Tryggvason, þau eiga þrjár
dætur og tvö barnabörn. Yngsta
barnið, stúlka, fæddist andvana 23.
sept. 1959.
Ragnheiður gekk í barnaskóla í
sinni heimasveit frá 10 ára aldri
fram að fermingu. Kennt var á bæj-
um til skiptis (farskóli). Eftir barna-
skóla hjálpaði hún til við heimilis-
störfin fram að 16 ára aldri en fór
þá í vist til Reykjavíkur. Síðan lá
leiðin í fiskvinnu. Um tvítugt fór
hún í Héraðsskólann á Laugar-
vatni, veturinn 1936–1937, en gat
einungis verið þar í einn vetur
vegna þess að hún þurfti að sinna
heimilisstörfum á Snorrastöðum,
vegna veikinda móður sinnar. Það
gerði hún til 1944 er hún fluttist að
Hjálmsstöðum og tók yngstu systur
sína með sér. Dvaldist Margrét hjá
henni næstu árin. Seinustu árin
naut Ragnheiður þess að dvelja hjá
Páli syni sínum og konu hans Fann-
eyju á Hjálmsstöðum.
Útför Ragnheiðar verður gerð
frá Skálholtskirkju laugardaginn
15. apríl og hefst athöfnin klukkan
11.
Jarðsett verður á Laugarvatni.
Margrét lifir systkini
sín.
Ragnheiður giftist
3. júlí 1942 Pálma
Pálssyni frá Hjálms-
stöðum í Laugardal, f.
6. júní 1911, d. 19.
febrúar 1992. Þau
hófu búskap á
Hjálmsstöðum 1944.
Börn þeirra eru: 1)
Gróa Berglind, f. 30.
september 1942, maki
Hilmar Einarsson,
þau eiga fimm börn
og sjö barnabörn. 2)
Guðrún, f. 23. desember 1943, maki
Finn Henrik Hansen, börn þeirra
eru þrjú og barnabörnin átta. 3)
Páll, f. 7. janúar 1946, maki Fanney
Gestsdóttir, þau eiga fjóra syni og
átta barnabörn. 4) Sveinbjörn
Reynir, f. 26. febrúar 1947, maki
Guðbjörg Eygló Þorgeirsdóttir þau
eiga þrjú börn og sex barnabörn. 5)
Þá er komið að kveðjustund elsku
ömmu minnar. Þegar ég hugsa til
baka um ömmu hellast minningarnar
yfir mig og ég fyllist þakklæti yfir
því að eiga svona margar góðar
minningar um yndislega konu.
Það fyrsta sem kemur upp í hug-
ann eru öll sumrin sem ég eyddi í
sveitinni hjá ömmu og afa.
Amma raulandi í eldhúsinu, að
gera eitthvert góðgæti, þar voru
kleinurnar hennar í mestu uppáhaldi.
Amma að flétta mig við eldhúsvask-
inn, hún sá til þess að ég væri með
vel hirt hár og fléttaði mig alltaf
kvölds og morgna, það var nýtt flét-
tulistaverk í hárinu á mér á hverjum
degi. Amma að segja mér sögur fyrir
svefninn. Það var svo gott að kúra
hjá henni og hún sagði sögur, enda
frábær sögumaður. Svo þegar ég var
stærri sagði hún að það hefði verið
svo gott þegar ég hélt um háls henn-
ar með mjóu handleggjunum mínum.
