Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ G uðni Ágústsson segir að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, verði að vera samstiga þegar kemur að kjörum fólks sem gegnir sambærilegum störfum. Hann sér ákveðnar leiðir til lausnar á þeim vanda sem nú steðjar að þeim sem reiða sig á störf fólks í umönnunarstörfum. „Ég er þeirrar skoðunar að miðað við þau miklu umsvif sem eru hjá mörgu því fólki sem hefur það veru- lega gott á Íslandi, á bæði mikla peninga og hefur mikil umsvif, þá sé sanngjarnt að létta byrðinni af þessu láglaunafólki og færa hana aftur á þá sem hafa það verulega gott,“ sagði Guðni. Hann telur að ríki og sveitarfélög verði að lækka skattheimtu af þeim lægstlaunuðu. Þeirri tekjuskerðingu hins opinbera verði að mæta með öðrum hætti en mikilvægt er að tryggja stöðugleika og halda verðbólgu í skefjum. „Í mínum huga snýst þetta ekki bara um laun, heldur samspil launa, skatta og skattleysismarka. Ég held að lág laun verði að bæta þannig að það fari ekki upp stigann og þess vegna ber að horfa á þetta svona og auðvitað þarf ríkið að sækja meiri tekjur til þeirra sem betra hafa það í þjóðfélaginu. Því mikill kjaram- unur fer fyrir brjóstið á þjóðinni. Aðalatriðið er að setjast yfir þetta í alvöru og helst að leysa kjör þessa hóps og eins kjör aldraðra sem allra fyrst.“ Guðni segir að sér þyki sárt að heyra af bágum kjörum aldraðra. „Aldraðir eiga að hafa það gott en það er búið að ala á mikilli óham- ingju meðal þeirra. Þar er töluverð- ur hópur fólks sem hefur mjög lág- an lífeyri og það þarf að hugsa til hans með sama hætti.“ Það kæmi jafnt láglaunastéttum og mörgum öldruðum til góða að hækka skatt- leysismörk og hætta að taka útsvar og tekjuskatt af lægstu launum. Eins telur Guðni hægt að draga úr ýmsum skerðingum á lífeyr- isgreiðslum úr almannatrygg- ingakerfinu til að bæta kjör aldr- aðra. „Ríkið og sveitarfélögin mega ekki vera að takast á með þeim hætti að það sé misjafnt hvernig þau gera við fólk í sambærilegum störfum,“ segir Guðni. „Þarna verða ríki og sveitarfélög að ná saman. Þetta verkefni snýr að því að rík- isstjórnin, sveitarfélögin og for- ystumenn verkalýðshreyfingarinnar verða að koma að þessu borði með það eitt að markmiði að bæta stöðu þeirra sem hafa lægstu launin.“ Brottför hersins opnar möguleika Guðni kveðst vera mjög ósáttur við framkomu Bandaríkjanna varð- andi brottför varnarliðsins. „Íslendingar lögðu mikið á sig fyrir heimsfriðinn og gerðu varn- arsamning sem lengi klauf þjóðina í herðar niður og olli hér miklum deil- um. Slík einhliða ákvörðun, sem Bandaríkjamenn hafa nú tekið, er að mínu mati ódrengileg og rjúfa þeir með þessum hætti þriggja ára samningagerð sem við töldum vera við þá um málið,“ segir Guðni. „Ég tel að þeir verði að svara því sem allra fyrst hvað þeir meini þegar þeir segjast ætla að standa við varn- arsamninginn. Í ljósi þeirra svara verðum við að meta hvort þessum varnarsamningi verður sagt upp eða ekki. Ég tel að við eigum ágæta stöðu í málinu til þess að vinna úr.“ Guðni telur styrk okkar felast í samstarfi við nálægar þjóðir. Það skipti Norðurlöndin, líkt og Banda- ríkin, miklu að öryggi sé tryggt á Norður-Atlantshafi. Þá sé ljóst að Íslendingar verði nú að huga meira að eigin vörnum. „Ég sé það fyrir mér að sem þjóð verðum við að huga að Reykjanes- inu, flugstöðinni og flugvellinum. Ófriðurinn sem að okkur steðjar er kannski tiltölulega lítill, en heim- urinn er að því leyti hættulegur að farandverkamenn í eyðileggingu mega ekki eiga auðveldan aðgang að Íslandi.