Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 53 MINNINGAR henni hefði fundist dagurinn sagði hún að það hefði verið nokkuð gaman að sjá þessa Viktoríu en meinti auð- vitað Kristjaníu. Við hlógum lengi að þessum ruglingi. Undanfarin ár hef ég hugsað um fæturna hennar ömmu, klippt neglur og hreinsað húð. Þessar stundir eru orðnar fjöl- margar og amma gat aldrei þakkað mér nóg. Ég sagði henni að hún væri aldeilis búin að gera fyrir mig í gegn- um árin og nú væri komið að mér að gera fyrir hana. Hún hristi bara höf- uðið og sagði hátt: „Guð launi þér þetta, þú mátt vera í húsinu mínu eins og þig lystir.“ Svo bætti hún við „Reynir, þú ert vitni að þessu.“ Pabbi sagðist ekki hlusta á svoleiðis vitleysu í stríðni sinni en henni fannst það ekkert sniðugt. Síðast þegar amma dvaldi um hríð í bænum dekraði ég vel við hana, ásamt fót- unum fékk hún litun og létta förðun og fór svo falleg út frá mér. Hún sagðist ekki hafa sett á sig varalit í fimmtíu ár svo mér fannst það ald- eilis orðið tímabært. Þetta var í síð- asta skiptið sem ég fékk hana til mín á stofuna og á ég eftir að sakna þeirra stunda. Það verður skrýtið að koma að Hjálmsstöðum þegar hún er ekki á svæðinu, en minningarnar um hana lifa með okkur. Amma að segja sög- ur af Óla Lokbrá, amma að dekra við okkur í eldhúsinu, amma að leggja kapal og þar fram eftir götunum. Ég kom til hennar á þriðjudagskvöldið áður en hún kvaddi og hún vaknaði áður en ég fór. Ég náði að hvísla í eyra hennar hvað mér þætti mikið vænt um hana og var það svo að segja okkar síðasta stund. Elsku hetjan mín, ég þakka þér fyrir allt, þú varst viskubrunnur og ljóðin þín munu lifa á meðal okkar. Ég mun ávallt sakna þín. Farðu í friði. Þín Ingibjörg Reynisdóttir. Hún „bognaði aldrei en brotnaði í, bylnum stóra seinast“. Þetta má með sanni segja um Ragnheiði sem við kveðjum nú í dag. Hún fæddist á Snorrastöðum í Laug- ardal, 17. júlí árið 1916. Foreldrar hennar voru sæmdarhjónin Guðrún Eyjólfsdóttir frá Snorrastöðum í Laugardal og Sveinbjörn Eyjólfsson frá Laugarvatni í sömu sveit. Þau hófu búskap á Snorrastöðum. Þarna ólst Ragnheiður upp í stórum barna- hópi við gott atlæti. En mótlætið gleymdi ekki heimilinu. Sveinbjörn dó úr krabbameini langt um aldur fram og Guðrún lést úr berklum fáum árum síðar. Þá tóku við búi Eyjólfur, þá nýkvæntur, og Jóhann með Ragnheiði sem ráðskonu þótt ung væri. Eftir fá ár missti Eyjólfur heilsuna og var á spítölum af og til það sem eftir var ævinnar. Þá tók Jóhann við jörðinni með sína ungu ráðskonu. Þannig gekk það til, allt til þess að Ragnheiður giftist Pálma Pálssyni, f. 6. júní 1911. Hófu þau bú- skap á Hjálmsstöðum giftingarárið. Börnin komu eitt af öðru og urðu þau sjö en síðasta barnið dó í fæð- ingu og kom Ragnheiður mjög hart niður við það. Náði hún sér þó vel eftir þau veikindin. Þá er ég kominn að þeim kafla í lífi þessara hjóna en það er barnauppeldið. Það er vissa mín að hámenntaðir spekingar í upp- eldisfræðum gætu þar vel við unað ef þeir næðu slíkum árangri í uppeldi barna og Ragnheiður og Pálmi náðu með sínum börnum. Það er annars athyglisvert hvernig makar þessara systkina eru. Dettur mér helst í hug máltækið: hver elskar sér líkt. Það væri ekki úr vegi að rannsaka sam- band uppeldis og skilnaða. Svo kom ævikvöldið. Þá kom sér vel að hafa lagt inn á þann lífsins banka sem blívur, þ.e. gott uppeldi. Það uppskar Ragnheiður er heilsan tók að þverra og sjónin nærri alveg slokknuð. Tengdadóttir hennar, Fanney Gests- dóttir, og sonur, Páll bóndi, tóku hana til sín og önnuðust að mestu það sem hún átti ólifað. Ásgeir Pálsson.  