Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FRAMBJÓÐENDUR Vinstri grænna hafa komist að því að skipu- lagsmál séu umhverfismál og er það vel. Vinstri hreyfingin – grænt fram- boð hefur skreytt sig með áherslum í um- hverfismálum í sinni stefnuskrá og nú á að ráðast á bíleigendur í Reykjavík á þeim for- sendum að þeir séu um- hverfissóðar. Svandís Svav- arsdóttir og Árni Þór Sigurðsson skrifuðu í síðustu viku grein í Morgunblaðið þar sem megináherslan er lögð á að Reykjavík eigi ekki að vera bílaborg, um- ferðin eigi að líða áfram um hverfi borgarinnar og ekki eigi að byggja mislæg gatnamót til að greiða fyrir umferð. Það land sem myndi fara undir mislæg gatnamót á frekar að nota fyrir íbúðabyggð að þeirra sögn. Um miðja síðustu öld var bifreiðin lúxusvara sem ekki var á allra færi að eignast. Það gerði kannski minna til þá þar sem íslenska þjóðin bjó í litlum þorpum og bæjum og flestir komust til og frá vinnu gangandi eða á reið- hjóli. Sumarhúsaeign var bara á færi auðjöfra og ferðalög milli landshluta voru munaður sem menn leyfðu sér ekki nema mikið lægi við. Í dag er frekar litið á bifreið sem nauðsyn og oft eru tveir bílar á heim- ili og um leið og unglingurinn hefur aldur til er keypt bifreið eða bifreið foreldra tekin. Það er algengt að fólk búi í einu sveitarfélagi og vinni í öðru, sæki þangað skóla og aðra þjónustu. Hjón vinna hvort í sínum hluta höf- uðborgarsvæðisins og börnin sækja þann framhaldsskóla sem hugur þeirra stendur til. Allt þetta hefur leitt af sér aukna bílaeign landsmanna og afleiðing þess er aukin umferð, sérstaklega í höf- uðborginni. Þrátt fyrir að Vinstri grænir hafi verið við völd í Reykja- vík í 12 ár og lagt mikla áherslu á almennings- samgöngur hefur far- þegum í almennings- vögnum bara fækkað, á sama tíma og fólkinu í borginni og nágrannasveit- arfélögum hefur bara fjölgað. Vinstri grænir eru stjórnmálaafl sem vill segja fólkinu í borginni hvað það á að gera og hvað það á ekki að gera. Þeir hafa engan áhuga á að mæta þörfum fólksins og leysa vandamál þess á þeim forsendum sem fólkið hefur valið sér. Þeir ákveða að það sé betra fyrir umhverf- ið að hafa þúsundir bíla líðandi áfram um götur borgarinnar og bíðandi á rauðu ljósi í hægagangi á hverjum gatnamótunum á fætur öðrum. Vinstri grænir eru á móti koltvísýr- ingi úti á landsbyggðinni þar sem byggja á upp atvinnutækifæri fyrir fólkið í landinu, en það er allt í lagi að þúsundir bíla dæli menguninni yfir íbúa Reykjavíkur í nafni umhverf- isverndar. Það á meira að segja að byggja íbúðabyggð við gatnamótin á landinu sem annars færi undir um- ferðarmannvirki til að greiða úr um- ferð. Það er sennilega svo gott fyrir blessuð börnin í vögnunum sínum á svölunum að sofa við niðinn og óloftið frá umferðinni. Þau komast líka að þeirri nið- urstöðu að best sé að byggja upphit- aðan flugvöll í fjalllendinu austan við borgina vegna þess að þar liggi hann best við samgöngum úr austri, vestri og norðri. Ég veit ekki til hvers það á að byggja flugvöll yfir höfuð ef fólk á svo bara að keyra þangað úr austri, vestri og norðri, ég hélt að tilgang- urinn væri að notaðar væru flugvélar til að bæta samgöngur austur, vestur og norður og greiðar samgöngur við miðbæinn og stjórnsýsluna frá flug- vellinum væru málið. En svona er nú heimurinn skrýtinn. Mikið rétt, skipulagsmál eru umhverfismál G. Valdimar Valdemarsson svarar Svandísi Svavarsdóttur og Árna Þór Sigurðssyni ’Vinstri grænir erustjórnmálaafl sem vill segja fólkinu í borginni hvað það á að gera og hvað það á ekki að gera.