Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 65
og Dieter Roth-akademíunnar stendur nú yfir í Menningarmiðstöðinni Skaftfelli. Þátttakendur sýningarinnar eru útskriftar- nemendur frá myndlistardeild LHÍ ásamt erlendum listnemum. Sýningin stendur til 29. apríl. Suðsuðvestur | Eygló Harðardóttir með sýningu á málverkum, ljósmyndum og myndbandi. Opið frá 14–17 um helgar og 16–18 fim. og föst. Opið lengur um páskana. Til 30. apríl. Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldu- konur í íslenskri myndlist fjallar um ævi og verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á síðari hluta 19. aldar. Þær nutu þeirra for- réttinda að nema myndlist erlendis á síð- ustu áratugum 19. aldar og upp úr alda- mótum, en engin þeirra gerði myndlist að ævistarfi. Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndir hol- lenska ljósmyndarans Robs Hornstra eru afrakstur af ferðum hans um Ísland. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn alla páskadagana kl. 10–17. Hljóðleiðsögn, margmiðlunarsýning, minja- gripir og fallegar gönguleiðir í næsta ná- grenni. Sjá nánar á www.gljufrasteinn.is. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Sýning á ljósmyndum Sigríðar Bachmann í Skotinu, hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Myndun- um er varpað á 150 x 190 cm stóran vegg. Sýnir Sigríður myndir sem hún hefur tekið af börnum. Til 7. júní. Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl. 10–18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum söguna frá landnámi til 1550. www.saga- museum.is. Veiðisafnið – Stokkseyri | Uppstoppuð veiðidýr ásamt skotvopnum og veiðitengd- um munum. Opið alla daga kl. 11–18. Sjá nánar: www.hunting.is. Þjóðmenningarhúsið | Samsýning 19 myndlistarmanna; Norðrið bjarta/dimma, lætur mann lyfta brúnum. Þjóðminjasafnið – svona var það andar stemningu liðinna alda. Handritin, ertu ekki búin að sjá þau? Fyrirheitna landið, fyrstu vesturfararnir, hverjir voru það? Veitingar, búð. Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni Íslands er boðið upp á fjölbreytta fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru nýstár- legar og vandaðar sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Hlutverk safnsins er að auka og miðla þekkingu á menningararfi Íslend- inga frá landnámi til nútíma. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Leiklist Loftkastalinn | Stúdentaleikhúsið setur upp verkið Animanina. Verkið er frum- samið. Höfundar eru meðlimir Stúdenta- leikhússins og Víkingur Kristjánsson, sem jafnframt leikstýrir. Söngur og dans, dramatík og furðulegheit. Miðasala: sími 552-3000, e-mail: midasala@loft- kastalinn.is Vefsíða: www.studentaleik- husid.is. Skemmtanir Café Rosenberg | Mike og Danny Pollock blúsa með Sigga Sig. frá kl. 22 í kvöld. Ókeypis aðgangur. Kaffi Krókur | Hljómsveitin Signia með stórdansleik 16. apríl. Klúbburinn við Gullinbrú | Geirmundur Valtýsson föstudags- og laugardagskvöld. Uppákomur Hafnarfjarðarbær | Í tilefni af opnun Jaðarleikhússins í Hafnarfirði verður hald- ið ljóðakaffi á skírdag kl. 17, í Miðvangi 41 í gamla apótekinu á bak við Samkaup. Eftir- talin skáld lesa úr verkum sínum: Ása Hlín Benediktsdóttir, Daníel Ómar Viggósson, Birgitta Jónsdóttir, Snæfari, Eygló Jóns- dóttir & Guttesen. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 65 DAGBÓK Heimsferðir bjóða helgarferð í beinu flugi til þessarar stórkost- legu borgar í hjarta Evrópu þann 4. maí. Búdapest er orðin einn aðal áfangastaður Íslendinga, enda býður hún einstakt mannlíf, menningu og skemmtun að ógleymdri gestrisni Ungverja. Þú velur um góð 3 og 4 stjörnu hótel í hjarta Búdapest og spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Búdapest 4. maí frá kr. 39.