“ Guðni segir að ákveða verði sem allra fyrst hvað gert verður við varnarsvæðið og mannvirkin þar. Verði mannvirkin eign Íslendinga opnist möguleikar á að taka þar upp fríverslunarsvæði í iðnaði og þjón- ustu. Þar geti þjónustuaðilar í flug- vélaiðnaði haslað sér völl, t.d. við breytingar á flugvélum, framleiðslu íhluta og þjálfunaraðstöðu fyrir verðandi flugmenn í flughermum og flugvélum. „Ísland er kjörið land sem sannarlega hefur skilað heim- inum mjög góðum flugmönnum. Hér eru breytilegar aðstæður. Hluti af því að varnarliðið fer er að það opnar nýja möguleika með öllum þeim mannvirkjum sem þarna liggja.“ Lækkun matarverðs Sveitin er í tísku í dag, að sögn Guðna. „Menn elska sitt land og vilja eignast jörð eða jarðarpart. Fólk er að flytja í sveitirnar, þótt það búi ekki með hefðbundinn bú- skap. Er með hrossabúskap, skóg- rækt, ferðaþjónustu eða þetta sem býr í hjarta Íslendingsins – að eiga sér land sem hann getur fengið að njóta.“ Samhliða þessari breytingu hefur umhverfi búgreinanna einnig mikið breyst og hagur þeirra batn- að. „Það er mikil eftirspurn eftir af- urðunum. Íslenski markaðurinn hef- ur aldrei verið betri. Að hluta má þakka skólamáltíðunum og unga fólkinu þá miklu neyslu landbún- aðarvara sem hér er,“ segir Guðni. „Íslenskur landbúnaður, sem fjöl- skyldubúskapur í þessu nátt- úrulega, hreina umhverfi og mikla heilbrigði, vekur mikla athygli hvort sem er í Bandaríkjunum eða Evr- ópu. Jarðaverð hefur hækkað mikið en jarðir voru óseljanlegar á tíma- bili. Landbúnaðurinn á í dag mikil sóknarfæri í flestum búgreinum miðað við þessa nýju stöðu.“ Nú er að störfum nefnd sem á að leita leiða til að lækka matarverð til neytenda. Guðni segir að íslenskar landbúnaðarafurðir séu ekki hlut- fallslega dýrari hér en margt annað. „Margt af innfluttum landbúnaðar- afurðum, sem fluttar eru inn án tolla, er t.d. dýrara. Ég tel að rík- isvaldið eigi mesta möguleika í að lækka virðisaukaskatt af matvælum og vörugjöld. Unnið er að lækkun á tollum og öðrum slíkum gjöldum í svonefndum WTO-samningum sem við erum aðilar að með 149 öðrum þjóðum. Þar verða breytingar á stuðningi við landbúnaðinn og toll- um. En þar er aðlögunartími sem er íslenskum landbúnaði mjög mik- ilvægur.“ Guðni segist ekki líta svo á að deilt sé um lækkun matarskatts inn- an ríkisstjórnarinnar. „Ég tel að þegar matvælanefndin hefur lokið störfum sínum muni menn ganga til þess verks að lækka matvælaverð. Þá hlýtur lækkun virðisaukaskatts að vera þar stórt atriði. Svo verður að fylgja því eftir að matvaran lækki til neytenda.“ Að sögn Guðna hefur verið rætt um að lækka virð- isaukaskatt á matvæli úr 14% í 7%. Guðni kveðst vænta þess að mat- arnefndin skili niðurstöðum í vor eða sumar. Lítið fylgi Framsóknar Framsóknarflokkurinn hefur uppskorið heldur lítið fylgi í skoð- anakönnunum undanfarið meðan Sjálfstæðisflokknum hefur gengið mun betur. Kann varaformaður Framsóknarflokksins skýringu á þessu? „Skýringarnar eru margþættar. Það er þekkt að minni flokkurinn fari verr út úr samstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn. Það gerði Alþýðu- flokkurinn 1995 og eins 1971 eftir mjög farsælt og langt stjórnarsam- starf milli þeirra. Það þýðir ekkert að saka Sjálfstæðisflokkinn um það hvernig við höfum farið út úr skoð- anakönnunum. Við verðum að fara yfir það í okkar röðum. Ég er þeirrar skoðunar að okkur hafi kannski ekki auðnast að halda öllu því til haga sem er svo mik- ilvægt í störfum okkar á síðustu ár- um. Framsóknarflokkurinn kom inn í þessa ríkisstjórn í mikilli kreppu, atvinnuleysi, tekjutapi og landflótta 1995 og umbreytti því.