‘ G. Valdimar Valdemarsson Höfundur er formaður mál- efnanefndar miðstjórnar Framsóknarflokksins. FURÐULEGIR atburðir hafa skekið Sjálfstæðisflokkinn und- anfarna daga: Setuverkföll á hjúkrunarheimilum skila undir- skriftalistum til formanns flokks- ins. Hann er skammaður ásamt forystumönnum landsmálanna af odd- vita sama flokks í Reykjavík fyrir ástandið í öldr- unarmálum. Blaða- fregnir herma að fólki sé haldið sof- andi á spítölum af því að ekki er til mann- skapur að vekja það. Formaðurinn send- ir undirskriftalistana til flokksbróður síns fjármalaráðsherrans, en sá segir fjöl- miðlum að hann hafi ekkert um málið að segja. Tilfinn- ingaþrungið Reykja- víkurbréf Morg- unblaðsins hefur hins vegar heilmikið um málið að segja: ,,Umönnun í uppnámi … Það er kominn tími til að breyta um stefnu.“ Heilbrigð- isráðherra ,,hefur ekkert umboð“ að eigin sögn. Næsti fréttatími: ,,Fjármálaráðherra hefur enn ekkert um málið að segja.“ Annar fréttatími: Oddviti sjálf- stæðismanna í Reykjavík greini- lega búinn að fá ofanígjöf og segir að reyndar ,,beri sveitarfélögin mikla ábyrgð“ á aðbúnaði aldr- aðra. Sami maður er formaður Sambands sveitarfélaga; ætli fé- lagar hans þar í forystu séu sam- mála? Farsi, en því miður miklu verra mál Þetta er pólitískur farsi vegna komandi kosninga, oddviti D-lista í Reykjavík veit að hann getur ekki boðið sig fram með áralangar vanrækslusyndir flokksins á herð- unum. Það er freistandi fyrir okk- ur jafnaðarmenn að hæða þessa framgöngu og láta þar við sitja til að vinna prik í kosningabarátt- unni. Við getum líka bent á að sú ríkisstjórn sem nú situr tekur drjúgan hluta af skattfé almenn- ings úr Framkvæmdasjóði aldr- aðra í önnur verkefni en þau að bjóða hjúkrunarrými sem sárlega vantar. Og við gætum minnt á að margítrekaðar óskir samtaka aldr- aðra og sveitarfélaga um að mála- flokkurinn verði færður á eina ábyrga hendi hafa verið hunds- aðar. Og hamrað á að Reykjavík- urborg hefur lagt til hliðar mörg hundruð milljónir króna og tekið frá lóðir til að byggja þessi hjúkr- unarrými en fær ekki nauðsynlegt framlag frá ríki á móti. En sam- tímis er brýnt að huga að hinu mikilvæga pólitíska samhengi sem skýrir þessa bágu stöðu. Það bága ástand sem nú blasir við í öldrunarmálum á ekki rætur að tekja til efnahagslegra þreng- inga; nú ríkir gullöld á Íslandi. Peningar flæða og þeir sem ann- ast þá peninga fá greidd laun og þóknanir sem eru óskiljanlegar mann- inum á götunni. Þeir sem eiga peningana standa utan við veru- leika hins almenna manns eins og væru þeir í öðru sólkerfi. Þeir telja hagnað í tugmilljörðum meðan launamenn á elliheim- ilunum teljast varla matvinnungar (Hagn- aður FL Group af sölu bréfa í easyJet nægir til að reka gjald- frjálsan leikskóla fyrir 6.000 börn í 11 ár). Eins gleðilegt og það gæti verið að