Morgunblaðið - 13.04.2006, Page 14

Morgunblaðið - 13.04.2006, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ljósmóðir skáldanna á sunnudag ÚR VERINU HÁTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Mar- orka og Háskólinn í Færeyjum (Fróðskapasetrið) hafa undirritað samstarfssamning um rannsóknir og þróun á bestun orkunýtingar. Sam- starfið nær einna helst til verk- fræði-, kerfisfræði- og eðlisfræði- deildir Háskólans. Markmiðið með samningnum er að byggja upp öflugt samstarf í Fær- eyjum á sviði rannsókna og þróunar á orkustjórnun fyrir skip. Ætlunin er að setja á fót starfsþjálfun hjá Marorku fyrir nemendur Háskólans í Færeyjum. Þá er einnig í bígerð að koma á skiptinemasambandi milli háskólans og annarra háskóla sem Marorka á í samstarfi við, t.a.m. við Dalhousie háskólann í Halifax í Kan- ada. Marorka vonast einnig til að geta ráðið til sín nemendur frá há- skólanum þegar þeir hafa lokið námi. Útibú í Færeyjum Marorka opnaði nýverið útibú í Færeyjum – Marorka Føroya – í samvinnu við Landsbyggifelagið (Faroese Consulting Engineers). Verkefni Marorka Føroya er að markaðssetja Maren orkunýtingar- kerfið í Færeyjum, auk þess að hafa umsjón með rannsóknarverkefni fyrir nýja útgáfu af Maren-kerfinu. Marorka Føroya hlaut fjárhags- legan stuðning fyrir rannsóknar- verkefnið að upphæð 2,4 milljóna danskra króna frá Granskingarráð- ið, Faroese LTD Amerada Hess og Vinnuframagrunnurin. Ennfremur fékk fyrirtækið 220.000 danskar krónur í fjárstuðning frá Nora, Inn- lendismálaráðið og Marorku til að setja á markað og kynna Maren- kerfið í Færeyjum. Gæðavottun Marorku „Í febrúar síðastliðinn hlaut Mar- orka gæðastjórnunarvottun sam- kvæmt ISO 9001:2000 gæðastaðlin- um frá Det norske Veritas (DNV) fyrir gæðakerfi fyrirtækisins. Vott- unin er mikilvæg en kerfið gerir fyr- irtækinu kleift að bæta árangur sinn enn frekar, auka gæði og þjónustu við viðskiptavini sína. Á alþjóðlegum vettvangi Lausnir Marorku með orkustjórn- arkerfinu Maren miða að því að lág- marka olíunotkun skipa. Með Maren aðferðafræðinni er unnt að ná fram umtalsverðum sparnaði fyrir útgerð- ir. Kerfið hefur vakið mikla athygli hér heima jafnt sem erlendis og hlaut m.a. verðlaun fyrir bestu nýju vöruna á Sjávarútvegssýningunni í Kópavogi 2005. Fyrirtækið sækir ört fram og er í samstarfi við mörg leið- andi fyrirtæki í Evrópu og Norður- Ameríku,“ segir í frétt frá Marorku. Marorka í samstarf við Háskóla Færeyja Samningurinn undirritaður í Færeyjum fyrr í mánuðinum Eyðbjørn Brimnes, dr. Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku, Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, Hans Pauli Joensen og Magnus Danielsen. ÚTGERÐAR- og fiskvinnslufyrir- tækið Stakkavík ehf. í Grindavík fékk um síðustu áramót afhenta ný- smíði, Þórkötlu GK 9, hjá Mótun ehf. í Reykjanesbæ. Þórkatla GK er átt- unda nýsmíðin sem þeir Stakkavík- urmenn hafa keypt af Regin Gríms- syni bátasmið í gegnum tíðina og er jafnframt nýsmíði númer 471 hjá Mótun ehf. Regin segir þessa tryggð Stakka- víkurmanna byggjast á reynslu þeirra og trausti á Gáskabátunum. „Þeir hafa samið við Mótun ehf. um nýsmíði á tveim bátum til viðbótar sem afhendast eiga í sumar og haust. Þar er um að ræða nákvæm- lega eins báta og Þórkötlu GK,“ seg- ir Regin og bætir við að þetta sé örugglega íslandsmet. Þar á hann við að líklega hafi engin útgerð keypt eins marga báta af einum og sama bátasmiðnum. Þórkatla GK 9 er eins og áður kemur fram af Gáska gerð, Gáski 1280, 15 brúttótonna yfirbyggður línuveiðari útbúinn um 17.000 króka Mustad beitningarkerfi. Aðalvélin er af Cummins QSM 11 gerð sem Reg- in segir hafa reynst alveg fram- úrskarandi vel. Í bátnum eru vistar- verur fyrir fjóra menn og öll tæki í brú, sem koma frá Radíómiðun ehf., eru af nýjustu og bestu gerð. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Nýr bátur Þórkatla GK 9 kemur að landi í Grindavík á dögunum. Þórkötlu- nafnið er nú aftur komið í grindvíska flotann eftir nokkurt hlé en bátar Hraðfrystihúss Þórkötlustaða hf. báru þetta nafn í talsverðan tíma. Mótun hefur smíðað 8 báta fyrir Stakkavík  Silja Aðalsteinsdóttir hefur hitt mörg vongóð skáld um dagana og hjá henni fengu sum fyrsta tækifærið til að láta ljós sitt skína fyrir þjóðina. AÐEINS tíu dögum eftir að nýr heil- brigðisráðherra hafði „jarðað“ um- ræðu um hvort vel stætt fólk gæti keypt sig fram fyrir biðraðir í heil- brigðiskerfinu hafði sami ráðherra sett upp tilvísanakerfi á hjartalækna, kerfi sem margir telja að feli í sér tvö- falt heilbrigðiskerfi. Þetta kemur fram í pistli Elsu B. Friðfinnsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga, á heimasíðu félagsins þar sem hún fjallar um nýja reglugerð um starfsemi hjartalækna. Hún sér fleira neikvætt en jákvætt við tilhögun ráðherrans og bendir á að þeir sem minni efni hafa verði nú fyrst að leita til heilsugæslulæknis sem meti hvort viðkomandi fái tilvís- un á hjartalækni og þar með þá nið- urgreiðslu sem ráðherra mun ákveða með reglugerð. Efnaminni þurfa að borga meira en áður Elsa gerir ráð fyrir að heilsugæslu- læknar hafi ekki tíma til að taka á móti þeim mikla fjölda sem leitar til hjartalækna ár hvert. Líklegt sé að auka þurfi mannaflann í heilsugæsl- unni vegna þessarar þjónustu, sem kosti sitt. „Kostnaður vegna skoðunar og greiningar mun einnig aukast hjá hluta sjúklinganna frá því sem nú er því aukakomu- gjald verður greitt og jafnvel gjöld fyrir rann- sóknir sem leiða má líkum að að verði í einhverjum tilfellum tvítekn- ar. Þeir efnaminni sem leita til heilsugæslunnar en er síðan vísað til hjartalækna munu þannig þurfa að borga meira en áður þegar upp er staðið,“ segir Elsa. Hún segir greiðslukerfið sem ráð- herra setti á varðandi hjartalækna sambærilegt því sem gildi um tann- lækna. Hjartalæknarnir muni ákveða sína gjaldskrá, endurgreiðslur verði samkvæmt reglugerð og óljóst sé hvað sjúklingurinn greiði þegar upp er staðið. „Þeir betur stæðu munu í öllu falli geta farið beint til hjartalæknanna, fengið strax sérhæfða þjónustu, rann- sóknir eins og ómun, áreynslupróf, sneiðmyndatöku o.fl. Þeir munu fara út úr röðinni og greiða sjálfir allan kostnaðinn. Var einhver að tala um tvöfalt heilbrigðiskerfi?“ spyr Elsa. Hún segir að unnið sé að frumvarpi til að skjóta lagastoðum undir um- rædda reglugerð þar sem hún stand- ist sennilega ekki lög. „Því miður virð- ist því sem viðbrögðin við þeirri stöðu sem komin var upp eftir að hjarta- læknar sögðu sig af samningi, hafi verið fálmkennd og ekki nægilega ígrunduð. Þannig fer oft ef menn leyfa sér ekki að hafa opna umræðu meðal þeirra sem málið varðar, áður en endanleg ákvörðun er tekin,“ segir Elsa og bætir við að sú litla umræða sem fram fari um heilbrigðismál hér á landi sé alltof oft yfirborðskennd. Frasar þagga niður umræðu Frasar eins og „besta heilbrigðis- kerfi í heimi“ séu gjarnan notaðir til að þagga niður allar gagnrýnisraddir en unnt sé að „jarða“ þennan frasa eftir umfjöllun undanfarinna daga um öldrunarþjónustuna og fund hjúkrun- arfræðinga Landspítalans. Elsa spyr hvernig það geti t.d. við- gengist að sjúklingar séu í öndunar- vél lengur en nauðsyn krefur vegna skorts á hjúkrunarfræðingum eða að sjúklingar séu útskrifaðir of snemma af gjörgæslu á almenna deild. „Ég þori að fullyrða að hjúkrunar- fræðingar og annað heilbrigðisstarfs- fólk hér á landi er á heimsmæli- kvarða. Það gerir sitt besta til að tryggja gæða heilbrigðisþjónustu. Kerfið aftur á móti – það þarfnast gjörgæslu.“ Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga Leiðir ný reglugerð til tvöfalds heilbrigðiskerfis? Elsa B. Friðfinnsdóttir PÓST- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að gefa út leiðbeinandi reglur um þær ráðstafanir sem hún telur eðlilegt að fjarskiptafyrirtækin geri til að tryggja ör- yggi upplýsinga og þjónustu í almennum fjarskiptanet- um. Er þetta gert með vísan til þessa lögboðna hlut- verks stofnunarinnar að gæta hagsmuna almennings með því að vinna að ráðstöfunum til að vernda per- sónuupplýsingar og friðhelgi einkalífs og tryggja að heildstæði og öryggi almennra fjarskiptaneta sé við- haldið. Einnig er í ljósi þess hversu brýnt er að traust ríki um rafræn samskipti í upplýsingasamfélagi sam- tímans. Þetta kemur fram á vefsíðu stofnunarinnar. Hafa drög að þessum reglum nú verið sendar til um- sagnar skráðra fjarskiptafyrirtækja. Hefur þeim verið veittur frestur til 2. maí nk. til þess að gera at- hugasemdir við efni þeirra. Fram til þess tíma mun stofnunin jafnframt taka við hugsanlegum athuga- semdum frá öðrum aðilum. Að þeim tíma liðnum má vænta þess að reglurnar verði fljótlega gefnar út form- lega. Reglur til að tryggja öryggi upplýsinga TENGLAR ....................................................................... www.pfs.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.