Spila með ömmu við borðið inni í
stofu, hún var mikil spilakona. Ég
gafst yfirleitt snemma upp því ég
hafði svo litla þolinmæði í þetta. Þá
sagði hún að ég væri alveg eins og
pabbi minn. Fara með ömmu í
göngutúr upp að Tófusteini og í
berjamó. Hún talaði oft um það þeg-
ar hún og Njáll bróðir hennar tóku
okkur Daníel í berjamó og sáu svo
okkur vera að renna okkur niður
moldarhól sem við fundum. Henni
fannst það ekki fyndið þá, en hló oft
að þessu seinna. Amma var mikil
spákona og þegar ég varð eldri í
menntaskóla spáði hún oft fyrir mér,
það var alltaf spennandi að vita hvað
hún sæi í spilunum. Yfirleitt voru
einhverjir strákar skotnir í mér, ég
veit nú ekki hvort það var spádómur
eða skáldskapur. Amma var mikil fé-
lagsvera, og tók alltaf þátt í djamm-
inu langt fram eftir kvöldi. Ég man
sérstaklega þegar ég bauð nokkrum
vinkonum mínum í pottinn hjá henni,
við sungum eins og við ættum lífið að
leysa og ég var nú farin að hafa smá
áhyggjur af látunum í okkur en
amma naut sín í botn að hlusta á
okkur. Svo í annað skiptið sem ég
spurði hvort ég mætti bjóða nokkr-
um vinkonum í pottinn var það skil-
yrði að við mundum syngja jafn hátt
og síðast. Svona var amma. Ég hef
verið búsett erlendis síðustu tvö árin
og hef því ekki séð ömmu eins mikið
og ég hefði viljað. Átti samt góða
stund með henni um jólin, þar sem
hún og mamma fengu sér smá sérrí
uppá gamla bæ. Það gladdi mig mjög
að hún og sonur minn hittust, þó
hann eigi ekkert eftir að muna eftir
henni, og að hún gat komið í skírn
hjá honum um áramótin. Með þess-
um orðum kveð ég hana ömmu mína
hinstu kveðju. Með þakklæti í huga,
fyrir að hafa þekkt og verið hluti af
lífi þessarar frábæru konu.
Ég votta pabba mínum, honum
Reyni, og öllum systkinum hans
mína dýpstu samúð á þessari erfiðu
stundu.
Ragnheiður Helga Reynisdóttir.
Í dag kveðjum við ömmu okkar,
Ragnheiði, en hún var yndisleg kona
að öllu leyti. Þegar við vorum lítil
vorum við svo lánsöm að fá tækifæri
til að vera í sveitinni hjá ömmu en þá
sofnaði maður yfirleitt yfir góðum
ömmusögum um Búkollu og fl.
Amma var mjög glaðlynd og mikil
selskapskona sem var yfirleitt til í
nokkur spil og aðrar skemmtanir.
Ömmu verður sárt saknað af okkur
öllum en eftir lifa góðu minningarn-
ar. Viljum við kveðja ömmu með
þessari bæn:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Guðlín, Bryndís og Pálmi.
Það er alltaf erfitt að kveðja í
hinsta sinn fólk sem okkur þykir
vænt um og hefur verið til staðar frá
því að maður man fyrst eftir sér. En
svona er nú lífið bara. Nú kveðjum
við ömmu á Hjálmsstöðum.
Þakklæti er það sem okkur dettur
fyrst í hug. Þakklæti fyrir að hafa
fengið að umgangast hana svona
mikið, fyrir það sem hún lagði til
málanna við uppvöxt okkar og þau
áhrif sem hún hafði á sýn okkar á líf-
ið í heild. Nú er hennar tími liðinn og
fer hún sátt frá fullunnu verkefni hér
á jörð og örugglega sátt við að fá frí
og komast til afa. Þau skilja eftir sig
stóran og samheldinn hóp af duglegu
og lífsglöðu fólki sem endurspeglar
lundarfar og hugsanahátt þeirra
hjóna.
Við sem vorum svo heppin að fá að
vera hjá þeim sem börn og unglingar
búum að þeirri reynslu allt okkar líf.
Þar lærðum við að vinna, umgangast
skepnur, bera virðingu fyrir nátt-
úrunni og vera ánægð með það sem
við höfum. Ekki spillti svo fyrir að
búa nánast á sama hlaði og þau og
geta því skroppið og skrafað við þau
hvenær sem var. Þau gáfu sér alltaf
tíma til að hlusta, hughreysta, hvetja
eða bara hlæja með okkur. Um-
hyggja þeirra var endalaus.
Oft var margt um manninn í
gamla bænum og kjallarinn fullur af
hávaðasömum börnum. Amma virtist
aldrei fá leið á barnaskaranum þótt
erfitt sé að trúa því og var alltaf
tilbúin í spil eða einhverskonar þjón-
ustu við okkur. Það er ömmu okkar
að miklu leyti að þakka hversu sam-
heldið fólkið hennar er í dag, aðra
eins selskapsmanneskju er erfitt að
finna. Amma var glettin og jákvæð
kona og kvartaði aldrei, það sýndi
hún fram á síðustu stund.
Nú síðustu árin bjó hún á heimili
foreldra okkar á Hjálmsstöðum sem
gerði okkur bræðrum og okkar börn-
um kleift að hitta hana oftar en ella.
Börnin hændust strax að henni enda
sýndi hún þeim alltaf mikinn áhuga
og hlýju.