Fleiri minningargreinar um Ragnheiði Sveinbjörnsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Sabína Steinunn og Rósa Hilm- arsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur, afi og langafi, ÁRNI KRISTINN FINNBOGASON skipstjóri, frá Vestmannaeyjum, lést í Noregi sunnudaginn 9. apríl. Gígja Árnadóttir, Margrét Árnadóttir, Emil Adolfsson, Siri Bjørgulfsen, Wetle Bjørgulfsen, Gréta Finnbogadóttir, Trausti Eyjólfsson, Ásta Finnbogadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR PÉTUR GESTSSON bóndi, Kotströnd, Ölfusi, er látinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jóhann Þorsteinn Gunnarsson, Björg Halldórsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Hafdís Erna Gunnarsdóttir, Sæmundur Friðriksson, barnabörn og barnabarnabörn. Systir okkar og mágkona, GUNNHILDUR ÁSTA STEINGRÍMSDÓTTIR, Háaleitisbraut 59, Reykjavík, andaðist þriðjudaginn 11. apríl á Landspítalanum við Hringbraut. Ásdís Steingrímsdóttir, Áslaug S. Bryld, Margrét Steingrímsdóttir, Sigurður Þórhallsson, Hulda Eiríksdóttir, Jóhann Sæmundsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVAVA MAGNÚSDÓTTIR, Þverbrekku 2, Kópavogi, lést miðvikudaginn 12. apríl. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 21. apríl kl. 15.00. Magnús Birgisson, Hannes Birgisson, Kristín Birgisdóttir, Jens Jensson, Björgvin Birgisson, Jóhanna Stefánsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG ÓLÍNA JÚLÍANA EGGERTSDÓTTIR, Meistaravöllum 29, lést að morgni miðvikudagsins 12. apríl á Landspítala Landakoti. Jarðarförin auglýst síðar. Óskar Arnórsson, Ketsuma Thiang-In, Elsa Ísfold Arnórsdóttir, Þorsteinn Finnbogason, Guðrún J. Arnórsdóttir, Sævar Pálsson, Arnór V. Arnórsson, Bylgja S. Ríkarðsdóttir, Tómas Ríkarðsson barnabörn og barnabarnabörn. Móðir mín og systir okkar, JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR, dvalarheimilinu Seljahlíð, áður til heimilis í Vesturbergi 78, lést mánudaginn 10. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Snorri Hallgrímsson og systkini hinnar látnu. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HERDÍS K. KARLSDÓTTIR fyrrv. leikskólastjóri, Frostafold 14, Reykjavík, lést þriðjudaginn 11. apríl á hjúkrunarheimilinu Eir. Gunnar Sigurðsson, Karl Gunnarsson og fjölskylda, Herdís Gunnarsdóttir og fjölskylda. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÍSLI K. SIGURÐSSON bifreiðarstjóri, Mjósundi 15, Hafnarfirði, varð bráðkvaddur miðvikudaginn 12. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Marta Ormsdóttir, Sigurður Gíslason, Ásbjörg Skorasteim, Kristín Gísladóttir, Ellert V. Harðarson, Júlíus Aron Ellertsson, Rakel Ósk Ellertsdóttir. INGI STEINAR GUÐLAUGSSON, frá Miðsamtúni, lést föstudaginn 7. apríl. Útförin fer fram frá Möðruvöllum í Hörgárdal, miðvikudaginn 19. apríl kl. 13.30. Jarðsett verður í Glæsibæjarkirkjugarði. Aðstandendur. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma. AUÐUR JÓNSDÓTTIR sem fæddist á Eskifirði 16. júní 1919, lést á heimili sínu 31. mars sl. Útför hennar var gerð frá Fossvogskapellu 7. apríl sl. og fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Starfsfólk Eirhúsa fær sérstakar þakkir fyrir hlýju og aðstoð í hennar garð. Jóhanna Kristín Hlöðversdóttir, Guðmundur E. Pétursson, Kristín Carol Chadwick, Gunnar Jóhannesson, Ralph Hinrik Chadwick, Pat Chadwick, Oliver Hinrik Oliversson, Regína Róbertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.