Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 49 KIRKJUSTARF Passíusálmalestur í Keflavíkurkirkju PASSÍUSÁLMAR Hallgríms Pét- urssonar verða lesnir í Keflavík- urkirkju á föstudaginn langa. Fjöldi bæjarbúa sér um lesturinn, starfs- fólk Reykjanesbæjar, Sparisjóðs Keflavíkur, Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Hitaveitu Suðurnesja og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Dagskráin hefst kl. 13.30 með bæn, stuttri kynningu og tónlist- arflutningi áður en lesturinn hefst. Tónlistarflutningur verður einnig um kl. 15.30 og kl. 18.45–19. Áætlað er að dagskránni ljúki kl. 19. Leifur A. Ísaksson, framhaldsskólakenn- ari, hefur lesið einn Passíusálm á hverjum degi í kirkjunni á föstunni og skipuleggur dagskrána. Passíusálmalestur á föstudaginn langa er nýbreytni í starfi kirkj- unnar. Keflvíkingar eru hvattir til að fjölmenna í kirkjuna þennan dag og hlusta á nokkra Passíusálma. Fólk getur komið og farið eins því hentar. Passíusálmarnir lesnir í Selfosskirkju Á FÖSTUDAGINN langa, 14. apríl, kl. 13 verða Passíusálmar síra Hall- gríms Péturssonar lesnir í heild sinni í Selfosskirkju. Áheyrendur koma og fara að vild. Lesarar eru: Magnús Hlynur Hreiðarsson, Óskar H. Ólafsson, Guðmundur Jósefsson, Gylfi Þ. Gíslason, Kjartan T. Ólafs- son, Ólafur Helgi Kjartansson, Björn Hjálmarsson, Páll Lýðsson, Sigurður Símon Sigurðsson, Ólafur Ólafsson, Jón R. Hjálmarsson og sr. Gunnar Björnsson. Sr. Gunnar Björnsson. Kvenfélagið Seltjörn gefur glerlistaverk INGUNN Benediktsdóttir gler- listakona hefur unnið glerlistaverk sem staðsett verður í gluggum í anddyri kirkjunnar. Kvenfélagið Seltjörn gefur Seltjarnarneskirkju þessa höfðinglegu gjöf og verður verkið afhent í hátíðarmessu á páskadagsmorgun kl. 8. Kirkju- gestum verður boðið upp á heitt súkkulaði og vínarbrauð í safn- aðarheimilinu eftir messu. Verið velkomin. Nýr stjaki fyrir páska- kerti í Breiðholtskirkju VIÐ hátíðarmessu í Breiðholts- kirkju á páskadagsmorgun kl. 8 verður að þessu sinni tekinn í notk- un nýr stjaki fyrir páskakertið, sem að venju er tendrað við upphaf messunnar. Stjakann smíðaði lista- konan Þuríður Steinþórsdóttir og er þetta þriðji gripurinn, sem hún smíðar fyrir kirkjuna. Þá má geta þess, að boðið verður til heilagrar kvöldmáltíðar í mess- unni. Að henni lokinni er öllum kirkjugestum síðan boðið til sam- eiginlegs morgunverðar í safn- aðarheimilinu og er fólk hvatt til að taka eitthvað smávegis matarkyns með sér á sameiginlegt morg- unverðarhlaðborð. Vona ég að við sjáumst sem flest í kirkjunni okkar á páskadags- morgun og eigum þar saman bless- unarríka og uppbyggilega stund á þessari mestu hátíð okkar kristinna manna. Gísli Jónasson. Lestur Passíusálmanna í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa SÚ hefð hefur skapast að einn eða fleiri lesarar flytji alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar í Hallgríms- kirkju á föstudaginn langa og verð- ur svo einnig að þessu sinni. List- vinafélag Hallgrímskirkju hefur fengið Gunnar Eyjólfsson leikara til þess að hafa umsjón með lestrinum og hefur hann fengið til liðs við sig valinkunna leikara. Lesturinn hefst kl. 13 að und- angengnum orgelleik Harðar Ás- kelssonar og Björns Steinars Sól- bergssonar. Þrisvar verður gert hlé á lestrinum og flutt tónlist tengd föstunni. Fyrsta hléið verður eftir lestur 14. sálms, annað hlé eftir lestur 25. sálms og þriðja hléið eftir lestur 39. sálms. Hörður Áskelsson og Björn Steinar Sólbergsson leika þá m.a. orgelforleiki eftir J. S. Bach og Auður Guðjohnsen mezzosópran syngur aríu úr Mattheusarpassíu eftir Bach. Leikararnir sem lesa eru: Sig- urður Skúlason, Edda Þórarins- dóttir, Jóhann Sigurðarson, Guð- rún Þ. Stephensen, Erlingur Gíslason, Þóra Friðriksdóttir, Bald- vin Halldórsson, Róbert Arnfinns- son, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Sigþór Albert Heimisson, Krist- björg Kjeld, Eggert Kaaber, Herdís Þorvaldsdóttir, Jóna Guðrún Jóns- dóttir, Helga E. Jónsdóttir, Stein- dór Hjörleifsson, Ragnheiður Stein- dórsdóttir og Gunnar Eyjólfsson. Þjáning og lausnir FÖSTUDAGURINN í kyrruviku er langur og tilefnið ógnvekjandi. Í dagskrá í Neskirkju kl. 14 föstudag- inn langa gefst tækifæri til að íhuga pínu Jesú Krists og færa til sam- tíma og okkar eigin lífs. Dagskráin nefnist „þjáning og lausnir“ og er flétta tónlistar, hug- leiðinga, lestra úr Passíusálmum og píslarsögu guðspjallanna. Lesarar eru Ásdís Einarsdóttir og Auður Styrkársdóttir. Gunnar Hersveinn flytur hugleiðingu auk Nes- kirkjupresta. Sönghópurinn Rinas- cente sér um tónlistarflutning, und- ir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Dagurinn verður langur og skelfi- legur ef aðeins er staldrað við þján- inguna og ekki hugað líka að lausn- um. Boðskapur kristninnar er lausnamiðaður og beinir sjónum og huga til páskanna. Verið velkomin í Neskirkju, í hljómahaf og til íhugunar lífsvisk- unnar. Lestur Passíusálma í Árbæjarsafns- og Viðeyjarkirkju Á FÖSTUDAGINN langa mun Grétar Einarsson lesa Passíusálma Hallgríms Péturssonar í Árbæj- arsafnskirkju og Viðeyjarkirkju. Hefst lesturinn í Árbæjarsafns- kirkju kl. 9 og stendur til kl. 13. Siglt verður frá Sundahöfn til Við- eyjar kl. 14 og hefst lestur í Viðeyj- arkirkju kl. 14.30 og lýkur um kl. 18.30. Siglt verður í land kl. 19. Kaffisala verður í Viðeyjarstofu á meðan á lestri stendur og kostar samanlagt 1.000 kr. fyrir fullorðna og 500 fyrir börn í ferju og létt kaffihlaðborð. Grétar Einarsson hefur lesið Passíusálmana í kirkjum og bæna- húsum víða um land í um tíu ár. Má þar nefna bænahúsið á Núpsstað, Bessastaða- og Grímseyjarkirkjum. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta skipti sem sálmarnir eru lesnir með þessu hætti í Árbæj- arsafns- og Viðeyjarkirkju. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.