Heimili þeirra afa og ömmu og
samvistir við þau var stór þáttur í
uppvexti okkar bræðra og hefur án
efa haft áhrif á okkur til betri vegar.
Elskulegri ömmu okkar þökkum
við fyrir ógleymanlegar stundir og
minningar sem ætíð munu ylja okkur
um hjartarætur.
Pálmi, Víðir, Torfi og Daníel.
Við teljum okkur lánsömustu syst-
ur í heimi fyrir að hafa átt ömmu
Rönku fyrir ömmu og í öll þessi ár.
Hún var lífsglaðasta og jákvæðasta
manneskja sem við höfum kynnst.
Kom okkur systrunum alltaf í gott
skap, dekraði við okkur og kenndi
okkur svo margt gott. Hún amma
var einstök í alla staði og um það
verður ekki deilt. Afkomendur henn-
ar eru þekktir fyrir samheldni og
léttleika og er það auðvitað þeim
hjónakornunum að þakka.
Amma kom til mín í orlof þegar ég
var í fæðingarorlofi og dvaldi í
nokkra daga. Það var einstakur tími
fyrir mig. Við ræddum heima og
geima, fórum á kaffihús og það var
eins og að hafa jafnaldra sinn í heim-
sókn. Við spilamennsku og spádóm í
spil fuku oft setningar eins og „jah,
nú þykir mér tíra“ og „bölvuð tófan“
sem fékk mig alltaf til að skella upp-
úr. Amma minntist oft á hve ung ég
var þegar hún kenndi mér að syngja
og ennþá sitja þessi lög og langir
textar í kollinum á mér. Sögurnar
ógleymanlegu og alltaf skyldi hún
muna allt alveg fram á sinn síðasta
dag. Eins og hún kenndi mér að
syngja kenndi hún líka dóttur minni
sem kallaði hana og kallar enn,
„langömmu piss og piss og pelamál“
en það er einmitt vísan sem hún
kenndi henni. Amma, ég sakna þín
og mun alltaf sakna þín en met á
sama tíma mikils þær stundir sem ég
átti með þér. Hvíldu í friði.
Heiða.
Ég gleymi aldrei stundunum sem
við áttum saman við píanóið, elsku
amma mín. Það var þér að þakka að
ég hélt alltaf áfram að spila og geri
enn í dag. Þú heimtaðir lög langt fyr-
ir ofan mína getu, en allt hafðist það
á endanum því ég varð nú að ná öll-
um óskalögunum hennar ömmu. Þú
nenntir alltaf að hlusta og einstaka
sinnum tókst þú nú líka lagið fyrir
mig. Þú varst alltaf svo músíkölsk og
minntist alltaf á það hvað var gaman
að hlusta á okkur systurnar syngja
Maístjörnuna sem þú kenndir okkur,
í bílnum, hvert sem við fórum. Ég
minnist einnig spádómanna miklu, í
spil og kaffibolla, þegar maður píndi
ofan í sig einn kaffisopa til að þú
gætir spáð í bollann. Við gáfum hvor
annarri skip og gáfum í horn og gát-
um oft hlegið mikið af útkomunni.
Ég er þakklát fyrir að sonur minn
fékk að kynnast þér og var yndislegt
að fylgjast mér þér syngja fyrir hann
og rugga honum í fanginu á þér. Þú
söngst meira að segja fyrir hann
tveim dögum áður en þú kvaddir
okkur, og fórst með vísur eins og þér
einni var lagið. Ég mun halda áfram
að spila og syngja fyrir þig, elsku
amma og trúi því að þú hlustir af og
til.
Dagný.