nú blasir við ríkidæmi, auður og ótakmörkuð tækifæri fyrir athafnaskáld landsins að mala gull, er það hryggilegt að samtímis skuli það viðgangast að vel- ferðin hrynur innan frá. Gjáin í lífskjörum sem nú blasir við er með öllu óverjandi: Velferð og umönnun þarf að vera mann- sæmandi svo íslensk samfélagsgerð eins og við þekkj- um hana fái staðist. Hún er ekki mannsæmandi gagnvart þeim sem standa höllum fæti, hún er ekki mannsæmandi gagnvart þeim sem annast félagslega þjónustu og fá laun fyrir. Forysta um ójöfnuð Þetta er hið pólitíska samhengi sem gerir farsann í undanfara kosninga svo aumkvunarverðan: Pólitísk forysta í landinu er for- ysta um ójöfnuð. Skattar lækka á þeim ríku og ofurríku, þeir hækka á þeim sem lifa á bótum og lífeyri. Pólitísk forysta í landinu lætur sig engu varða þá djúpstæðu gjá sem nú ógnar íslensku samfélagi. Manngildi er ekki til hugsun eða stefnu, auðgildi er einrátt og ofar öllu. Og það sem verst er: Þetta gerist ekki af vanrækslu, ekki af því ,,að þeir vita ekki hvað þeir gjöra“, heldur einmitt af því að þetta er það sem þeir vilja. Þeir sem ráða för ganga svona til verks með opin augu og einbeittan brotavilja. Því tek ég heilshugar undir með höfundi Reykjavík- urbréfs Morgunblaðsins um helgina þar sem segir: ,,Stjórn- málamennirnir verða að veita for- ystu“. Krafa okkar jafnaðarmanna um ,,sterkara samfélag“ er einmitt krafan um breytta pólitíska for- ystu. Aldraðir og krafan um sterkara samfélag Stefán Jón Hafstein fjallar um aldraða og hag þeirra Stefán Jón Hafstein ’„Stjórnmála-mennirnir verða að veita forystu.“ Krafa okkar jafnaðarmanna um „sterkara samfélag“ er ein- mitt krafan um breytta pólitíska forystu.‘ Höfundur er formaður borgarráðs Reykjavíkur. Á ÞEIM tíma sem ég hef stýrt Samvinnunefnd miðhálendis Íslands hefur Morgunblaðið sýnt málefnum hálendisins mikinn áhuga og fjallað um mál þar af áhuga og nærgætni. Þess vegna vakti það furðu mína að lesa leiðara blaðsins á þriðjudag- inn þar sem hug- myndir um hótelbygg- ingu við Skálpanes, sunnan Langjökuls, voru nánast af- greiddar út af borðinu eins og um stórkostleg umhverfisspjöll væri að ræða. Morg- unblaðið hvetur til umræðu um fyrirhug- aðar framkvæmdir á hálendi Íslands og kallar eftir við- brögðum nátt- úruverndarsamtaka. Því ber að fagna og þess vegna ríð ég á vaðið og svara nokkr- um af þeim álita- málum sem sett eru fram í leiðara blaðsins. Samvinnunefndin stóð vörð um Þjórsárverin Megininntakið í boðskap Morg- unblaðsins er að hálendi Íslands þurfi að varðveita og að allt of langt hafi verið gengið í uppbyggingu stóriðju eins og við Kárahnjúka. Þjóðin hafi hafnað virkjun Norð- lingaölduveitu vegna nálægðar við Þjórsárver og allt tal um byggingu hótels við Langjökul sé af sömu rót- um runnið. Í þessu sambandi er mjög mik- ilvægt að það komi fram að það var Samvinnunefnd miðhálendis sem stöðvaði fyrirhugaðar framkvæmdir við Norðlingaölduveitu og fékk litlar þakkir fyrir hjá stjórnvöldum og Landsvirkjun. Skipulagsstofnun lagði til við umhverfisráðherra að staðfesta ekki afgreiðslu nefnd- arinnar sem hafði tekið út af skipu- lagi set- og veitulón virkjunarinnar. Það var þessi atburðarás sem leiddi