Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 9
FRÉTTIR
Kringlunni – sími 581 2300
Gleðilega
páska!
Opið
skírdag 13-17
laugardag 10-18
Laugavegi 53, s. 552 1555
TÍSKUVAL
Lokað laugardaginn 15. apríl
Gleðilega páska!
Glæsilegar sumarvörur
Bragðsemendist lengur
Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr
reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru
einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að
kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun,
varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar
aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um
lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall,
óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette
nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette
nikótínlyf nema að ráði læknis. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.
Handhafi markaðsleyfis: Pfizer ApS.
Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ.
www.nicorette.is
Nýkynslóð:
Mýkraundirtönn!
PrófaðuNicorette
Freshmint
SUMARÆVINTÝRI Í SVÍÞJÓÐ!
fyrir unglinga - Upplifið sænskt sveitalíf
hjá Íslendingum
Fara á hestbak, kynnast sænska tungumálinu o.m.fl.
Vikudvöl í júní - Allar upplýsingar á heimasíðunni
okkar: www.islandshastar-vedum.se
er komin – mikið úrval
Full búð af nýjum vörum
Opið í dag frá kl. 13-17
og laugardag frá kl. 10-18
Gleðilega páska
SUMARLÍNAN FRÁ HISPANITAS
Skóverslun – Kringlunni – Sími 553 2888 – www.skor.is
SNJÓFLÓÐASETUR Veðurstofu
Íslands hvetur ferðafólk til fjalla um
páskana að hafa allan vara á sér
gagnvart snjóflóðahættu. Rannsókn-
ir sýna að yfir 90% af þeim sem lenda
í snjóflóðum í óbyggðum hafa ann-
aðhvort komið snjóflóðinu af stað
sjálfir eða einhver úr þeirra hópi.
Þess vegna er mikilvægt að læra að
forðast aðstæður þar sem menn geta
komið af stað flóði.
Ef svo óheppilega vill til að ferða-
maður grefst í snjóflóði er mikilvægt
að ná honum upp sem fyrst. Tölfræð-
in sýnir að um 90% af þeim sem nást
úr flóði innan 10–15 mínútna frá því
að þeir grafast lifa af svo framarlega
sem þeir hafa ekki látið lífið vegna
áverka. Eftir þann tíma aukast dán-
arlíkurnar mjög hratt og eftir um
hálftíma undir snjónum eru aðeins
um 30% á lífi. Þetta á við um snjóflóð
í óbyggðum. Þess vegna er mikil-
vægt að þeir sem ferðast um fjall-
lendi að vetrarlagi hafi tæki til þess
að geta bjargað félögum sínum og
kunni að fara með þau. Þrennt er al-
veg ómissandi: snjóflóðaýlir, skófla
og snjóflóðastöng.
Þeir sem ferðast um á skíðum eða
snjóbrettum í óbyggðum, eða í brött-
um brekkum utan troðinna leiða á
skíðasvæðum, ættu alltaf að ferðast
tveir eða fleiri saman og vera með ýli
á sér og skóflu og stöng í bakpoka á
bakinu.
Snjókoma og nokkuð
hvasst um páskana
Á föstudaginn langa verður sam-
kvæmt veðurspánni sunnan og suð-
austan 8–13 m/s og rigning, fyrst
sunnan- og vestantil en snýst um
kvöldið í SV 5–10 með skúrum vest-
anlands. Hlýnandi, hiti tvö til fimm
stig. Á laugardag snýst vindur til
norðlægrar áttar með snjókomu um
landið norðanvert en léttir til syðra.
Kólnar niður að frostmarki. Á páska-
dag og annan í páskum verður
ákveðin norðanátt, éljagangur og
hiti um frostmark norðantil, en létt-
skýjað og allt að fjögurra stiga hiti
sunnanlands.
Ferðafólk hvatt til
að hafa vara á sér
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur
undirbúið sérstakt eftirlit með inn-
brotum um páskahelgina í ljósi
reynslu fyrri ára af innbrotahrinum
sem hafa dunið yfir þegar stórar
ferðahelgar standa yfir.
Að sögn Karls Steinars Valssonar
aðstoðaryfirlögregluþjóns verða lög-
reglumenn sendir í hert eftirlit í
íbúðahverfum og verslunar- og fyr-
irtækjahverfum í borginni. Segir
hann fulla ástæðu fyrir fólk að ganga
vel frá eigum sínum ef það bregður
sér af bæ.
Aðaláhersla lögreglunnar um
páskahelgina verður á innbrotaeft-
irlit og umferðarmál og
hvetur Karl Steinar alla til að
ganga tryggilega frá öllum hugsan-
legum inngönguleiðum í íbúðir sínar,
enda hafi það margsannast að slíkar
ráðstafanir geta verið innbrotsþjóf-
um hindrun á leið sinni. Einnig sé
mikilvægt að láta nágranna sína vita
að allar mannaferðir við húsnæði séu
óeðlilegar á meðan húsráðendur eru
í burtu.
Ekki síst eru þeir sem fara ekki í
burtu hvattir til að tilkynna lögreglu
í síma 112 um óeðlilegar mannaferðir
í hverfinu.
Karl Steinar segir innbrotatíðnina
vera mjög sveiflukennda og undan-
farin ár hafi innbrotin oft tengst hin-
um stóru ferðahelgum um páska,
hvítasunnu og öðrum áþekkum árs-
tímum. Einnig geti það haft áhrif á
tíðnina hvaða síbrotamenn séu í af-
plánun á hverjum tíma. Við þetta er
að bæta að nokkuð hátt hlutfall sí-
brotamanna eru í afplánun um þess-
ar mundir að sögn Karls Steinars.
Hert innbrotavakt
verður um páskana
TVEIR íslenskir vísindamenn
eru á lista vísindaritsins
Nature yfir þá vísindamenn í
líftæknigeiranum sem hafa
vakið athygli á síðustu 10 ár-
um fyrir veruleg framlög sín í
þágu líftæknigeirans og við-
skiptum honum tengdum.
Ritstjórar Nature völdu alls
291 einstakling á lista sem
birtur var á vef tímaritsins í
janúar og var fólkinu raðað
niður í átta mismunandi
flokka. Lesendur blaðsins
völdu svo þá sem þeir töldu
hafa skarað fram úr á síðasta
áratug, og voru niður-
stöðurnar kynntar í mars-tölu-
blaði Nature.
Evrópskur
lífiðnaður
Bæði Kári Stefánsson, for-
stjóri deCODE, og Bernhard
Pálsson, prófessor í lífverk-
fræði og læknisfræði við Kali-
forníuháskóla í Bandaríkjun-
um, komust á lista ritstjór-
anna, en hvorugur var talinn
meðal 3–4 áhrifamestu ein-
staklinganna í hverjum flokki.
Kári Stefánsson var á lista
ásamt 54 öðrum í flokknum
„Evrópskur lífiðnaður“. Bern-
hard Pálsson var einn 47 vís-
indamanna á lista ritstjóranna
í flokknum „Tækni“.
Þykja
skara
fram úr í
líftækni