Loksins fékkstu friðinn, elsku
amma mín. Auðvitað saknar maður
þín sárt, en í stað þess verður maður
að reyna að hugsa um allar jákvæðu,
skemmtilegu og æðislegu stundirnar
sem ég átti með þér, allt sem ég
lærði af þér, allar vísurnar, spilin og
kaplana. Ég á alveg óteljandi margar
frábærar og fyndnar minningar með
þér, og þær á ég eftir að geyma í
mínu hjarta alla ævi. Það var virki-
lega erfitt að ganga í gegnum þessa
síðustu daga, eftir að þú lærbrotn-
aðir, svo þú hlýtur að vera ósköp feg-
in að fá friðinn og komast til allra
þinna. Amma, þú varst besta amma
sem hægt var að hugsa sér, það var
alltaf svo gaman þegar maður kom á
hjólinu sínu alla leið inná Hjálms-
staði og fékk sér piparkökur og djús
í ömmuhúsi, og láta þig spá fyrir sér,
eða spila gömlu jómfrú, eða hjóna-
sæng. Svo má nú alls ekki gleyma
því, þegar ég var yngri, varstu alveg
búin að setja það í hausinn á mér að
ég ætti vin sem hét Pési, og fylgdi
hann mér um allt. Hann var alltaf
með okkur í huganum, og ég fór oft
út að róla með honum, og ýtti þá
tómri rólunni sem Pési sat í, í mínum
huga. Ég þakka Guði innilega fyrir
það hvað við vorum nánar, hversu
lengi maður gat setið og spjallað við
þig, og treyst þér fyrir öllu. Og auð-
vitað líka fyrir það hvað ég fékk að
vera mikið með þér í öll þessi 15 ár
sem ég þekkti þig. Þetta voru ómet-
anlegir tímar og mun ég aldrei upp-
lifa jafn frábæra tíma og ég upplifði
með þér elsku amma.
Guð geymi þig.
Veiga.
Takk fyrir allt elsku amma.
Þínar
Heiða, Dagný og Sigurveig Mjöll.
Þá ertu farin, amma mín, og nú
líður þér vel, ég veit það. Ég hef ver-
ið svo heppinn að fá að kynnast þér
vel og ég mun aldrei gleyma þeim
ljúfu minningum sem ég á um þig,
sérstaklega fyrsta veturinn í menntó
þegar ég bjó hjá þér og gerðist
„draugapassari“ í annað sinnið. Á
milli þess sem ég hrærðist í mennt-
skælingavitleysunni var svo ljúft að
eiga þig að og komast í rólegheitin til
þín og spila rommí á kvöldin eða eitt-
hvað því um líkt. Oft horfði ég á sjón-
varpið með ljósin slökkt og alltaf
komst þú og spurðir mig hvað ég
væri að gera þarna einn í myrkrinu,
rétt eins og ég hefði verið dæmdur
til þess að dúsa í myrkrinu ævilangt!
Við hlógum oft að þessu seinna. Eins
áttum við svona einkabrandara með
rjómann: ,,Hva …! Vilt ekki rjóma?“
sagðir þú með ofuráherslu á ó-ið í
hvert skipti sem við gæddum okkur
á ís eða niðursoðnum ávöxtum, en
aldrei þáði ég það þó svo að mér
finnist hann ómissandi í dag. Eins og
þér einni var lagið, þá var að sjálf-
sögðu eldað ofan í heila fjölskyldu þó
svo að við höfum einungis verið tvö í
búi því ekki mátti vera of lítið á boð-
stólum. Einhvern veginn eru það
alltaf þessi litlu smáatriði sem greyp-
ast svo fast í minnið og fær mig til að
sakna þín. Ég er mjög þakklátur fyr-
ir það að hafa verið hjá þér á þessum
tíma því við náðum að kynnast mikið
betur og fórum að þekkja betur inn á
hvort annað.
Um sumarið vann ég í H-Selinu á
Laugarvatni og bjó því hjá þér áfram
um hríð og fékk meira að segja
Sportinn hans afa lánaðan yfir sum-
arið. Minningarnar frá þessum tíma
mun ég varðveita alla mína daga.
Í fyrra skiptið þar sem ég var
„draugapassari“ hef ég örugglega
verið um sex ára gutti. Mamma og
pabbi voru erlendis og var ég sendur
til ykkar afa til að ,,passa“ ykkur. Þú
talaðir oft um þennan tíma við mig
og minntist góðra stunda. Ég minn-
ist þess einnig þegar ég var lítill að
það voru nú engin vettlingatök þegar
þú áttir við okkur. Allt átti nátt-
úrlega helst að gerast í gær og það
var einnig svo þegar þú greiddir á
mér hárið. Gripið var þéttingsfast
um hökuna þannig að hægt væri að
snúa höfðinu að vild og svo greitt í
gegn með festu. Þannig minnist ég
þín, vösk, ósérhlífin kona sem gekk
beint í verkin en samt alltaf svo ljúf
og góð.
Jæja, eldgamla amma, eins og hún
Bergdís mín nefndi þig eitt sinn, nú
er kominn tími til að kveðja. Ég vil
að lokum minnast á sögurnar þínar
sem ég er viss um að einnig er hluti
af minningu allra barnabarnanna.