“ Guðni bendir á að Framsókn- arflokkurinn hafi þurft að standa í mikilli vörn vegna álvera og stóriðju undanfarið, en ekki hafi verið deilt um þau mál 1995. Viðhorfin til stór- iðju hafi breyst með batnandi efna- hag. „Það hvarflar ekki að Fram- sóknarflokknum að leysa atvinnuvanda hvers byggðarlags með álveri í hverjum firði eins og menn eru að spauga með,“ segir Guðni. „Ég hygg að það skipti máli sem er að gerast á Austurlandi og að það muni skipta miklu máli á Húsavík ef af framkvæmdum verð- ur þar. Við þurfum auðvitað að fara einnig yfir hin fyrirhuguðu álvers- verkefnin út frá ástandinu og þensl- unni. Hvort hyggilegt sé að ráðast út í meira í bili. Við eigum skilið að fá hátt verð fyrir okkar raforku og verðum að horfa meira til náttúr- unnar en við höfum gert. Það er ekki eins mikið að gerast í þessum málum og ætla má af umræðunni og Framsóknarflokkurinn hefur þurft að standa í vörn fyrir.“ Guðni segir að mesta ævintýrið í verkum Framsóknarflokksins und- anfarin ár sé öll sú mikla nýsköpun sem átt hefur sér stað í landinu. Þúsundir starfa í hátækni- og útrás- arstörfum sem hafa leitt af þeim þjóðfélagsbreytingum sem Fram- sóknarflokkurinn hefur staðið að ásamt Sjálfstæðisflokknum. Þar má nefna breytingar bankanna, upp- byggingu hátækni og vísinda og stóraukið fjármagn til háskólanna samhliða mikilli fjölgun nemenda. Mikil ásókn í stóriðju Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hafa bæði verið talsmenn aukinnar stóriðju. Ef öll áform ganga eftir eru horfur á tvö- földun álframleiðslu frá því sem nú er þegar ákveðið. Er eining um þessa stefnu innan Framsókn- arflokksins? „Framsóknarmenn hafa aldrei útilokað nýtingu hluta af orkunni til stóriðju og munu ekki gera það. Á því sviði liggja tækifæri sem við höf- um ekki efni á að hafna. Iðn- aðarráðherra hefur staðið frammi fyrir mikilli ásókn sveitarfélaga og byggðarlaga í stóriðju. En eins og allir vita liggur ekkert fyrir um næstu framkvæmdir í þessum efn- um. Það er fyrst og fremst verið að rannsaka og skoða. Mér finnst að Framsóknarflokkurinn hafi þurft að standa þarna í vörn gagnvart sókn byggðarlaga að fá þetta til sín og það ekkert síður hér af höfuðborg- arsvæðinu. Fyrir utan hitt að öfl- ugur hópur fólks hefur gerst svarnir andstæðingar orkufreks iðnaðar al- mennt og ræðst að Framsókn- arflokknum í ræðu og riti. Við þurfum líka að fara yfir það í samfélaginu hvort ekki sé hægt að ná sátt um það hvaða ár og auðlindir við ætlum að virkja. Ég er þeirrar skoðunar að við munum ekki fara í mjög mikið umhverfisraskandi virkjanir í náinni framtíð.“ Suðurland þarf sitt Það er hvergi meira virkjað en í þínu kjördæmi, en hefur það skilað miklu fyrir kjördæmið? „Við höfum búið við það Sunn- Öflugra og öruggara Ísland Morgunblaðið/Árni Sæberg Til greina kemur að lækka virðisaukaskatt á matvæli úr 14% í 7%, að sögn Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra. Ríkisvaldið verður að koma til móts við kröfur láglaunafólks í umönnunarstörfum, að mati Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráð- herra og varaformanns Framsóknarflokksins. Guðni Einarsson ræddi við ráðherrann um lækkun matarverðs, brottför varn- arliðsins, stóriðjuáformin og virkjanir, fylgi Framsóknarflokksins, vinsældir, evruna og Evrópusambandið og eflingu Alþingis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.