Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT F A B R IK A N ���������������  ����� ���� ������ ���� ����� �� ���� � ����������� �������� 4. flokki húsbréfa 1992 - 50. útdráttur 4. flokki húsbréfa 1994 - 43. útdráttur 2. flokki húsbréfa 1995 - 41. útdráttur Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími: 569 6900 - 800 6969 Fax: 569 6800 �������� �� ���� ���� ������ ��� ������� ��� ���� ������ �� � ��� ��� �� ��� ������� ��� ���� � ������������������ ����������� �� �������� ������� �� ������ ����� � ��� ����� ��������������� �������� ��������� �������� Elísabet önnur Bretadrottning fylgdist í gær með hátíðlegri athöfn í Sandhurst-herskólanum þegar liðsforingjar voru útskrifaðir en meðal þeirra var Harry prins, yngri sonur Karls ríkisarfa. Harry gæti verið kallaður til þjónustu í Írak eða Afganistan og er staðráðinn í að vera þá í fremstu átakalínu með félögum sínum. Harry sést hér með eldri bróður sínum, Vilhjálmi (t.v.), sem þegar hefur útskrifast. Reuters Harry reiðubúinn að berjast Nýju Delhí, Lucknow. AFP. | Fjöl- miðlar á Indlandi fóru í gær ham- förum gegn yfirvöldum í Uttar Pra- desh-ríki sem í fyrradag sögðu það rangt, að meira en 100 manns hefðu farist í eldsvoða í borginni Meerut á mánudag. Fullyrtu ýmis helstu blöð landsins að yfirvöld vildu gera lítið úr slysinu, en ríkisstjóri Uttar Pra- desh sagði á þriðjudag að aðeins um 30 hefðu dáið. „Fjöldi látinna: enginn veit í raun og veru,“ sagði blaðið The Hind- ustan Times og The Hindu sagði í fyrirsögn að menn vildu fela sann- leikann í málnu. The Times of India sagði a.m.k. 52 hafa látist og 150 slasast og bætti því við að sífellt væru að berast fréttir af fólki sem saknað væri. The Statesman sagði ráðamenn í Uttar Pradesh hafa ákveðið að lækka tölu látinna í því skyni að breiða yfir vanrækslu yf- irvalda á staðnum í málinu. Slysið varð er eldur læsti sig í sýningartjöld raftækjasýningar í Meerut á mánudag. Munu skipu- leggjendur ekki hafa uppfyllt lág- marksöryggisviðbúnað til að mega halda sýninguna og hefur lögreglan hafið leit að þeim. Fyrstu fréttir gáfu til að kynna, sem fyrr segir, að meira en 100 manns hefðu dáið í eldsvoðanum í Meerut, sem er í um 400 km fjar- lægð frá Lucknow, höfuðstað Uttar Pradesh-ríkis. Á þriðjudag drógu yfirvöld þær tölur hins vegar í efa og sögðu aðeins 31 hafa dáið. Óljóst um fjölda þeirra sem fórust í eldsvoða YFIRLÝSINGU stjórnvalda í Íran um að vís- indamönnum landsins hafi tekist að auðga úran með skilvindum hefur verið illa tekið í höf- uðborgum helstu stórvelda heims. Þykir hún vera til marks um að klerkastjórnin í Teheran sé stað- ráðin í að hunsa tilmæli öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem óttast að markmið Írana sé að smíða kjarnorkusprengju þótt þeir séu aðilar að alþjóðasamningi gegn frekari útbreiðslu kjarn- orkuvopna. Um er að ræða mikilvægan áfanga í tilraunum Írana, að sögn sérfræðinga, en sjálfir segjast Ír- anar eingöngu vera að koma sér upp tækni til að framleiða eldsneyti í kjarnorkuver til frið- samlegra nota. Er þá úrangrýti hreinsað, unnið úr því gas sem að lokum er sett í fjölmargar skil- vindur sem keyrðar eru samtímis og frá efninu skilst þá auðgað úran. Öflugasta hluta þess er hins vegar hægt að nota til vopnagerðar. Írönum hefur nú tekist að nota 164 skilvindur samtímis. Hins vegar þarf að nota mörg þúsund skilvindur samtímis til að framleiða nægilegt magn af öflugasta hluta auðgaða úrans- ins. Telja sumir að liðið geti allt að þrjú ár áður en þeim tekst það en aðrir að ekki muni líða nema eitt ár. „Ekki gagnleg“ yfirlýsing Vestræn ríki fordæmdu aðgerðir Írana í gær og sögðu Bretar, sem hafa ásamt Frökkum og Þjóð- verjum reynt að fá Írana til að stöðva kjarnorku- tilraunirnar, að hún væri „ekki gagnleg“. Frakk- ar, Þjóðverjar og Bandaríkjamenn voru ívið hvassari í sínum ummælum og hvöttu Írana til að fara að fyrirmælum Alþjóðakjarnorkumálastofn- unarinnar, IAEA, í Vín sem vill meðal annars fá að gera fyrirvaralausar skyndikannanir í til- raunastöðvum Írana. Scott McClellan, talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta, sagði að mál- ið sýndi vel hvers vegna alþjóðasamfélagið hefði „miklar áhyggjur af áætlunum stjórnvalda Írana í kjarnorkumálum“. Ísraelar sem lengi hafa varað við kjarnorku- tilraunum Írana en eru sjálfir taldir eiga slík