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Helgarferð - 4 nætur Verð kr. 39.990 Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. M.v. tvo í herbergi í 4 nætur á Hotel Tulip Inn Millenium með morgunmat. Netverð. A ll ta f ó d ýr ir Extra sterkt GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Lið-a-mót FRÁ www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Félagsstarf Aflagrandi 40 | Lokað til 18. apríl. Gleðilega páska. Félag eldri borgara, Reykjavík | Áætlað er að halda stafgöngunám- skeið undir stjórn Halldórs Hreins- sonar ef næg þátttaka verður og hefst það 25. apríl. Uppl. og skráning hjá FEB og í síma 588 2111. Leikfélag- ið Snúður og Snælda sýna Glæpi og góðverk næst föstudaginn 21. apríl kl. 14 í Iðnó. Ath. sýningum fer fækk- andi. Félagsstarf Gerðubergs | Um há- tíðisdagana fellur starfsemin niður, næst opið þriðjudaginn 18. apríl. Starfsfólk sendir öllum þátttakend- um, stuðnings- og samstarfsaðilum um land allt hátíðarkveðjur. Kirkjustarf Áskirkja | Á páskadagsmorgun eftir guðþjónustu býður stjórn safnaðar- félagsins kirkjugestum upp á morg- unverð í efri safnaðarsal. Kirkjubíllinn kemur við frá kl. 7.20 á Kleppsvegi 118–134, Dalbraut 27, Hrafnistu, Norðurbrún og Austurbrún. Verið velkomin. Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í Vídalínskirkju í kvöld, skírdag, kl. 22. Ath. tímasetningu. Altaris- ganga. Altarið afskrýtt í lok athafnar til undirbúnings föstudagsins langa. Gott er að ljúka deginum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og ganga síðan út í myrkrið í kyrrð. Glerárkirkja | Messa á skírdagskvöldi kl. 20.30. Messa föstudaginn langa kl. 11. Páskavaka laugardag kl. 23. Há- tíðarmessa páskadag kl. 08. Léttur morgunverður í safnaðarsal. Fjöl- skylduguðsþjónusta páskadag kl. 11. Kvöldguðsþjónusta páskadag kl. 20.30. Kvöldkaffi í safnaðarsal. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Út- varpsguðsþjónusta kl. 11 á RÚV á vegum samstarfsnefndar kristinna trúfélaga. Ræðumaður dr. Pétur Pétursson, í lokin er svo brauðs- brotning (eftir útsendingu). – Allir velkomnir. Bænastund kl. 20. Í ung- lingaherberginu. Lifandi bænastund. – Allir velkomnir. KFUM og KFUK | Enginn fundur verður í AD KFUM fimmtudaginn 13. apríl, á skírdag. Menn eru hvattir til að sækja kirkju. Laugarneskirkja | Kl. 8 Morgun- messa í kyrruviku. Kl. 14–17.30 er kirkjan opin til bænar og íhugunar. Kirkjuvörður tekur við bænarefnum. Kl. 17.30 hefst bænastund í umsjá Sigurbjörns Þorkelssonar þar sem bænarefni dagsins eru lögð fram. Kl. 20.30 Kvöldmessa á skírdegi. Af- skrýðing altarisins. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 Rf6 4. Bb5 d6 5. d4 Bd7 6. 0–0 exd4 7. Rxd4 Be7 8. Bxc6 bxc6 9. Bf4 0–0 10. e5 dxe5 11. Bxe5 Bd6 12. Bg3 Db8 13. b3 Db4 14. Dd3 Bxg3 15. hxg3 Had8 16. a3 Da5 17. Dc4 Dh5 18. Hfe1 Rg4 19. Rf3 Bf5 20. Had1 Hxd1 21. Rxd1 Bd7 22. Dd4 Be6 23. c4 a5 24. Re3 Rxe3 25. Hxe3 Df5 26. Re5 Db1+ 27. Kh2 Da2 28. f4 Dxa3 29. Rxc6 Kh8 30. b4 Da2 31. Rxa5 Bg4 32. f5 h5 33. f6 g6 34. Rc6 Be6 35. Df4 Kh7 Staðan kom upp á afar öflugu skák- móti sem fram fór í Poikovsky í Rúss- landi fyrir skömmu. Rússneski stór- meistarinn Evgeny Najer (2.652) hafði hvítt gegn ofurstórmeistaranum frá Moldavíu, Viktor Bologan (2.661). 36. Hxe6! og svartur gafst upp þar sem eftir 36. … fxe6 37. Dxc7+ Kh6 38. Dg7+ Kg5 39. Dxf8 verður hann manni undir. 2. og 3. umferð KB-banka mótsins hefjast kl. 13 og kl. 18 í dag í húsakynn- um Skáksambands Íslands. Nánari upplýsingar um mótið er m.a. að finna á heimasíðu Hellis, www.hellir.com. Í Háskólanum á Akureyri í dag kl. 14 hefst minningarmót Skákfélags Akureyrar um Jóhann Snorrason. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á www.skak.is. sem og hjá Gylfa Þórhallssyni í síma 862 3820. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is KÓR Langholtskirkju flytur Petite Messe solenelle eftir Gioachino Rossini í Langholtskirkju á morgun, föstudaginn langa, kl. 16 og sunnu- daginn 23. apríl á sama tíma. Einsöngvarar eru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sesselja Kristjáns- dóttir, Jónas Guðmundsson og Ágúst Ólafsson. Anna Guðný Guð- mundsóttir leikur á píanó og Stein- grímur Þórhallsson á harmonium, en stjórnandi er Jón Stefánsson. Eitt síðasta verk Rossinis Petite Messe Solenelle er eitt síð- asta verk Rossinis og af mörgum talið eitt hans besta verk. Hinar miklu vinsældir verksins munu tald- ar stafa af innilegri trúargleði og hrífandi glæsileik kórsins og ein- söngskaflanna. Fræg eru orðin sem Rossini skrifaði í lok handritsins: „Kæri Guð. Hér er hún fullbúin, þessi fá- tæklega litla messa. Er þetta heilög tónlist eða vanhelg tónlist? Þú veist vel að mér var ætlað að semja gam- anóperur en það þarf ekki meira til en smáhæfileika og eitthvað smá- vegis frá hjartanu. Jæja, vertu blessaður og leyfðu mér nú að kom- ast til himna.“ Morgunblaðið/Eyþór Árnason Jón Stefánsson stjórnar á tónleikunum í Langholtskirkju á morgun. „Leyfðu mér að komast til himna“ ÍSLENSKU þýðingaverðlaunin verða afhent í annað sinn á Degi bókarinnar, 23. apríl nk. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun afhenda verðlaunin við at- höfn á Gljúfrasteini. Bandalag þýðenda og túlka hef- ur tilnefnt fimm höfunda til verðlaunanna fyrir markverð þýð- ingarverk. Tilnefndir eru: Guðrún H. Tulinius fyrir Hæðir Macchu Picchu eftir Pablo Neruda,Hall- berg Hallmundsson fyrir Bátur- inn langi og fleiri ljóð eftir Stanl- ey Kunitz, Anna María Hilmars- dóttir fyrir Flugdrekahlauparinn eftir Khaled Hosseini, Rúnar Helgi Vignisson fyrir Barndómur eftir J. M Coetzee og Hjalti Krist- geirsson fyrir Kertin brenna eftir Sándor Márai. Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna SOFFÍA Sæmundsdóttir myndlist- armaður opnar sýningu nk. laugar- dag kl. 15 á nýjum verkum í efri sal og á svölum í Ketilhúsinu, Listagil- inu á Akureyri. Þetta er fyrsta sýn- ing Soffíu norðan heiða og sýnir hún olíumálverk á tré, striga og pappír unnin á undanförnum þrem- ur árum. Sýninguna nefnir hún „Einskonar landslag“ og kveður þar við nokkuð annan tón í mál- verkum hennar. Soffía hefur verið virk á íslensk- um myndlistarvettvangi undanfar- inn áratug og hefur haldið fjöl- margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenn- inga fyrir myndlist sína, m.a. Joan Mitchell-verðlaunin kennd við sam- nefnda stofnun í New York fyrir framúrskarandi hæfileika í málun og var hún einn af verðlaunahöfum þeirra 2004. Hún hlaut nýverið styrk úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur. Sýningin er opin á páskadag og annan í páskum og síðan alla daga nema mánudaga frá kl. 13–17. Henni lýkur sunnudaginn 30. apríl. Einskonar landslag Soffíu Sæmundsdóttur DJASSTRÍÓIÐ Guitar Islancio heldur tónleika á laugardag í Tón- listarhúsi Laugarborgar. Tríóið skipa Björn Thoroddsen gítarleik- ari, Gunnar Þórðarson gítarleikari og Jón Rafnsson kontrabassaleik- ari. Á efnisskrá eru útsetningar þre- menninganna á þjóðlögum sem tríóið hefur leikið víða um heim á síðustu árum. Tríóið hefur leikið saman frá 1998 og haldið fjölda tónleika bæði á Íslandi og víða erlendis. Hafa fjöl- margir heimsþekktir tónlistarmenn leikið með Guitar Islancio og tríóið gefið út fimm geisladiska. Guitar Islancio var útnefnt „Tón- listarhópur Reykjavíkur“ árin 2000 og 2001. Tónleikarnir eru liður í tónleika- röð Tónlistarhúss Laugarborgar og hefjast kl. 20.30. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Guitar Islancio: Gunnar Þórðarson, Björn Thoroddsen og Jón Rafnsson. Guitar Islancio í Laugarborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.