af sér skriðu í samfélaginu þar sem fólk mótmælti fyrirhug- uðum framkvæmdum við Þjórsárver. Fjöl- mennur fundur í Nor- ræna húsinu, húsfyllir á stórtónleikum í Laug- ardalshöll, meirihlutinn í umhverfisnefnd Al- þingis féll og borg- arstjórn Reykjavíkur lýsti því yfir að borgin væri á móti fram- kvæmdinni. Mikill meirihluti þeirra sem létu sig málið varða tóku undir sjónarmið samvinnunefndarinnar um mikilvægi vernd- unar Þjórsárvera. Krafan um betri þjónustu Norðlingaölduveita og Þjórsárver eru eng- an veginn sambærileg við þær hugmyndir sem fyrirhugaðar eru um hótelbyggingu í Skálpa- nesi. Þær fram- kvæmdir eru til þess að koma til móts sívaxandi fjölda ferðamanna á þessum stað. Samkvæmt upplýsingum frá rekstr- araðilum í Skálpanesi koma um 20 þúsund manns þangað á hverju ári og er sá viðbúnaður sem þar er núna engan veginn fullnægjandi til þess að þjónusta allan þann fjölda sem þangað kemur. Það er náttúruvernd að byggja upp ferðamannastaði sem stýra umferð og leiðbeina fólki um viðkvæm svæði hálendisins. Stærstu verkefnin í skipulagi miðhálendisins um þessar mundir eru stýring um- ferðar og uppbygging þjón- ustustaða. Langflestir rekstrarað- ilar á hálendinu eru með metnaðarfullar hugmyndir um frek- ari uppbyggingu sem tekur mið af þörfum nútímamannsins. Þar ber fyrst að nefna gistingu í sér- herbergjum, uppbúin rúm og góðan mat. Á Austurlandi eru ferðaþjón- ustuaðilar að velta fyrir sér upp- byggingu ferðaþjónustu í nánum tengslum við Vatnajökulsþjóðgarð- inn og allt ber að sama brunni. Meiri og betri þjónustu fyrir ferðamann- inn. Besta eftirlitið er öflug ferðaþjónusta Morgunblaðið telur að lengra eigi ekki að ganga í framkvæmdum á há- lendinu og vísar til þess að skálar ferðafélaganna séu í raun nægilegt þjónustustig á hálendinu. Þar grein- ir mig verulega á við Morgunblaðið. Skálar ferðafélaganna, sem flestir voru byggðir upp á árunum í kring- um 1940, ná engan veginn að anna öllum þeim fjölda ferðamanna sem nú sækir inn á hálendið. Þeir skálar voru byggðir af metnaði og fram- sýni og eru vissulega verðugir fulltrúar sinnar kynslóðar í opnun hálendisins fyrir almenning. Þeir uppfylla hins vegar ekki lengur þær þarfir eða geta mætt öllum þeim fjölda sem þangað sækir. Ef þau sjónarmið verða ofan á að ekki megi að ráðast í nauðsynlegar þjón- ustubyggingar á hálendi Íslands þá mun aukin ferðamennska á Íslandi verða til þess að ósnortin náttúra landsins verði fyrir óbætanlegum skaða ef umferð ferðafólks er ekki stýrt. Ef saman á að fara ferða- mennska og náttúruvernd þá verður að búa þannig að ferðaþjónustunni að hún geti tekið á móti sívaxandi fjölda ferðamanna. Besta eftirlitið um verndun umhverfisins er öflug ferðaþjónusta sem hefur beina hagsmuni af því að selja ferðamönn- um ósnortna náttúru Íslands. Uppbygging ferða- þjónustu á hálendinu Óskar Bergsson fjallar um ferðaþjónustu á hálendinu og gerir athugasemd við leiðara Morgunblaðsins Óskar Bergsson ’ Það er nátt-úruvernd að byggja upp ferðamannastaði sem stýra um- ferð og leiðbeina fólki um við- kvæm svæði há- lendisins.‘ Höfundur er formaður Samvinnu- nefndar miðhálendis Íslands. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.