Það var ekkert eins notalegt eins og
að kúra uppi í rúmi hjá þér og hlusta
á þig segja frá hinum ýmsu ævintýr-
um. Mér fannst þú satt best að segja
vera botnlaus brunnur ævintýra-
sagna og átti erfitt með að skilja
hvernig í ósköpunum þú fórst að því
að læra allar þessar sögur utan að.
En þetta var þér bara svo eðlislægt,
rétt eins og sannri ömmu sæmir, og
þú varst það svo sannarlega.
Saknaðarkveðjur,
Eyjólfur Reynisson.
Ég ætla mér að yrkja ljóð um afa minn
í dag
og ömmu minni líka ég helga þennan brag,
þau eru bæði gömul og góðhjörtuð og blíð
þótt geti milli þeirra hafið stríð.
Þennan texta söng Hanna Valdís
fagurlega í eyru mín er ég var barn
og enn skemmtilegri lýsingar af
ömmu og afa komu í kjölfar þess
texta sem hér stendur að framan. Í
hvert sinn sem þetta lag hljómaði
var ég komin inn í hlýlegt umhverfi
ömmu og afa á Hjálmsstöðum og sá
allt sem sagt var í laginu svo mynd-
rænt fyrir mér. Textinn átti svo vel
við þau að það var eins og hann hafi
verið skrifaður um þau. Þegar ég
raula lagið í dag fyrir drenginn minn
á háttatíma er ég aftur komin til
ömmu og afa þar sem þau ýmist eiga
góða stund saman eða röfla við hvort
annað yfir smáatriðum hversdagsins,
rétt eins og gerist og gengur á hverj-
um bæ.
Nú þegar elskuleg amma mín er
horfin inn í eilífðina hellast þessar og
ótal aðrar minningar yfir mig og ég
verð ævinlega þakklát fyrir að hafa
fengið að hafa hana svo lengi hjá
mér. Amma var foringinn, hún var
dáð og dýrkuð af öllum sínum afkom-
endum og fráfall hennar kemur til
með að verða áþreifanlegt þar sem
hún lét sig aldrei vanta þegar eitt-
hvað var um að vera á meðal okkar.
Hún fylgdist vel með okkur öllum
þrátt fyrir að við værum orðin svona
mörg og hún orðin háöldruð. Hún
kom á leikritið mitt í Hafnarfjarð-
arleikhúsinu fyrir tæpu ári þrátt fyr-
ir að sjá lítið sem ekkert, ef það voru
skírnir eða afmæli þá var hún mætt,
hún var selskapskona og vildi af
engu missa. Í fyrra á ættargrillinu
leit út fyrir að allt ætlaði að verða
með rólegra móti. Ég heyrði útundan
mér að amma var aðeins spæld yfir
að það yrði ekki meira fjör. Þá þegar
kom ég skilaboðum áleiðis að allir
ættu að fara í skúrinn hans Palla og
bað Sigga frænda að koma með nikk-
una. Þegar ég fór inn í hús og til-
kynnti ömmu að fjörið væri að byrja
stökk hún á fætur glöð í bragði og
átti síðan skemmtilega stund með
öllu sínu fólki. Hún og Njáll bróðir
hennar sátu saman og náði ég af
þeim góðum myndum. Þetta var
þeirra síðasta ættargrill þar sem
hann kvaddi okkur einnig á dögun-
um.
Við amma áttum margar góðar
stundir og ekki síst núna undanfarin
ár, við vorum góðar vinkonur og
ræddum svo margt á milli himins og
jarðar. Þar á meðal dauðann, ég hef
átt það til að fara til miðla og þess
háttar og alltaf þegar ég sagði ömmu
frá þeim ferðum mínum varð hún
forvitin og vildi heyra meira. Ég var
og er á þeirri skoðun að menn fari
áfram á vit feðra sinna og haldi
áfram þar, en amma var í dálitlum
vafa með þetta allt saman, en vildi
samt vita og heyra meira af því sem
kom fram.
Ég á yndislegar minningar frá
heimsókn hennar og pabba til Kaup-
mannahafnar er ég bjó þar. Henni
þótti þetta skemmtileg ferð og lifði á
henni lengi. Við ferðuðumst með
strætó um allt og fórum meira að
segja í fríríkið Kristjaníu. Þegar ég
spurði hana um kvöldið hvernig
RAGNHEIÐUR
SVEINBJÖRNS-
DÓTTIR