vopn, vöruðu þjóðir heims við afleiðingum þess að klerkastjórnin kæmi sér upp kjarnorkuvopnum. Íran búið kjarnorkuvopnum væri „ógnun við allan heiminn og ekki einvörðungu Ísrael,“ sagði Dan Halutz, forseti ísraelska herráðsins í útvarps- viðtali. Getur hafa verið leiddar að því að Ísraelar myndu ef til vill reyna að gera loftárás á til- raunastöðvar Írana. En bent hefur verið á að þær séu sumar neðanjarðar þannig að óvíst sé hvort slík árás myndi yfirleitt draga úr hættunni sem menn telja geta stafað af tilraununum. Rússar gagnrýna en vara við of hörðum viðbrögðum Rússar, sem annars hafa stutt Írana með því að leggjast eindregið gegn alþjóðlegum refsiaðgerð- um gegn þeim, gagnrýndu þá í gær. „Við teljum að þetta sé skref í ranga átt. Það er í andstöðu við ákvarðanir IAEA og samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Míkhaíl Kamynín, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Moskvu, í gær. Sergei Lavrov utanríkisráðherra varaði menn samt við því að bregðast of hart við og ítrekaði þá afstöðu Rússa að ekki kæmi til greina að beita Ír- an hervaldi til að stöðva tilraunirnar. Sumir sérfræðingar IAEA álíta, að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, að þrátt fyrir yfirlýsingar Írana um að þeir hafa fullan rétt til að nýta sér kjarnorku, muni þeir í ljósi almennrar andstöðu í öðrum löndum við meintar vopnatilraunir þeirra grípa tækifærið og koma til móts við kröfur IAEA. Þeir séu nú búnir að sýna að þeir geti til- einkað sér tæknina og því um minni álitshnekki að ræða gagnvart almenningi í Íran en ella þótt hliðrað verði til. Og þannig geti klerkastjórnin komist hjá því að samþykktar verði refsiaðgerðir. Stórveldin gagnrýna hart kjarnorkutilraunir Írana Talið að íranskir vísindamenn hafi náð mikilvægum áfanga í átt að smíði sprengju Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Reuters Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, fór í gær flugleiðis frá borginni Khaf, um 900 km frá Teh- eran, en forsetinn sagði á fundi í borginni á þriðjudag að Íranar væru farnir að auðga úran. Colombo. AFP. | Sextán manns týndu lífi og fimmtíu særðust þegar sprengja sprakk á grænmetismark- aði í borginni Trincomalee í norð- austurhluta Sri Lanka í gær. Fyrr um daginn höfðu tveir lögreglumenn verið myrtir á svipuðum slóðum. Þessir atburðir koma daginn eftir að skæruliðum tamíla, tígrunum svo- kölluðu, var kennt um sprengjutil- ræði sem varð tólf sjóliðum að bana. Embættismenn telja að líkurnar á að friðarsamningar milli Tamíla og stjórnvalda í höfuðborginni Colombo takist hafi enn dvínað eftir atburði síðustu daga. Útgöngubann var fyr- irskipað í Trincomalee eftir tilræðið í gær en óeirðir brutust út í kjölfar þess og var eldi hleypt að a.m.k. sjö verslunum í borginni og margir bílar voru eyðilagðir. Stjórnvöld kenndu Tamíl-tígrunum um ódæðið. Norðmenn hafa haft milligöngu um friðarsamninga og ótryggt vopnahlé hefur ríkt um nokkurt skeið. Erlendir sendimenn og ríki sem hafa veitt landinu þróunaraðstoð hafa lagt hart að Tamílum að taka þátt í samningafundum sem áform- aðir eru í Sviss 19.–21. apríl og á að nota til að reyna að bjarga vopna- hléinu sem Norðmenn komu á í febr- úar 2002. Rútan sem sprengd var í fyrradag var á leið frá hafnarborginni Trinco- malee til Kantale, næststærstu borg- ar héraðsins. Nokkrir útlendingar, þ.á m. þrír Bretar í flutningabílnum, voru meðal þeirra sem særðust. Gerð var svipuð árás á norðurhluta eyj- unnar á mánudag og féllu þá fimm hermenn og tveir óbreyttir borgarar. Varnarmálaráðuneyti Sri Lanka gaf eftir þá árás út tilkynningu um að búið væri að styrkja varnirnar á Jaffna-skaga á norðurhluta eyjunnar þar sem árásirnar voru gerðar en þar eru Tamílar í meirihluta. Rösklega 20 milljónir manna búa á Sri Lanka. Tamílar eru hindúar en Sinhalar, sem eru mikill meirihluti íbúa landsins, eru flestir búddistar. Einnig er nokkuð af múslímum og kristnum í landinu. Um 60.000 manns hafa fallið í átökunum í eyríkinu, sem er við suðurodda Indlands, síðan 1972. AP Hermaður á Sri Lanka í varðstöð í höfuðborginni Colombo í gær. Gripið hefur verið til víðtækra öryggisráðstafana vegna mannskæðra tilræða Tamíl-tígra undanfarna daga sem draga mjög úr vonum um að friður verði saminn. Tugir falla í tilræð- um á Sri Lanka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.